Alþýðublaðið - 07.03.1991, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.03.1991, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 7. mars 1991 Ingibförg Guðmunds- dóttir starfskona hjá Stigamótum segir að nauðganir og kynferð- isafbrot margskonar sóu miklu fleiri en flesta gruni. „Aðeins litill hluti þessara afbrota kemur upp á yfirborðið, fólk er hrœtt við að kæra. Ólíkt því sem gerist þegar um aðra giæpi er að ræða, verða skemmdarverkin sem unnin hafa verið svo ósýnileg að erfitt getur orðið að færa sönnur á atburði, og þvi verður fólk óöruggt, og þegar um kynferðisaf- brot er að ræða koma jafnan fram miklir for- dómar sem fólk hræð- ist" segir Ingibjörg. Stigamót i tvö ár____________ Fyrir réttum tveim árum, þann 8. mars 1989 á baráttudegi kvenna, náðist víðtæk samstaða meðal kvennasamtaka um að helga daginn baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi. í Hlaðvarp- anum þar sem ýmsir sjálfboðaliða- hópar komu saman til að kynna. starfsemi sína, kom fjöldi gesta sem sýndi fram á að almenningur lét sig þessi mál mikils varða. Fram að þessum tíma höfðu ýmsir sjálfboðaliðahópar kvenna starfað að hinum margvíslegustu verkefnum sem tengdust kynferð- islegu ofbeldi. Þar má nefna Sam- tök um Kvennaathvarf, og innan vébanda þeirra Barnahóp og Ráð- gjafahóp um nauðgunarmál og Vinnuhóp gegn sifjaspellum auk hóps sem kallaði sig Konur gegn klámi. Hóparnir sem kynnt höfðu starf- semi sína í Hlaðvarpanum 1989 ákváðu í framhaldi af þeirri kynn- ingu að stilla saman kraftana og sameina reynslu sína undir einn hatt. Unnið var kröftuglega að því að fá húsnæði undir ráðgjafa- og fræðslumiðstöð þar sem hægt væri á einum stað að sinna sem fjölbreyttastri þjónustu. Markmið- ið var sett hátt og ríkið veitti fjár- stuðning til framkvæmda. Útkom- an varð sú að þann 8. mars 1990 voru Stígamót, miðstöð fyrir kon- ur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, opnuð að Vesturgötu 3. Karimenn aækja_______________ æ meira til Stigaméta Að sögn Ingibjargar má skipta verkefnum Stígamóta í tvennt: ,,Að veita konum og börnum ráð- gjöf, einkum þeim sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi; og að vera fræðslu- og upplýsingamið- stöð fyrir almenning, skóla og starfshópa sem gætu þurft að taka á kynferðislegu ofbeldi í starfi sínu, svo sem lækna, lögreglu, fé- lagsráðgjafa, presta, kennara, hjúkrunarfólk, fóstrur, og fjöl- miðlafólk og aðrar stéttir sem hefðu þörf fyrir slíka þjónustu." Ingibjörg segir að meginstarfið felist í einkaviðtölum og starfsemi sjálfshjálparhópa, allt eftir þörfum hvers og eins. Ráðgjöfin er ókeypis og opin öllum konum og börnum af landinu öllu. Á síðustu mánuð- um hefur það færst verulega í vöxt að karlmenn sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi leiti til Stíga- móta, en þeir hafa hingað til ekki haft í nein hús að venda að sögn Ingibjargar. Markmió stqrfsins____________ i Stigamótum_________________ Meginmarkmið starfseminnar á Stígamótum má skipta upp í eftir- farandi meginþætti: Að gert verði átak til fræðslu um kynferðislegt ofbeldi, sem er nauðsynlegur þáttur í varnarað- gerðum. Að tekið verði á málum er Stígamót vinna gegn hroöalegum kynferöisafbrotum, sem eru fleiri en nokkurn haföi óraö fyrir, afleiöingarnar eru oftar en ekki þœr aö þá er Ingibjörg Guömundsdóttir, starfskona Stígamóta, segir „að kynferðisaf- brot kalli á sektarkennd sem valdi því að fólk fari að ásaka sjálft sig og hræðist þvi að leita eftir hjálp þó að líf þeirra sé í molum eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi". snerta kynferðislegt ofbeldi af mannúð og skilningi. Að opinberir aðilar taki mark á reynslu þeirra, sem hafa orðið fyr- ir kynferðislegu ofbeldi, og þeirra kvennahópa er unnið hafa með þau mál og leggi til grundvallar við ákvarðanir um úrbætur í með- ferð mála. Að tillögum í skýrslu nauðgun- armálanefndarinnar um neyðar- mótttöku fyrir konur, sem hefur verið nauðgað, verði hrundið í framkvæmd tafarlaust. Að meðferð á málefnum barna, sem beitt eru kynferðislegu ot- beldi, verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Starfsfólkið fles*____________ þolendur sifjqapella Hóparnir sem stóðu að stofnun Stígamóta höfðu áður starfað hver í sínu lagi þótt margvísleg óformleg samvinna væri á milli þeirra. Vinnuhópur gegn sifjaspell- um tók til starfa 1986, starfsemin hefur fyrst og fremst byggst á einkaviðtölum og ráðgjöf auk starfa í sjálfshjálparhópum. Þær konur sem sinna ráðgjöf eru sjálf- ar flestar þolendur sifjaspella og byggja því ráðgjöfina á eigin reynslu. Innan vébanda hópsins starfa einnig konur sem hafa víð- tæka þekkingu á kynferðislegu of- beldi og sinna fræðslu- og hóp- starfi í samvinnu við þolendur. Barnahópur Kvennaat- hvarfsins hefur um árabil unnið að hagsmunum barna. Hópurinn hefur gefið út fræðsluefni og tekið þátt í að koma á fót neyðarsíma fyrir börn og unglinga. Kvennaráðgjöfin hefur starfað frá því snemma á árinu 1984, meg- inmarkmið starfseminnar er að veita upplýsingar um réttarstöðu kvenna við ýmsar aðstæður, laga- lega og félagslega. Starfið byggist nær eingöngu á sjálfboðavinnu, en styrkur hefur fengist frá ríkinu og einstaka sveitarfélögum til að standa undir beinum rekstrar- kostnaði. Þá hefur kvennaráðgjöf- in haidið úti stuðningshópum fyrir konur sem staðið hafa í skilnaði, auk útgáfu margskonar fræðslu- efnis. Ráðgjafahópur um nauðgun- armál hefur starfað frá árinu 1984. Hópurinn starfaði eingöngu innan Kvennaathvarfsins þar til Stígamót voru stofnuð en starfar nú á báðum stöðunum. Starf hóps- ins hefur eingöngu byggst á sjálf- boðavinnu sem falist hefur í ráð- gjöf fyrir þolendur nauðgunar og fræðslu um afbrotið nauðgun og afleiðingar þess fyrir þolandann. Veitt er neyðarþjónusta allan sól- arhringinn alla daga ársins. Konur sem orðið hafa fyrir nauðgun geta fengið sér til stuðnings konu úr hópnum hvort heldur hún ætlar að kæra atburðinn eða ekki. Ráð- gjafahópurinn hefur haldið nám- skeið og fræðsluerindi til að reyna að vinna gegn fordómum sem snúa að þessum málefnum al- mennt. Hvaó er______________________ kynferóisleg* ofbaldi? Stígamót notast við eftirfarandi skilgreiningar á sifjaspellum, nauðgun og kynferðislegri áreitni. Sifjaspell er það nefnt þegar fullorðinn, skyldur eða nákominn, í skjóli valds síns notar börn til þess að fullnægja kynferðislegum þörfum sínum — hvort sem hann sýnir sig beran, þuklar á barninu, lætur barnið þukla á sér eða hefur við það samfarir. Nauðgun er ofbeldisverk þar sem um er að ræða þvingun til kynferðislegra samskipta, hvort sem ofbeldismaðurinn var ókunn- ugur, kunningi, vinur eða eigin- maður. Kynferðisleg áreitni er óum- beðin kynferðisleg athygli sem ekki er óskað eftir né boðið upp á af þolandanum. Hún getur birst í kynferðislegum aðdróttunum, snertingu, strokum, kynferðisleg- um tilboðum o.s.frv. Sjálfshjálparhópar Ingibjörg segir að sjálfshjálpar- hóparnir séu mikilvægur liður í starfsemi Stígamóta. Á síðasta ári voru starfræktir 12 hópar fyrir þolendur sifjaspella og 4 fyrir þær konur sem fengust við nauðgunar- mál. Konurnar sem voru í þessum hópum voru á öllum aldri og t.d. voru starfræktir sérstakir hópar fyrir unglingsstúlkur. Mæður sifja- spellsþolenda hafa komið saman í sjálfshjálparhóp og rætt þar reynslu sína og stutt hver aðra, einnig hafa makar sifjaspellsþol- enda komið saman reglulega. í sjálfshjálparhópunum koma konur saman til þess að deila hver með annarri sárri reynslu og sækja styrk til að takast á við vandamál sem rekja má til sifja- spella eða nauðgunar. Þar komast þær að raun um að þær eru ekki einar, að aðrar konur hafa líka orðið fyrir svipuðu ofbeldi. Þær átta sig á því að þær bera ekki ábyrgð á ofbeldinu sem þær urðu fyrir, ábyrgðin er ofbeldismanns- ins. Hóparnir hittast að jafnaði í 15 skipti á 3ja mánaða tímabili. Allar konur sem hafa áhuga á að taka þátt í sjálfshjálparhópum koma fyrst í einkaviðtöl, þær geta haldið áfram í stuðningsviðtölum á með- an á hópstarfinu stendur, og sömu- leiðis eftir að hópstarfinu lýkur. Eftir að sjálfshjálparhópunum lýk- ur geta konurnar haldið áfram að sækja fundi þar sem unnið er eftir svokölluðu 12 spora kerfi, sem sækir fyrirmynd sína til AA sam- takanna. Fr»ðslunám»keid______________ Á vegum Stígamóta eru haldin námskeið fyrir þá sem óska eftir fræðslu um kynferðislegt ofbeldi. Námskeiðunum er ætlað að búa fólk betur undir að takast á við og vinna með þessi mál og eru við- horf og tilfinningar þátttakenda stór hluti námskeiðsins. Fjallað er um hvernig best má bregðast við þegar kynferðislegt ofbeidi kemur upp, bæði hvað varðar lagalegar skyldur, lögreglurannsókn og dómsmeðferð slíkra mála og stuðning við þolendur og aðstand- endur. Námskeiðin eru aðlöguð þörf- um og óskum þátttakenda hverju sinni. Nú þegar hafa verið haldin tvö slík námskeið á Akureyri og meira námskeiðahald er fyrirhug- að. Á morgun, föstudaginn 8. mars, verður starfsemin í Stígamótum eins árs og verður í því tilefni opið hús á miili kl. 16 og 19 og eru allir boðnir velkomnir til að kynna sér starfsemina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.