Alþýðublaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 4
4 Fimrritudagur 7. mars 1991 Mmufill HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Formannseinvígið opinberar veikleika SjáUstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Að þessu sinni ríkir meiri spenna en ella á landsfundum flokksins. Formannskjörið er hápunktur þessa æðsta fundar sjálfstæðismanna en þar takast á formaður flokksins og varaformaður. Skoðanakannanir hafa sýnt hnífjafna stöðu frambjóðenda og er því ekki nema von að sjálfstæðismenn og reyndar þjóðin öll fylgist með einvígi þeirra fóstbræðra um æðstu stöðu stærstu stjórnmálasamtaka landsins. Atökin um formannssætið hafa afhjúpað miklar erj- ur sem legið hafa undir sléttu yfirborði Sjálfstæðis- flokksins. Lengi hefur verið Ijóst, að forysta Sjálfstæð- isflokksins hefur verið óánægð með núverandi for- mann, Þorstein Pálsson. DavíðOddsson, borgarstjóri og varaformaður, hefur hins vegar verið ókrýndur arf- taki formannsins hingað til. Það hefur verið opinbert leyndarmál í Sjálfstæðisflokknum að þegar Davíð réttir upp höndina og segist tilbúinn að leiða flokkinn, muni honum vera afhenturformannsstóllinn athuga- semdalaust. Þess vegna hefur Davíð ekki verið venju- legur frambjóðandi í hugum flestra sjálfstæðis- manna, heldur prins, lögboðinn arftaki. Þetta hefur breyst stórlega undanfarin misseri. Davíð hefur gert afdrífaríkar skyssur í fyrstu þreifingum sínum varð- andi landsmálapólitíkina og er umdeildur innan flokksins í dag. Oánægjan með sitjandi formann hefur aldrei verið viðruð opinberlega — fyrr en nú. í makalausum grein- um þekktra sem óþekktra sjálfstæðismanna í Morg- unblaðinu hefur formaður verið ausinn slíkum sví- virðingum og felldir yfir honum þvílíkir dómar, að les- endum er í raun aldeilis óskiljanlegt hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið starfhæfur með slíkum leiðtoga. Þannig skrifar Þorvaldur Garðar Kristjáns- son alþingismaður Sjálfstæðisflokksins um sitjandi formann, Þorstein Pálsson, í Morgunblaðinu í gær: „Núverandi formaður fékk glæsilega kosningu á landsfundi 1983 og honum fylgdu góðar óskir og miklar væntingar. En vonir manna hafa ekki ræst, því miður. Fyrst reyndi verulega á í alþingiskosningunum 1987. Þá hörmungasögu þarf ekki að rifja upp. Þá hélt formaður þannig á málum að flokkurinn klofnaði og beið mesta afhroð í kosningum sem hann hefir nokkru sinni mátt þola...En í kosningabaráttunni 1987 var haldið þannig á stjórn flokksins að ekki verður annað sagt en að skólabókardæmi sé um hvernig for- maður eigi ekki að leiða flokk sinn." Og síðar í sömu grein segir Þorvaldur Garðar: „En eftir þetta áfall fær formaður sitt stóra tækifæri. Hann verður forsætis- ráðherra...Eftir aðeins rúmt ár hrökklast úr embætti maður sem svo miklar vonir voru bundnar við sem forsætisráðherra. Það kom í Ijós, að sem forsætisráð- herra hafði hann engin tök á viðfangsefninu né mynd- ugleik til að halda samsteypustjórn saman...En þessu tækifæri var glutrað niður, formaður flokksins hljópst á brott frá vandanum, flokknum til vansa og þjóðinni til óbætanlegs tjóns. Nú erfullreynt að núverandi for- maður er illhæfur til að gegna formennsku svo sorg- legt sem það annars er." Þetta er ekki dómur um sitj- andi formann, heldur aftaka á honum, framin af ein- um reyndasta þingmanni í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Sömuleiðis hafa birst harðar greinar um Davíð Oddsson í DV og Morgunblaðinu. Þar er Davíð tekinn á beinið bæði sem varaformaður og sem borgarstjóri. Leifur Sveinsson, einn af innstu valdamönnum Sjálf- stæðisflokksins og Morgunblaðsins, kallar Davíð hnífstungumann. Og formaður Vinnuveitendasam- bandsins hefur kallað framboð Davíðs skemmdar- verk. Formannseinvígið hefur opinberað alla veikleika Sjálfstæðisflokksins. Hinn stóri flokkur er reyndar ekkert annað en kosningabandalag sérhagsmuna- hópa. Þeir hópar koma nú glögglega fram, þótt tekist sé á um menn en ekki málefni. Óánægjan með störf núverandi formanns, sem og með störf borgarstjóra, brýst nú fram á síðum hægri pressunnar. Ósættið og mannhatrið blasir við í orðum þeirra manna sem fjalla opinberlega um flokksbræður sína sem gegna tveim- ur æðstu stöðum Sjálfstæðisflokksins. Þegar við bætist sú staðreynd, að fylgið við þá í formannsstöð- una er hnífjafnt, liggur í augum uppi, að flokkurinn verður klofinn í tvennt eftir formannskosningarnar. Það skiptir engu hvor vinnur; Sjálfstæðisflokkurinn mun þurfa langan tíma til sleikja sár sín eftir þessi hörðu átök. Draumur á misskilnmgi byggður í eina tið taldi ég fótt brýnna í stjórnmálum en sameina alla islenska jafnaðarmenn i einn öflug- um stjérnmálaflokki. Sú tið er löngu liðin. Nú hall- ast ég að þvi að skrifa ungæðislegan ákafa minn i þessu efni á reikning pólitísks vanþroska. Baráttan fyrir sameiningu ís- lenskra jafnaðarmanna hefur ver- ið samfelld þrautaganga sem iðu- lega hefur skilað minni árangri en engum. Raunar hefur löngum verið óljóst hvað sameining jafn- aðarmanna þýddi í raun. Oftast hafa tilraunir í þá átt miðað að samruna Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags eða falist í stofnun stjórnmálasamtaka sem höfðað gætu til stuðningsfólks þessara tveggja flokka. Þó hefurtalsmönn- um þessara tilrauna ævinlega ver- ið ljóst að eiginlega jafnaðarmenn væri ekki síst að finna í stuðnings- liði Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnarsamstarf Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalags (eða fyrirrennara þess, Sósíalista- flokksins) hefur verið með slíkum endemum að mér þykir nú með ólíkindum að nokkur skuli nokkru sinni hafa látið sér detta það í hug að steypa þessum tveimur flokk- um saman í ein stjórnmálasamtök. Ég vísa hér til nýsköpunarinnar 1956—1959, ríkisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar 1978—1979 ogsíðast en ekki síst núverandi ríkisstjórn- ar þar sem höfuðágreiningur hef- ur verið staðfestur milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags í flest- um ef ekki öllum meiri háttar mál- um. Raunar er ekki úr vegi að telja hér einnig vinstri stjórnina 1971—1974 þótt Alþýðuflokkurinn ætti ekki aðild að henni heldur Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Sú ríkisstjórn er án efa hin versta sem þjóðin hefur mátt þola á lýðveldistímanum. Tilvist stórra jafnaðarmanna- flokka víða erlendis einkum á Norðurlöndunum og annars stað- ar í Norður-Evrópu hefur vafalaust löngum haldið draumnum um hinn stóra jafnaðarmannaflokk ís- lands vakandi. Það er hins vegar að berja hausnum við steininn að vísa enn til reynslu nágrannaþjóð- anna í þessu efni þegar hinir stóru jafnaðarmannaflokkar mega muna sinn fífil fegri. Sænsku sósí- aldemókratarnir standa ráðþrota frammi fyrir stöðnun í efnahagslíf- inu sem beinlínis má rekja til stefnu þeirra á liðnum árum. Breski Verkamannaflokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu í ell- efu ár og hverfandi lýkur eru á því að hann eigi þaðan afturkvæmt í bráð. Þýski krataflokkurinn er í sárum eftir mikinn kosningaósig- ur á síðasta ári undir forystu Ósk- ars Lafontaines sem dæmdi flokk- inn frá áhrifum á mótum hins nýja Þýskalands. Draumurinn um hinn stóra jafn- aðarmannaflokk íslands hefur verið byggður á misskilningi og hlýtur nú að flokkast undir þrá- hyggju. Stjórnmálaflokkar eru tæki til að ná ákveðnum mark- miðum en ekki markmið í sjálfum sér. Ofurkapp á að ná öllum sem vilja kalla sig jafnaðarmenn í sama flokkinn er líklegt til að tor- velda fremur en auðvelda úrlausn þeirra verkefna sem við er að glíma í íslensku þjóðlífi. Þjóðin þarf fyrst og fremst á frjálslyndri stjórnarstefnu að halda en ekki stórum og sundurleitum jafnaðar- mannaflokki. Birgir Árnason hagfræðingur skrífar Höfuöágreiningur hefur verið staöfestur milli Alþýöuf lokks og Alþýöubandalags í flestum ef ekki öllum meiri hátt- ar málum, segir Birgir Árnason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.