Alþýðublaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 1
 FIMMTUDAGUR 7. AAARS 1991 AUKAÞING UM ÁL OG EVRÓPU? Rætt hefur verið um það meðal þingmanna að haida beri aukaþing í sumar að loknum kosningum. Verði á því tekin fyrir tvö stórmál sem nú eru í deiglunni, álmálið og samningar fslands á vettvangi Fríverslunarbandalagsins og Evrópubandalags- ins. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra nefndi þetta sem möguleika er hann kynnti stöðu samninga ís- lands við Evrópuríki. NÝR BÚVÖRUSAMNINGUR: Búist er við að land- búnaðarráðherra leiti eftir samþykki til undirritunar á nýj- um búvörusamningi á næsta ríkisstjórnarfundi sem haldin verður á föstudag. Samkomulag hefur tekist um meginat- riði á milli ráðuneytisins og Stéttarsambands bænda. Lík- legt er, ef af undirritun á nýjum samningi verður, að hann taki fyrst og fremst til sauðfjárframleiðslu. Um mjólkur- framleiðsluna er talið að aðeins verði um rammasamning að ræða. Jón Baldvin Hannibalsson segir að í tillögum sjö- mannanefndarinnar sé aðeins um lítinn þátt þessa máls að ræða og óeðlilegt sé að binda hendur næstu ríkisstjórnar með því að fastbinda samning um hluta málsins núna. BÆJARSTJÓRA SAGT UPP: Bæjarstjóranum á Egils- stöðum hefur verið sagt upp störfum. Astæðan fyrir upp- sögn hans er sögð vera málefnaágreiningur. Við síðustu kosningar kom upp andstaða hjá meirihlutanum við það að endurráða bæjarstjórann, og í málefnasamningi var sett ákvæði um að skipta mætti um bæjarstjóra hvenær sem væri á kjörtímabilinu ef ástæða þætti til. Sami bæjar- stjórinn hefur verið á Egilsstöðum um langt árabil. VERKTAKAR ÁHYGGUFULLIR: Verktakar hafa áhyggjur vegna frestunar á byggingu á nýju álveri. Verk- takar segja það þjóðhagslega mjög hagkvæmt að flýta ýmsum framkvæmdum oghafa lagtframtillögur þarað lútandi. Forsætisráðherra segir að ýmsar hugmyndir séu til skoðunar og vonir standi tii að einhverjar tillögur verði til- búnar fyrir afgreiðslu lánsfjárlaga. Verktakar leggja m.a. til að ríkið taki að láni 1,5 milljarða og Reykjavíkurborg 1 milljarð, bein framlög frá ríkinu verði 1 milljarður, og hálf- ur frá borginni. í>á er í tillögum þeirra gert ráð fyrir að hálf- ur milljarður fáist lækki bensínverð í kjölfar þess að Persa- flóastríðinu er lokið. ASÍ 75 ÁRA í NÆSTU VIKU: Alþýðusamband íslands verður 75 ára þann 12. mars næstkomandi. Af því tilefni verða skrifstofur ASÍ opnar almenningi á sunnudaginn kl. 14—18. í listasafninu verður boðið upp á kaffi og afmælis- tertu og fólki gefinn kostur á að taka þátt í léttum leik. Þarna verður hægt að kynna sér sögu ASÍ og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar í landinu í bæklingum og skýr- ingamyndum. „FLÉTTA" VALDIMARS TILSÝNIS: í dag, hönnun- ardeginum 1991, verða í fyrsta sinn til sýnis í Pennanum, Hallarmúla, ný skrifstofuhúsgöng sem Valdimar Harðar- son arkitekt hefur hannað. Nýju húsgögnin sem nefnast „Flétta" eru framleidd úr mahóní, beyki og sprautulökkuð- um plötum í lit. Valdimar er einn af kunnustu húsgagna- hönnuðum landsins. Hann hannaði t.d. stólinn og borðið „Sóley" og „Kontra‘‘-skrifstofuhúsgögnin. LEIDARINN í DAO Leiðari Alþýðublaðsins fjallar um landsfund Sjálf- stæðisflokksins sem hefst í dag. „Formannseinvígið hefur opinberað alla veikleika Sjálfstæðisflokksins. Hinn stóri flokkur er reyndar ekkert annað en kosn- ingabandalag sérhagsmunahópa. Þeir hópar |coma nú glögglega fram, þótt tekist sé á um menn en ekki málefni. Ósættið og mannhatrið blasir við í orðum þeirra manna sem fjalla opinberlega um flokksbræð- ur sína sem gegna tveimur æðstu stöðum Sjálfstæðisflokksins," segir m.a. í leiðara Alþýðu- blaðsins. Fullar hillur af pappír Breytingar sem forsætisráð- herra boðar á Byggðastofnun kallar Karl Steinar Guðnason loft. Hann segir að hillur stofn- unarinnar svigni undan pappír um ekki neitt. Borgin bruðlar Reykjavíkurborg með gnægð fjár í höndum bruðlar óhugnanlega með peninga. Þegar almenningur þarfnast sárlega þjónustu, byggir borg- in ráðhús, kúlur og bílastæði sem lítil eða engin þörf er fyrir. Ólína Þorvarðardóttir skrifar um bruðlið. Líf er lagt í rúst Við segjum frá merkilegu starfi Stígamóta, samtaka sem vinna gott starf. Oft hafa nauðganir, sifjaspell og kyn- ferðislegt áreiti lagt líf fólks í rúst.' * Sedlabanki Islands spáir versnandi ástandi ríkisfjármála Halli mun aukast um 50% Fjármálarábherra vísar spánni á bug Sedlabanki spáir því að halli á ríkissjóði verði 2—3 milljörðum hærri en reiknað er með í fjár- lögum fyrir 1991. Það er um 50% hækkun. Þá stefni í að innlent láns- fjármagn aukist um þriðjung, eða um 8,7 milljarða. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra vísar þessum spám Seðlabanka á bug og segir að í fyrra hafi bankinn spáð því sama og haft rangt fyrir sér. „Nú eru komnir nýir tím- ar og menn verða að venja sig við það að spár stand- ist,“ segir fjármáíaráðherra um álit Hagfræðideildar Seðlabankans. „Þetta var það sama og menn sögðu í fyrra og stóðst ekki þá.“ Seðlabanki segir að hið opinbera muni þurfa 8,7 milljörðum meira lánsfé á innlendum markaði á árinu 1991 en reiknað hafi verið með. Sú aukning „sé ófær með öllu og að auki mjög óæskileg með tilliti til væntanlegrar aukningar orkuframkvæmda til að mæta stóriðju" Þá verði halli ríkissjóðs á árinu 1991 6—7 milljarðar og vaxi um 2—3 milljarða frá fjárlög- um. Nauðsynlegt sé að draga úr lánsfjárþörf um nokkra milljarða og koma í veg fyr- ir raunvaxtalækkun miðað við núverandi ástand. Vaxtalækkun myndi skapa þenslu. Það er álit hagfræðideild- arinnar að mikii þörf ríkis- ins og húsnæðiskerfisins á lánsfé hafi átt drýgstan þátt í því að halda uppi „tiltölu- lega háum raunvöxtum, þrátt fyrir að sparnaður hafi aukist um 36 milljarða króna og eftirspurn at- vinnufyrirtækja hafi verið takmörkuð. I fyrra voru raunvextir af óverðtryggð- um lánum innlánsstofn- anna 9,1% að meðaltali. Seðlabanki telur mikilvægt að komast sem fyrst út úr vandanum með því að loka húsnæðiskerfinu frá 1986 og hækka vexti af húsnæð- islánum til samræmis við húsbréfakerfið. Slíkt myndi slá á vexti. Það var Þorsteinn Páls- son, sem óskaði greinar- gerðar um lánskjör og vexti. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra lagði skýrsl- una fram á Alþingi í gær. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR 0 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.