Alþýðublaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.03.1991, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 7. mars 1991 Þekktum farsóttum nœr útrýmt: Ungir læknar hafa aldrei séð mislinga „Það eru margir ungir iæknar sem aldrei hafa séð mislingatil- felli enda er þessi farsótt að deyja út,“ sagði Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir í samtali við Alþýðublaðið. Hér áður fyrr þótti nauðsynlegt að öll börn fengju farsóttir eins og mislinga, hettusótt og kíghósta þar sem þessar sóttir gátu reynst lífs- hættulegar öldruðu fólki. Sömuleið- is þótti nauðsynlegt að telpur fengju rauða hunda áður en þær yrðu kyn- þroska því ef þær tækju sóttina van- færar var hætta á að barnið fæddist heyrnarlaust. Nú hefur allengi tíðkast að bólu- setja börn við tveggja ára aldur gegn helstu farsóttum og flestir full- orðnir ónæmir gegn þeim. Stúlkur hafa verið bólusettar 12 ára gegn rauðum hundum. Frá ársbyrjun 1989 hefur verið notað nýtt bóluefni á smábörn, MMR, og nýtist það gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Nú hefur mislingum og rauðum hundum nánast verið út- rýmt og kíghósti er á hröðu undan- haldi. Matthías Halldórsson sagði þetta gott dæmi um forvarnarstarf sem skilaði góðum árangri en væri sjald- an getið. Nýr smifs[úkdómur ú siúkrahusum? „Sessat-veikin hefur farið um sjúkrahúsin eins og eldur í sinu á síðustu mánuðum. Ekki er vit- að hvort um er að ræða smitsjúk- dóm þar sem ekki hefur tekist að einangra neinn sýkil,“ segir í pistli eftir Jóhann Heiðar Jó- hannsson í nýjasta hefti Lækna- blaðsins, og gerir þar góðlátlegt grín að framburði heilbrigðis- stéttanna á íslensku máli. Þar segir ennfremur: „Umhverfismengun kemur til greina en vísbendingar um slíkt eru næsta fáar. Klínisk greining sjúk- dómsins er hins vegar auðveld því að veikin kemur þannig fram, að orðin sessat, semsatt sensatt eða í verstu tilfellum orðið sest skjóta upp kolli í hröðum umræðum og erind- um manna, hvenær sem hikað er eða hlé verður á orðaflóði. Lítið er enn um fræðilegar rannsóknir á fyr- irbærinu, en þó hefur komið í ljós að svipuð veiki hefur stungið sér niður hjá ungu fólki. Hún lýsir sér þannig að orðin þúst, þúúst eða þúvst koma í ljós þegar hikað er í frásögn. Eiöur Gudnason um nœstu orkufyrirtæki: Ríkið eignist meirihluta Eiður Guðnason þingmaður segir ástæðulaust að Reykjavík- urborg eigi jafnstóran hlut í orkuveri á Austurlandi eins og borgin á nú í Landsvirkjun. Eið- ur telur það ókost að ríkið eigi ekki meirihluta í Landsvirkjun og hafi þar af leiðandi ekki ráð- andi áhrif á raforkuverð. Eiður kveður ekki sjálfgefið að ríkjandi fyrirkomulag haldist óbreytt þegar ráðist verði í stórvirkj- anir á næstunni. Eignaraðild Reykjavíkurborgar að Landsvirkjun eigi sér sögulegar forsendur. Engin rök hnígi að því að borgin verði jafn- stór eignaraðili í stórvirkjun austur á Héraði eins og hún er nú í Lands- virkjun. Jöfnun orkuverðs og sam- eining orkufyrirtækja sé stór þáttur í byggðastefnu, en talsvert hafi mið- að í jöfnunarátt á undanförnum ár- um — einkum er varðaði orkuverð til húshitunar. Stefna beri að aukn- um jöfnuð: og til þess að árangur ná- ist þurfi hvorki að stíga mörg né stór skref. Vextir af lánum lœgri en verdbólgan 1968—1986: Peningarnir f uðruðu upp A ámniim IQfífi tíl IQfift Iiocn ....Jiv. Á árunum 1968 til 1985 voru vextir af óverðtryggðum lánum lægri en verðbólga. Það þýðir að útláússtofnanir hafi gefið pen- inga með hverri krónu sem lán- uð var. Mestar urðu „gjafirnar“ á árunum 1973—1975. Á árinu 1975 var verðbólga skráð 54,1%, en vextir af 60 daga víxillán- um voru þá 14,1%. Á tímabilinu 1968 til 1985 voru vextir nær und- antekningalaust „neikvæðir," þ.e. þeir voru undir verðbólgustiginu. Óverðtryggð skuldabréf voru að- eins árin 1971 og 1984 á vöxtum sem voru yfir verðbólgu. Segja má að allan sjöunda áratug- inn hafi peningarnir fuðrað upp. Eft- ir að verðtryggingu var komið á snerist dæmið við. Raunvextir (vext- ir umfram verðbólgu) af óverð- tryggðum skuldabréfum voru t.d. 9,1% í fyrra. Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1991 Styrkir til listamanna Menntamálaráð veitir nokkra styrki úr Menningar- sjóði til listamanna sem hyggja á dvöl erlendis til að vinna að listgrein sinni. Til úthlutunar eru alls kr. 1.500.000,- Umsóknum skulu fylgja nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa hlotið sams konar styrk frá Menntamálaráði síðastliðin fimm ár ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Styrkir til fræðimanna Menntamálaráð úthlutar nokkrum styrkjum til fræðimanna samkvæmt sérstakri fjárveitingu á fjárlögum, sem nú nemur samtals 310.000,- Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræði- verkefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa bor- ist Menntamálaráði Islands, Skálholtsstíg 7, 101 Reykjavík, fyrir 8. apríl 1991. Nauðsynlegt er að kennitala umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Menningarsjóðs á Skálholtsstíg 7, Reykjavík. Menntamálaráð íslands. The Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation Auglýsing um styrki íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa Found- ation mun á árinu 1991 verja um 3 milljónum króna til að styrkja tengsl íslands og Japans á sviði vís- inda, viðskipta og menningar. Styrki þessa má bæði veita stofnunum og einstaklingum vegna verkefna í Japan eða samstarfs við japanska aðila. Ekki verða veittir venjulegir námsstyrkir, en bæði ferðastyrkir og styrkir vegna skammtímadvalar í Japan koma til greina, auk verkefnastyrkja tengd- um Japan. í umsókn, sem verður að vera á ensku, sænsku, norsku eða dönsku, skal gefa stutta en greinargóða lýsingu á fyrirhuguðu verkefni ásamt fjárhagsáætl- un og nöfnum umsagnaraðila eða meðmælenda. Umsóknir skal senda fyrir 15. apríl nk. til Vísinda- ráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík. Til sölu fasteign á Egilsstöðum Kauptilboð óskast í Laufás 8, Egilsstöðum, stærð hússins 578 m3 brunabótamat kr. 8.561.000,- Húsið verður til sýnis í samráði við Sigurð Símonarson bæjarstjóra, skrifstofu Egilsstaðahrepps sími 97- 11166. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðilum og á skrifstofu vorri. Tilboðum sé skilað til skrifstofu vorrar að Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 11.00, þann 14. mars 1991. INNKAUPASTOFNUIU RIKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK Vesturland Frambjóðendur Alþýðuflokksins halda almennan stjórnmálafund í Dalabúð, Búðardal,fimmtudaginn 7. mars kl. 20.30. Guðrún Konný Pálmadóttir, Sveinn Þór Elínbergs- son, Gísli S. Einarsson og Eiður Guðnason flytja stutt ávörp. Umræður og fyrirspurnir. ÍSLAND í A-FLOKK! Kjördæmisráð Alþýuflokksins í Vesturlandskjördæmi. Grundarfjörður - Stykkishólmur Frambjóðendur Alþýðuflokksins í Vesturlandskjör- dæmi í komandi kosningum halda almenna kynn- ingarfundi sem hér segir: Sunnudaginn 10. mars, kl. 16.00 í Ásakaffi íGrundar- firði. Sunnudaginn 10. mars kl. 20.30 í Hótel Stykkis- hólmi. Stutt ávörp flytja: Jón Þór Sturluson, Sveinn Þ. Elínbergsson, Gísli S. Einarsson og Eiður Guðnason. Umræður og fyrirspurnir. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi. Fjörukvöld í Fjörukránni þriðjudaginn 12. mars kl. 20. Gestur kvöldsins er Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri. 26. mars verður Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra gestur kvöldsins. 9. mars verður Karl Steinar Guðnason þingmaður gestur kvöldsins. Þríréttuð máltíð eftir eigin vali á aðeins 790,- kr. öll kvöldin. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar. Látum bíla ekki ganga að óþörfu! Útbástur bitnar verst á börnum... UUMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.