Alþýðublaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. mars 1991 5 Þingsályktunartillaga þingmanna Alþýduflokksins Bylting i vörnum gegn vimuefnavanda Sjö þingmenn Alþýðufflokksins með Rannveigu Guðmundsdóttur i broddi fylkingar standa að til- lögu til þingsályktunar um auknar varnir gegn vimuefnum. Tillagan gerir meðal annars ráð ffyrir að ffikniefnalögreglan heyri beint undir dómsmála- ráðuneytið, sem ætti að tryggja það að ffikniefna- deildin hafi f járhagslegt bolmagn til að sinna sinum skyldum. Ennfremur gerir tillagan ráð ffyrir að sami aðili fari með rannsókn ffiknieffnamála á öllu land- inu. Þá er lagt til að námseffni um vimuefnavarnir verði hluti skyldunáms i grunnskólum og samræmi verði tryggt að því er varðar sérffræðilega aðhlynn- ingu og umönnun fikniefnaneytenda. Einnig er gert ráð ffyrir að komið verði á fót forvarnarsjóði og regluleg úttekt verði gerð á fikniefnavandanum. SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR Rannveig Guömundsdóttir er fyrsti flutningsmaöur tillögunnar. I upphafi framsöguræðu með til- iögunni á dögunum sagði Rann- veig Guðmundsdóttir að óhætt væri að fullyrða að meðal þjóðar- innar væri mikill einhugur um það markmið að auka varnir gegn vímuefnum og almennt um að grípa til hvers konar aðgerða til að sporna gegn dreifingu og notkun vímuefna. Hins vegar væri ljóst að um leiðir að þessu góða markmiði gætu verið skiptar skoðanir og jafnvel mikill ágreiningur. Ungir______________________ vimueffnaneytendur Rannveig nefndi ýmislegt sem gert hefur verið í þessum málum á undanförnum árum og sagði síðan meðal annars: Landlæknisembættið boðaði til nokkurra samráðsfunda veturinn og vorið 1990 um fíkniefnaneyslu unglinga, áhættuhópa og úrbæt- ur. Niðurstaða þess samstarfs var kynnt í skýrslunni Ungir vímu- efnaneytendur, hvaðan koma þeir og hvert halda þeir? og vakti hún mikla athygli, ekki síst sú staðreynd að allt að 500 ung- lingar á aldrinum 13 ára til 19 ára eru djúpt sokknir í fikniefnaneyslu og ástand hefur versnað mjög á síðustu árum. í skýrslunni er bent á hvað hóp- urinn telur helst til ráða og er lögð áhersla á að efla aðstoð við heimili og fjölskyldur er minna mega sín. Að gera skólum betur kleift að sinna þeim nemendum sem eiga erfitt með að fylgjast með í námi og að stórefla rannsóknir á áhrif- um uppeldis- og skólavistar sem og að taka upp kennslu í uppeldis- fræðum í grunn- og framhalds- skólum. Þá er lagt til að vímu- varnaráð komi í stað áfengis- varnaráðs og að komið verði á sér- stökum forvarnarsjóði. Bent er á þann mikla kostnað sem er sam- fara vistun á sjúkrastofnunum og að stofnanameðferð geti aldrei komið í stað forvarna. Fiknieffnamarkaðurinn veltir hundruðum milljóna króna Þá sagði Rannveig Guðmunds- dóttir að full ástæða væri til að taka undir þau sjónarmið sem þarna væru sett fram og að hluta til væri það gert með þessum til- löguflutningi. Sú ályktun sem hún mælti fyrir væri niðurstaða starfs- hóps sem nokkrir flutningsmanna áttu aðild að og áttu viðræður við fjölda aðila er að þessum málum starfa. Ákveðið hefði verið að leggja áherslu á fáa afmarkaða þætti og aukna samræmingu. — fíkniefnalögregla verdi sjálfstœð — vímuvarnir hluti skyldunáms — út- tekt á meðferðar- stefnu eða stefnu- leysi Rannveig sagði síðan á þessa leið: í fyrsta lagi leggjum við áherslu á að sami aðili fari með rannsókn fíkniefnamála á öilu landinu og heyri beint undir dómsmálaráðu- neytið. Við viljum því að svokölluð fíkniefnalögreglan fái svipaða stöðu innan löggæslunnar og toll- gæslan og að hún hafi sjálfstæðan fjárhag. Við teljum það nauðsyn- legt að sé aðgerð í gangi á vegum fíkniefnalögreglunnar þá hafi hún bæði sjálfstæði og fjárhagslegt bolmagn til að ljúka þeirri aðgerð telji hún það nauðsynlegt til að af- stýra því að vímuefni komist hér á markað. Hún á ekki og má ekki tengjast annarri fjárhagslegri for- gangsröðun verkefna á vegum löggæslunnar. Talið er að ársvelta fíkniefna- markaðarins hér sé 300—400 milljónir króna. Fíkniefnavið- skipti hafa að sögn orðið skipu- lagðari hér hin síðari ár og erfiðari viðureignar fyrir yfirvöld. Megin- kraftar fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík hafa farið í að reyna að minnka framboðið með því að ná sem mestu magni úr um- ferð. Því hefur sá þáttur, að hafa eftirlit með neytendum og stunda öflugt fyrirbyggjandi starf, orðið út undan. Mikilvægi fforvarna Næst kom Rannveig að þeim markmiðum tillögunnar er snúa að forvörnum. Námsefni um vímuvarnir verði hluti skyldu- náms í grunnskólum. Hún gat þess að fjölmargir aðilar hafi komið í skóla með forvarnarverkefni en hafi nú samræmt sín störf og standi flestir að því verkefni sem kennt sé við Lions Quest. Það heiti ,,Að ná tökum á tilverunni" og sé bandarískt að uppruna. Lions- hreyfingin hafi greitt kostnað við að þýða og staðfæra verkefnið. í dag sé hverjum skólastjóra í sjálfs- vald sett hvort hann nýtir sér námsefnið eða ekki. Þá fjallaði Rannveig um forvarnarsjóð sem gert er ráð fyrir í tillögunni og sagði á þessa leið: Hér tökum við undir viðhorf margra þeirra sem eru að vinna að forvarnarverkefnum og eru oft á tíðum í kapphlaupi um athygli og peninga. Hugmyndin með þessum sjóði er sú að þeir sem vinna að forvarnarverkefnum og leita eftir fjárstuðningi stjórnvalda sæki beint til slíks sjóðs. Þar er síðan tekin afstaða til gildis verkefna, hvort verkefni eru af sama toga og jafnvel hægt að leggja til sam- vinnu á ákveðnum sviðum. Það er ekki víst að mikið þurfi að auka framlög til varna ef vinnubrögð verða markviss og samræmd. I fjórða lagi leggjum við til að gerð verði með reglulegum hætti úttekt á fíkniefnavandanum með söfnun gagna og upplýsinga svo að auðveldara sé að gera sér grein fyrir umfangi hans. Þessa úttekt þarf að fela ákveðnum aðila og eðlilegast að Félagsvísindastofnun yrði fengið það verkefni. Efftirlitslausar_____________ meófferðarstoffnanir Að lokum ræddi Rannveig Guð- mundsdóttir um þann lið þings- ályktunartillögunnar er fjallar um nauðsyn þess að tryggja samræmi að því er varðar sérfræðilega að- hlynningu og umönnun vímu- efnaneytenda. Hún sagði meðal annars: Meðferðarstarf fer bæði fram á vegum ríkisins og frjálsra félaga- samtaka. í núverandi kerfi gætu sjúklingar farið á milli meðferðar- stofnana og þess vegna dvalist langdvölum á ári hverju inni á sjúkrastofnunum sem allar eru reknar á fullum daggjöldum. Þess- ar stofnanir hafa lítið sem ekkert samráð sín á milli, enda eru þær reknar á ákaflega mismunandi vegu. Það er ekkert sem mælir gegn því að frjáls félagasamtök reki meðferðarheimili fyrir vímuefna- neytendur en ef ríkissjóður borgar alla meðferð hljótum við að gera ákveðnar kröfur. Ekkert eftirlit virðist haft með aðferðum og for- svarsmenn stofnana eru ekki krafðir um árangurstölur eða beðnir að upplýsa fjárveitingar- valdið um notagildi aðferða sinna. Hafi einhver stofnun komist inn á daggjöld heldur hún því áfram að því er virðist eftirlitslaust og greið- ir ríkissjóður þó hundruð milljóna tii þessara stofnana á ári hverju. Það þyrfti að gera könnun á þeirri meðferðarstefnu eða meðferðar- stefnuleysi sem hér virðist rikjandi og reyna síðan að meta raunveru- lega þörf landsmanna. I lok ræðu sinnar sagði Rann- veig: Hvert skref sem tekið er í þá átt að koma í veg fyrir að fíkniefna- vandinn vaxi er gæfuspor en það er vandasamt að koma með tillög- ur sem raunsætt er að ætla að leiði til árangurs. Ég trúi því að þær til- lögur sem hér eru kynntar séu ein- mitt til þess fallnar og legg að lok- um áherslu á að rauði þráðurinn í öllu starfi gegn fíkiniefnum verði forvarnir. Allt að 500 ungiingar á aldrinum 13—19 ára eru djúpt sokknir ■ fíkniefnaneyslu og fer ástandið hríðvernsandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.