Alþýðublaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 15. mars 1991
Innri markaöur Evrópu
Merkasta framfara-
skref síðari ára
— sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í ræðu sinni á aðalfundi iðnrekenda
Fimm samstarfsverkefni hafa
verið á borðinu í viðræðum við
forystumenn Evrópubandalags-
ins upp á síðkastið, að sögn Jóns
Sigurðssonar, iðnaðarráðherra.
Frá þessu greindi hann á aðal-
fundi Félags íslenskra iðnrek-
enda i gær. Hér er um að ræða
staðsetningu orkufrekra evr-
ópskra framleiðslufyrirtækja á
Islandi, um frekari vinnslu af-
urða slíkra fyrirtækja, um fram-
leiðslu vetnis með rafgreiningu,
iðngreinar sem samnýta jarð-
varma og raforku og loks sölu á
raforku frá íslandi til megin-
landsins um sæstreng.
Iðnaðurinn i
opnaðri Evrópu______________
lðnaðarráðherra sagði að með
opnun innri markaðar í Evrópu,
sem yrði að veruleika eftir eitt og
hálft ár, væri verið að stíga merk-
asta framfaraskref í efnahags- og at-
vinnulífi síðari ára. Ráðherra sagðist
vongóður um að fullnægjandi
samningar næðust áður en að þess-
ari.opnun kæmi.
Jón Sigurðsson sagðist bera fullt
traust til íslensks iðnaðar, og sagðist
viss um að hann myndi standa sig
vel og í mörgum tilvikum blómstra
við aðstæður stærri markaðar og
aukinnar alþjóðavæðingar.
Ráðherra sagði að samvinna EB
og EFTA-ríkjanna mundi einnig
fæða af sér margvíslega samvinnu í
vísinda- og þróunarstarfi og í at-
vinnulífi Evrópu.
Jón Sigurðsson greindi frá gangi
álviðræðna. Sagði hann að þrátt fyr-
ir töf á framgangi málsins vegna
Persaflóastríðsins væri málið í góð-
um farvegi. Stefnt væri að ljúka
samningagerð fyrir lok maí og fjár-
öflun vegna framkvæmdanna fyrir
haustið.
í lok ræðu sinnar sagði iðnaðar-
ráðherra: ,,Við verðum að opna
þjóðfélagið og með víðtækri menn-
ingarsókn gera því kleift að mæta
erlendum áhrifum í sóknarstöðu en
ekki í vörn. Sagan sýnir svo ekki
verður um villst að íslensk menning
hefur ávallt dafnað best í nánu sam-
spili við erlenda — ekki síst evr-
ópska — menningu, en hún hefur
staðnað á tímum einangrunar.
Menning er einfaldlega að gera hlut-
ina vel. Til þess að hún dafni þarf
hvatningu frá stöðugum saman-
burði. Öflugust verður íslensk þjóð í
opnu landi — opnu samfélagi. Við
verðum að efla hér iðnaðar- og
þjónustugreinar og við verðum að
færa okkur í nyt allt sem getur skap-
að okkur yfirburði á takmörkuðum
sviðum, aðstæðum sem jafnt geta
byggst á náttúruauðlindum sem
þeirri auðlind, sem fólgin er í fólk-
inu sjálfu. Með þetta að leiðarljósi
eflum við framfarir og tryggjum far-
sæla framtíð í landinu."
Wýr formaður_______________
iðnrekenda
Á ársfundi Félags íslenskra iðn-
rekenda í gær var Gunnar Svavars-
son, forstjóri Hampiðjunnar, kjörinn
formaður samtakanna. Víglundur
Þorsteinsson, fráfarandi formaður,
gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Getraunaspá
fjölmiðlanna
1
Q. «0
c c > k_ -j <= 5 ,« .3 cg n D •O c 3
n E •O ‘° U) co S ,!í *o ••O *> •o
!a Q m ir 4-J ifi < i
LEIKVIKA NR.: 11
Aston Villa Tottenham 1 1 X 2 X X X 1 2 X
C.Palace Derby 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
Liverpool Sunderland 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
Luton X 1 1 1 1 1 1 X 1 1
ManchesterC Wimbledon 1 X X 1 X 1 1 1 1 1
Nott.Forest Manchester Ut X 2 1 X 2 2 X 1 2 1
Q.P.R Coventry 1 X X 1 X 1 1 1 1 X
Shetfield Utd Chelsea 2 2 2 1 2 1 1 X X 2
Southampton.... Everton 1 1 X 1 1 1 1 1 1 2
Bristol R NottsC X 1 1 2 X X X X 1 2
Millwall Swindon 1 X 1 1 1 1 1 1 1 X
West Ham Sheff.Wed 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
Árangur eftir niu vikur.: 36 49 35 46 40 44 43 40 38 36
Þrefaldur pottur
Enginn náði því að hafa alla tólf leiki getraunaseðilsins rétta um síð-
ustu helgi. Ekki verður sagt að lukkan hafi leikið við Lukkulínuna því
að hún náði engum réttum. í fjölmiðlakeppninni er Mogginn enn fyrst-
ur með 49 stig, Þjóðviljinn með 46 stig, Bylgjan með 44 stig, RÚV með
43 stig, Dagur og Stöð 2 með 40 stig, Alþýðublaðið með 38 stig, Lukku-
línan og DV með 36 stig og lestina rekur Tíminn með 35 stig. Þaö ku
vera farið að hitna undir yfirtipparanum á Alþýðublaðinu. Það hefur
aldrei mátt þola lakari niðurstöðu úr þessum leik fjölmiðlanna en
þriðja sætið.
Leik Southampton gegn Everton verður sjónvarpað á morgun, laug-
ardag, beint. Flestir fjölmiðlanna tippa á sigur Southamptons en þeir
hafa nú ekki alltaf reynst vera miklir spámenn. Allir eru fjölmiðlarnir
sammála um þrenn úrslit, þrjá heimasigra, þ.e. í leikjum Crystal Palace
—■ Derby County, Liverpool — Sunderiand og West Ham — Sheffield
Wednesday. Annars er okkar spá sem hér segir:
211/112/1X1/111.
Útboð
Nesvegur, Grindavík — Staður
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint
verk. Lengd kafla 3,2 km, fylling og burðarlag 45.000
m3, skering 10.000 m3 og klæðning 21.000 m2.
Verki skal lokið 1. ágúst 1991.
Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins,
Borgartúni 5, (aðalgjaldkera), Reykjavík, frá og með
18. þ.m.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann
2. apríl 1991.
Vegamálastjóri.
Aðalfundur
Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
verður haldinn mánudaginn 18. mars kl. 20.30 að
Hótel Sögu — Átthagasal.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
S.U.J. — Tungumálanámskeið
Umsóknareyðublöð um tungumálanámskeiðin er-
lendis á vegum Æ.S.Í. fyrir æskulýðsleiðtoga eru
komin.
Skilyrði til þátttöku:
1. Aldur 18 til 30 ára.
2. Grunnþekking á viðkomandi tungumáli.
3. Vera virkur þáttakandi í æskulýðsstarfi og vel
upplýst(ur) um starfsemi síns félags/sambands.
4. Hafa áhuga á alþjóðlegu samstarfi.
Tungumálanámskeiðin fara fram á eftirfarandi
tungumálum: Þýsku, ítölsku, spænsku, portú-
gölsku, ensku og frönsku.
Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 25. mars.
Nánari upplýsingar eru gefnar hjá Gylfa í síma
29244.
Fundarboð
Fundur fulltrúaráðsins í Reykjavík verður haldinn
laugardaginn 16. mars nk. kl. 12.00 í Ársal, Hótel
Sögu (nýja álman 2. h.)
Fundarefni:
1. Listi til alþingiskosninga 1991 í Reykjavík lagður
fram.
2. Kosningastarfið framundan.
3. Baráttumál Alþýðuflokksins á nýafstöðnu þingi.
Mætum öll.
Stjórn fulltrúaráðs
Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík.
Bæiarmálaráð
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði
Fundur verður haldinn nk. mánudag í Alþýðuhúsinu
við Strandgötu, kl. 20.30.
Fundarefni:
Umhverfismál.
Frummælendur:
Magnús Már Júlíusson, form. náttúruverndar-
nefndar.
Hólmfríður Finnbogadóttir, form. fegrunarnefndar.
Árni Stefán Árnason, form. gróðurverndarnefndar.
Allt Alþýðuflokksfólk velkomið.
Bæjarmálaráð.
Alþýðuflokksfélag
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
í tilefni af 75 ára afmæli flokksins verður „Opið hús"
að Goðatúni 2, laugardaginn 16. mars nk. kl.
14.00—17.00.
Heitt á könnunni og meðlæti.
Fjölmennum.
Stjórnin.
Félagsmiðstöð jafnaðarmanna
Hverfisgötu 8—10
Sími15020
Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur af-
mælisboð í tilefni 75 ára afmælis Alþýðuflokksins í
Rósinni, félagsmiðstöð Alþýðuflokksins, að Hverf-
isgötu 8—10, 16. mars kl. 8.30.
Léttar og Ijúfar veitingar að hætti „sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði."
Allir velkomnir.
F.U.J.
ALPÝÐUFL OKK URINN —
JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS
Hverfisgölu 8-10 - 101 Revkjnvik — Sími 01-2024-1 - Telefax 01-020244
Flokksstjórnarfundur verður haldinn sunnudaginn 17. mars
nk. kl. 11.30 á Hótel Sögu (við hliðina á Súlansal).
Dagskrá:
1. Lagðir fram framboðslistar Alþýðuflokksins í öllum
kjördæmum til samþykktar.
2. Önnur mál.