Alþýðublaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. mars 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN KYSSTU MIG KATA: Akureyringar og gestir þeirra eiga eftir að njóta þess að skoða söngleikinn „Kysstu mig Kata" á næstunni. Frumsýning er í kvöld. Leikritið er vel þekkt og ekki síður þau góðu dægurlög sem sungin eru í sýningunni. Fjöldi fólks hefur unnið hörðum höndum við að koma sýningunni á laggirnar. Uppselt er á fyrstu sýn- ingar og óhætt að spá góðri aðsókn, enda þörf fyrir íétt gamanverk sem þetta á leikhúsfjölunum. Myndin er úr leiknum þeirra fyrir norðan. — Ljósmynd Páll. BÍLALEIGA FLUGLEIÐA - HERTZ-LEIGA: Bíia- leiga Flugleiða hefur gert samning við alþjóðlega bíla- leigu, Hertz. Framvegis mun leigan verða stöðluð sam- kvæmt kröfum þessa risafyrirtækis. Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða, segir að búið sé að endurnýja allan bílaflotann. ,,Við bjóðum yngsta bíla- leiguflota á íslandi," segir hann. Gengið var frá samningum við Toyota um endurnýjunina, keyptir 218 bílar fyrir um 200 milljónir króna. Munu það stærstu bílakaup sem gerð hafa verið hér á landi. OPIÐ HÚS í HÁSKÓLA: Háskóli íslands verður með opin hús á sunnudaginn í byggingum skólans austan Suð- urgötu og í Háskólabíói. Kynningardagur skólans er tví- þættur, annars vegar að kynna almenningi starfsemina, hins vegar að bjóða framhaldsskólanemum og aðstand- endum þeirra að skoða hvað skólinn býður upp á. 5 ÞÚSUIMD MANNS í BIÐRÖÐ: verði frumvarp um að loka húsnæðiskerfinu frá 1986 ekki samþykkt fyrir þinglok, munu 5 þúsund manns verða að biða áfram í bið- röð eftir afgreiðslu. Frumvarp félagsmálaráðherra gerði ráð fyrir að umsóknir þessa hóps yrðu afgreiddar. BÓK TIL AÐ VARNA SLYSUM: Mikil vandræði hafa hlotist af sívaxandi flugi lítilla flugvéla yfir Atlantshaf á síð- ustu árum. Nú hefur Samstarfsnefndin um skipulagningu flugs yfir Norður-Atlantshaf gefið út bækling, eða hand- bók, fyrir þá sem hyggjast fljúga yfir úthafið. Þessi litla bók á að koma í veg fyrir gáleysislegt og illa skipulagt flug á hættulegri leið. Flugmálastjórn selur þessa bók á vægu verði. ÞYRLUNA STRAX! Fjölmörg félög og samtök hvetja þingmenn til að bregðast skjótt við og láta kaupa björgun- arþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna hið fyrsta. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur send ríkisstjórninni áskorun um „tafar- laus kaup á björgunarþyrlu". Báturinn Steindór sem strandaði við Krýsuvíkurbjarg í síðasta mánuði er einmitt úr Garðinum. Þar sannaðist hversu öflug björgunartæki þyrlur eru. SÁÁ KAUPIR SPILDU ÚR SALTVÍK; sáá hefur fest sér 14 hektara spildu í Saltvík á Kjalarnesi. Þar verður reist sjúkrastöð SÁÁ í stað stöðvarinnar sem lögð verður niður að Sogni. Reykjavíkurborg er eigandi Saltvíkur. Sigurjón Pétursson og fleiri gerðu athugasemdir við kaupin á fundi borgarráðs á þriðjudaginn. Sigurjón sagði að hann teldi landið óþarflega stórt fyrir sjúkrastöðina. SVARAÐ I SIMA: íslendingar þekkja flestir til ónota- legrar þjónustu á símaborðum ýmissa stofnana og fyrir- tækja. Þó hefur verið sagt að símsvari fyrirtækis sé andlit þess út á við. Stjórnunarfélagið ætlar að ráða bót á þessu fyrir þá sem áhuga hafa. Símanámskeið verður haldið dag- ana 3.-5. apríl næstkomandi og þar verður lögð áhersla á að kenna gæðasímsvörun og áhersla lögð á bætta þjón- ustulund. Leiðbeinendur: Helgi Hallsson, Þorsteinn Óskarsson og Fanný Jónmundsdóttir. STUÐNINGUR VIÐ BÆJARSTJÓRANN: 453 íbúar á Egilsstöðum hafa skorað á bæjaryfirvöld að draga til baka uppsögn bæjarstjórans, Sigurðar Simonarsonar. Þetta eru um 70% þeirra sem greiddu atkvæði við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Að sögn þeirra sem afhentu und- irskriftalistann eru undirskriftirnar ekki bundnar við stuðningsmenn minnihlutans. Forsvarsmenn bæjarins segjast ekkert meira hafa um þetta mál að segja. Um 32% Reyknesinga treysta Jóni Sigurðs- syni best Um 32% Reyknesinga treysta Steingrími Her- mannssyni best Um 24% Reyknesinga treysta Ólafi G. Einars- syni best Um 8% Reyknesinga treysta Ólafi R. Grims- syni best Um 1,5% Reyknesinga treysta Júliusi Sólnes best Jón Sigurðsson og Steingrimur njóta mests trausts Jón Sigurðsson, iðnað- ar- og viðskiptaráð- herra, virðist njóta jafn- mikils trausts meðal kjósenda í Reykjanes- kjördæmi og Steingrím- ur Hermannsson forsæt- isráðherra. Rétt um 32% svarenda í könnun Fé- lagsvísindastofnunar treystu hvorum um sig best efstu manna á list- um kjördæmisins. 24% treystu Ólafi G. Einars- syni best og aðeins 8% Ólafi Ragnari Gríms- syni. Eftirfarandi spurning mun hafa verið lögð fyrir íbúa í Reykjaneskjördæmi: „Hverjum af eftirtöldum efstu frambjóðendum flokkanna treystir þú best: Steingrími Hermannssyni, Jóni Sigurðssyni, Ólafi G. Einarssyni, Olafi Ragnari Grímssyni eða Júlíusi Sól- nes?" Hátt í 300 Reyknes- ingar munu hafa svarað spurningunni. Mesta athygli vekur að Jón Sigurðsson nýtur jafn- mikils trausts og Steingrím- ur Hermannsson, sem hef- ur verið langefstur í slíkum vinsældakönnunum á landsvísu. Þá er einnig eft- irtektarvert að oddviti langstærsta flokksins sam- kvæmt könnunum, Ólafur G. Einarsson, er nokkuð langt fyrir neðan þá tvo. Ól- afur Ragnar mældist svo með 8% traust, eða öllu meira en Júlíus Sólnes, sem fékk traustsyfirlýsingu 1,5% Reyknesinga. Fiskmarkaöir hérlendis sœkja á Aukningiit mest í Hafnarfirði Umtalsverð aukning hef- ur orðið á fiski sem er seldur á fiskmörkuðum hér á landi fyrstu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Verðmæti þess afla sem seldur er á fiskmörkuðunum hefur aukist hlutfallslega mun meira. Mest hefur aukn- ingin veriö á Fiskmarkað- inum í Hafnarfirði. Séu bornar saman magn- tölur á seldum fiski á fisk- mörkuðum í febrúar sl. og í fyrra kemur i eftirfarandi í ljós: Aukning á fiskmagni seldu á Fiskmarkaðinum í Hafnar- firði er úr 1285 tonnum í feb. í fyrra í 1970 tonn sama mán- uð þessa árs, eða 53,3% aukning. Verðmæti aflans hefur hins vegar aukist á sama tíma úr 90 milljónum í 170 milljónir eða um 90%. Magnaukning hjá Faxa- markaði i Reykjavík sömu mánuði er úr 1895 tonnum í 2409 tonn eða 27%. Verð- mætaaukningin er hins vegar 76,6%, úr 118,3 milljónum í 209 milljónir. Sambærilegar tölur hjá Fiskmarkaði Suðurnesja eru í magni 2.380 tonn i fyrra í 2.927 tonn, eða 23% aukn- ing. Verðmæti aflans sem fer í gegnum markaðinn hækk- aði hins vegar úr 167,6 millj- ónum kr. í 226,9 milljónir, eða 35,4%. Svo virðist sem talsvert hafi dregið úr gámaútflutningi á fiski enda hefur fiskverð á mörkuðum verið heldur lágt það sem af er þessu ári. Auk þess kemur til kvótaskerðing- ar hjá þeim aðilum sem flytja fiskinn óunninn út. Það er sjálfsagt hluti af skýringunni á auknum sölum á fiskmörk- uðum hér á landi. Þá fæst almennt mun betra verð fyrir afla á fiskmörkuð- um en annars gengur og ger- ist. T.d. hefur meðalverð á Yfirvöld umferðarmála hafa vaxandi áhyggjur af því hversu margir öku- menn virðast aka á móti rauðu ljósi á ljósastýrðum gatnamótum. Samkvæmt könnun sem umferdarráð hefur gert mun þetta vera mun algengara en ætlað var. Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri umferðarráðs, segir að á næstunni muni lög- reglan verða með sérstakt átak í þessum efnum. Óli seg- ir að lögreglan muni beita þeim aðferðum sem heppi- legastar eru taldar, eins og t.d. að vera á ómerktum bíl- um við eftirlitsstörf. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi er nú 7 þúsund krónur. Líkti Óli þessari aðgerð við baráttu gegn „rauðum hund- um“, sem ökumenn af þessu tagi vissulega eru. Umferðarráð og lögregla könnuðu í lok febrúar notkun bílbelta, ljósa, og hvernig ástand hjólbarða væri. Fram slægðum þorski seldum í á fiskmörkuðum hækkað í um 100 kr. fyrir kílóið að meðal- tali á fyrstu mánuðum þessa árs úr u.þ.b. 80 kr. sömu mán- uði í fyrra. Það aflamagn sem selt hefur verið á fiskmörkuðum hér á landi, hefur aukist umtals- vert fyrstu mánuði þessa árs, í samanburði við fyrstu mánuði síðasta árs. kom í könnuninni að notkun bílbelta hefur dregist saman og í úrtakinu voru 79% öku- manna með bílbeltin spennt. Af þeim bifreiðum sem stöðvaðar voru í könnunni reyndust tæplega 95% bif- reiðanna hafa ljósin kveikt. Langflestir bílanna voru með neglda hjólbarða, eða 68%, 23% voru með ónegld vetrardekk, og 4,9% bílanna voru á sumardekkjum. Barátta gegn rauðum hundum — segir Oli H Pórðarson hjá Umferðarráði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.