Alþýðublaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 7
Kúveit e e e e • • • e • • • • • • • e e e • • • • • • • • • • • • • • • e • • • • • • • e • • • • • • • • • • • • • • FRIÐARSYN BAKERS ! James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði friðarhorfur góðar i Mið-Austurlöndum eftir hann lauk för sinni til ríkja í þessum heimshluta. Utanríkisráðherra Líbanons, Fares Bouez, sagði eftir viðræður við Baker að hann sæi að Bandaríkja- mönnum væri alvara með því að þrýsta á ísraela að hörfa á brott frá Suður-Líbanon. KREFJAST AFSÖKUNAR PLO: Bandarikjamenn krefjast þess af PLO að samtökin biðjist opinberlega afsök- unar á því að hafa stutt íraka í Persaflóa- stríðinu og setja þeir þetta sem skilyrði fyrir því að samtökin verði höfð með í ráðum í friðarviðræðum við ísrael. Emirinn snýr aftur Emírinn af Kúveit sneri aftur til föðurlandsins í gær og við heimkomuna rétti hann hendur til himins í þakklætisskyni. Tvær vikur eru liðnar frá því að Persaflóastríðinu lauk og Irakar voru hraktir frá Kúveit. Emírinn, Jaber al-Ahmed al- Sabah, hefur verið í útlegð í Saúdí-Arabíu frá því að innrás Iraka í Kúveit hófst 2. ágúst sl. Mikil við- höfn var á flugvellinum við komu emírsins og starfsmenn flugvallar- ins hrópuðu: ,,Nú hefur sigur okkar verið fullkomnaður, yðar hágöfgi." Á sama tíma geisa en bardagar milli uppreisnarmanna í írak og fylgismanna Saddams Husseins for- seta. Uppreisnarmenn segjast hafa betur í stríðinu og hafa tilkynnt að þeir hafi náð borginni Hilla, helstu borginni í Babýlon-héraði, á sitt vald. Talsmenn Hizbollah-samtak- anna í Líbanon segja að margir her- menn úr lýðveldisverði Saddams hafi svikist undan merkjum og gengið í lið með uppreisnarmönn- um. Stjórnvöld í írak viðurkenndu í fyrsta sinn opinberlega í vikunni að uppreisnarástand ríkti í landinu. Einnig berast fréttir um að upp- reisn Kúrda í Norður-írak gangi þeim í hag. Útvarpið í Tehran til- kynnti að uppreisnarmenn hefðu yfirbugað stjórnarherlið í bænum Ranya og drepið leiðtoga Ba’ath flokksins á staðnum og 18 aðra embættismenn. Iraskir flóttamenn sem komist hafa til Iran segja að upplausnar- ástand ríki í borginni Basra í suður- hluta Iraks, og að íraskir hermenn fari um götur og drepi óbreytta borgara. Utlægir stjórnmálaleiðtog- ar frá írak sem dveljast í Beirút sam- þykktu í gær að koma á samsteypu- stjórn í írak um leið og Saddam hafi verið bolað frá völdum. Þýsk dómsyfirvöld grípa í tómt BAKERIMOSKVU : Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Bak- er, kom til Moskvu í gær til að eiga viðræður við sovéska valdamenn. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Alexander Bessmertnykh, sagði að eftirleikur Persaflóastríðsins og friðarumleitanir í Mið-Áusturlöndum yrðu aðalmál á dagskrá viðræðnanna. MÓTMÆLIN í JÚGÓSLAVÍU: Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Serbíu, Vuk Draskovic, sagði að mötmælendur myndu fjölmenna á strætunum aftur ef kommúnistastjórnin segir ekki af sér. VERÐBRÉF HÆKKA í LONDON: Gríðarlegt kaupæði olli því að verðbréf í London hafa nú aldrei verið hærri í verði og sömu sögu er að segja annars staðar í Evrópu. Þetta ýtir undir von manna að efna- hagurinn sé nú á réttri leið. KOSNINGARIPAKISTAN: Forsætisráðherrann, Nawaz Sharif, og bandamenn hans unnu flest sæti í eftir deild þingsins þrátt fyrir ásak- anir um hryðjuverk. BANDARÍSKIR STRÍÐSFANGAR BARÐIR: Fyrrverandi banda- rískir stríðsfangar íraka í Persaflóastríðinu sögðust hafa verið barðir af íröskum hermönnum og neyddir til að koma fram á myndbandi og for- dæma stríðið. BÆTT SAMSKIPTI ÍRANS OG BRETLANDS: Yfirvöld í íran segja að tengsl þeirra við Breta muni batna í kjölfar þess að breskur réttur felldi nið- ur kærur gegn írönskum nema sem ákærður hafði verið fyrir að hafa kom- ið fyrir sprengju í bókabúð sem hafði bók Rusdies, Söngva Satans, í hillum sínum. RÚSSAR HALDI ÁFRAM UMBÓTUM: Sovétríkin verða að halda áfram efnahagsumbótum í átt til markaðsbúskapar ef þeir vilja fá aðstoð frá hinum nýja Evrópubanka endurbyggingar og þróunar, að sögn forseta bankans, Jacques Attali. SEXIRAR SYKNAÐIR : Breskur áfrýjunardómstóll frelsaði sex íra sem dæmdir voru í fangelsi fyrir 16 árum sakaðir um að hafa komið fyrir sprengjum í Birmingham sem ollu dauða 21 manns. Honecker fluttur til Sovétrikjanna Sex írar frjálsir eftir 16 ár í fangelsi Dómshneyksli Fyrrverandi leiðtogi Kommún- istaflokks A-Þýskalands, Erich Honecker, hefur verið fluttur til Sovétríkjanna vegna slæmrar heilsu, að því er lögfræðingur hans sagði í gær. Honecker, sem á yfir höfði sér kærur fyrir manndráp vegna stefnu þeirrar kommúnistaríkisins fyrrver- andi að skjóta til bana menn sem reyndu að flýja yfir Berlínarmúrinn, dvaldist áður árlangt á sovésku sjúkrahúsi austarlega í hinu samein- aða Þýskalandi. Honecker hafði yfirumsjón með byggingu Berlínarmúrsins árið 1961 og er sakaður um að vera persónu- lega ábyrgur fyrir dauða þeirra fjöl- mörgu sem reyndu að flýja yfir múr- inn. Hann hefur neitað sakargiftum. Lögfræðingur Honeckers sagði hann óhæfan til að mæta fyrir rétti af heilsufarsástæðum, en réttaryfir- völd hafa hafnað rökum þeirra og dómsyfirvöld í Berlín leggja nú mik- ið upp úr því að handtaka Honecker. Þýsk dómsyfirvöld hafa ítrekað beðið yfirvöld í Sovétríkjunum um að framselja Honecker en hingað til hefur verið fátt um svör. Þrátt fyrir að sjúkrahús það sem Honecker dvaldi á hafi ekki notið friðhelgi reyndu þýskri saksóknarar ekki að koma höndum yfir hann þar. Ástæð- an fyrir því mun vera sú að þýskum yfirvöldum var í mun um að halda Sovétmönnum góðum til að samein- ing þýsku ríkjanna gæti farið sóma- samlega fram. Breskur yfirréttur freisaði í gær sex Ira úr haldi sem dæmdir voru í fangelsi fyrir 16 árum, ákærðir fyrir ad sprengja í loft upp nokkur veitingahús í Birm- ingham, sem olii dauða 21 manns. Dómurinn var umdeild- ur á sínum tíma og hefur nú vak- ið upp spurningar um bresku lögregluna og dómskerfið al- mennt. Ástæða þess að mál írana var tek- ið upp að nýju var að ný sönnunar- gögn fundust í málinu. Þrír dómarar ógiltu morðákæruna á hendur mönnunum, sem kallaðir hafa verið „Birmingham-sexmenningarnir". Skömmu eftir sprengingarnar í Birmingham lýsti írski lýðveldisher- inn, IRA, yfir ábyrgð á verknaðin- um, sem olli miklum óhug meðal al- mennings á sínum tíma. Dómarinn í máli sexmenning- anna sagði þeim að í ljósi nýrra sönnunargagna sem komið hafi í ljós við yfirheyrslur skyldu menn- irnir fara frjálsir ferða sinna. Úr- skurðinum var fagnað með miklu lófataki stuðningsmanna íranna og fagnaðarlætin breiddust fljótt út á göturnar í nágrenni við Old Bailey réttinn í London. Dómur yfir mönnunum á sínum tíma var einkum byggður á vísinda- legum sönnunargögnum sem nú teljast óáreiðanleg og að sögn verj- andans í málinu var vitnisburður lögreglunnar í meira lagi ósann- gjarn. Dómarinn sagði í gær að réttur- inn myndi rökstyðja dóm sinn í smá- atriðum innan tíðar. dagskráin Sjónvarpið 17.50 Litli víkingurinn 18.20 Brúðu- óperan 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Tiðarandinn 19.20 Betty og börnin hennar 19.50 Hökki hundur 20.00 Fréttir og veður 20.50 Gettu betur 21.50 Bergerac 22.45 HM í skauta- dansi 23.45 Leiðin yfir Dóná (Chodnik cez Dunaj) 01.15 Útvarps- fréttir í dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Með Afa og Beggu til Flórida 17.40 Lafði Lokka- prúð 17.55 Trýni og Gosi 18.05 Á dagskrá 18.20 ítalski boltinn 18.40 Bylmingur 19.19 19.19 20.10 Hagg- ard 20.40 MacGyver 21.30 Reykur og bófi (Smokey and the Bandit) 23.05 Blóðspor (Tatort: Blutspur) 00.35 Hús sólarupprásarinnar (House of the Rising Sun) 02.05 Dag- skrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 08.00 Fréttir 08.10 Veðurfregnir 08.32 Segðu mér sögu 09.00 Fréttir 09.03 Ég man þá tíð 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Veðurfregnir 11.00 Fréttir 11.03 Tónmál 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veður- fregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánar- fregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Út- varpssagan: Vefarinn mikli frá Kas- mír 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Meðal annarra orða 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Hvunndagsrispa 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á sið- degi 18.00 Fréttir 18.03 Þingmál 18.18 Að utan 1&30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 20.00 í tónleikasal 21.30 Söngvaþing 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Lestur Passíusálma 22.30 Úr síðdeg- isútvarpi liðinnar viku 23.00 Kvöld- gestir 24.00 Fréttir 00.10 Miðnætur- tónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næt- urútvarp á báðum rásum til morg- uns. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögur 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegis- fréttir 12.45 Niu fjögur 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskífan 20.00 Nýjasta nýtt 22.07 Nætursól 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu- son 17.00 ísland í dag 18.30 Kvöld- stemmning á ByIgjunni 22.00 Á næt- urvaktinni 03.00 Heimir Jónasson. Sljarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin — Stofa 10212.00 Sigurður Helgi Hlöð- versson 14.00 Sigurður Ragnarsspn 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 ís- lenski danslistinn 22.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir 03.00 Freymóður Sig- urðsson. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Fram að hádegi 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Heimil- ispakkinn 10.00 Hver er þetta? 10.30 Morgungestur 11.00 Margt er sér til gamans gert 11.30 Á ferð og flugi 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblað- ið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 16.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 16.30 Alkalínan 18.30 Tónaflóð Aðalstöðvarinnar 20.00 Gullöldin 22.00 Grétar Miller 00.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.