Alþýðublaðið - 26.03.1991, Page 2

Alþýðublaðið - 26.03.1991, Page 2
2 FRÉTTASKÝRING Þriðjudagur 26. mars 1991 Fólk Sverrír opnar í Nýhöfn Sverrir Ólafsson, maðurinn bak við menningarframtak Hafnfirð- inga í Straumi, hefur opnað sýn- ingu í Nýhöfn í Hafnarstræti. Þar sýnir hann skúlptúra sína, verk unnin á þessu ári og því síðasta. Einmitt í fyrra var Sverri boðið til Mexíkó af háskólalistasafninu þar í landi og fékk hann til af- nota alþjóðlega vinnustofu myndhöggvara í þrjá mánuði. Ríkislistasafn Mexíkó keypti síð- an af honum stórt útiverk, sem nú er á sýningaferð um landið. Hefur listamanninum verið boð- ið að halda einkasýningu í Mexí- kó á næsta ári. Opið verður í Ný- höfn eftir kl. 14 um bænadag- ana, lokað á páskadag. Áður óþekktir fískar fundnir Doktor einn í Aberdeen í ná- grannalandi okkar, Skotlandi, Dr. /mants Priede, hefur gert víð- tækar kannanir á lífríki djúpsjáv- ar í Atlantshafi og í Kyrrahafi, segir í Science and Technology News. Skotinn hefur notað ómannaða kafbáta við rann- sóknir sínar. Á miklu dýpi segir hann að lifi fisktegundir, sem menn muni aldrei geta veitt í veiðarfæri sín. Kannaðar hafa verið lífverur á 6 kílómetra dýpi, og þær látnar gleypa búnað, sem gerir vísindamönnum kleift að fylgjast náið með atferli þeirra í framtíðinni. Tölvan og tungumálin Ungur íslenskur maður, Jón Ger- ald Sullenberger að nafni, kynntist i Bandaríkjunum tungumálatölvu einni og ákvað að reyna að gera sér mat úr henni. Tölvufyrirtæki eru litt ginnkeypt fyrir hinum litlu ís- lensku pöntunum. En Jón Ger- ald hélt ótrauður áfram og tókst loks að tryggja 5000 eintaka sölu af tungumálatölvunni Hexaglol 150 og munaði þar mestu að Flugleiðir gerðu pöntun á 2000 eintökum á ári. Hexaglot fæst nú i Reykjavík og um borð í Flug- leiðavélunum. Með tækinu má fá þýðingu á svipstundu á um 16.700 orðum af einu tungumáli yfir á annað. Bláar spólur á Ísafírði Vestfirska segir frá því að lög- regla á ísafirði hafi lagt hald á nær 300 „bláar" spólur á einni af myndbandaleigum bæjarins og hafi málið verið sent ríkissak- sóknara til athugunar, og þá væntanlega spólurnar með. Seg- ir blaðið að fréttin hafi borist inn á landsfund stjórnmálaflokks eins, og tekið er fram að það hafi ekki verið hjá framsókn. „Þótti mönnum þetta furðumikið og al- veg dæmigert fyrir Vestfirðinga, hjá þeim væru allir hlutir stór- brotnari og mikilfenglegri en hjá öðrum landsmönnum." Hrökk þá út úr einum landsfundarfull- trúa af Suðurlandi: „Það eru til tvær bláar spólur á Hellu og ég er búinn að sjá aðra . . .“ Páskaegg seld fyrir 180 milljónir Páskaverð, nýyrði? Herra Sigurbjörn Einarsson biskup segir að páska- hald kirkjunnar hafi ekki breyst i eðli sínu. En svipur hátiðarinnar úti i þjóðfélaginu hafi breyst, fyrst og fremst i því að nú sé miklu meira um ferðalög en áð- ur. Sigurbjörn segir að á bak við páskaeggin sé ákveðin viðleitni til að gera páskahátiðina að versl- unarhátið likt og jólin. Enn hefur ekki tekist aö féfletta fólk á sama hátt og um jólahátídirnar segir herra Sigurbjörn Einarsson biskup um páskainnkaupin almennt BJÖRN E. HAFBERG SKRIFAR I hugum nútímamanna tengjast páskarnir gjarnan fríum, skíða- ferðum, góðum mat og veisluhöld- um. Páskarnir eru ein helsta hátíð kirkjunnar en hafa, eins og svo margar kirkjuhátíðir, orðið að há- tíð kaupmanna og þeirra sem selja alls konar afþreyingu. Orð eins og páskafrí, páskaferð- ir, páskamyndir og jafnvel páska- föt hafa öðlast fastan sess í málinu og þykja sjálfsagðir hlutir nú á dögum. Það er ekki svo að það þurfi að vera eitthvað neikvætt við allar þessar breytingar, en hætt er við að upphafleg saga páskanna hafi dofnað í hugum margra og hlýtur það að vera nokkurt áhyggjuefni. Líka sögu má segja um jólahaldið og allt um- standið sem því fylgir, sagan hefur ýmist verið skrumskæld eða graf- in svo rækilega að margir hafa gleymt hvaða trúarlegu hugmynd- ir liggja til grundvallar þessum há- tíðum. Flestir launþegar landsins fá nokkurra daga frí um páskana og reyna þá að gera sér eitthvað til skemmtunar og upplyftingar. Sumir leggjast í ferðalög, aðrir njóta frídaganna í faðmi fjölskyld- unnar, en nokkur hópur manna heldur þó áfram að sinna sínum daglegu skyldum. Páskaferðir Mikill fjöldi manna leggur land undir fót í páskafríinu, sumir fara til útlanda en aðrir láta sér nægja að ferðast innanlands. í samtölum við aðila í ferðaþjónustu kom fram að búast má við því að á milli tvö og þrjú þúsund manns verði er- lendis um páskana í skipulögðum hópferðum. Til viðbótar má búast við verulegum fjölda sem ferðast á eigin vegum til útlanda, ýmist til að heimsækja vini og ættingja eða til skemmtunar og hvíldar. Flestir þeirra sem fara í skipu- lagðar hópferðir kjósa að fara til sólarlanda þótt ekki sé hægt að tryggja sól og hita á þessum árs- tíma í Suður-Evrópu. Líklegt verður að telja að minna verði um skíðaferðir um þessa páska en oft áður vegna snjóleysis. Ferðafélag íslands býður þó upp á skíðaferð auk margs konar ann- arra ferða. Að sögn manna hjá Ferðaféiaginu er vinsælast að fara í þriggja daga ferðir, félagið býður m.a. upp á ferðir á Snæfellsjökul, í Þórsmörk og Landmannalaugar. Útivist efnir til tveggja skíða- gönguferða. Önnur ferðin er um hinn svokallaða Laugaveg, sem liggur á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Hin feröin verður far- in frá Þingvöllum upp að Skjald- breið og komið verður niður við Geysi. Utivist býður auk þess upp á ferðir á Snæfellsnes og göngu- ferð í nágrenni Bása. Flugleiðir bjóða upp á margs konar ferðir innanlands. Nokkuð er um að fólk fari í skipulagðar pakkaferðir, þ.e. kaupi gistingu og ferðir í einum pakka. Mest er þó um að fólk sé að fara í heimsóknir til ættingja og vina, og skóla- krakkar á leið heim í frí. Hjá Flug- leiðum fengust þær upplýsingar að ferðum væri fjölgað um nálægt helming frá því sem venjulegt væri núna um páskana. Páskaveröstrið________________ Fátt hefur vakið meiri athygli Stærsta páskaegg í heimi? Kannski ekki, en eggið sýnir „í hnotskurn" neysiuþjóöfélagið ísland, sem rís hátt á páska- hátíðinni. A-mynd: Magnús Reynir. síðustu dagana en harðvítugt verðstríð á páskaeggjum og öðr- um páskavörum. Stórmarkaðir hafa hver í kapp við annan lækkað verð á því sem kalla má dæmi- gerðar páskavörur. Verð á páska- eggjum hefur t.d lækkað umtals- vert á milli daga og verslanir segj- ast selja páskaeggin á heildsölu- verði eða jafnvel nokkuð undir því. Verðlækkanir síðustu daga hafa vissulega vakið athygli og vaknað hafa spurningar um hvernig verðlagningu er almennt háttað. Verðstríð þetta hófst fyrir nokkrum dögum og er vísbending til neytenda um mátt þeirra og áhrif á þróun verðlags. Ómögulegt er að segja til um þróun þessa verðstríðs, alloft áður hefur mynd- ast svona spenna á smásölumark- aðinum. Oft með þeim afleiðing- um að þær verslanir sem eru veik- ari fyrir gefast upp og allt fellur aftur í gamlar skorður. Nú eru það aftur á móti fyrst og fremst grónar og voldugar verslanir sem eiga í hlut og því gæti verðstríðið geisað nokkuð lengi. Páskaegg Páskaeggin eiga sér langa sögu, og eru í dag óaðskiljanlegur hluti af páskahátíðarhöldunum. Hér á landi hefur myndast hefð fyrir því að gefa páskaegg sem eru á marg- an hátt nokkuð sérstök. Margs konar siðir hafa myndast í Evrópu um páskaegg og páskagjafir. Um páskana er jafnan sá tími að fuglar eru farnir að verpa víðast hvar í Evrópu. Því er ekki ólíklegt að haldnar hafi verið eins konar eggjahátíðir og þangað reki menn þann sið að gefa páskaegg. Sú venja skapaðist víða að börn fengu að fara út í skóg að safna eggjum sem mátti borða en neysla eggja var bönnuð á föstunni eins og neysla kjöts. Með auknu þétt- býli varð erfiðara að ná í fersk egg, þá tóku fullorðnir upp á því að fela egg í görðum sínum svo börnin hefðu eitthvað að finna. í tímans rás varð svo til sú venja að útbúa skrautleg páskaegg en þá var inni- haldið sogið úr eggjunum og þau síðan máluð á skrautlegan hátt. Loks var farið að búa til páskaegg úr súkkulaði. Hér á landi virðist páskaeggja- siðurinn óþekktur fram undir 1920. í dag eru sælgætisgerðirnar Nói-Síríus og Móna stærstu fram- leiðendur páskaeggja, fyrirtækið íslensk dreifing lætur framleiða fyrir sig páskaegg í Frakklandi, og sælgætisgerðin Cristal framleiðir nokkuð af páskaeggjum. Talið er að framleidd séu um það bil 300 þúsund páskaegg, fyrir ís- lenskan markað. I tonnum talið eru þetta um 50 tonn og rúmlega eitt egg í hlut hvers og eins. Erfitt er að geta sér til um heild- arverð þeirra páskaeggja sem selj- ast um þessa páska, m.a. vegna verðstríðsins sem nú geisar. Laus- lega áætlað má gera ráð fyrir að landsmenn kaupi páskaegg fyrir um 180 milljónir. Þá er gert ráð fyrir að meðaleggið kosti u.þ.b. 600 krónur og 300 hundruð þús- und egg séu seld. Tryggvi Hallvarðsson, fram- leiðslustjóri hjá Nóa-Síríus. sagði að þetta verðstríð hefði a.m.k. leitt til þess aö fólk keypti nú stærri egg en en áður. Tryggvi sagði að þeir hjá Nóa-Síríus hefðu tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða fólki að koma með persónulega gjöf sem liægt væri að koma inn í páskaeggin. Margir hefðu nýtt sér þessa til- breytni og komið með skemmti- lega hluti, t.d. trúlofunarhringa, til að gleðja vini og ættingja. Páskarnir og kirkjan Mikið starf fer fram undan hjá kirkjunni nú um páskana. Messað verður í flestum kirkjum landsins, og boðið verður upp á margs kon- ar menningarviðburði. Mörgum þykir súrt í broti að um páskana, þegar menn eiga al- mennt frí, séu skemmti- og afþrey- ingarstaðir jafnan lokaðir. Þor- björn Hlynur Árnason biskupsrit- ari segir ástæður þess að skemmti- stöðum sé ekki leyft að hafa opið megi skýra á margvíslegan hátt. Lögin sem ákvarði þessar reglur séu frá 1926 og séu því að sumu leyti ekki lengur í takt við okkar tíma. Fyrir tveim árum voru sam- þykktar á kirkjuþingi tillögur til breytinga á þessum lögum en mál- ið hefur en verið tekið fyrir á Al- þingi. Hefur páskahaldið breyst Herra Sigurbjörn Einarsson biskup segir að páskahald kirkj- unnar hafi í eðli sínu ekki breyst. En svipur hátíðarinnar úti í þjóðlíf- inu hafi breyst mikið. Nú sé mikið um að fólk fari í ferðalög og margs konar kaupmennska sé orðin nokkuð fyrirferðarmikil í umræð- unni í kringum páskanna. Herra Sigurbjörn segir að nú sé ekki síð- ur sótt mikið í kirkjurnar um helgi- dagana og margs konar listastarf, t.d. kórsöngur, njóti mikilla vin- sælda.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.