Alþýðublaðið - 26.03.1991, Síða 5

Alþýðublaðið - 26.03.1991, Síða 5
Þriðjudagur 26. mars 1991 UMHM9A Orkulindir og almenningsheill Fyrir hálfri öld voru landsmenn um 125 þúsund talsins. Síðan hefur f jöldi þeirra tvöfaldast. Miklar breytingar hafa orðið á búsetu þjóðarinnar og at- vinnuháttum. Ef reynt er að horfa hálfa öld fram i timann virðist hugsanlegt að við lok þess timabils hafi mannf jöld- inn nœr þrefaldast frá 1941. má ekki standa og hér er um að ræða eitt brýnasta úrlausnarefni löggjafarvaldsins á næsta kjör- tímabili. Ég gerði á nýliðnu þingi tilraun til þess að fá Alþingi til þess að taka afstöðu í þessu máli, en það tókst ekki. Skipulag orkumála Hvernig ætlum við að skapa þjóðinni góð lífsskilyrði árið 2041? Hvernig ætlum við að viðhalda hér lífskjörum og menningu á við það, sem best gerist í álfunni? Sagan sýnir svo ekki verður um villst að íslensk menning og hag- sæld hefur jivallt dafnað best í nánu samspili við erlenda — ekki síst aðra evrópska — menningu, en hún hefur staðnað á tímum ein- angrunar. Menning er einfaldlega að gera hlutina vel. Til þess að hún dafni þarf hvatningu með samanburði. Öflugust verður íslensk þjóð í opnu landi — opnu samfélagi. Með því að virkja vatnsföllin og jarðhitann í þágu orkufrekrar stór- iðju getum við á mikilvirkan hátt aukið hér þjóðarframleiðslu og eflt hagvöxt. Jakob Gíslason, fv. orkumála- stjóri, hafði oft orð á því, ,,að orku- lind yrði ekki auðlind fyrr en hún væri virkjuð". Orkulindir landsins ber að nýta í þágu alþjóðar. En það fólk finnst vissulega á landi hér, sem telur að orkulindir landsins séu auðlindir eins og þær eru og þvi þurfi ekkert að virkja þær. Sín- um augum lítur hver á silfrið. Hverjir eiga___________________ orltulindimar?_________________ En hverjir eiga orkulindir lands- ins? Þegar landnámsmenn komu að landinu var það ónumið og við höfum fyrir því sagnir, hvernig þeir slógu eign sinni á stór land- svæði. I augum landnámsmanna var mikilvægast að slá eigin sinni á land, sem hentaði til ræktunar og þar sem hlunnindi, svo sem veiði og reki, gátu létt mönnum lífsbaráttuna. Stór landsvæði utan landnámsjarða, svokallaðir al- menningar og afréttir, voru ónum- in, en nýtt til beitar og stundum sil- ungsveiða. Orka fallvatna var að sjálfsögðu ekki eftirsóknarverð gæði á þessum tíma, hvað þá jarð- hiti falinn í jörðu, sem var til lítilla nytja við þáverandi tæknistig sam- félagsins. Þar sem margar orkulindanna eru staðsettar í afréttum og al- menningum og oft þarf að bora djúpt í jörðu eftir jarðhitanum hafa vaknað spurningar um eign- arrétt að þessum auðlindum. í fjöl- mörgum ríkjum hefur fyrir löngu verið kveðið á um það að jarðefni og orka í iðrum jarðar séu eign hins opinbera. Hér á landi hefur Alþingi hins vegar veigrað sér við að skipa þessum eignarrétti með lögum, en málið hefur verið rætt á þingi allt frá árinu 1927. Menn virðast þó sammála um að einhver mörk beri að setja fyrir því, hvað eignarrétt- ur landeigenda nái langt niður. Ár- ið 1940 voru loks sett lög um að jarðhiti fylgdi jarðareign, en þá munu menn fyrst og fremst hafa átt við þann jarðhita, sem sýnileg- ur er á yfirborði. Árið 1945 flutti Bjarni Bene- diktsson frumvarp til laga um við- auka við lögin frá 1940 og er þar m.a. kveðið svo á að jarðboranir dýpra en 10 metra megi ekki fram- kvæma án leyfis ráðherra. Virðist það vera skoðun flutningsmanns skv. frumvarpinu að eignarréttur landeiganda að jarðhita sé tak- Fyrri hluti Jón Sigurðsson iðnaðarróðherra. Að undanförnu hafa sprottið umræður um kosti þess og galla að breyta eignarhaldi ojg rekstrar- formi orkufyrirtækja. Eg tel hug- myndir um einkavæðingu orku- fyrirtækja allrar athygli verðar. Málið þarf að ræða í tengslum við annað e.t.v. mikilvægara umhugs- unarefni, en þar á ég við spurning- una um hvernig koma má á sam- keppni í raforkuvinnslu og raf- orkusölu. Við þurfum að skapa að- stæður til virkrar samkeppni í raf- orkuvinnslu og raforkusölu — að- stæður sem ekki eru fyrir hendi nú. Þannig verður hagur neytenda best tryggður. Á það ber að líta, að raforkudreifing hlýtur að nokkru leyti að búa við náttúrulega einka- sölu, en eftir að lokið var við sam- tengingu raforkukerfa landsins er slík einokunaraðstaða ekki fyrir hendi varðandi raforkuvinnslu. Við þurfum jafnframt að tryggja það, að samkeppnin leiði ekki til lakari þjónustu við neytendur, t.d. minna öryggis. í þessu efni tel ég Raforka er fýsilegur kostur i orkuöflun þjóða, hreinleg og hagkvæm. Á næstu árum og áratugum munu íslendingar nýta vatnsorkuna. markaður við 10 metra dýpi. Síðar hafa komð fram frumvörp sem vilja miða við að eignarréttur landeigenda að jarðhita sér tak- markaður við tiltekið dýpi eða hitastig. Engin niðurstaða hefur fengist um þetta atriði. Annað sem skiptir verulegu máli varðandi orkulindir okkar er eignarréttur á afréttum og al- menningum. Hæstiréttur hefur hafnað kröfu einstakra sveitarfé- laga til fulls eignaréttar á slíkum svæðum og í raun kallað eftir lög- gjöf um málið. En Alþingi hefur ennþá daufheyrst við kalli um setningu slíkra laga. Á meðan Al- þingi þverskallast þannig við að gæta almannahagsmuna, heldur landnám landeigenda áfram — niður í jörðina. Er þessi vanræksla af sinnu- leysi? Svo tel ég ekki vera. Ég tel að breytingin strandi á andstöðu hagsmunagæslumanna fyrir landeigendur. Við svo búið að við getum lært mikið af ná- grannaþjóðum okkar. Hjá þeim eiga sér nú stað miklar umbreytingar á skipulagi orku- mála. Nefna má Bretland, en þar hefur raforkukerfið verið einka- vætt með það fyrir augum að auka samkeppni um raforkusölu. Jafn- framt vinnur Evrópubandalagið að miklum breytingum á þessu sviði eins og kunnugt er, þar sem raforkuframleiðendum er opnað- ur aðgangur að raforkulínum keppinauta sinna og annarra aðila og þannig skapaður grundvöllur á samkeppni um raforkusölu til ein- stakra fyrirtækja og dreifingarað- ila. í Noregi hafa orkulögin verið endurskoðuð og tóku nýju lögin gildi um sl. áramót. Með nýju lög- unum er skýrt skilið á milli þeirra þátta raforkumála, þar sem sam- keppni á að geta ríkt og þeirra þátta þar sem „náttúruleg" eða óumflýjanleg einokun ríkir. Norð- menn hyggjast ná þeim markmið- um að auka samkeppni og láta markaðinn um stýringu á þeim þáttum, þar sem það er unnt. Hér á landi er verðlagning á inn- lendri orku til notenda að miklu leyti í höndum kjörinna fulltrúa þeirra, þ.e. sveitarstjórnarmanna. Þó eru frávik frá þessu eins og kunnugt er. Ekki er víst að aðhald kjósenda í þessu tilviki jafnist á við aðhald markaðarins í frjálsri sam- keppni. Gjaldskrá Landsvirkjunar er ákveðin af stjórn fyrirtækisins, sem kjörin er af Alþingi og af tveim sveitarstjórnum, þ.e. í Reykjavík og á Akureyri. Stjórn- inni eru settar ákveðnar viðmið- unarreglur í lögum fyrirtækisins um ákvörðun gjaldskrár. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.715.006 2. .’Stfj 3 156.852 3. 4af5 156 5.203 4. 3af 5 4.969 381 Heildarvinningsupphæð þessa viku: UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002 Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 1991 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu mánu- daginn 8. apríl 1991 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samrœmi við 28. grein samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Tillaga um heimild til að undirbúa sameiningu eignarhaldsfélaganna við bankann. 4. Tillaga um heimild til aukningar hlutafíár. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferð- ar á aðalfundinum skuiu í samrœmi við ákvœði 25. greinar samþykkta bankans gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kringiunni 7, Reykjavík, í síðasta lagi 27. mars 1991. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvœðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í útibúi íslatidsbanka, Kringlunni 7, Reykjavík, 4., 5. og 8. apríl nœstkomandi kl. 9.15-16.00 og á fundardag við inn- ganginn. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillög- um þeitn sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík, 21. mars 1991 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.