Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 10. apríl 1991 Varar við bjartsýni Garðbæingar gera sér miklar vonir með Stjörnurnar sínar í sumar. Gengi fótboltamanna bæjarins var gott í fyrra og því ekki nema eðlilegt að gerðar séu nokkrar væntingar. Jóhannes Atlason, þjálfari liðsins, varar við of mikilli bjartsýni lesum við í nýútkomnu bæjarblaði Garða- bæjar, Gardapóstinum, en útgef- andi þess er Orn Eidsson, gamal- kunnur blaðamaður og formað- ur Frjálsíþróttasambandsins um árabil. Jóhannes telur þó að liðið ætti að ná svipuðum árangri og í fyrra. Manneskjubylting Leiðtogi Nichiren Shoshu búdd- isma í Bretlandi, Richard Cau- ston, heldur almennan fyrirlest- ur í Háskólabíói á laugardaginn kl. 13.30. Samtök þessi eru ein stærstu friðarsamtök í heirnin- um. Causton mun kynna kenn- ingar og iðkun búddisma og út- skýra hvernig einstaklingnum verður kleift að gera sína mann- eskjubyltingu með iðkun hans. List iandnema- tímans Nýstárleg sýning stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum, sýning á vatt- stungnum teppum, eða „quilts" eins og þau nefnast á enskri tungu. Gerð slíkra teppa er lif- andi hefð í Bandaríkjunum og má rekja til landnematímabils- ins. Hér er því um að ræða bandaríska alþýðumenningu. Á sjöunda áratug þessarar aldar átti sér stað mikil endurvakning á gerð teppa fátæka fólksins. Þá varð í raun til listgrein, sem nýt- ur mikillar virðingar og vm- sælda í dag. Sinnuleysi um júdómenn Hákon Örn Hákonarson, for- maður Júdósambandsins, er ekkert ánægður með umfjöllun fjölmiðla, sem margir hverjir prenta þó fjölmargar síður um íþróttir daglega. ,,Mér finnst þið ekki sýna nógan metnað í að afla ykkur frétta af okkar bestu íþróttamönnum, nema það sé matreitt og rétt upp í hendurnar á ykkur,“ segir Hákon og segist vonas,t eftir breyttum starfshátt- um. Astæðan mun einkum lítil og léleg umfjöllun um júdólið okkar á hollenska meistaramót- inu, en þar stóð Bjarni Friöriks- son sig vel að vanda. FRÉTTASKÝRING Litlu varið til þróunaradstoðar en. . . Meirihlutcmum finnst það nóg Iðnrikin innan Sameinuðu þjóðanna haffa gengist undir það markmið að leggja af opinberu ffé 0,7% aff þ jóðarf ramleiðslu til þróunaraðstoðar i þriðja heim- inum. Til að nó þessu að fullu, eins og flestar nó- grannaþjóðirnar haffa gert, þyrffti framlag hvers skattgreiðanda ó landinu að vera um 13.400 krón- ur ó óri. Nú leggjum við aðeins fram 1/10 hluta þessa og aðeins 20% landsmanna ffinnst að við ís- lendingar ættum að ná marki Sameinuðu þjóðanna að ffullu. SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR Mörg iðnríki mælast til að hluta af þróunaraðstoð þeirra sé varið til kaupa á vörum, tækjum, tækni- legri ráðgjöf og þjónustu í þeirra eigin landi. Islendingar hafa gert þetta í litlum mæli. Rúmlega 70% telja það æskilegt að íslendingar reyni að bæta eigin hag um leið og þeir hjálpa öðrum með kaupum á vörum, tækjum, tæknilegri ráð- gjöf eða þjónustu héðan og um 70% þeirra telja það æskilegt jafn- vel þó hægt sé að nýta peningana um 50% í viðbót telja hana hafa tekist sæmilega. Þróunaraðstoð íslendinga fer nú einkum fram á þrjá vegu: a. — ís- lendingar taka að sér eigin verk- efni, til dæmis á Grænhöfðaeyj- um; b. — íslendingar taka þátt í samstarfsverkefnum, annast til dæmis rekstur Jarðhitaskóla Sam- einuðu þjóðanna hérlendis; c. — Islendingar greiða framlög til al- þjóðlegra stofnana, til dæmis Þró- Hver íslendingur greiðír aðeins um 1/10 þess fjár til þróunaraðstoðar sem Dani, Finni, Norðmaður eða Svíi leggur fram. Þetta kemur fram í könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskólans um viðhorf almennings til þróun- arsamvinnu. Könnunin fór fram dagana 23.-26. mars og var leitað til 1500 manna á aldrinum 18 til 75 ára af öllu landinu. Alls fengust svör frá 1094 þátttakendum, sem er um 73% svarhlutfall, og þykir það góð svörun. Framtiðarskipan þróunaraðstoðar Áður en nánari grein er gerð fyrir niöurstöðum skoðanakönn- unar Félagsvísindastofnunar er rétt að segja frá ástæðum þess að könnunin fór fram. Seint á síðasta ári skipaði forsætisráðherra nefnd til að gera tillögur um framtíðar- skipan þróunaraðstoðar íslend- inga. I skipunarbréfi nefndarinnar segir meðal annars: ..Nefndin skal taka mið af þeirri ályktun Alþingis íslendinga frá 28. maí 1985, að opinber framlög ís- lands til uppbyggingar í þróunar- rikjum veröi 0,7% af þjóðarfram- leiöslu, sem og ályktunum alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna um aukin framlög til þróunarað- stoðar. Nefndin geri tillögur um hvernig ná megi þeim markmið- um og kanni m.a. möguleika á jjjóðaratkvæðagreiðslu um sér- stakt framlag almennings til þró- unaraðstoöar' Þrátt fyrir markmiö ofan- greindrar þingsályktunar, að hinu alþjóðlega viðmiöunarmarki yrði náð á næstu sjö árum frá sam- þykkt hennar, hefur raunin orðið önnur. Fjárveitingar hafa staðiö,í stað og námu árið 1990 0,07% af þjóöarframleiðslu, en heföu með réttu átt að nema 0,5% það ár, ef fylgt heföi veriö einróma viljayfir- lýsingu Alþingis frá 1985. I áfangaskýrslu sem nefndin skilaði til forsætisráðherra í febrú- ar kom fram að nefndin mælti ekki með þjóöaratkvæðagreiðslu um sérstakt framlag almennings til þróunarsamvinnu. Má segja að það hafi veriö eins gott að ekki var mælt með þjóöaratkvæði. Það hefði orðiö illt til afspurnar ef þjóðin hefði fellt að leggja fé í þró- unaraðstoö. En nefndin lagði til að ráðist yröi í gerö vandaðrar skoö- anakönnunar um viðhorf almenn- ings til þróunarsamvinnu og var það gert. Könnun um það efni hafði aldrei farið fram hér á landi. Unnið að ffrekari úfftekt Aö fengnum niðurstöðum úr skoðanakönnuninni hefur forsæt- isráðherra falið nefndinni að vinna aö frekari úttekt á þátttöku íslendinga í alþjóðlegu þróunar- starfi og gera tillögur um framtíð- arskipan þeirra mála. Mun slík út- tekt m.a. ná til þess hvernig haga beri virkari þátttöku í þróunar- starfi alþjóölegra stofnana Sam- einuðu þjóðanna, svo og fyrir- komulagi tvíhliða þróunarstarfs ís- lendinga. Ætlunin er að kanna og gera yfirlit um hvernig þessum málum er fyrir komið hjá helstu nágrannaþjóðum sem allar leggja um það bil tífalt meira fram til þró- unaraðstoðar á hvert mannsbarn en íslendingar, en hafa jafnframt betri stjórn á því í hvaða verkefni fjármunirnir fara. Stefnt er að því aö nefndin Ijúki störfum næsta haust. í nefndinni eiga sæti Stefán Þór- arinsson félagsfræöingur, formað- ur, dr. Ingvar Birgir Friðleifsson forstöðumaöur Jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna, Árni Gunn- arsson alþingismaður, dr. Björn Dagbjartsson framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Is- lands, Hannes Hauksson, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, og Sigríður Lillý Baldursdóttir eðlisfræðingur, formaður UNIFEM á íslandi. Tregða á aukinni adstod í skoðanakönnuninni kom fram að meirihluti landsmanna er treg- ur til að auka þróunaraðstoð til muna frá |)ví sem nú er. Ríflega helmingur landsmanna telur að við leggjum nú hæfilega mikið af mörkum til aðstoðar, eða um 52%, en 43% telja okkur leggja of lítið fram meðan 5% landsmanna telja hlut íslendiriga of mikinn. betur meö því að kaupa þetta ann- ars staðar með minni tilkostnaði. Aðeins um 20% landsmanna finnst að íslendingar ættu að ná marki Sameinuðu þjóðanna að fullu, eða um helmingur þeirra sem telja hlut íslendinga í þróun- araðstoð of lítinn. Hinn helming- urinn telur nóg að ná markinu að hluta og flestir þeirra telja að helmingur af markmiði SÞ sé æskilegt viðmið. Hlynntir skaHaaffslætti Af þeim sem telja hlut íslend- inga í þróunaraðstoð of lítinn vilja tæp 57% auka hann í áföngum á fimm árum, tæp 24% vilja ná því marki á 10 árum en tæp 17% strax. Ef eingöngu er litið á þá sem vilja ná marki SÞ að fullu sést að um 56% vilja auka hann í áföng- um á fimm árum, um 24% vilja ná því marki á 10 árum eða lengri tíma en rúmlega 20% nú þegar. Um 2/3 hlutar þeirra sem af- stöðu taka eru hlynntir skattaaf- slætti til að örva frjáls framlög ein- staklinga og/eða fyrirtækja til þró- unaraðstoðar. Þátttakendur í skoöanakönnun- inni voru beönir að nefna einhver íslensk þróunarverkefni sem unn- ið hefur verið að á undanförnum árum og gátu 53% nefnt einhver verkefni. Flestir þeirra nefndu Grænhöfðaeyjar, eða 32,6%. Meirihluti þeirra sem nefndu verk- efni finnst að vel hafi tekist til meö þau. Þá telja 40% af neyðarhjálp félagasamtaka hafi tekist vel og unarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Flestir þátttakendur skoðana- könnunarinnar telja að íslending- ar eigi einkum að taka þátt í sam- starfsverkefnum í þróunaraðstoð, svo sem með rekstri Jarðhitaskól- ans hér, eða 39%, og næstflestir nefna eigin verkefni til dæmis á Grænhöfðaeyjum, eða 25%. Um 13% vilja svo að þróunaraðstoð ís- lendinga sé í formi framlaga til al- þjóðlegra stofnana. Við spurningu um fyrirkomulag á fjármögnun þróunaraðstoðar Is- lendinga töldu 85% þeirra, sem telja að hlutur okkar í þróunarað- stoð sé of lítill, að hún skuli vera í höndum Alþingis á fjárlögum eins og verið hefur fremur en að aflað sé fjár með nýjum skatti. Um 63% landsmanna telja aö opinber fjárframlög íslendinga til þróunaraðstoðar skuli renna til opinberra stofnana og frjálsra fé- lagasamtaka. Þegar litið er á einstaka þjóðfé- lagshópa sést að karlar telja frekar en konur að hlutur íslendinga sé of lítill, þeir sem eru eldri frekar en hinir yngri. Reykvíkingar og landsbyggðarbúar frekar en Reyk- nesingar, sérfræðingar og at- vinnurekendur frekar en aðrar stéttir og háskólamenn frekar en aörir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.