Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. apríl 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN OPINN STJÓRNMÁLAFUNDUR: Fulltrúar stjórn- málaflokka þeirra sem bjóða fram á landsvísu, koma fram á fundi í Háskólabíói í dag milli 12.15 og 14. Það er félagið Mágus, félag viðskiptafræðinema, sem gengst fyrir fundin- um. Fyrir hönd Alþýðuflokksins kemur þar fram Ossur Skarphédinsson. Meðal annarra frummælenda eru Svavar Gestsson, Finnur Ingólfsson, Geir Haarde og Pétur Guðjónsson. GÆTIÐ HÓFS í EYÐSLUI: Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa borið undirskriftir með mótmælum gegn hækkunum fasteignagjalda og annarra þjónustugjalda til ýmissa bæjarstjórna í og við þéttbýliskjarna höfuðborgar- svæðisins. „ítrekað hefur launþegahreyfingin farið fram á það að þessar hækkanir verði dregnar til baka, en þið ekki orðið við því,” segja starfsmenn álfélagsins í mótmælabréfi sínu. Brýna þeir fyrir bæjarstjórnunum að gæta hófs í eyðslu og íþyngja ekki heimilunum meira en orðið er. VORFARGJÖLD FLUGLEIÐA: Flugfargjöld má fá á góðu verði í seinni tíð. Nú bjóða Flugleiðir til dæmis vorfar- gjöld til þriggja borga, Kaupmannahafnar, London og Amsterdam, fyrir rétt rúmar 26 þúsund krónur. Þessi far- gjöld gilda frá öllum áfangastöðum félagsins innanlands og landsmönnum því ekki mismunað eftir búsetu. Vorið er komið í Evrópu o§ því tilvalinn tími til að skoða sig um og njóta menningarlifs, verslana og veitingahúsa í einhverri áðurnefndra borga. FERÐAMÁLAMAÐUR ÁRSINS: Birgir Þórhalls- son, forstjóri og eigandi Sólarfilmu, var í gær kjörinn ferðamálamaður ársins. Birgir sést hér með Fjölmiðlabik- arinn, sem hann fær í viðurkenningarskyni. Birgir rekur víðtæka þjónustu við ferðafólk, en a árum áður var hann forstjóri millilandaflugs Flugfélags íslands hf. OFSÓKNIR GEGN KURDUM FORDÆMDAR: ut- anríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur for- dæmt harðlega grimmilegar ofsóknir stjórnvalda í írak á hendur Kúrdum, sem leitt hafa til þess að milljónir manna flýja nú heimaland sitt. „Nauðsynlegt er að málefni Kúrda í Irak verði tekin upp á alþjóðavettvangi og leitað leiða til að finna á þeim varanjega lausn,” segir Jón Baldvin. Þá fagnar hann ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem gerir mögulegt að koma á formlegu vopnahléi á Persaf lóasvæðinu. GOTT LOFT Á HVALEYRINNI: Ekki er að sjá að ái: verið í Straumsvík geri íbúum á Hvaleyrarholti neitt illt. í skýrslu um loftgæðarannsóknir á holtinu í fyrra kemur fram að afstaða álversins til byggðarinnar er heppileg með tilliti til dreifingar mengunar. Vindáttir sem standa að byggðinni eru sjaldgæfar og loftblöndun virðist oftast góð í slíkum vindáttum. Heilsufar fólks og gróður bíður því engan skaða af nágrenninu við álið. Sú litla mengun sem hægt er að finna á þessu svæði er talin að langmestu leyti frá umferð á höfuðborgarsvæðinu og þá væntanlega ættuð frá Reykjavík að mestu. SAMSTAÐAN AÐ ROFNA — segir Snœr Karlsson, formaöur deildar fiskvinnslufólks innan Verkamannasambands íslands, um samstööu sjómanna og fiskverkafólks. Framkvæmdastjórn Verkamannasambands Is- lands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yf- ir stuðningi við kröfur fiskverkafólks. Fiskverk- unarfólk hefur sett fram kröfur um bætt kjör eftir nýgerðra samninga við sjomenn. Samstaðan sem ríkt hefur á milli sjómanna og fiskvinnslufólks í kjara- baráttunni er ekki lengur til staðar segir fisk- vinnslufólk. Snær Karlsson, formaður deildar fiskvinnslufólks, inn- an Verkamannasambandsins og starfsmaður þess segir „að þær skoðanir hafi komið fram hjá fiskverkunarfólki að því beri að fá samskonar hækkanir á sínum launum eins og ganga til sjómanna.” Snær segir að ekki það sé ekki á færi Verkamannasam- bandsins aðsegja til um hvort þjóðarsáttin hafi verið rofin með þeim samningum sem gerðir hafa verið við nokkra hálaunahópa á síðustu vik- um. ^En mér þykir eðlilegt að fiskverkafólk um allt land skoði málin í sínum hópi og óski eftir viðræðum við sína vinnuveitendur um þessi mál. Ég teldi ekkert óeðlilegt að ýmsir aðrir hópar verka- fólks færu líka að huga að sín- um málum. Það er alveg ljóst að ýmsir hópar í þjóðfélaginu hafa talið að hin svokallaða þjóðarsátt væri eitthvað sem snerti þá ekki. Þessir hópar hafa notað sér aðstöðu sína til að ganga á svig við þau markmið sem menn settu sér við þessa samningsgerð." Enginn þyrfti að vera feim- inn við að kannast við það að hér er átt við flugmenn, lækna og sjómenn. Snær sagði að ýmis fyrir- tæki hafa líka hækkað þjón- ustugjöld sín langt umfram það sem eðlilegt getur talist. í lok ályktunar Verka- mannasambandsins segir: „Það liggur í augum uppi að hópar sem hafa tvöföld og þreföld dagvinnulaun al- menns launafólks geta greitt hærri skatta en venjulegur launamaður. Hingað til hefur andstaða við aukna skatt- byrði hærri tekjuhópa eink- um komið úr þeirra röðum. Gjalda ber varhug við fullyrð- ingum um að auknir skattar á hærri tekjur geti ekki skilað umtalsverðum árangri til þeirrar viðleitni að jafna lífs- kjör fólks.” Um það hvort vænta mætti sérstakra aðgerða af hálfu verkamannasambandsins sagði Snær: „Við getum nú ekki gripið til mikilla aðgerða á meðan samningar eru í gildi, en við munum styðja fiskverkafólk í þeirri viðleitni þess að fá kjör sín bætt.“ Endurskoöandi bœjarreikninga í 26 ár látinn hœtta, — aödróttanir í hans garö í blaöi sjálfstœöismanna í Kópavogi „Íhuga málaferli" — segir Gunnar R. Magnússon Endurskoðanda bæjar- reikninga í Kópavogi, Gunnari Reyni Magnús- syni, hefur verið sagt upp störfum eftir 26 ára störf. Astæðan er sú, að sögn Voga, blaðs sjálfstæðis- manna í Kópavogi, að hann hafi hagrætt niðurstöðu- tölum bæjarreikninganna fyrri meirihluta í bænum í hag. Staða bæjarins hafi verið sýnd í of björtu ljósi. Gunnar Reynir sagði i sam- tali við Alþýðublaðið að í blaðinu kæmu fram hreinar aðdróttanir í sinn garð og hann gerður tortryggilegur sem endurskoðandi. „Ég er að hugsa málið og íhuga málaferli vegna þess atvinnurógs sem ég hef orðið fyrir," sagði Gunnar Reynir. Hann sagði að trúlega kæmi til málaferla vegna þeirra ásakana sem fram hafa kom- ið í Vogum. Þeir sem til þekkja telja að raunveruleg ástæða kross- ferðar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gegn Gunnari Reyni sé sú að hann er tengdafaðir Valþórs Hlöð- verssonar, bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsiris. Til þessa hafa skoðunarmenn bæiar- reikninga úr hópi sjálfstæðis- manna undirritað endur- skoðaða reikninga Gunnars Reynis athugasemdalaust. Frambjóöendur Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördaemi hafa sótt heim fjölda vinnustaða á síðustu dögum. Hér eru þau Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir í heimsókn hjá AXIS húsgagnaframleiðslunni í Kópavogi. Starfs- mönnum þótti greinilega tilbreyting í að fá góða gesti í heimsokn og höfðu sitt fram aö leggja í kosningabaráttuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.