Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991 Rafael Lopex Palanco, yfirverkfræðingur Expo 92, sýnir hér Vigdísi Bjarnadóttur, deildarstjóra á skrifstofu forsetaemb- ættisins, líkan að brúargerð á heimssýningarsvæðinu. Líkur eru nú á að ísland verði meðal annarra þjóða á því svæði. — A-mynd GTK. 90 MILLJÓNIR í ÍSLANDSSÝNINGU: Norskur skipakóngur hefur lýsi því yfir að hann sé tilbúin að leggja fram 90 milljónir í verkefni íslendinga við heimssýninguna á Spáni, EXPO 92, á næsta ári. Þetta er háð því að íslend- ingar séu tilbúnir að leggja fram 150 milljónir á móti. Á fundi sem skipakóngurinn átti með íslenskum aðilum, þar á meðal sendiherrunum Haraldi Kröyer og Einari Bene- diktssyni, var samþykkt að legpja til að íslandsskálinn yrði fundarstaður um umhverfismal. FLUGMENN AÐ NÁ SAMNINGUM? Flugmenn og viðsemjendur þeirra hafa setið á stanslausum fundum og reyna að ganga frá nýjum reglum um vinnutíma flug- manna. Vonir standa til um að takast megi að leggja fram frágengnar tillögur á sáttafundi sem haldin verður í dag. GRASKÖGGLAVERKSMIÐJUM BJARGAÐ: Rík- isstjórnin hefur samþykkt tillögur frá landbúnaðarráð- herra um aðstoð við graskögglaverksmiðjur. Fjórar verk- smiðjur eru nú starfandi í landinu og fá þær tíu milljónir til að skipta á milli sín. Aðstoðin er komin til vegna þess hve illa hefur gengið að selja framleiðslu síðasta árs. Helsta ástæða er sögð vera sú að kjarnfóðurgjald var lækkað og við það hafi salan dregist verulega saman. SORPA OPNAR NÝJA STÖÐ í GUFUNESI: Þann 26. þessa mánaðar mun Sorpa, sem er stytting á Sorpeyð- ing höfuðborgarsvæðisins bs., opna nýja móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi. Stöðin er sniðin að íslenskum að- stæðum og er einstök í sinni röð. Þá mun Sorpa einnig yfir- taka rekstur gámastöðva á höfuðborgarsvæðinu og verður endurskipulagningu þeirra lokið fyrir mitt sumar. í tengsl- um við gámastöðvarnar verður sú nýlunda tekin upp að taka á móti prentpappír til endurvinnslu frá heimilum og atvinnurekstri. Áætlað er að á höfuðborgarsvæðinu falli árlega til um 115 þúsund tonn að sorpi, eða 800 kíló á hvern íbúa. Áætlað er að 30 manns starfi hjá Sorpu. Fram- kvæmdastjóri er Ögmundur Einarsson en stöðvarstjóri Ás- mundur Reykdal. LEIDARINN í DAG Leiðari Alþýðublaðsins í dag fjallar um þann hræðsluáróður Steingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra að alþingiskosningarnar séu þjóðarat- kvæði um aðild Islands að Evrópubandalaginu. Al- þýðublaðið bendir á, að þarna ruglar forsætisráð- herra saman tveirjiur óskyldum hlutum: Annars vegar viðræðum Islands undanfarin tvö ár sem EFTA-ríkis við EB um sameiginlegt evrópskt efna- hagssvæði og hins vegar aðild íslands að EB, sem aldrei hefur verið á dagskrá. Við erum nísk Styður fiskverka- fólk Jón Baldvin í Múlakaffi IVið íslendingar leggjum mun minna til þróunaraöstoð- aren nágrannaþjóðirnar. Skoð- anakönnun sýnir að meirihluta landsmanna finnst óþarfi að gera betur í þessum efnum. IFramkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins lýsir yfir stuðningi við kröfur fiskverka- fólks um bætt kjör í kjölfar ný- gerðra samninga við sjómenn. IÁ dögunum boðaði Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, til op- ins fundar í Múlakaffi. Fjöl- menni var á fundinum og margir vörpuðu fram spurn- ingum til formannsins. Samkvœmt könnun Félagsvísindastofnunar meðal kjósenda í Reykjaneskjördœm i ER BESTA IFRAMBOÐIÐ Reyknesingar telja Al- þýðuflokkinn með bestu frambjóðendurna í kjör- dæminu, samkvæmt nið- urstöðum úr þjóðmála- könnun sem Félagsvís- indastofnun gerði í marslok. 37,7% þeirra Reyknesinga sem af- stöðu tóku sögðu Al- þýðuflokkinn með bestu frambjóðendurna en 35,2% Sjálfstæðisflokk- inn. Það sem vekur mesta at- hygli við þessar niðurstöð- ur er hversu lítil fylgni er milli stuðningi fólks við flokka og þess hvaða lista það telur vera með bestu frambjóðendurna. í um- ræddri skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar mældist fylgi Sjálfstæðis- flokksins 55,9% í Reykja- neskjördæmi þrátt fyrir að rúmlega 20% færri teldu þar vera bestu frambjóð- endur á ferð. Fylgi Alþýðu- flokksins mældist hins veg- ar lítið á Reykjanesi í könn- uninni, eða 15,6%, þrátt fyrir að 37,7% svarenda í sömu könnun teldu Al- þýðuflokkinn vera með bestu frambjóðendurna. Spurningin þar sem spurt var um fylgi flokkanna hljóðaði svo: „Hvaða fram- boðslisti í Reykjaneskjör- dæmi finnst þér vera með bestu frambjóðendurna, óháð því hvaða flokk þú ætlar að kjósa?" Hér birtast niðurstöðurnar í töflu að viðbættum niðurstöðum könnunarinnar. Það var Alþýðuflokkur- inn á Reykjanesi sem fékk Félagsvísindastofnun til að spyrja umræddrar spurn- ingar í þjóðmálakönnun sinni. Vert er að geta þess að skekkjumörk geta verið talsverð en breyta þó ekki höfuðdráttum niðurstaðna. Hvaða frambodslisti í Reykjaneskjördæmi finnst þér vera med bestu frambjóðendurna, óháð því hvaða flokk þú ætlar að kjósa? Fjöldi Hlutfall % Hlutfall, þeir sem svara, % Fylgi stjórn- málaflokka Alþýðuflokkur 46 18,4 37,7 15,6 Framsóknarflokkur 22 8,8 18,0 11,8 Sjálfstæðisflokkur 43 17,2 35,2 55,9 Alþýðubandalag 7 2,8 5,7 7,5 Kvennalisti 3 1,2 2,5 8,1 Annað 1 0,4 0,8 1,1 Neitar/veit ekki 128 51,2 - - Alls 250 100% 100% 100% Kosningabaráttan í Reykjaneskjördœmi SÍálfstæðismenn forðast frambjóðendur A-listans Sjálfstæðisflokkurinn á Reykjanesi víkst undan því að halda sameiginlega opna fundi með Alþýðu- flokknum í kjördæminu. „Ég harma það að þið haf- ið ekki séð ykkur fært að mæta okkur á fundum í stóru bæjunum þremur í kjördæminu," segir Jón Sigurðsson, oddviti A-list- ans, í svarbréfi sínu til Sjálfstæðisflokksins og leggur tii að kosninga- stjórar flokkanna finni tíma sem geti hentað báð- um flokkunum. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, sem skipar 3ja sæti lista Alþýðuflokksins í kjördæminu, sagði við Al- þýðublaðið að kjósendum í kjördæminu hefði örugglega þótt fróðlegt að hlusta á þessa tvo flokka takast á um mál- efni kjördæmisins og þjóðar- innar allrar. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins væru greinilega að koma sér hjá því að mæta frambjóðendum Alþýðuflokksins frammi fyrir kjósendum. Ólafur G. Einarsson, fyrir hönd Sjálfstæðisfiokksins, segir í svarbréfi til Alþýðu- flokksins hins vegar að flokk- urinn sé tilbúinn að mæta á sameiginlegum fundi tveim- ur dögum fyrir kosningar með ríkisstjórnarflokkunum þremur „sem líklegt er að eigi áfram fufitrúa á Al- þingi. ..“ Með þessu móti eru Sjálfstæðisflokkurinn í reynd að skorast undan því að mæta frambjóðendum Al- þýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi. Ólafur G. ber við í bréfi sínu að af skiplagsástæðum geti Sjálfstæðisflokkurinn ekki mætt frambjóðendum Al- þýðuflokksins. Hann veit hins vegar að með því að flækja malið og fá fleiri flokka inn í myndina verður nánast ómögulegt að halda slíkan fund. Engu að síður vill Al- þýðuflokkurinn í Reykjanesi reyna til þrautar að fá sameig- inlegan fund með höfuðand- stæðingi sínum í kjördæm- inu, Sjálfstæðisflokknum. Vera kann að niðurstöður um gæði framboðslista í frétt hér að ofan kunni að valda nokkru um það að íhalds- menn forðast návígi við fram- bjóðendur Alþýðuflokksins. Þora sjálfstæðismenn ekki að ræða álmálið við Jón Sigurðsson á opnum fundi i Reykjaneskjördæmi? ísland / A-flokk I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.