Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 16
ss MMBUBMBIÐ hb Friðarráðstefna i Mið-Austurlöndum Bandaríkjamenn og ísraelar hafa ákveðið að halda friðarráð- stefnu um málefni Mið-Austur- landa. Eftir fund þeirra James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Yitzhaks Sham- irs, forsætisráðherra Israels, ut- anríkisráðherra og varnarmála- ráðherra Israela og sex fulltrúa Paiestínumanna af hernumdu svæðunum, var þessi tiikynning Fyrstu batahorf ur i ef nahagslifi Austur-Þ|óðverja Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði, þegar hann ávarp- aði gesti við opnun iðnaðarsýn- ingu í Hanover, að fyrstu bata- merki í efnahag Austur-Þýska- lands væru pú þegar farin að koma í Ijós. Eg geri mér þó vel grein fyrir því aö við mikinn vanda er að stríða sagði Kohl. Hann áréttaði að meira en ein milljón manna hefði fengið ný störf á síðasta ári. Meira fram- boð væri í verslunum og kaup- máttur hefði aukist. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir í byrjun árs hefði kaupmáttur iðnverka- manna með meðaltekjur aukist um sjö prósent og kaupmáttur ellilífeyrisþega um fjörutíu pró- sent samanborið við árið á und- an. Stjórn Kohls hefur verið harðlega gagnrýnd íyrir hið hörmulega ástand í efnahagsmálum landsins eftir sameiningu ríkjanna. Atvinnu- leysi hefur aldrei verið meira í land- inu frá lokum heimskreppunnar 19:U). Kohl sagði að þrátt fyrir þetta slæma ástand stæðu Austur-Þjóð- verjar betur að vígi en önnur lönd sem hefðu upp á síðkastið losað sig undan stjórn kommúnista til að að- laga sig að frjálsum mörkuðum. Eignir Saddams lirnja viða Wall Street Journal segir aö Saddam Hussein Iraksforseti hafi komið fjármunum í geymslu í yfir fjörutíu bönkum víösvegar um heiminn. Fé þetta hefur m.a. veriö notað til að greiða fyrir hergagnaviðskiptum. Blaðið heldur því fram aö stuðnings- menn Saddams stýri m.a. ein- hverju hlutafé í Daimler-Benz verksmiðjunum. Þá segir blaðið að Ijóst sé að fjármunir frá írak hafi verið notaðir til að kaupa hlutabréf í ýmsum fjölmiðlafvr- irtækjum, þar á meðai þekktum kvennatímaritum, eins og Woman’s Day og EUe. gefin út. Fulltrúar ísraela segja að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um fund- arstað, fundartíma, né hverjum verði boðið að sitja ráðstefnuna. Fulltrúi frelsishreyfingar Palestínu- manna, PLO, sagði að þeir tækju sjálfir ákvörðun um hvað þeir myndu gera yrði þeim boðið að sitja ráðstefnuna. Þeir ítrekuðu að ísra- elsmenn hefðu hingað til neitað að tala við fulltrúa þeirra. Baker og Shamir skála fvrir tilvonandi árangri af ráðstefnunni. „Það er óviðunandi með öllu að frambjóðendur skjóti sér undan þeirri skyldu að reifa stærstu mál þjóðarinnar fyrir kosningar, af ótta við kjósendur". (Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 7. apríl 1991). TÖKUM MORGUNBLAÐIÐ Á ORÐINU Þess vegna býður JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, formaður Alþýðuflokksins DAVÍÐ ODDSSYNI, formanni Sjálfstæðisflokksins til opinnar umræðu um stefnu flokkanna í: SJÁ VARÚTVEGSMÁLUM, LANDBÚNAÐAR- OG NEYTENDAMÁLUM, SKATTAMÁLUM, RÍKISFJÁRMÁLUM OG HÚSNÆÐISMÁLUM. Staður og stund verði ákveðin samkvæmt nánara samkomulagi formannanna. Svar óskast innan tveggja sólarhringa. ALÞÝÐUFLOKKURINN Jafnaðarmannaflokkur íslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.