Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 10. apríl 1991 Aðalfundur Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn íkirkjunni sunnudaginn 14. apríl kl. 15.00 (að aflokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14.00). Dagskrá samkvæmt lögum safnaðarins. Stjórnin. Félagsráðgjafi Fangelsismálastofnun óskar eftir að ráða félagsráð- gjafa til starfa. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun, Borgar- túni 7, Reykjavík, fyrir 1. maí nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 3. apríl 1991. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ ÁAKUREYRI Laus ertil umsóknarein staða röntgentæknis frá 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Upplýsingar veitir Jónína Þorsteinsdóttir yfirrönt- gentæknir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Frá Borgarskipulagi Hverfaskipulag borgarhluta 2 Sýning á kortum hverfaskipulags borgarhluta 2, Vesturbæjar, ásamt öðrum gögnum stendur yfir í anddyri Háskólabíós og Sundlaug Vesturbæjar dagana 9. til 19. apríl 1991. Ferðastyrkur til rithöfundar Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns samstarfs í fjárlögum 1991 verði varið 90 þús. kr. til að styrkja rithöfund til dvalar á Norðurlöndum. Umsókn um styrk þennan skal hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. maí nk. Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig um- sækjandi hyggst verja styrknum. Menntamálaráðuneytið, & apríl 1991. Það er þetta með ^ bilið milii bíla... Jóhanna Slgorðardóttlr Rannvelg Goðmundsdóttlr Vafgarður Gomraradóttfr Patrfna Baldursdóttir Ragnhelður Davfðsdóttlr REYKJAVIK: Miðvikudaginn 10. apríl kl. 20.30 á Holiday Inn Fundarstjóri: Ólína Þorvarðardóttir. KÓPAVOGUR: Fimmtudaginn 11. aprfl kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs Fundarstjóri: Jóna Ósk Guðjónsdóttir. í. ' •• • ólína Porvarðardóttir Jóna Ósk Guðjónsdóttir - " ' /\ iíixi-iiíS 'Aonur fararúrocuti stjórnmátanna/ j xasS Málið hefur skroppið verulega saman — segir Jón Magnússon, lögmaður í Hafskipsmálinu Málflutningur fyrir Hæstarétti er nú hafin í Hafskipsmálinu. Næstu tíu daga, að minnsta kosti, munu ræðuhöldin standa yfir. Gert er rád fyrir ad ræda Páls Arnórs Pálsson, sérstaks saksóknara í málinu muni standa yfir í þrjá daga. Eftir að hann hefur lokið sóknarræðu sinni munu verjendur þeirra Björgóifs Guðmundssonar, Ragnars Kjartanssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Helga Magnússonar taka við hver af öðrum. Jón Magnússon lögmaður, verj- andi í Hafskipsmálinu, sagði í sam- tali við Alþýðublaðið að upphaflega hefðu ákærurnar snúist um hundr- uð milljóna en nú snerust ákærur um upphæð sem væri innan við hundrað milljónir. Þeim Jóni Magn- ússyni og Jóni Steinari Gunnlaugs- syni, sem báðir eru verjendur í mál- inu, bar saman um að eðlilegt hefði verið að málinu iyki með dómi Sakadóms Reykjavíkur. Jón Steinar orðaði það svo að þar „hefði verið fjölskipaður vandaður og virðuleg- ur dómur, og tími til komin að hremmingum þessara manna sem staðið hafa í meira en fimm ár lyki". Sakadómur Reykjavikur kvað upp dóm í málinu á síðasta sumri og voru fjórmenningarnir sýknaðir að mestu. Dómi þrettán annarra sem upphaflega voru ákærðir í Hafskips- málinu var ekki áfrýjað. Meðal þeirra sem þar með voru lausir úr þessum malaferlum voru banka- stjórar og bankaráðsmenn Útvegs- bankans sáluga. Saksóknari hefur fellt niður hluta af þeim málum sem ákært var í fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Það sem nú er fjallað um er fyrst og fremst ákæra vegna milliupp- gjörs fyrstu átta mánuði ársins 1984, og ársreikning þess árs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.