Alþýðublaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. apríl 1991 5 Jón Sigurðsson iönaöarráöherra NAUÐSYNLEGT ÁTAK ÍORKURANNSÓKNUM — nœsta ríkisstjórn mynduö meö framtíöarverkefni í huga „Ég tel oð næsta rikisstjórn verði frekar mynduð með framtiðarverkefni i huga en að leysa bráða- vanda verðbólgu eins og hefur tiðkast um alllangt skeið. Það er mjög mikilvægt að herfa þrjá til fjóra áratugi fram i timann hvað varðar orkumál og nýt- ingu orkulinda. Undirbúningur og bygging vatns- aflsvirkjunar frá fyrstu hugmynd til gangsetningar tekur vel á annan áratug/' sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á fréttamannafundi um framtiðar- verkefni hvað varðar hagnýtingu orkulinda og landgrunns. SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR A fundinum voru einnig Jakob Björnsson orkumálastjóri og sér- fræðingar frá Orkustofnun og iðn- aðarráðuneyti. Jón Sigurðsson ráðherra reifaði og lagði fram greinargerð um ýmislegt er varð- ar hagnýtingu orkulindanna, en hinir fjölluðu nánar um einstök at- riði. A fundinum var meðal annars fjailaö um átak í vatnsorkurann- sóknum 1991—95, undirbúning virkjunar háhita tii raforkufram- leiðslu, jarðgaskönnun í Öxarfirði, rannsókn á mangangrýti á Reykja- neshrygg, framleiðslu eldsneytis og eignarrétt á orkulindunum. Stærsta átakið til þessa Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra benti á að mikilvægt væri að orkulindir landsins, vatnsorka og jarðhiti, verði nýttar til þess að skjóta fleiri stoðum undir lífskjör þjóðarinnar. Gagnstætt því sem ætti við um fiskimiðin og gróður- moldina væru orkulindir landsins ennþá lítið nytjuð auðlind. Síðan sagði ráðherra: „Þótt frekari nýting orkulinda hafi verið liður í stefnuyfirlýsing- um allra ríkisstjórna síðasta aldar- fjórðunginn hefur róðurinn sóst misjafnlega. Lengst af á níunda áratugnum var viö mótbyr að etja og miðaði lítt. Nú eru allar horfur á að síðar á þessu ári verði gengið frá samningum um stærsta átakið hingað til í þessu efni: Byggingu álvers á Keilisnesi með um 200.000 tonna afkastagetu á ári. Kn álverið á Keilisnesi er ekki lokatakmark heldur skref á langri braut framundan í alhliða nýtingu orkulindanna. Horfa þarf til allra raunhæfra kosta í því efni. Orku- lindir okkar eru það miklar í sam- anburði við núverandi nýtingu að við eigum margra kosta völ sam- tímis. Mismunandi nýtingarkostir þurfa ekki um fyrirsjáanlega fram- tíð aö keppa innbyrðis um orku. Framleiðsla á áli nú rýrir því á engan hátt möguleika okkar á að framleiða vetni eða flytja út raf- orku þegar það verður raunhæft og ábatasamt. Hvorugt er það í dag, en aðstæður geta breyst fljótt," sagði iðnaðarráðherra. Hann ítrekaði að nýtt álver verði reist á Keilisnesi og sagði skynsamlegt að þesskonar iðnað- ur rísi I framtíðinni víðs vegar um land þar sem honum verði fundin hagstæð skilyrði. En efnahags- starfsemi sem gerð sé lítt arðbær með óheppilegu staðarvali verði aldrei undirstaða góðra lífskjara. THöldun orkunotkunar Jakob Björnsson orkumálastjóri brá upp því er hann vildi nefna sviðsmynd árið 2030 ef sú stefna sem Jón Sigurðsson gerði að um- talsefni ber tilætlaðan árangur. Hann notaði mælieininguna TWh sem er terawattstundir, en ein TWh er þúsund GWh eða gíga- wattstundir. Hugmyndir Jakobs komu fram á ársfundi Orkustofn- unar í siðasta mánuði. Hann taldi „Álver á Keilisnesi er ekki lokatakmark." að árið 2030 gæti almenn raforku- þörf verið orðin 4,8 TWh á ári bor- ið saman við 2,2 TWh í fyrra. A blaðamannafundinum I gær sagði Jakob að aukning á almennum raforkumarkaði væri nú mun hægari en áður. Lengi vel hefði hún verið 7% ári, en væri nú kom- in niður í 3% og spáð enn hægari aukningu. Orkumálastjóri gerir ráð fyrir að raforkufrekur iðnaður sem notaði samtals 23,1 TWh á ári myndi verða byggður upp í svip- uðum mæli á fjórum landsvæðum: Reykjanesskaganum, sunnan- verðu Vesturlandi, Mið-Norður- landi og Mið-Austurlandi. Þessi raforkufreki iðnaður gæti verið framleiðsla á 700 þúsund tonnum af áli sem þyrfti 10,4 TWh, framleiðsla á vetni notaði 9,2 TWh og í framleiðslu á öðrum orkufrek- um afurðum færu 3,5 TWh. Ef við þetta bætist svo útflutningur á raf- orku sem væri kominn í 15 TWh væri raforkunotkunin hér komin í samtals 42,9 TWh á ári árið 2030 en í fyrra var notkunin hér í heild um 4,4 TWh. Hér er því um að ræða hátt í tíföldun. Um 74% kæmu frá vatnsorku en 26% frá jarðhita. Kostnaður við undirbúning virkjana dreifist mjög ójafnt á þann tíma, vel á annan áratug, sem undirbúningur og bygging tekur. Á fyrstu 60% undirbúnings- tímans fellur líklega um það bil 10% af heildarkostnaði við undir- búning en um 55% hans á síðustu 15% tímans. Það borgar sig því illa að draga þessi fyrstu 10% undir- búningskostnaðarins. Með þvl sparast aðeins þessi 10% en tím- inn þar til virkjun getur gert gagn lengist um allt að 60%. Átak i_____________________ vatnsorkurannsúknum í framhaldi af þessu greindi Jón Sigurðsson frá rannsóknarátaki í vatnsorkumálum. Orkustofnun undirbýr nú í samráði við iðnaðar- ráðuneytið og I samstarfi við Landsvirkjun sérstakt átak í vatns- orkurannsóknum sem ætlað er að geraáárunum 1991—95. Kostnað- ur er áætlaður 36 milljónir króna á þessu ári og síðan 48 milljónir króna á ári á meöalverölagi yfir- standandi árs. Þegar samningar hafa náðst um álverið á Keilisnesi verða teknar endanlegar ákvarðanir um bygg- ingu raforkuvera með samanlagt um 2.500 GWh ársorkugetu. Þessi raforkuver eru nú öll á lokastigi undirbúnings. Hér er um að ræða stækkun Búrfells ásamt lúkningu Kvíslarveitu og stækkun Þóris- vatnsmiðlunar, Fljótsdalsvirkjun, stækkun Kröfluvirkjunar úr 30 í 60 MW og 30 MW raforkuver á Nesjavöllum. Þá eru eftir á loka- stigi undirbúnings Villinganes- virkjun, Sultartangavirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Þær hafa sam- anlagt 1.380 GWh orkugetu á ári. Það dugar skammt til áframhald- andi uppbyggingar á orkufrekum iðnaði og er til dæmis innan við helmingur þeirrar orku sem þyrfti til að tvöfalda afkastagetu álvers- ins á Keilisnesi. „Ef ekki er gert átak i vatns- orkurannsóknum á næstu árum kann svo að fara að ónógur undir- búningur tefji áframhaldandi nýt- ingu vatnsorkunnar á íslandi eftir að lokið er við álverið á Keilis- nesi," sagði Jón Sigurðsson og lagði þunga áherslu á þetta atriði. Rannsóknarátakinu er ætlað að ná til virkjana með samanlagða orkugetu á ári allt að 3500 GWh sem gætu komið í gagnið um eða uppúr aldamótum. Virkjun háhitasvæöa Orkustofnun er nú að undirbúa áætlun um rannsókn háhitasvæða sem geti verið liður í heildarnýt- ingu orkulindanna. Þessar rann- sóknir munu verða við það miðað- ar að virkja megi á háhitasvæðun- um I byrjun næstu aldar, til dæmis eftir 2005. Það eru fyrst og fremst stór há- hitasvæði sem þykja áhugaverð fyrir raforkuvinnslu í stórum stíl þótt smærri svæði geti hentað vel fyrir minni jarðgufuvirkjanir. Þessi svæði eru: Krísuvík — Trölla- dyngja, Hengill, Torfajökull, Krafla, Öxarfjörður og Þeistar- reykir. Jarðgas i Öxarfiröi_________ Á fundinum með Jóni Sigurðs- syni kom fram að ákveðið hefur verið að veita 8,5 milljónum króna til rannsókna í Öxarfirði og hefjast þær í vor. Orkustofnun hefur á undanförn- um árum kannað jarðhitasvæði í Öxarfirði og hafa meðal annars verið boraðar rannsóknarholur. Auk jarðhitans hefur fundist vott- ur af lífrænu gasi sem frumrann- sóknir sýna að er hliðstætt gasi sem fylgir olíulindum í jörðu. Fundur þessa lífræna gass er ein- stæður hér á landi. Hvarvetna í heiminum er jarðgas talið ein verðmætasta orkulind sem til er. Dýpka á eina af þeim borholum sem fyrir eru í nánd við Skógarlón eða ný boruð, taka úr henni kjarna og rannsaka bæði hérlendis og er- lendis. Mangangiýti_________________ á Weykjaneshrygg____________ Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son er nú við rannsóknir á man- gangrýti á Reykjaneshrygg og stjórnar Kjartan Thors jarðfræð- ingur þeim rannsóknum. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur á mánudagsmorgun. Það var í leiðangri Bjarna Sæ- mundssonar í nóvember til að kanna hugsanlega eldgosavirkni á Reykjaneshrygg að talsvert af mangangrýti fannst. Það er talið eiga uppruna sinn að rekja til áhrifa jarðhita á jarðlög á hryggn- um. Þótt mangan sem slíkt sé ekki verðmætur málmur á sjávarbotni má búast við að ýmis verðmæt efni, þar á meðal gull, geti fylgt með í slíkum sýnum. Heildar- kostnaður við verkefnið á þessu ári er um 8,6 milljónir króna. Framleiðsla eldsneytis Að undanförnu hefur verið unn- ið að því af hálfu iðnaðarráðuneyt- isins og markaðsskrifstofu þess og Landsvirkjunar, Haskólans og fleiri innlendra aðila að koma á skipulegu samstarfi við erlenda aðila til að kanna möguleika á að nýta innlendar orkulindir til að framleiða eldsneyti. I því sam- bandi hefur vetni einkum verið nefnt sem orkuberi. I fyrra fóru fram viðræður um samstarf meðal annars við fulltrúa Evrópubandalagsins, borgaryfir- valda í Hamborg, Vetnisfélagsins í Hamborg og þýsku fyrirtækjasam- steypunnar Dechema. í október var undirritað rWinnisblað um samstarf við Vetnisfélagið í Ham- borg en þar fara meðal annars fram tilraunir með vetni fyrir strætisvagna. Nú er unnið að und- irbúningi samnings milli íslands og Evrópubandalagsins um sam- starfsverkefni um nýtingu orku- lindanna og þar er gert ráð fyrir athugun á vetnisframleiðslu. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hefur skipað ráðgjafahóp sér til ráðuneytis um þetta mál. Óvissa um eignarréWinn Að lokum vék Jón Sigurðsson að atriði sem hann sagði vera stór- mál hvað varðar nýtingu orkulind- anna. Það varðar eignarréttinn eða skilgreiningu á honum. í nóv- ember síðastliðnum sendi iðnað- arráðuneytið iðnaðarnefnd neðri deildar Alþingis drög að frum- varpi til laga um eignarrétt á orku- lindum en niðurstaða náðist ekki fyrir þinglok. Ráðherra sagði það afar brýnt að niðurstaða fáist í málinu, en það hefði mætt and- stöðu fulltrúa landeigenda í Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki. Jón Sigurðsson sagði nýjar að- stæður kalla á nýja skilgreiningu á eignarrétti lands. Hver á háhitann og hversu langt niður í jörðina nær eignarréttur á landi ásamt gögnum þess og gæðum? Menn virðast vera sammála um að ein- hver mörk beri að setja fyrir því hversu eignarréttur landeigenda nái langt niður. Málið kom fyrst til umræðu á Alþingi árið 1927 en ár- ið 1940 voru loks sett iög um það að jarðhiti fylgdi jarðareign. Fyrst og fremst var átt við þann jarðhita sem sýnilegur er á yfirborðinu. Síðan hafa margsinnis komið fram frumvörp á Alþingi þar sem lagt er til að eignarréttur landeig- enda að jarðhita verði takmarkað- ur við tiltekið dýpi eða hitastig. Sagði iðnaðarráðherra að til dæm- is hefði Bjarni Benediktsson flutt tillögu á Alþingi þess efnis að eign- arrétturinn næði bara 10 metra niður en tillagan dagaði uppi. Jón sagði að nauðsynlegt væri að fá sanngjarna og skynsamlega lausn á þessu máli, það er hvað nær eignarréttur á landi langt niður, hvar eru mörk eignarlands og afnotalands í afréttum og almenn- ingum og í hverju eru réttindi til slíks afnotalands fólgin? Ráðherra sagði að óvissa um eignarréttinn væri að verða eða orðinn hemill á rannsóknum sem fjármagnaðar væru af almannafé. PRESSAN JLr J{ey(gaznlQir- stúCí^an jafti fieiCfancCi °sfyrr? Vilhjálmur Svan, Bjarni Óskarsson, Sveinr Úlfarsson og fleiri veitingamenn Á FULLU í REKSTRI ÞRflTT FYRIR RÖÐ GJALUÞRU1A Þuríður Izzat Skjaldmeyjan sem býr fyrir neðan dópgrenið á Hverfisgötunni Náttúrulækningafélagið ÞONGAR ÁSAKANIR UM FJARMALAOREIÐU í EINU RÍKASTA FÉLAGIIANDSINS Stjórnmálamenn frá A t il Ö preSsan fullt blað afslúðri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.