Alþýðublaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. apríl 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTiR Í HNOTSKURN SÖNGVASEIÐUR FRUMSÝNDUR: Þjóðleikhúsið frumsýnir stórt og mikið verk á föstudagskvöld, Söngva- seið eða Sound of Music sem þeir féiagar Rodgers & Hammerstein sömdu um árið. Söngleikurinn hefur náð gríðarlegum vinsældum um allan heim. Söguna ætti að vera óþarft að rekja, hún fjallar um baráttu barnfóstrunnar Maríu við sjö krakka og stirðan, einstæðan föður þeirra. Flosi Ólafsson þýddi verkið, hljómsveitarstjóri er Agnes Löve og leikstjóri er Benedikt Árnason. HÖGGMYNDAGARÐUR í HAFNARFIRÐI: Bæjar- ráð Hafnarfjarðar hefur fallist á hugmyndir um að komið verði upp höggmyndagarði í bænum, trúlega mun hann risa á Víðistaðasvæðinu, sem þykir henta vel til þess konar starfsemi. Höggmyndagarðurinn yrði sá fyrsti sinnar teg- undar hér á landi. Skipulagsnefnd Hafnarfjarðar hefur þetta skemmtilega mál til nánari útfærslu. íslenskir ostagerðarmeistarar — þeir unnu 12 gullverðlaun og 11 silfurverðlaun á danskri ostasýningu i fyrra. Mjólkur- búin okkar hafa metnað og geta greinilega gert vel. A-mynd E. Ól. FÆKKUN MJÓLKURBÚA: Nefnd sem unnið hefur að álitsgerð um hagræðingu og breytingu á skipulagi í mjólk- uriðnaði kemst að þeirri niðurstöðu að lækka má fastan kostnað greinarinnar með fækkun mjólkurbúa í landinu. Reiknar nefndin með að spara megi 165—220 milljónir króna árlega fækki búunum um 3—5. í álitinu er ekki tekin afstaða til hvaða mjólkurbú það eru sem leggja skal niður. Ennfremur segir að mjólkuriðnaðurinn hafi sterka stöðu um þessar mundir, en umhverfi hans mótist af lögum og reglugerðum ríkisvaldsins. Ástæða sé til að óttast að þetta umhverfi rekstrarins geti versnað á komandi árum með minnkandi stuðningi almennings við framleiðsluna — og auknum innflutningi á unnum mjólkurafurðum. Þá leggur nefndin til samruna allra mjólkurbúa landsins í eitt fyrir- tæki, en gerir sér grein fyrir að sú sameining verður mikil þrautaganga. RARIK KAUPIR RAFVEITU SIGLUFJARÐAR: um síðustu helgi voru undirritaðir samningar bæjaryfirvalda á Siglufirði og Rafmagnsveitna ríkisins. RARIK keypti Raf- veitu og Hitaveitu Siglufjarðar fyrir 450 milljónir ícróna og tekur yfir reksturinn á kosningadaginn, þann 20. apríl. Ástæða þess að Siglfirðingar selja orkufyrirtæki sitt er sú að bæjarstjórn vill lækka skuldir bæjarfélagsins. Allt sölu- verðið verður notað til skuldalækkunar og ætti skulda- staða bæjarins nú að verða mjög góð að sögn Kristjáns L. Möller, forseta bæjarstjórnar, sem var formaður samn- inganefndar bæjarins í þessu máli. / Stjórnarróðshúsið fyrr á þessari öld. Þar var fyrsta fangelsi landsins á árunum 1771 til 1813. Þar sat oft fólk fyrir litlar sakir að okkar mati í dag. REFSINGAR 0G ÍSLENSKT SAMFÉLAG: Dr. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, lektor í sagnfræði við Há- skóla íslands, hefur sent frá sér merka bók, Rlt um afbrot. Refsingar og íslenskt samfélag á sídari hiuta 19. ald- ar. Dr. Gísli fjallar hér um félagssögulegar rannsóknir á af- brotum og refsingum hér á landi og erlendis í lok síðustu aldar. Við lestur bókarinnar kemur venjulegu nútímafólki á óvart hversu mikil dómharkan hefur verið í þjóðfélagi okkar, og hvernig réttarvitund fólks hefur verið fyrir örfá- um áratugum. Bók sem margir munu lesa sér til mikils fróðleiks. Útgefandi er Sögufélagið. Tekur forsætisráð- herra sig alvarlega? spurdi Jón Baldvin Hannibalsson vegna hugmynda Steingríms um ad kosningarnar séu í raun þjóðaratkvœdagreidsla um Evrópubandalagið Framsóknarflokkur- inn hefur óvænt fundið baráttumál til að setja á oddinn í kosningabarátt- unni. Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknarflokksins hefur búiö til slagorð sem gæti komið til um- ræðu eftir svo sem tíu ár. Nú stillir hann málunum þannig upp að íslenskir stjórnmálamenn að und- anskildum framsóknar- mönnum vilji framselja vald í hendur erlendra aðila án þess að lands- menn hafi nokkuð um málin að segja. EFTIR BJÖRN E. HAFBERG Þeir sem fylgst hafa með stjórnmálum síðustu ára- tugi láta sér sennilega ekki koma á óvart þó Steingrím- ur Hermannsson bregði á það ráð að höfða til kjós- enda með því að rífa hlut- ina úr samhengi og vera bæði með og á móti. Hver man ekki eftir umræðum Steingríms um vaxtamál fyrir nokkrum vikum. Nýjasta trompið hans Steingríms er það að kosn- ingarnar snúist um samn- ingana og eða inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Jón Baldvin Hannibals- son sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann hefði vart trúað sínum eigin eyr- um þegar hann heyrði um- mæli Steingríms á fundi á Akureyri þegar hann ræddi um Evrópumálin. Jón Baldvin sagði ,,að forsætisráðherra hefði við- haft þau orð að Alþýðu- flokkurinn væri eins og úlf- ur í sauðargæru í þessu máli. Staðreyndir mála eru þær að ég hef gegnt starfi utanríkisviðskiptaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. í því felst að ég hef haft að skylduverk- um að hafa frumkvæöi að stefnumótun og reyndar verkstjórn í samningum sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á í fyrir hönd íslensku þjóðarinnar við Evrópubandalagið. Milli okkar forsætisráð- herra hefur verið gott sam- starf í þessari ríkisstjórn og sérstaklega um þessi mál. Enginn ágreiningur hefur verið okkar á milli um hvernig á þessum málum skuli halda." Jón Baldvin sagði að stefna stjórnarinnar hafi verið ótvíræð á þann veg að hafna aðild að Evrópu- bandalaginu sem valkosti. „I staðinn höfum við kosið að leita eftir samningum með hinum EFTA ríkjunum við Evrópubandalagið um það að stofna svokallað Evrópskt efnahagssvæði. Aðalatriðin eru þau að í þessum samningum erum við að tryggja brýnusju við- skiptahagsmuni Islend- inga. Evrópa er mikilvægasti markaður okkar útflutn- ingsafurða og meginatriði er að tryggja íslenskum sjávarafurðum tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Evr- ópubandalagsins. Ávinn- ingur af þessu, ef samning- ar takast í sumar, er geysi- lega mikill og varðar alla ís- lensku þjóðina Það er ekki aðalatriði að við mun- um spara okkur tolla sem við nú greiðum, allt að 20—25 milljarða á þessum áratug. Heldur hitt að með því að fá tolla afnumda á unnar fiskafurðir þá ger- breytum við vaxtarskilyrð- um innlendrar fiskvinnslu. Þá skapast skilyrði til þess að hætta útflutningi á óunnu hráefni í hendurnar á keppinautum okkar. í staðinn gætum við fullunn- ið þessar afurðir, við gæt- um framleitt hágæða vöru í íslenskum pakkningum, og við gætum stóraukið vinnsluvirði íslenskrar fisk- vinnslu, við gætum flutt at- vinnu heirn." Jón Baldvin sagði að eng- inn ágreiningur hefði verið um þessi mál. Eins tók hann skýrt fram að það er reginmunur á Evrópska efnahagssvæðinu og Evr- ópubandalaginu. Þetta mál hefur verið útskýrt ræki- lega. „Núna er sérstaklega ástæða til að benda á það gagnvart þeim sem koma fram með hræðsluáróður varðandi þessa samninga, að í þessum samningum er ekki um neitt framsal valds að ræða frá löggjafarvaldi íslendinga, Alþingi, né rík- isstjórn í hendur yfirþjóð- legu valdi." Jón Baldvin sagði að bæði hann og forsætisráð- herra hafi rækilega útskýrt að þessir samningar um Evropskt efnahagssvæði næðu ekki tii nýtingar á auðlindum landsins eins og t.d. fiskimiðunum. „Það sem mér finnst al- varlegt í málflutningi for- sætisráðherra er kannski fyrst og fremst tvennt. Og er þá látið liggja á milli hluta hversu drengilegt þetta er gagnvart sam- starfsaðilum. Það sem ég óttast er að ummæli af þessu tagi verði til þess að vekja upp tortryggni gagn- vart þessum samningum. Þetta getur orðið til þess að sundra samstöðu þjóðar- innar í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Þessi um- mæli gefa það í skyn að verið sé að blekkja þjóðina og ætlunin sé að læðast bakdyramegin inn í Evr- ópubandalagið." Jón Baldvin sagði að hitt málið snerist m.a. um að það væri fráleitt að um inn- göngu í EB væri kosið. Eng- inn flokkur hefur lýst yfir áhuga á að sækja um inn- göngu. Enda tekur það a.m.k. fimm til tíu ár að ganga frá slíkum samning- um og kosningar um málið fara að sjálfsögðu ekki fram fyrr en samningar við bandalagið hafa verið und- irritaðir. Málið verður því tæplega komið á dagskrá svo heitið geti fyrr en í lok þessa áratugar. Formaður Alþýðuflokks- ins spurði hvort það gæti hugsast að forsætisráð- herra tæki sjáifan sig alvar- lega þegar hann segði að kosningarnar 20. apríl snerust um Evrópubanda- lagið. Og hvort það væri ekki dálítið undarlegt að eins og fyrir tilviljun væri þessu varpað fram aðeins ellefu dögum fyrir kosning- ar. BÖNIIS SKILAR ÁRANGRI — segir forseti ASI um verðbólguna sem er nú í 4,1% „Þad er ljóst að Bónuser að skila árangri," segir Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ um það hvaö matvöru- verð hefur lækkað að und- anförnu. Vísitala fram- færslukostnaðar mældi lækkun á matvörunni í aprílvísitölunni. Og verð- bólgan mælist nú aðeins 4,1%. Kauplagsnefnd hefur reikn- að vísitölu framfærslukostn- aðar miöaö viö verðlag í apr- ílbyrjun. Hafði verðlag hækk- aö um 0,6% frá því í byrjun mars. Síðastliðna tólf mánuöi hefur visitalan mælt 5,5% verðbólgu og miðaö við síð- ustu þrjá mánuði jafngiida verðhækkanir 4,1% verð- bólgu á heilu ári. Matvara lækkaði um 0,1% í vísitölu framfærslukostnaðar og er augljóst að verðstrið markaðanna á höfuðborgar- svæðinu skilar sér beint sem verðlækkun á matvöru. For- seti ASI segir Ijóst að stór- markaðirnir hafi orðið að fylgja verði í Bónus verslun- um. Asmundur Stefánsson segir að með aukinni sam- keppni hafi verðlag lækkað á Reykjavíkursvæðinu og æv- inlega hafi samkeppnin skil- að sér seinna meir í lægra verði á landsbyggðinni. Hvort þessi mikla samkeppni skili sér beint til neytenda ut- an höfuöborgarsvæðisins eigi eftir að koma i Ijós. Það sé jafnvel hugsanlegt að verð- lækkunin gangi til baka, en það sé þó Ijóst að Bónus sé aö skila árangri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.