Alþýðublaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 1 1. APRÍL 1991 SKOÐANAKÖNNUN GALLUPS: Stuöningsmenn Alþýðuflokks eiga verk að vinna á Norðurlandi vestra fram til kosninga. Samkvæmt Gallup-könnun í gær hefur fylgið fallið eilítið, úr 10,2% í 9,3. Framsókn tapar líka, fer úr 35,2 í 32,5%. Sjálfstæðisflokkurinn fær til baka fylgi Borgaraflokks, fær 30,8% en 21,2 í síðustu kosningum. Al- þýðubandalag tapar, fær 13,7% en 15,7% í kosningum 1987. Þjóðarflokkur missir ennfremur fylgi, sem var þó ekki mikið fyrir, smáflokkar fá nánast ekkert samkvæmt Gallup. LANDSSPÁ FRÁ SKÁÍS: Skáís gerði könnun um jand allt á stöðu flokkanna. Alþýðuflokkur er að rétta úr klítn- um, var með 11,3% í könnu Skáíss í mars, er nú mfeð 13,p%. Greinilega er flokkurinn á hraðri uppleið. Framsóknar- flokkur bætir ennfremur við sig, úr 15,7 í mars í 18,0%. Sjálfstæðisflokkur er á leið niður í sitt gamla fylgi, færi nú 45,4% en var með 53,8% í mars. Alþýðubandalag fær nú 11,6% en hafði í mars 9,7%. Kvennalistinn eykur eilítið við fylgi og er með 8,2%. / STÖRFUM FARMANNA FÆKKAR: í þessari viku hafa tuttugu og fjórir farmenn skráð sig hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur vegna þess að þeir hafa ekki störf á kaup- skipum. Hiti er í mönnum vegna þess að mörg íslensk far- skip eru mönnuð útlendingum. Sjómannafélag Reykjavík- ur segir að ekki sé óalgengt að mönnum sé sagt upp og út- lendingar ráðnir samstundis. Sjómenn ætla að krefjast þess að öll skip sem sigla til Islands og séu sannarlega í eigu íslenskra skipafélaga verði mönnuð íslenskum far- mönnum. Á síðustu árum hafa íslenskir farmenn misst 300—400 stööugildi vegna þess að erlendir sjómenn eru ráðnir í stað íslenskra. SAMGÖNGURÁÐHERRA UNDRANDI: Steingrím- ur .1. Sigfússon segist undrast ef ummæli Steingríms Her- mannssonar í hádegisfréttum um úthlutun á hundrað millj- ónum til nokkurra sjávarplássa þýði stuðning við vafasöm vinnubrögð fjárveitinganefndar. Samgönguráðherra hefur óskað eftir lögfræðilegu áliti um málið. Samgönguráð- herra segist undrast vinnubrögðin í þessu máli og segir þaö undur ef formaður fjárveitinganefndar ætli að láta málin ganga eftir eins og nú bendi allt til. ALÞÝÐUBLAÐIÐ K0M ÞEIM Á SP0RIÐ: Útvarps- ráð samþykkti ályktun á fundi sínum í gær að vísa allri ábyrgð á framkvæmd skoðanakannana um fylgi flokk- anna og birtingu niðurstaðna á hendur útvarpsstjóra. í ályktuninni segir að það sé skoðun útvarpsráðs að óeðli- legt sé að stofnunin standi fyrir gerð skoðanakannana um fylgi stjórnmálaflokka i einstökum kjördæmum fáum dög- um fyrir kosningar. Þá segir í ályktuninni að alllangt sé síð- an að tilhögun sjónvarpsdagskrár vegna þingkosninganna hafi verið samþykkt í útvarpsráði í fullu samráði við emb- ættismenn Ríkisútvarpsins. Gerð skoðanakannana á veg- um Ríkisútvarpsins hafi aldrei verið nefnd. Það hafi veriö frétt í dagblaði sem hafi vakið athygli útvarpsráðsmanna hvað í vændum væri og hafi sú frétt komið mjög á óvart. Hér á ráðið greinilega við frétt sem Alþýðublaðið birti fyrst fljölmiöla um málið. LEIDARINN Í DAG Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur synjað boði Jóns Baldvins Hannibalssonar for- manns Alþýðuflokksins um opinn fund þar sem rætt yrði um stefnu flokkanna tveggja í veigamiklum málaflokkum. í leiðara Alþýðublaðsins í dag segir, að brotthlaup Davíðs af hólmgönguvellinum sýni og sanni að hann þori ekki að reifa stefnuleysi flokksins af ótta við kjósendur. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: DAVÍÐ HLEYPUR FRÁ GOL- ÍAT. Næsta ríkisstjórn IGóðar heimildir segja að Al- þýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur hyggi á ríkisstjórn sam- an að loknum kosningum, Nær hálf öld er liðin síðan stjórn þessara flokka stjórnaði, og nú er tilhugalífið byrjað. Er Grýla sprelllifandi? IGuðlaugur Gauti Jónsson skrifar um það merka plagg, Stjórnmálayfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins, þar sem fram kemur að flokkurinn er á móti kommúnisma, sósíalisma, og vill selja Rás 2. Horft áratugi fram í tímann Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra lítur ekki aðeins fram á næsta dag þegar hann skoðar nýtingu orkulinda okkar. Þar er horft þrjá til fjóra áratugi fram í tímann. DAVÍÐ ÞORIR EKKI Davíð Oddsson formaður Sjólfstæðis- flokksins vill ekki mæta Jóni Baldvin Hannibalssyni formanni Alþýðuflokksins ó opnum fundi og ræða stefnu flokkanna i veigamiklum málaflokkum. Davið ber. fyrir sig i svarbréfi til Jóns Baldvins i gær- dag, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipu- lagt kosningastarfið út i hörgul á næstu 9 degum og að hann liti á áskorunina eins og hvern annan vandræðagang. Jón Baldvin segir við Alþýðublaðið, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið ófáan- legur að koma úr felum fyrir þessar kosn- ingar. „Ef Davið er svo þaulskipulagður í sinum fundahöldum fyrir kosningar að hann getur ekki mætt mér i málefnalegum umræðum um stefnumál flokkanna þá spyr ég: Er einhver annar forystumaður Sjálfstæðisflokksins á lausu til að hlaupa i skarðið fyrir formanninn?" .lón Baldvin Hannibals- son skoraði á Davíð Odds- son formann Sjálfstæðis- flokksins meö bréfi í gær. Jafnframt birtust auglýs- ingar í Morgunblaðinu og Alþýöublaðinu um áskorun formanns Alþýöuflokksins. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaösins um síðustu helgi voru þeir frambjóðendur gagnrýndir sem skjóta sér undan því að reifa stærstu mál kosninganna, af ótta við kjósendur. Jón Baldvin vitnar í Reykjavíkurbréfið í bréfi sínu til Davíös og segir það frýjunarorð til þeirra sem leiða kosningabaráttu flokkanna og leggur til að þeir Davíð taki ritstjóra Morgunblaðsins á orðinu. 1 svarbréfi Davíðs til Jóns Baldvins segir að Sjálfstæð- isflokkurinn taki ekki til sín umrædda setningu úr Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins. Davíð segir í bréf- inu til Jóns Baldvins að hann líti á áskorunina sem hvern annan vandræða- gang í kosningabaráttu Al- þýðuflokksins og ,,geti því miður ekki aðstoðaö þig við að leysa úr þeim vand- ræöunV'. Þar að auki segir Davíö í bréfinu, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi skipulagt út í hörgul kosn- ingastarfið á næstu 9 dög- um og á fjölsóttum fundum sínum um landið hafi hann haft gott tækifæri til þess að ræöa ítarlega um mark- miö Sjálfstæðisflokksins og að „hanaats- og upphróp- unarfundir" heyri sögunni til. Jón Baldvin segir í viðtali við Alþýöublaöið aö svar- bréf Davíðs sé „tilfyndið bréf en veiti því miður ekki svör viö því sem um var spurt “. „Við vitum af dágóðri að- sókn að fundum formanns Sjálfstæöisflokksins. Vand- inn er sá, að fundarmenn þeir sem hafa sótt fundina hafa fariö út engu nær. Sjálfstæðisflokkurinn hefur veriö ófáanlegur að koma úr felum á þessum fundum. I bréfi minu til Davíðs vitnaði ég í ritstjóra Morg- unblaðsins sem sögðu í postulabréfi, að það væri óviðunandi með öllu aö flokksforysta forðaðist að Jón Baldvin: „Sjálfstæöisflokkurinn vill leggja niöur kvóta- kerfiö og fá sjávarútvegsráðuneytiö. En til hvers? Þaö er milljón dollara spurning en ekkert svar fæst." reifa kosningamál næsta kjörtímabils af ótta viö kjósendur. Það er misskiln- ingur að Alþýðuflokkurinn hafi tekið þessa ádrepu rit- stjóra Morgunblaðsins til sín, enda ástæðulaust. Al- þýðuflokkurinn hefur ekki verið í felum. Eg var ekki aö bjóða Dav- íð upp á hanaat, mönnum til skemmtunar. Eg var að bjóða honum upp á mál- efnalega fundi þar sem okkur gæfist tilefni til að skýra stefnu1 flokka okkar i málefnum sem efst eru á baugi," segir Jón Baldvin. Jón Baldvin bendir einn- ig á að Alþýöuflokkurinn hafi sett afdráttarlausa stefnu meðan Sjálfstæöis- flokkurinn hafi skilað auðu i öllum helstu málaflokk- um. „Við gekum tekiö sjáv- arútvegsstefnuna sem dæmi. I stefnuyfirlýsing- unni á landsfundi Sjálfstæö- isfrokksins er sagt að móta þurfi nýja stefnu í sjávarút- vegi sem taki bæði til veiða og vinnslu. Þetta verður ekki skilið á annan veg en þann, að Sjálfstæðisflokk- urinn sé á móti kvótakerf- inu. Jafnframt setur Sjálf- stæðisflokkurinn fram þá kröfu að hann fái sjávarút- vegsráðuneytið í næstu rík- isstjórn. Til hvers? Verður ekki útgerðin og fiskvinnsl- an að fá að vita hvað komi i stað kvótakerfisins? Þetta er virkilega milljón dollara spurning en ekkert svar. Ef formaður Sjálfstæðis- flokksins er svo þaulskipu- lagður í sínum fundahöld- um að hann hafi ekki tíma til að eiga orðastað við mig, þá segi ég: Er ekki einhver annar forystumaður Sjálf- stæðisflokksins á lausu til aö hlaupa í skarðið fyrir formanninn?" segir Jón Baldvin Hannibalsson við Alþýöublaöiö. s Island i A-flokk ! JÉ Q -J c

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.