Alþýðublaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 11. apríl 1991 Leynilegar viörœöur formanna Siálfstœöisflokksins og Alþýöubandalags MYNDA ÍHALD OG KOMMAR STJORN? Aiþýðublaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að formenn Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks hafa átt i viðræðum um þann möguleika að mynda stjórn þessara tveggja flokka að afloknum kosningum. Það þykir tiðindum sæta þvi lengst af hafa þessir tveir flokkar nánast hafnað alfarið fyrir alþingiskosningar að vinna hvor með öðrum. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Þessir tveir flokkar hafa ekki tek- iö höndum saman nema einu sinni í landstjórninni frá því aö núverandi flokkakerfi tók að myndast á fyrri hluta aldarinnar. Það var þegar svo- kölluð „Nýsköpunarstjórn" var mynduð undir forsæti Olafs Thors árið 1944 en að henni áttu aðild Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistafiokk- urinn (forveri Alþýðubandalagsins) og Alþýðuflokkurinn. Frá þeim tíma hafa Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag (Sósíalistaflokkur) nánast útilokað samvinnu sín á milli. Uppáhaldsóvinir_______________ halda öllu opnu_______________ Að sjálfsögðu bera formenn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags á móti þvi að nokkrar viðræður þeirra á milli um hugsanlegt stjórn- arsamstarf hafi átt sér stað. Slíkt væri einungis til þess fallið að fæla frá þessum flokkum kjósendur því margur sjálfstæðismaöurinn ætti erfitt með að kyngja samstarfi við kommana og fjöldi Alþýðubanda- lagsmanna sér andskotann þar sem íhaldið fer. Formennirnir geta með vissum sanni sagt að engar viðræð- ur hafi átt sér stað því viðræður sem þessar eru óformlegar og „einka- samræður" milli manna verða vart túlkaðar sem samningaviðræður rnilli stjórnmálaflokka. Hins vegar þykja ýmsir sem grannt fylgjast með stjórnmálum sjá ýmis teikn þess að Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðubandalag séu i tilhuga- lífinu. Auk þess séu formenn þess- ara flokka til alls líklegir, séu tilbúnir að vaða yfir öll tilfinningaleg sjónar- mið sinna flokksmanna og spila djarft á vettvangi stjórnmálanna. Það kemur þó ekki í veg fyrir að menn og flokkar eiga sína uppá- halds óvini. Þannig er Sjálfstæðis- flokkurinn uppáhalds óvinur Al- þýðubandalagsins og öfugt. Jafn klókir stjórnmálamenn og Davíð Oddsson og Olafur Ragnar Gríms- son átta sig vel á slíkum staðreynd- um. Þeir munu því hamast hvor á öðrum, innan velsæmismarka þó, í von um aukið fylgi hvor fyrir sig sem muni gera þeim kleift að mynda stjórn saman. Hins vegar hafa þeir passað sig á að halda öll- um dyrum galopnum varðandi hugsanlegt samstarf. Ölafur Ragnar hlifir_________ fjölskyldunum Ijórfán Davíð Oddsson hefur sýnt það að hann skirrist einskis við að gera pólitískt bandalag við Alþýðu- bandalagsmenn ef svo ber undir. Það sýndi hann í stjórn Landsvirkj- unar þegar þessir flokkar voru farn- ir að óttast að Jóni Sigurðssyni tæk- ist að ganga frá endanlegum samn- ingum um nýtt álver fyrir kosningar. Þá var embættismönnum Lands- virkjunar kastað til hliöar og pólitík- usarnir í stjórn Landsvirkjunar tóku samningagerðina við Atlantsál um raforkusöluna í sínar hendur. Ýmsum finnst sem Ólafur Ragnar hafi verið heldur vægur við Sjálf- stæðisflokkinn það sem af er kosn- ingabaráttunnar en lagt þess í stað meira upp úr að berja á krötum. Hann valdi sér það hlutskipti að láta umræðuna í fermingarveislunum i kringum páskana snúast um baráttu sína við læknastéttina. Hann hefur hins vegar forðast eins og heitan eldinn að ráðast á eitt helgasta vé Sjálfstæðisflokksins sem sumir nefna „Einokunarfélag Islands". Ör- fáar fjölskyldur hafa verið að sölsa undir sig flest stærstu fyrirtæki þjóð- arinnar og skapa sér einokunarað- stöðu á ýmsum sviðum. Þessi eignasöfnunarstétt hefur stundum gengið undir heitinu „fjölskyldurn- ar fjórtán". Nægir þar að nefna að eignaveldið í Eimskip hf. sem ræður nú einnig Flugleiðum, á stór- an hlut í Eignarhaldsfélagi Verzlun- arbankans sem nú á formann stjórn- ar íslandsbanka sem er forstjóri Sjó- vá-Almennra og svo mætti lengi telja. Davíð Oddsson, fundarstjóri á aðalfundum Eimskips, er orðinn innsti koppur í búri hjá hinni fá- mennu eignastétt landsins. Frægur er stuðningur stjórnarformanns ís- lands, Halldórs H. Jónssonar, við Davíð til formanns í Sjálfstæðis- flokknum. Stóratvinnurekendur viljq kommana________________ Eftir að umræðan um hvort her- inn eigi að fara á burt eða vera um kjurt dó er sá ágreiningur ekki til staðar milli Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Ef einhver skyldi halda að ágreiningur en Evrópu- málin sé einhver flöskuháls milli þessara tveggja flokka þá er það mesti misskilningur. Þegar orða- gjálfrinu sleppir munu þessir flokk- ar verða sammála um að reynt skuli til þrautar að ná samkomulagi um þátttöku Islendinga í Evrópska efna- hagssvæðinu. Alþýðubandalagið fengi það að sjálfsögðu inn í stjórn- arsáttmála að innganga i EB væri ekki á dagskrá enda er það ekki á dagskrá. Ólafur Ragnar gæti þá sagt; við komum í veg fyrir að Island gengi í EB, og Davíð myndi segja; mér tókst að koma á samningum við Evrópuþjóðir um frjáls viðskipti. Báðir færu formennirnir með sigur af hólmi. Það hlýtur að vera draumastaðan fyrir stóratvinnurekendaliðið í kringum Davíð að fá Alþýðubanda- lagið í stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um. Alþýðubandalagið hefur sýnt að það hefur sterk tök á verklýðs- hreyfingunni og getu tii að halda launþegum í skefjum. Hverjum ætti íhaldið að treysta betur í samninga- málum við launþega en Ólafi Ragn- ari Grímssyni? Hann er maður með reynslu. Framsóknqrstjórn_____________ án framsóknar________________ Hér er ekki verið að spá um stjórnarmyndun að afloknum kosn- ingum, heldur að gera grein fyrir raunhæfum möguleika sem ekki hefur verið til staðar áður um langt skeið. Urslit kosninganna munu að sjálfsögðu hafa mikið að segja um það hvers konar stjórn tekur við að þeim afloknum. Ýmsir sjá t.d. Við- reisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks í spilunum. Einn náinn samverkamaður Dav- íðs segir hann vilji helst starfa með Alþýðubandalagi eða Alþýðuflokki og meti það að jöfnu. Hann sé hins vegar lítt spenntur fyrir Framsókn- arflokknum. Viðmælendur Alþýðu- blaðsins eru þó margir á þeirri skoð- un, að Davíð vilji heldur í stjórn með kommum en krötum, einfaldlega vegna þess að hann treystir sér bet- ur að stjórna ráðherraefnum komm- anna en ráðherrum kratanna. Dav- íð sé einnig vanari úr borgarstjórn að tjónka við kommana og hafa þá í vasanum en óvanur að eiga við Al- þýðuflokkinn. Aðrir hafa bent á að svipað stjórn- armynstur eins og verið hefur sé allt eins líklegt að vera áfram. Bjartsýn- ir sjálfstæðismenn sjá jafnvel hilla undir hreinan meirihluta Sjálfstæð- isflokksins á Alþingi. Stjórnmálafræðingur hefur bent á að það sé kjörið fyrir Alþýðubanda- lagið og Sjálfstæðisflokkinn að mynda saman „framsóknarstjórn" án þátttöku Framsóknarflokks. Bendir hann á að afstaða flokkanna til landbúnaðar sé mjög svipuð auk þess sem flokkarnir séu að ná sam- an um sameiginlega sjávarútvegs- stefnu. Hún birtist í sameiginlegum bræðingi Guðjóns A. Kristinsson í 3. sæti D-listans á Vestfjörðum og Jó- hanns Ársælssonar í 1. sæti Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi. En hvernig næsta ríkisstjórn lítur út mun væntanlega koma í ljós ekki löngu eftir kosningar. NÆSTA RÍKISSTJÓRN? Frq Alþýóubandqlagi Davið Oddsson forsætisráðherra. Björn Bjarnason utanrikisráðherra. Þorsteinn Pálsson, iðnaðar- og við skiptaráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson f jármálaráð- herra. Svavar Gestsson menntamalarað herra. Friðrik Sophusson, dóms- og kirkju- málaráðherra og umhverfisráðherra. Lára Margrét Ragnarsdóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráöherra. Ólafur G. Einarsson sjávarútvegsráð herra. Steingrímur J. Sigfússon, landbun- aðar- og samgönguráðherra. Margrét Frímannsdóttir félagsmála- ráðherra. ) Ýmsir telja að Þorsteinn Pálsson muni ekki vilja taka sæti i stjórn Daviðs Oddssonar og væri Pálmi Jónsson líklegastur til að koma í hans stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.