Alþýðublaðið - 12.04.1991, Page 1
FÖSTUDAGUR
12. APRÍL 1991
FRAMSÓKN VINNUR Á NYRÐRA: Skoðanakönn-
un Gallups í Sjónvarpinu sagði í gær að ef kosið yrði í dag
fengju framsóknarmenn 33,2% atkvæða, en voru með
24,4% í kosningum 1987. Sjálfstæðismenn vinna einnig á,
voru með 28% í könnuninni, en 20,9% í kosningunum. Al-
þýðuflokkurinn er sem fyrr þriðji stærstur í kjördæminu
með 12,5% atkvæða, tapar 1,8%. Alþýðubandalag tapar
þó enn meiru, fer úr 13,1% í síðustu kosningum í 10,6%.
Kvennalistinn er á svipuðu róli með 6,9%, sem er eilítil
aukning. Þjóðarflokkurinn fékk 5,2% í könnun Gallups og
Heimastjórnarmenn 2,6%.
NJARÐVÍK ÍSLANDSMEISTARI: Maraþonviðureign
grannanna á Reykjanesi, Keflvíkinga og Njardvíkinga
lauk í „ljónagryfju" Njarðvíkinga t gærkvöldi. Enn einn
hörkuleikurinn, og nú höfðu Njarðvíkingar sigurinn,
84:75.
FLUGLEIÐIR í STÆRSTA SAMNINGI T0Y0TA:
Toyota umboðið hefur gert samning við bílaleigu Flug-
leiða, sem felur í sér kaup á bílum fyrir 200 milljónir króna.
Fyrstu 33 bílarnir af um 220 hafa þegar verið afhentir, en
Flugleiðir ætla sér að hafa um 200 bíla í flota sínum á þessu
ári og er það um fjórðungs aukning frá því í fyrra. Bílaleig-
an hefur tekið við Hertz umboðinu á íslandi og hefur fjóra
afgreiðslustaði í Reykjavík, en rekur útibú á flugvöllunum
á Egilsstöðum, í Höfn, í Vestmannaeyjum og á Keflavíkur-
flugveli.
AUSTFIRSKUR FRAMBOÐSFUNDUR í
REYKJAVIK Séra Gunnlaugur Stefánsson í Heydöl-
um, efstur á A-listanum á Austfjörðum, heldur framboðs-
fund á Gauki á Stöng á sunnudag kl. 15. Séra Gunnlaugur
vinnur vel að framboði listans og er talinn í vænlegri stöðu
eystra. Hann tekur síðan þátt í flokkakynningu sjónvarps-
ins á mánudagskvöldið.
DANSKT V0R MEÐ
BLÆSTRI: Blásarakvin-
tett Reykjavíkur og píanó-
leikarinn Peter Westen-
holz munu leika á Dönsk-
um vordögum í Norræna
húsinu á mánudaginn. Á
sunnudag verður Peter
einn við píanóið og leikur
þá meðal annars verk eftir
þann ágæta tónsmið, Carl
Nielsen. Hljómleikarnir
hefjast bæði kvöldin klukk-
an 20.30. Klukkan 17.15 á
inánudag flytur danski tón-
listarmaðurinn og rithöfundurinn Peter Bastian fyrirlest-
ur, sem hann kallar „vitsmunir og tónlistargáfá'.
LEIDARINN I DAG
í fyrri leiðara Alþýðublaðsins er mannúð meirihluta
sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi til umræðu. Bæj-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa samþykkt að
varpa einhverfum börnum sem dvelja á Sæbraut 2
á dyr. Á sama tíma hreykir Sjálfstæðisflokkurinn sér
undir kjörorðum mannúðar. í síðari leiðara blaðsins
er Pálma Jónssonar í Hagkaup minnst.
SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: FRELSI OG MANNÚÐ Á
SELTJARNARNESI og PÁLMI JÓNSSON KVADD-
UR.
Allir eru að
gera'ða gott
Fyrirtæki landsins hafa
greinilega gert það gott á síð-
asta ári, starfsumhverfi þeirra
eru gjörbreytt, þökk sé þjóðar-
sátt. En nú óttast menn að
ávinningnum kunni að verða
spillt.
mm
Frjáls saltfiskur
IJón Baldvin Hannibalsson
tilkynnti þá ákvörðun sína í
gær að sala á söltuðum fiski og
fiskafurðum á markaði í Amer-
íku verði frjáls. Áratuga einok-
un hefur verið aflétt, og er það
í takt við tímann.
Vigdís bjargaði
kvöldinu
Norsku blöðin hæla Vigdísi
Finnbogadóttur á hvert reipi
fýrir sjónvarpsþáttinn um síð-
ustu helgi. Hún bjargaði sjón-
varpskvöldinu því, segir Ar-
beiderbladet.
BœjarstjórnSeltjcLrnarness ákveöur
Einhverfir
burt af Nesinu
„Ég stend ekki að því að
hverfa tíu til fimmtán ár
aftur í tímann í málefnum
fatladra þegar stofnana- ■
vist var eina úrrædid en
ekki heimiii í eðlilegu um-
hverfi,“ sagdi Jóhanna Sig-
urðardóttir féiagsmála-
ráðherra m.a. í samtali við
Aiþýðublaðið vegna sam-
þykktar meirihlutastjórn-
ar sjálfstæðismanna í bæj-
arstjórn Seltjarnarness
um að heimili einhverfra á
Sæbraut 2 verði flutt í
burtu.
Meirihluti sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn Seltjarn-
arness vill heimili einhverfra
á Sæbraut 2 í burtu. Bæjar-
stjórnin skorar á félagsmála-
ráðherra að beita sér fyrir því
að finna þessari starfsemi
annan samastað. Af bókun
bæjarstjórnar má það helst
ráða að umhyggja þeirra fyrir
því að börnin á Sæbrautinni
fái heimili, þar sem betur
megi sinna þörf þeirra fyrir
útiveru og umhverfi, ráði
mestu um þessa samþykkt.
Jóhanna segir að stefnan
sem mótuð hefur verið í
þessu máli myndi bíða mikið
skipbrot ef að því yrði gengið
að eitt sveitarfélag neitaði því
að heimili fatlaðra yrði með
eðlilegum hætti í sveitarfé-
laginu. Hún segir að verulega
hafi verið komið til móts við
íbúana og fyrir dyrum standi
breytingar í þá veru að heim-
ilisfólki verði fækkað úr sex í
fjóra og einstaklingar sem
betur eru taldir eiga saman
verði fluttir á milli heimila.
Jóhanna sagði að sér þætti
samþykkt bæjarstjórnarinn-
ar með ólíkindum og hefði
komið sér mjög á óvart.
„Fatlaðir eiga rétt á því aö
lifa eðlilegu lífi í eðlilegu um-
hverfi bæði að því er varðar
búsetu og annað. Það hvarfl-
ar ekki að mér eitt augnablik
að breyta þeirri stefnu. Fatl-
aðir eiga sinn rétt í þjóðfélag-
inu og þetta eru sjónarmið
réttlætis og mannúðar sem
þarna er verið að gæta,“
sagði Jóhanna Sigurðardótt-
ir.
Sigríður Lóa Jónsdóttir for-
stöðumaður heimilisins sagði
í samtali við Alþýðublaðið að
þessi bókun bæjarstjórnar
hefði komið þeim mjög á
óvart og valdið þeim von-
brigðum. En hún hefði verið
fegin þegar hún heyrði
ákveðni félagsmálaráðherra í
málinu og það veitti öllum
þeim sem tengdust þessum
málum öryggi, ekki síst for-
eldrum barnanna sem þarna
búa.
Samkvæmt áreiðanlegum
upplýsingum sem Alþýðu-
blaðið hefur aflað sér snýst
málið ekki síst um það að íbú-
ar í næsta nágrenni hafa einu
sinni eða tvisvar á ári orðið
fyrir lítilsháttar óþægindum
vegna hrópa og hávaða sem
berst frá húsinu. Sömu heim-
ildamenn greindu einnig frá
því að það væri ófrávíkjanleg
regla að börnin færu aldrei út
úr húsi án þess að vera í fylgd
með starfsfólki.