Alþýðublaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. apríl 1991 9 Rannsóknir á hörpudiski og veidarfœrum í Arnarfirdi Fundu nýtt svæði - plógurinn betri Við stofnmælingar á hörpu- diskamiðum í Arnarfirdi fundu starfsmenn Hafrannsóknastofn- unar nýtt svædi þar sem talsvert var af hörpudiski. Einnig var könnuð veiðihæfni á plógi sem tekinn hefur verið notkun og bendir allt til þess að hann sé veiðnari en menn áöur héldu. „Þetta var hefðbundin stofnmæl- ing á skel eða hörpudiski í Arnar- firði. i öðru lagi vorum við að afla nánari upplýsinga um veiðihæfni veiðarfærisins, bæði með þvi að taka myndir neðansjávar og eins með því að sleppa merktum skelj- um fyrir framan plógopið og athuga hvaða hlutfall skilar sér,“ sagði Hrafnkell Eiríksson fiskifræðingur í samtali við Alþýðublaðið. 400 tonna kvóta af hörpudiski hefur verið úthlutað í Arnarfirði í ár. Þegar mest var veitt þar árin 1982—186 var árlega veitt yfir 600 tonn og allt upp i 850 tonn. Talið er að það hafi verið meiri veiði en stofninn þoldi. Lögðust veiðar alveg af árin 1988 og 89 enda voru mark- aðir fyrir hörpudisk þá lélegir. Hrafnkell kvaðst ekki geta sagt til um hvort rannsóknir þeirra nú í Ál- samn- ingar ♦ a öruggri leið Samkomulag hefur náðst um orðalag flestra greina í aðal- samningi um byggingu og rekst- ur álvers á Keilisnesi. Stefnt er að því að í maí verði gengið end- anlega frá samningum. Þá geta þeir sem standa að Atlantsáls- fyrirtækjunum hafið lokavið- ræður um fjármögnun fram- kvæmdanna. Samninganefnd Islendinga og sérfræðingar hennar áttu i síðustu viku fund með fulltrúum Atlantsáls- hópsins. Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að hann væri ánægður með þann árangur sem náðst hefði í þessum samningum. „Þarna var lokið ýmsu því sem hefur lengi vafist fyrir mönnum um form aðalsamningsins og núna er brautin lögð fyrir lokaáfangann í málinu. Óhætt er að segja að málið er núna á öruggri leið.“ Jón Sigurðsson sagði að fyrirtæk- in hefðu nú þegar hafið undirbún- ingsviðræður við lánastofnanir, fyrst og fremst í Evrópu. Um þessar mundir er ástandið á evrópskum fjármálamörkuðum miklu betra en var í upphafi ársins og því væri ástæða til bjartsýni hvað varðaði fjármögnun, sagði iðnaðarráð- herra. Um það hvenær framkvæmdir kynnu að hefjast sagði ráðherrann að hann vonaðist til þess að málið yrði komið svo vel áleiðis að hægt yrði að fara af stað með virkjunar- framkvæmdir með haustinu. Arnarfirði myndu leiða til aukinnar kvótaúthlutunar á næstu árum. Hrafnkell sagði að ekki hefði ver- ið hægt að gera nógu góðar veiðar- færaprófanir á plógnum sem notað- ur var, menn hefðu verið að byggja á niðurstöðum frá öðrum plóg. „Við vissum að þessi plógur sem við vor- um með er veiðnari en hinn en nú bendir ýmisiegt til að hann sé jafn- vel ennþá veiðnari en við héldum. Það er þó erfitt að fullyrða það á 3 o I Hf þessu stigi málsins," sagði Hrafnkell Eiríksson ennfremur. Þá kom fram hjá Hrafnkatli að áhugi fyrir hörpudiskaveiðum hefði aukist með nýjum mörkuðum í Frakklandi. Áður hefðu markaðir nær eingöngu verið í Bandaríkjun- um. Um það svæði sem fannst og ekki hefur verið nýtt hingað til sagði Hrafnkell að það væri ekki mjög stór partur af firðinum og skipti eng- um sköpum um veiðarnar. Flol iK; - * tarfið Jaf naðarmenn í Haf narfirði Fundur í bæjarmálaráði Alþýðuflokksins í Hafnar- firði mánudag 15. apríl kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. Efni fundarins: Málefni ferðamálanefndar, Bláfjallanefndar og Reykjanessfólksvangs. Mætið vel. Alþýðuflokkurinn. Maðurinn, sem Davíð þorir ekki að mæta Jón Baldvin Hannibalsson á Akureyri á almennum stjórnmálafundi í Alþýðuhúsinu, föstudaginn 12. apríl kl. 20.30. Umræðuefni: Kjörseðillinn, skattseðillinn, launaseðillinn, auði seðill fhaldsins og týndu minnisseðlarnir hans Steingríms. Ávörp flytja tveir efstu menn á A-lista f Norðurlandskjördæmi eystra, Sigbjörn Gunnarsson og Sigurður Arnórsson. ALÞÝÐUFLOKKURINN Sigbjörn Gunnarsson Sigurður Arnórsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.