Alþýðublaðið - 12.04.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1991, Síða 2
2 Föstudagur 12. apríl 1991 Ómar skrítar og skrífar Við höfum fregnaö ad skemmti- krafturinn og fréttamaöurinn Omar Rai’narsson sitji um þess- ar mundir viö tölvuna í öllum frí- stundum. Hann sé meö tvær hækur í takinu. Omar er greini- lega kominn upp á bragöiö með bókasmíö. Um síðustu jól kom út eftir hann krimmasaga, hans fyrsta bók. Nú mun hann vera meö skáldsögu í smíöum — og sjálfsævisögu — fyrsta bindiö er okkur sagt. Sitthvað er líkt á íslandi og i Kamtsjatka Ossur Skarphédinsson er for- maður nýstofnaðs félags íslands og Kamtsjatka, varaformaöur er Suavar Jónatansson. Kamt- sjatka er risastór skagi suður af Síberíu. Tildrög að stofnun fé- lagsins eru þau að fimmmenn- ingar héldu til Kamtsjatka í lok síðasta árs undir merkjum Virk- is-Orkints, sem starfar að jarð- hitavinnslu eriendis, en einnig voru með í för sérfræðingar í fiskeldi og framleiðslu á vélbún- aði fyrir fiskvinnslu. í Kamt- sjatka er margt líkt okkar landi. Náttúrufar er svipað, þar eru eld- fjöll og jarðhiti, og þar eru afla- klær sem veiða á aðra milljón tonna á ári. Stjórnvöld Kamt- sjatka hafa samt leitað til íslend- inga um tækniaðstoð af ýmsu tagi. í dag er væntanleg 10 manna jendinefnd frá Kamt- sjatka til Islands. Rætt verður um nánara samstarf. Algjört siðleysi Skattleysismörkin í janúar 1988 voru sem samsvarar 65.798 krónum — í dag eru þau 57.379 krónur. Á þetta var bent á aðal- fundi Verkakvennaféhií’sins Framsóknur á dögunum. Fund- urinn ályktaði að algjört siðleysi væri að skattleggja nauðþurftar- tekjur. Á fundinum var lýst yfir ánægju með þröun í verölags- málum stórmarkaöa á höfuö- borgarsvæðinu. Var Bónusi þakkað fyrir frumkvæði í lágu vöruverði. Rai’na Bergmann var endurkjörin formaður Fram- só.knar. FRÉTTASKÝRING1 Kosningaár eru alltaf dýr Ný rikisst jórn felur loforðin Aðslæður i islensku ef nahagslif i hafa breyst veru- lega eftir að verðbólgan var dregin niður úr skýjun- um. í fyrra hækkaði verðlag aðeins um 7% og um þessar mundir er verðbólgan i f jérum af hundraði miðað við heilt ár. Atvinnurekendur segja að stöð- ugleikinn hafi reynst fyrirtækjum mjög gagnlegur og ársskýrslur staðfesta að hagnaður á árinu 1990 er allt annar en 1989. Seðlabankastjóri sagði i vik- unni að íslendingum færi best að halda gengi stöð- ugu, en það hefur einmitt verið gert allra siðustu ár. I fyrra jukust tekjur þjóðarinnar af útflutningi. Mestu skipti óvenjumikil verðmæti af fiskútflutn- ingi. Þetta nægði þó ekki. íslendingar skulda mikið i útlöndum og framleiðsla þjóðarinnar stóð i stað milli áranna 1989 og 1990. Kaupmáttur launa dróst aftur úr i fyrra og hlutur launa af heildartekj- um þjóðarinnar hefur minnkað um 5 milljarða á und- anförnum árum. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR Það er vá fyrir dyrum, segja at- vinnurekendur. Ríkið þenur sig og prentar peninga, eftirspurn eykst í þjpðfélaginu, og lánsfjárlög sem samþykkt voru á síðasta degi þings vörðuðu ranga leið. Það er sagt að kosningaár sé ævinlega þjóðinni í heild dýrkeypt. koma þeim tekjulægstu að gagni. Ætti launafólk að fá óbreyttan hlut af þjóðarkökunni miðað við sem hann var 1988 hefði það átt að fá 5 milljörðum meira í laun í fyrra en það hafði. Heildarlaun í fyrra voru 173 milljarðar, en hlut- ur launa af heild er miklu hærri á Islandi en á öðrum Vesturlöndum. Ef laun lækka sem hlutfall af heild þýðir það að hagnaður eykst að sama skapi. Hagnaður er sem sagt miklu meiri í öðrum löndum en á Islandi. Ársreikningar fyrirtækja frá því í fyrra benda til þess að afkoma þeirra hafi batnað mjög milli ár- anna 1989 og 1990. Af handahófi má benda á eftirtaldar tölur yfir hagnað af reglulegri starfsemi, þegar búið var að taka tillit til lánakostnaðar: Hamingja og velsæid hefur stigið að undanförnu við lækkandi verðlag. í samanburði milli þjóða trónum við næstum því á toppi. Aðeins Sviss og Japan eru ofar á hamingjulistanum. Séu tölur um verðbólgu og at- vinnuleysi margfaldaðar saman má finna hamingju og óhamingju. Því stærri sem talan er þeim mun meiri er óhamingjan. Og hið gagn- stæða: Hamingjan mælist í lágri tölu. Rannsóknir sýna að íslendingar eru á hamingjutindi (að meðal- tali). Verðlag hækkaði í fyrra um 7,3% og atvinnuleysi var að jafn- aði 1,7%. Heildartala íslands verð- ur því 12,4 og aðeins Sviss er með lægri tölu eða 3,3 og Japan, 9,4. Meðaltala allra landa í Evrópu sem eru í Efnahags- og framfara- stofnuninni (OECD) er 69,6. Verst Flokkarnir ætla að hækka laun Stjórnmálaflokkar hafa margir hverjir lofað kauphækkun á næst- unni með því að hækka þau tekju- mörk sem enginn skattur mun leggjast á. í stað þess að byrja að greiða tekjuskatt af 57 þúsund krónum mætti færa tekjuskatts- mörkin upp í 80—100 þúsund krónur, má lesa úr kosningablöð- um. Það myndi kosta ríkið millj- arða og yröi að taka inn á annan veg — ef ekki á að draga úr ríkis- umsvifum á móti. Alþingismenn samþykktu rétt undir þinglok að hið opinbera réðist á næstu árum í dýrar framkvæmdir, sem kosta mikil útgjöld, sem verður aö fjár- magna með sköttum og væntan- lega með lánum. Á þeim lista eru meðal annars skuldbindingar í húsnæðismálum, í samgöngumálum og í skólamál- um. Sumt á þó í framtíðinni að fjár- magna beint. Langtímaáætlun í vegamálum gerir t.d. ráð fyrir að skattar á bensín hækki. Þá eru og framundan stórfelld áform í virkj- anaframkvæmdum og stóriðju. Virkianaframlcvæmdir munu ekki skapa 100 (0 B 80 ‘O n «p a> > ö) 60 o ‘cn >. a> 40 20 Evrópa í heild 3,3 16,6 17,1 20,2 20,8 30,8 15,9 6,7 30,8 1Z4 M / / # / 4?, tí- Hamingja íslendinga er mikil á alþjóðavísu, en það er vá fyrir dyrum, segja atvinnurekendur. Ójaf nvægi hef ur tekið við og ný ríkisstjórn mun verða að taka á til að jafnvægi komist á að nýju. spennu á næsta ári Hannes G. Sigurðsson, hag- fræðingur Vinnuveitendasam- bandsins, segir að væntanlegar framkvæmdir í sambandi við virkjanir muni ekki skapa þenslu á vinnumarkaði á næsta ári. Ekki þurfi að búast við að mannfrekt verði fyrr en á árinu 1993. Þegar ákvörðun hafi endanlega verið tekin muni a.m.k. fyrsta hálfa árið verða að mestu um verkfræði- vinnu að ræða. Hannes segir að jafnvægið á síð- asta ári hafi komið fyrirtækjum að gagni. „Það er ekki vinnandi að vera í öðru umhverfi." Nú er að mati Hannesar vaxandi ójafnvægi framundan. Það komi m.a. fram í auknum innflutningi vegna meiri eftirspurnar, auknum útlánum framyfir innlán, ríkissjóður selji ekki spariskírteini sín og lansfjár- lög hafi sprengt rammann. Fyrir ári hafi ríkissjóður verið fyrir ofan núllið eftir að söluskattur hafði skilað sér, en nú sé gapið á ríkis- sjóði 5 milljarðar. Nauðsynlegt sé að ríkið dragi úr framkvæmdum miðað við það sem framundan sé. Það þyrfti m.a. að slá á þann metn- að sem er í húsnæðismálum, þar sem gífurleg lán eru á ríkisábyrgð og draga úr brúarframkvæmdum og öðru. Hagfræðingur VSI er á því að fyrirtæki sem eru með lánstraust geti leitað erlendra lána með opn- un lánamarkaðarins gagnvart út- löndum. Raunvextir séu háir inn- anlands núna og engir séu næm- ari fyrir vöxtunum en forsvars- menn fyrirtækja. Fjármagn hljóti að streyma hingað að utan. Hagnaður eykst Hagnaöur af regiulegri starfsemi (í milljónum króna) Mjólkursamsalan Sementsverksmiðja rikisins Eimskip Fjárfestingarfél. íslands Osta- og smjörsalan 1990 53.5 -38,7 294,5 32.6 68,1 1989 1,0 -53,3 109,8 50,6 47,4 i fyrirtækgum I fyrra varð hlutur launa í tekj- um þjóðarbúsins 68% en þau hafa lækkað undanfarin ár. Þau voru 70% af heildinni árið 1988 og 68,5% 1989. Það er því kannski við því að búast að laun muni hækka eitthvað á næstunni, ef launafólk á að vinna upp sinn hlut. Það er sagt að láglaunafólk hafi borið uppi þjóðarsáttina. Tillögur stjórnmálaflokka um hækkun skattleysismarka munu tæplega Færslurnar milli ára eru í lang- flestum tilvikum allar á sama veg. Árangurinn varð miklu betri í fyrra en í hitteðfyrra. Hannes Sig- urðsson, hagfræðingur Vinnuveit- endasambandsins, segir að tölur gefi ekki alls kostar rétta mynd af hagnaðinum. Framtalsreglur geri það að verkum að yfirleitt sé af- koman ofskrifuð. Hagnaður sé síst of hár á Islandi. Það sé áhyggjuefni að hlutur launa fari upp í ár. Íslendingqr______________ hqmingiusqmir____________ á alþiódavisu____________ Lækkandi verðbólga hefur fært mörgum íslendingnum sárabót að undanförnu — og skapað festu í samfélaginu. Hagur okkar hefur og vænkast í alþjóðlegum saman- burði. Þjóðarsálin hefur það betra en áður. Sé verðbólga og atvinnu- leysi borin saman milli landa má varpa Ijósi á ástand þjóðarlíkam- ans. Hamingjukúrfa íslendinga er ástandið í Grikklandi, þar sem verðbólgan er 21,7% og á Spáni, þar sem atvinnuleysi er 15,9%. Hamingjulínan teygir sig ekki jafn hátt alls staðar á íslandi. At- vinnuleysi á landsbyggðinni var meira en helmingi hærra á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- Hvað eftir kosningar? Atvinnurekendur gagnrýndu óspart alþingismenn. Þeir segja þá hafa gefið út „kosningavíxla" á síðustu dögum þingsins og engin leið sé að standa við fyrirheitin. Talsmenn launþegasamtaka segj- ast heldur ekki taka allt of mikið mark á loforðunum um aukinn kaupmátt. Ef farið yrði að tillög- um frambjóðenda færi atvinnu- og efnahagslíf úr böndunum. Kosningarnar verða dýrar þeg- ar upp er staðið. Jafnvæginu sem var náð í fyrra er nú stefnt í voða að mati aðila vinnumarkaðarins. Hvaða ríkisstjórn sem tekur við mun því fela loforðin, sem stjórn- málaflokkarnir birta þessa dagana — og stinga kosningablöðum und- ir stólinn. Það vill enginn verð- bólguna upp að nýju.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.