Alþýðublaðið - 12.04.1991, Page 3
Föstudagur 12. apríl 1991
INNLENDAR FRÉTTIR
3
FRÉTTKR
Í HNOTSKURN
Laun 5 milljörðum
lægri 1990 en 1988
Ef laun hefðu haldið sama hlut í þjóðarbúinu 1990 og
þau voru 1988 hefðu launþegar haft fimm milljörðum
meira milli handanna í fyrra en þeir höfðu. Vinnuveitend-
ur segja hagnað allt of lítinn á íslandi og hlut launa í þjóðar-
kökunni of stóran.
í fyrra námu greidd laun í landinu 173 milljörðum króna.
Þá var hlutur launa af þeim tekjum sem voru til skiptanna
í þjóðarbúinu 68% og höfðu dregist saman um 2% frá
1990. Ef laun hefðu haldist óbreytt hefði fimm milljörðum
meira komið í launaumslagið 1990.
Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Vinnuveitenda-
sambandsins, segir áhyggjuefni að ójafnvægi hafi myndast
í þjóðfélaginu eftir stöðugleikann í fyrra. Meðal þess sem
sé að gerast sé að launahlutfallið hækki 1991. Það þýði að
hagnaður dragist saman, en hann sé allt of lítill á Islandi.
SKOÐA BRESKA BJÖRGUNARÞYRLU: sendi-
nefnd sem skipuð er mönnum frá Landhelgisgæslu, dóms-
málaráðuneyti og fjármálaráðuneyti er um þessar mundir
að kynna sér breska björgunarþyrlu af gerðinni Westland
Sea King. Nefndin skoðar svona þyrlu í bækistöðvum
norska flughersins í Stavanger. Þessar þyrlur eru víða í
notkun og hafa að sögn bjargað flestum sjómönnum úr
sjávarháska. Nefndin mun einnig skoða fleiri tegundir af
þyrlum áður en farið verður að ræða um val á nýrri þyrlu
fyrir Landhelgisgæsluna.
TÖLVUUPPBOÐ Á FISKI: Fiskmarkaður Suðurnesja
hefur stöðugt verið að þróa tölvubúnað þau fjögur ár sem
hann hefur starfað. Nú býður Fiskmarkaðurinn upp á
mörgum stöðum á landinu samtímis. Slík aðferð mun ekki
vera við lýði annars staðar í heiminum svo vitað sé. Mark-
aðurinn er enn að færa út kvíarnar á tölvusviðinu. Með-
fylgjandi mynd var tekin þegar Fiskmarkaður Suðurnesja,
Verfcog kerfisfræðistofan og Hewlett-Packard á íslandi
undirrituðu samninga um þróun, kaup og uppsetningu á
nýjum búnaði fyrir fiskmarkaði.
FÆRRILÍTRAR 0G FLEIRI: Samkvæmt upplýsingum
ÁTVR hefur sala áfengis í lítrum talið dregist lítið eitt sam-
an fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma í
fyrra. Hins vegar er um söluaukningu að ræða í alkóhól-
lítrum. Geta menn svo deilt fram og til baka um hvort
drykkja hafi minnkað eða aukist. Hins vegar fer það ekk-
ert milli mála að sala á nef- og munntóbaki hefur aukist á
þessu ári miðað við árið í fyrra en sala á reyktóbaki, sígar-
ettum og vindlum, heldur minnkað.
SETIÐ FYRIR SVÖR-
UM: í Sjónvarpinu á
sunnudaginn klukkan
13.30 verður lokaþáttur af
Setið fyrir svörum. Þá mun
Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins
sitja fyrir svörum og Kristín
Einarsdóttir frá Kvenna-
lista.
STEFNA AÐ N0RÐ-
URLANDATITLI í
REKSTRI „FYRIRTÆK-
IS": Þetta er lið Útflutn-
ingsráðs íslands, sem kepp-
ir í Finnlandi um helgina
um Norðurlandatitil í
rekstri. Liðið er íslands-
meistari, en í öðru sæti var
lið SPRON. Þeir sparisjóðs-
menn keppa ennfremur á
mótinu ytra. Keppnin er
fólgin í því að sýna sem
mestan hagnað af rekstri ímyndaðs fyrirtækis sem þeir fé-
lagarnir reka yfir 6 ára tímabil. Spennandi íþrótt, og von-
andi sýna Islendingar hvers þeir eru megnugir í þessari ný-
stárlegu grein.
Saltfiskeinokun SIF rofin
Frgáls sala til
Ameríkulanda
Útflutningur á söltuð-
um fiski og fiskafurðum
til neytendamarkaða í
löndum Ameríku hefur
verið gefinn frjáls. Jón
Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra til-
kynnti þessa ákvörðun
sína í gaer og er þar með
rofin áratuga einokun
SÍF á útflutningi salt-
fisks. í Brasilíu og Mexí-
kó eru stærstu saltfisk-
markaðir á þessu svæði
en samtals er þarna um
að ræða markað fyrir
40—45 þúsund tonn á ári
sem samsvarar ársfram-
leiðslu SÍF.
Ameríkumarkaður er
næst stærsti saltfiskmark-
aður heims óg er talið að
salan þar nemi um einum
milljarði dollara á ári eða
sem svarar nálægt 60 millj-
örðum íslenskra króna.
Kanadamenn hafa fram til
þessa einkum þjónað þess-
um markaði sem og Norð-
menn að hluta, en Norð-
menn hafa dregið saman
seglin vegna minnkandi
afla. Auk Brasilíu og Mexí-
kó er góður markaður fyrir
saltfisk á eyjum í Karabíska
hafinu og víða fæst gott
verð.
Jón Baldvin Hannibals-
son sagðist lengi hafa und-
irbúið aukið frelsi í þessum
málum enda væri það í
samræmi við stefnu Al-
þýðuflokksins um að hér
skyldi vera sem víðtækust
fríverslun.
Hann réði Þröst Ólafsson
hagfræðing til tímabund-
inna starfa í utanríkisráðu-
neytinu sem sérfræðing í
þessum málum og hefur
Þröstur kannað útflutnings-
málin frá öllum hliðum.
Ætlunin er að heimila
frjálsan útflutning saltfisks
á Evrópumarkað þegar
skrifað hefur verið undir
samninga milli EFTA og EB
að sögn utanríkisráðherra.
Er nú reiknað með þeirri
undirskrift í júlí í sumar.
Ekki er það svo að nú geti
nánast hver sem er stokkið
til og farið að selja saitfisk
til Ameríkulanda. Utanrík-
isráðuneytið hefur sett
strangar reglur þar að lút-
andi til að koma í veg fyrir
alla ævintýramennsku. Út-
flytjandi þarf að leggja
fram skriflegan samstarfs-
samning við framleiðendur
og upplýsingar um efnahag
og eiginfjárstöðu staðfestar
af löggiltum endurskoð-
anda. Söluverð og söluskil-
málar eru háðir samþykki
utanríkisráðuneytisins og
útflytandi þarf reglubundið
gæðaeftirlit á sínum vegum
sem löggiltir matsmenn
inna af hendi, svo dæmi
séu nefnd um settar reglur.
Véldur Sjálf-
stæðisflokkur
sjávarútveginum?
Jón Sigurðsson, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra,
og Karl Steinar Guðnason
alþingismaður héldu fund
i félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi í fyrrakvöld.
Fundurinn var hinn fjör-
ugasti og svöruðu frum-
mælendur fjöida fyrir-
spurna. M.a. kom fyrir-
spurn um það hvaða ráð-
herraefni Sjálfstæðis-
flokkurinn byði upp á í
sjávarútvegsráðuneytið,
en sem kunnugt er var það
annað tveggja sem kom út
úr landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins að flokkurinn
ætlaði að hirða sjávarút-
vegsráðuneytið í næstu
stjórn. Voru fundarmenn
sammála um það, að fátt
væri um fína drætti í sjáv-
arútvegsráðuneytið í Sjálf-
stæðisflokknum. Þó væri
Eyjólfur Konráð sann-
færður um það að hann
myndi valda ráðuneytinu.
Þá kom það fram í máli öldurnar í þeim efnum. Jón
Jóns Sigurðssonar að hann fullyrti að bygging álversins á
teldi ónefnda samráðherra Keilisnesi væri á áætlun og
sína hafa farið offari gegn myndi það gjörbreyta efna-
læknum og rétt væri að lægja hagsástandinu og tryggja
varanlegan hagvöxt í fram-
tíðinni.
Þá ræddi Karl Steinar um
lífeyrismál og minnti á
áhersluatriði Alþýðuflokks-
ins. Örugglega miðaði í rétt-
lætisátt í þessum efnum, þótt
stíga yrði hvert skref af yfir-
vegun. Karl sagði að þessari
ríkisstjórn hefði tekist að
hemja verðbólguna og halda
fullri atvinnu og væri það
krafa verkalýðshreyfingar-
innar að við þessa efnahags-
stefnu yrði staðið í framtíð-
inni og væntanlegur tekju-
auki af álveri myndi skila sér
að fullu til launþega án
þenslu.
Frá fundi Alþýðuflokksins í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Jón Sigurðsson iðnaðar- og við-
skiptaráðherra í ræðustól og við hlið hans er Karl Steinar Guðnason alþingismaður.
Kreditkort hf.
Uttektir erlendis
bera aukagjald
„Med því að leggja á
þetta gjald vorum við að
jafna verð á ferðagjaldeyri
svo það yrði ekkert ódýr-
ara að fara með kort en
kaupa ferðatékka. Við er-
um hins vegar að endur-
skoða gjaldið um þessar
mundir,“ sagði Gunnar
Bæringsson fram-
kvæmdastjóri Kreditkorta
hf. í samtali við Alþýðu-
blaðið.
Þeir sem nota Euro
greiðslukort hafa veitt því at-
hygli að nú eru innheimtar
375 krónur með hverjum
mánaðarreikningi ef kortið
hefur verið notað erlendis.
Má reikna með að þetta sé
tekjustofn sem skili allt að
einni milljón á mánuði í tekj-
ur til Kreditkorta.
Gunnar Bæringsson sagði
að um síðustu áramót hefði
1% leyfisgjald sem lagt var á
gjaldeyrisafgreiðslu i bönk-
um og rann í ríkissjóð verið
lagt af á vissum hlutum en
reiknaður kostnaður í stað-
inn. Kreditkort tækju nú
0,5% þóknun sem rynni til
banka og svo 375 krónur sem
rynnu til Kreditkorta. Gunnar
sagði að hins vegar tæki Vísa
einungis 0,5% en ekki þenn-
an kostnað. En þegar keyptur
væri ferðagjaldeyrir væri
gjaldið 1% að viðbættum 175
krónum.
Þá sagði Gunnar Bærings-
son að Vísa tæki 3,5% þrókn-
un af fjárhæð þegar teknir
væru út peningar erlendis en
Kreditkort væru bara með
2,5% þóknun. Þetta sýndi að
kortafyrirtækin væru með
mismundandi gjaldskrár, en
ekki væri dýrara að skipta
við Kreditkort en Vísa eða
banka þegar upp væri staðið.