Alþýðublaðið - 12.04.1991, Side 6

Alþýðublaðið - 12.04.1991, Side 6
6 Föstudagur 12. apríl 1991 Öflugur jafnaöarmannaflokkur veröur aö hafa úrslitavald um myndun nœstu ríkisstjórnar segir Jóhanna Siguröardóttir Öflugur jafnaðar- mannaflekkur tryggir mannúðlega stefnu Á fjölmennum fundi kvenna í framvarðasveit Alþýðuflokksins sagöi Jóhanna Sigurðardóttir m.a. að á síðasta kjörtímabili hefði orðið rúmiega 100% raun- aukning á fjármagni sem færi til félagslegra íbúðabygginga. Jó- hanna sagði að brýnustu verk- efnin framundan hjá félagsmála- ráðuneytinu væri átak í húsnæð- ismálum aldraðra og fatlaðra. Jóhanna segist óttast að íhald og framsókn taki saman höndum og allir viti hvernig þeir hafi haldið á stjórnartaumunum, því þurfi öflugan jafnaðarmanna- flokk. Einfalda verður lífeyrissjóðakerfið__________ Rannveig Guðmundsdóttir al- þingismaður fjallaði í sinni fram- sögu nokkuð um þá bakhlið sem væri á velferðarkerfi okkar. Hún sagði m.a. að aðeins eitt af hverjum fimm börnum byggi með kjörfor- eldrum sínum og að eitt af hverjum fjórum börnum byggi hjá öðru for- eldri. Rannveig sagði að röng stefna í húsnæðismálum hefði haft í för með sér margvísleg félagsleg vandamál sem smátt og smátt væru að koma í Ijós. Rannveig sagði að forysta Alþýðu- flokksins í félagsmálum hefði áork- að feikilega miklu. „Löggjöf um fé- lagslegar íbúðir hefur afstýrt fjár- hagskreppu fjölda fjölskyldna og þar með verið dregið úr þeim vandamálum sem annars hefðu komið til.“ Rannveig gerði að sér- stöku umtalsefni nýjar tillögur Al- þýðuflokksins í vörnum gegn fíkni- efnavandanum. í tillögum flokksins er m.a gert ráð fyrir að fíkniefnalög- reglan fái fullt sjálfstæöi í störfum sínum og traustari fjárhag. Rann- veig sagði að á næsta kjörtímabili ætlaði Alþýðuflokkurinn að beita sér fyrir endurskoðun á lífeyris- sjóðakerfinu m.a. með fækkun líf- meirí háttar osm HLBOÐ stendur tíl 19. apríl á 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr.J294/kílóið Tilboðsverð: kílóið 200 kr. afsláttur pr. kg. ’ V 1'lUf /< Félagsmálaráðherra Johanna Sigurðardóttir ráðfærir sig við Ragnheiði Dav- iðsdóttur en fjær má sjá þær Valgerði Gunnarsdóttur og Ólínu Þorvarðardótt- ur. Baráttuglaðar konur og menn fjólmenntu á fund forystukvenna Alþýðuflokks- ins og hlustuðu af athygli á málflutning framsögukvenna. A fundinum var fóik á öllum aldri og svipurinn á þessu fólki bendir til þess aö þarna hafi framsögumaður verið aö ræða grafalvarlegt mál. eyrissjóða í huga. Uppstokkun___________________ launastefnunnar______________ Valgerður Gunnarsdóttir sem skipar fimmta sætið á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík koma víða við í framsögu sinni en gerði að sér- stöku umtalsefni launa- og skatta- mál. Valgerður segir það stefnu Al- þýðuflokksins að hækka skattleysis- mörk eins fljótt og auðið er í 65 þús- und. Og stefnt skuli að því að skatt- leysismörkin verði komin í a.m.k. 75 þús við lok kjörtímabilsins. Val- gerður segir að mjög brýnt sé orðið að taka til rækilegrar endurskoðun- ar launakerfi ríkisstarfsmanna með það fyrir augum m.a. að einfalda kerfið. Hún segir að það sé óverj- andi að stór hluti launa margra op- inberra starfsmanna sé í formi margskonar bitlinga og krafan hljóti að vera sú að fá launin upp á borðið. Valgerður segir að stefna verði markvisst að því að 40 stunda vinnudagur nægi fólki til að afla eðlilegra tekna og miða verði launa- umræður út frá dagvinnutekjum og engu öðru. Mjúku mólin mól allra Ragnheiður Davíðsdóttir sem skipar sjötta sætið á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík sagði m.a. að brýnt væri að fólk áttaði sig á því að hin svokölluðu mjúku mál væru hagsmunamál allra, ekki bara kvenna. Ragnheiður spurði hvort það væri einkamál kvenna að vilja samfelld- an skóladag og dagvistarrými fyrir öll börn. Eða hvort það væri einka- mál kvenna að vilja bæta kjör og að- búnað aldraðra og öryrkja. Eða hvort það væri einkamál kvenna að vilja jafna tekjuskiptingu milli karla og kvenna. I lok framsögu sinnar sagði Ragnheiður: „Við skulum vera minnug þess að undirstaða ham- ingju og velferðar er heilbrigt og eðlilegt fjölskyldulíf. Og í flestum fjölskyldum eru bæði karlar og kon- ur. Þess vegna eru mjúku málin ekki einkamál kvenna. Þau eru einfald- lega jafnaðarstefnan í hnotskurn sem endurspeglast best í orðunum — frelsi — jafnrétti og bræðralag." Öflugur_____________________ jafnaðqrmqnnqflokkur forsenda mannúðar___________ Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sem skipar annað sætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík rakti í fáum orðum árang- ur af starfi Alþýðuflokks í síöustu ríkisstjórn. Jóhanna sagði að raun- aukning á fjármagni til félagslegra íbúðabygginga á þessu kjörtímabili næmi tæpum 100%. Ein af hverjum þrem félagslegum íbúðum sem nú eru til í landinu hafa verið byggðar á síðasta kjörtímabili. Jóhanna sagði að það væri mikilvægt rétt- indamál að koma til móts við hús- byggjendur á allan tiltækan hátt því margir hefðu ekki kost á að koma þaki yfir höfuðið nema í gegnum fé- lagslega kerfið. Jóhanna sagði að manneskjulegt húsnæðiskerfi væri forsenda eðli- legs og heilbrigðs fjölskyldulífs og rót margvíslegra vandamála mætti rekja til mála sem tengdust erfið- leikum við að koma sé upp hús- næði. Jóhanna sagði að eitt stærsta viðfangsefni félagsmálaráðuneytis- ins á næsta kjörtímabili væri að halda áfram þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í félagslega íbúða- kerfinu. Auk þess yrði að gera átak í hús- næðismálum aldraðra og fatlaðra samkvæmt framkvæmdaáætlunum sem lægju fyrir um það efni. Hún sagði að Alþýðuflokkurinn legði mikla áherslu á að koma á húsa- leigubótum og flytja þjónustu Hús- næðisstofnunar út á landsbyggðina. Jóhanna sagði að verkefni nýrrar ríkisstjórnar væri að jafna eigna- og tekjuskiptinguna í landinu m.a. með hækkun skattfrelsismarka og að jafna aðstöðuna á milli höfuðborg- arbúa og landsbyggðarinnar. Tillög- ur Alþýðuflokksins í skattamálum eru raunhæfar en aðrir flokkar eru með yfirboð sem aldrei munu stand- ast sagði Jóhanna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.