Alþýðublaðið - 12.04.1991, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 12.04.1991, Qupperneq 8
8 Föstudagur 12. apríl 1991 VBEBIIM ALISTINN Hverrtig framtíð? Hvernig atvinnustefnu? Hvefnig landbúnað? Hvernig sjávarútveg? Hvernig lífskjör? Hvernig skattheimtu? Hvernig Hvernig ríkisstjórn? -ísland í Aflokk! 15.APRÍL í framhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnu- bankanum hefur útibúi Samvinnubankans við Tryggvatorg verið breytt í Landsbankaafgreiðslu sem mun opna formlega þann 15. apríl. Landsbankinn býður viðskiptavini velkomna og óskar starfsfólki velfamaðar undir nýju merki. Afgreiðslutími afgreiðslunnar við Tryggvatorg er alla virka daga frá kl. 9:15 -16:00. Síminn er 98-22177. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna Vatnsútflutningur í samstarfi viö dótturfyrirtœki Carlsberg „Kaldár spring water## Fyrirtækið Vatnar er nú við þröskuldinn að hefja útflutning á fersku vatni. Er það framhaid af verkefni sem unnið hefur ver- ið aö í Grænlandi í nokkur ár ineð stuðningi á vegum Vest-nor- ræna samstarfsins. Þar sem um viðamikið verkefni var að ræða á Grænlandi sem byggðist á að bræða ís til framleiðslu neyslu- vatns reyndist hagkvæmara að nýta íslenskt ferskvatn í þeim til- gangi. Að sögn eins talsmanns fyrirtæk- isins, Erlings Þorsteinsonar, er fyrir- tækið með samstarfsaðila bæði hvað varðar tæknihlið málsins og markaðshliðina. Orana AS-Rynke- by, dótturfyrirtæki Carlsberg Inter- national, hefur verið tæknilegur ráðgjafi fyrirtækisins frá upphafi og hafa þeir að hluta til með markaðs- færslu vatnsins erlendis að gera. Auk þess sagði Erlingur að Vatnar væri í sambandi við markaðsfyrir- tæki í Houston í Bandaríkjunum og þegar hefðu borist frá þeim svo miklar pantanir að ekki hefur verið hægt að sinna þeim vegna þess hve vanþróaður íslenskur vatnsiðnaður væri enn sem komið er. „Við höfum þegar leitað til þeirra aðila sem þeg- ar hafa hafið vatnsútflutning hér á landi en þeir hafa ekki getað full- nægt þörfum þessa markaðar, hvorki hvað magn eða verð snerti," sagði Erlingur „Við höfum þegar fengið mjög ákveðið vilyrði fyrir vatnstöku í Kaldárbotnum í Hafnarfirði sem fyr- irhugað er að selja undir vörumerk- inu „Kaldár spring water“. Sam- kvæmt okkar athugunum er í Kald- árbotnum besta vatn sem hægt er að fá hér á íslandi. Ætlunin er að koma upp átöppunarverksmiðju í Hvaleyrarhúsinu sem er í eigu Hag- virkis, þar sem áður var Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar," sagði Erlingur Þorsteinsson einnig. í byrjun er miðað við að vatninu verði pakkað í 10—20 lítra umbúðir en stefnt verður að því að pakka vatninu í neytendaumbúðir í fram- haldi af því. Erlingur segir að síðar sé fyrirhugað að reisa stóra vatns- verksmiðju sem getur mætt kröfum sívaxandi ferskvatnsmarkaðar víða um heim, jafnt hvað varðar magn, verð og gæði. Greinilegt er að vatns- útflutningur sem atvinnugrein á ís- landi á mikla framtíðarmöguleika. Vigdis Finnbogadóttir forseti og Erik Bye. Bjargaði sjón- varpskvöldinu — segir Arbeiderbladet um sjónvarpsþátt meö Vigdísi Þáttur norska sjónvarpsins „Gjestebud for Vigdis“ fékk mjög góða dóma í Arbeiderbla- det. Segir þar ad Vigdís Finn- bogadóttir forseti og listavinir hennar hafi bjargað sjónvarps- kvöldinu. Sjónvarpið hér hefur nú fengið þáttinn til skoöunar og verdur brátt ljóst hvort hann verður sýndur hér eda ekki. Það var hinn kunni norski sjón- varpsmaður Erik Bye sem bauð frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís- lands að vera heiðursgestur í sjón- varpsþætti sínum laugardagskvöld- ið 6. apríl. Haft er eftir honum i norskum blöðum að hann hafi lengi langað til að gera sjónvarpsþátt með forsetana. Vigdís sé ....en knakende kjekk jente ...“ og hann hafi orðið mjög ánægður er hún þekktist boðið. Einnig hafi íslenskir listamenn þekkst boð um að koma þar fram. Þátturinn stóð í klukku- tíma og 15 mínútur. í sjónvarpsumfjöllun í Arbeider- bladet segir Turid Larsen meðal annars að Vigdís Finnbogadóttir forseti og listavinir hennar hafi bjargað sjónvarpskvöldinu. Viðtal við forseta hafi verið á huggulegum nótum en þó hafi verið broddur í orðum Vigdísar forseta er hún minntist á umfjöllun fjölmiðla um Persaflóastríðið. Meðal annarra sem fram komu í þættinum var Ase Kle- veland menntamálaráðherra Nor- egs sem er þekkt vísnasöngkona.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.