Alþýðublaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 17. apríl 1991 um uyrdrí að verða gjaldþrota TryRKlnc (yrir sklptakosínaðl vlö fijalilftroiasklpll Ijcfur verlð hækkuð úr 6112 þúsund kninur. te[ ír™ * KJaldþroti- bciðnJna hvcrju slnnl groiðlr Ihrí. IrywlneaRjaldlð. ; ^ • ÁUU( lunnlg grciöir clnstakilngur BnMí* scm óskar cttlr aö veróa lckinn MiWM * — hl Kjaldþmtasklpta þcssa upp- MWMM^N hmö or má scria að dýrara aó “ ^ orðlð fyrlr hnnn að veröa idald- þrnta cn áður. sWiu«- Torfifiinpn er notuð 01 að um '"“l Rrclöa skiptakostnnð clns og aug- JJYdandi4ntne°' lýsingu I Lðgblrtingablaöinu. endurrit. vottaiaun og stundum •r 6ö£urT*toanI* uppskriflakostnað. sU munl '«*0* Aö sögn Grétu naldursdóttur Vað'AMfJr" horgarfógcia dugöu 6 þúsund aö nn., fram ui «96_e krúnunwr ekki lengur Tyrir Viff ' .hverju^-. skiptakostnaöioRþvívariíkvcölð ti*l!l}**nh. k*uffii nta vegn» »ö h*kka IryefiJnfiuna. Kcynlst a , vik0rtni oröin me'r kos,'"A-'-1— 1---- - --- r hp\\suc nok ðflétt '-**>*«........... / ic/u. Og ienaa atðax -m. Ilér þyríli að ven i. Kemur þi Ul kaslaakf Að vísu hljðU kennar ncrncndum í akyldur þi um cfnum, cn Irauðl íealu, enda skortir kenr J'á scm fsest | kreppulá EignarréUur cinsUkl mn avo vMurhluUmikill cr Imnn I stjómanik; Enginn licfur Biðferðile, glulra honum úr hendi leysi einu. t««*«»i.i —— •r ecm Uppbygging innra og ytra starfs samtakanna hefur tekið ótrúleg- um framförum á síðustu vikum, fólk hefur unnið kröftuglega og af eldmóði. Einstaklingar sem ekki hafa lent í greiðsluerfiðleikum hafa komið til hjálpar, og við höfum trúnaðar- aðgang að fjölmörgum aðilum sem málin snerta og heyra undir. En það vantar betri aðstöðu, tækjabúnað og sérhæft starfsfólk. Það er ekki hægt til lengdar að reka allt starfið í sjálfboðavinnu. Mikið af fólki hefur stutt okkur með ráðum og hvatningu, fólk sem kemur til hjálpar af því það vill hjálpa samborgurum sínum af hreinni hugsjón og mannkær- leika." Er fólk tilbúið til þess að fjalla um viðkvæm mál eins og peninga og einkamál við hvern sem er innan samtakanna? „Nei, enda er engin ástæða til þess. Stjórn G-samtakanna hefur nýverið að gefnu tilefni samið mjög strangar siðareglur, sem eru forsenda fyrir því að viðkomandi aðili fái að koma nálægt málum skjólstæðinga samtakanna. Eftir að viðkomandi hefur undirgengist og undirritað siðareglur samtak- anna, þá fær hann trúnaðarað- gang samtakanna. Að gefnu tilefni er það kappsmál og aðall samtak- anna að viðhafa fullan og óskert- an trúnað gagnvart skjólstæðing- G-samtökin, liknar- og mannúðarsamtök segir Kristján Einarsson formadur samtakanna Á siðasta ári leituðu um 1400 manns eftir aðstoð hjá G-samtökunum. Kristján Einarsson formaður samtakanna segir að flest bendi til þess að það sé aðeins brot af þeim sem eiga við greiðsluerfiðleika að striða. Sem dœmi um öra fjölgun félagsmanna má nefna að á mánaðartimabili frá 12. mars til 12. april f jölgaði um 156. Kristján segir að þeir líti björt- um augum til framtíðar því þeir vonist til þess að eignast öfluga málsvara á Alþingi. Félagsmálaráð- herra Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéð- insson ásamt ýmsum öðrum hafa sýnf málefnum samtakanna mikinn skilning segir Kristján. ,,Vænt- um við þess að eiga gott samstarf við þetta fálk að loknum kosningum" G-samtökin hafa verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum síöustu daga. Af því tilefni hafði Alþýðu- blaöið samband við Kristján Ein- arsson formann samtakanna og bað hann fyrst að gera grein fyrir upphaflegum tilgangi samtak- anna. „Það má líkja þeirri hugsjön og eldmóði þegar G-samtökin voru stofnuð 9. október 1988 við stofn- um SÍBS á sínum tíma. Þá var fyrir hendi þjóðarböl sem þáverandi stjórnvöld voru ekki í stakk búin til þess að mæta, eða höfðu úrræði til að leysa. Lík staða er nú hjá þús- undum gjaldþrota einstaklinga og skefjalaus eignaupptaka og eigna- tilfærsla á sér staö til þeirra sem í krafti valdsins ráða yfir fjármagn- inu. Viðhorfin til berklasjúklinga voru svipuð og þau eru til greiðslu- erfiðleikafólks og gjaldþrota í dag. Hvorutveggja dæmin eru börn síns tíma með fordóma og þekk- ingarleysi samferðafólks til samfé- lagslegra aðstæðna. Aðstæðna sem fólk sjálft ræður sjaldnast nokkru um.“ Hverjir eru þad sem helst lenda í greidsluerfidleikum og gjaldþrotum? „Á sama hátt og berklasýking var ekki háð aldri, kyni eða þjóð- félagsstöðu, það sama er nú með greiðsluerfiðleikana, enginn veit hver er næstur. Fjármálaumhverf- ið hér á landi er einsdæmi í hinum vestræna heimi. Fjármögnunar- kerfið er háö því hvort almenning- ur hefur upp á að bjóða fasteignir eða aðra einstaklinga sem eiga eignir aö veði til tryggingar á láns- fjármagni. Sjaldnast er spurt hvort viökomandi sé sjálfur greiðslu- hæfur. Hvorki fólkið sjálft né fjár- mögnunaraðilar hafa tileinkað sér þau sjálfsögðu vinnubrögð og góðar venjur aö viðhafa nauðsyn- leg gögn og greiðsluáætlanir til nánustu framtíðar. Spurningunni um þaö hvort lán- takandi væri raunverulega láns- hæfur eða ekki var ekki svarað því hagsveifiur voru það örar að raun- verulegar fjárhagsáætlanir þýddi einfaldlega ekki að gera. Þennan hugsunarhátt var ekki hægt að viðhafa þegar glötuð var hver króna í óðaverðbólgu og kaupæði. Þeirra ára sem minnst verður sem mesta stjórnleysistíma í íslands- sögunni hvað varðar efnahag og fjármál þjóðarinnar." Hverjir ganga þá í G-samtök- In? „Samtökin eru fyrst og fremst mannúðar- og líknarsamtök, eru skráð sem slík og starfa sem slík. Fram til þessa hefur sá almenni misskilningur verið útbreiddur að Kristján Einarsson formaður G-samtakanna segir að viðhorfin til berklasjúkiinga hafi verið svipuð og til fólks sem á i greiðsluerf iðleik- um í dag. i samtökunum væri einungis greiðsluerfiðleikafólk og gjald- þrota. Það er algjör misskilningur. í samtökunum er einnig fjöldi fólks sem hefur áhuga á félagsleg- um hiiðum samfélagsins. Fólk sem hefur áhuga á því að taka þátt í þjóöfélagslegri umræðu engu síð- ur til þess að vinna að hugarfars- breytingu og til þess að vekja al- menna umræðu um fjármál og betra mannlíf og heilbrigðara samfélag. Það er mikill fjöldi fólks sem ekki á í greiðsluerfiðleikum, en þekkir til þeirra og vill vinna að markmiðum einkunnarorða sam- takanna: Fagurt mannlíf í heilbrigðu sam- félagi. Eðli málsins samkvæmt þá er ekki til sá flötur í mannlegri til- vist sem ekki kemur upp í meðför- um mála hjá samtökunum." Þykir fólki skömm eða niður- læging að því að ganga til liðs við samtökin? „Sú ímynd sem samtökin höfðu þegar þau voru stofnuð hetur breyst mikið og neikvæð viðhorf dofnað. Almenningur gerir sér nú betur grein fyrir því hve vanda- málið er stórt, það er ekki bara unv nokkur hundruð einstaklinga að ræða heldur þúsundir. Hversu marga þekkir þú sem ekki eru í greiðsluerfiðleikum? 1 samtökunum er fólk á öllum aldri, úr öllum starfsstéttum, meira að segja nokkrir lögmenn og þingmenn. Hér er um að ræða fólk sem vill breytingar á samfé- laginu í þá átt að gera mannlífið heilbrigðara og réttlátara. Fólk lendir í greiðsluerfiðleik- um, fólk sem aldrei hefur skuldað, fólk sem er strangheiðarlegt og ráðvendið. Eðli mannsins hefur ekki breyst, heldur þjóðfélagsum- gjörðin, það má ekki gleymast, og hverjar eru afleiðingarnar?" Hvaða fólk leitar eftir hjálp hjá samtökunum? „Það er fólk á öllum aldri, all- staðar af landinu, úr öllum starfs- stéttum. Þetta eru ekki landssam- tök að ástæðulausu, þetta er þjóð- arböl sem hefur grafið um sig all- staðar án tillits til búsetu. Erfiðast hefur verið að aðstoða fólk á landsbyggðinni vegna fjárskorts, aðstöðuleysis og starfsmanna- skorts. Frá því um miðjan sl. mán- uð hafa margir sjálfboðaliðar bæst í hópinn. Því er við að bæta að samkvæmt nýrri félagaskrá þá teljast nýir félagar frá 12. mars til 12. apríl vera 156. Þessi mikla fjölgun gefur ákveðna vísbend- ingu um þann vanda sem við er að eiga." Getid þiö aðstoðað allan þann fjölda sem leitar tii sam- takanna? „Það hefur reynst ákaflega erf- itt. Þegar starfsháttum og vinnu- brögðum var breytt í byrjun síð- asta mánaðar komu margir félags- menn til starfa sem sjálfboðaliðar. Aðallega hefur komið fólk sem sinnt hefur sálgæslu og því sem kalla má félagslegu hliðina. Þeir sem einhverja þekkingu hafa á fjármálum og réttarfarsstöðu hafa reynt að leiðbeina fólki á því sviði. um samtakanna og samstarfsað- ila. Vönduð og fagleg vinnubrögð er það sem gildir í þessu starfi, að hjálpa öðrum að hjálpa sér sjálfir í úrlausn hinna margvíslegu vanda- mála. Nú er stöðugt að fjölga þeim trúnaðaraðilum, bæði einstakling- um og stofnunum út um allt land sem vinna beint eða óbeint með samtökunum. Vandamálið er hins vegar að geta sinnt þeim gífurlega fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem leita til samtakanna í dag. Við þurfum lífsnauðsynlega á aðstoð að halda fyrir þetta fólk, tíminn er þess versti óvinur." Er fólk iila farið þegar það leitar tii ykkar? „Sumt af því er í mjög slæmu andlegu ástandi, burt séð frá fjár- málum og réttarstöðu. Það sem er hörmulegast í þessu öllu og átak- anlegast, það er hversu mikið þessi mál bitna óhjákvæmilega á varnarlausum börnum og ungl- ingum. Það þarf einnig að hjálpa þeim og styrkja með öllum tiltæk- um ráðum. Allmörg börn og unglingar hafa beðið varanlegan skaða vegna langvarandi álags og streitu, utan heimilis og innan, þetta vill gjarn- an gleymast. Þetta andfélagslega samfélag okkar er að sá fræjum til frambúðar sem verða að blómum er bera óeðlilega blómaknúbba í líflausum jarðvegi sem hefur verið ranglega eyddur eðlilegum nær- ingarefnum heilbrigðrar fóstur- moldar. En stöðugt er unnið að því að fá til liðs við samtökin fólk sem unnið getur að sálgæslu og að bráðatilfellum. Mesti gleðigjafinn fyrir samtök- in er þegar fólk fær endanlega úr- lausn sinna mála og getur um frjálst höfuð strokið og lifað eðli- legu lífi á ný. Bros og glaðværð fólksins virkar eins og orkugjafi á starfsmenn samtakanna, og er hvatning og örvun til þess að halda starfinu áfram."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.