Alþýðublaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. apríl 1991 3 INNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTIR Í HNOTSKURN FERTUGT GOÐ — BJÖGGI: Björgvin Halldórsson, poppgoðið vinsæla, vaknaði við ferlegan lúðrablástur við heimili sitt vestur á Seltjarnarnesi í gærmorgun. Þar voru mættir ýmsir góðir, Magnús Kjartansson og félagar, Ha'lli og Laddi, og fleiri og fleiri. Kappinn náði þeim góða áfanga að verða fertugur þennan dag. Bjöggi er á fullu gasi í sönglistinni. Hann fer fremstur i flokki í stórsýningu Hót- els íslands, Rokkaðá himnum. Sá söngleikur hefur verið sýndur frá í september 35 sinnum fyrir fullu húsi. IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR - SENN OKKAR EIGN: Árið 1995 verður Idnþróunarsjóður eign Islendinga. Hann varstofnaður 1970af ríkisstjórnum Norðurlandanna í tilefni aðildar okkar að EFTA-friverslunarsamtökum Evr- ópu. Tilgangurinn var að stuðla að uppbyggingu alhliða og samkeppnishæfs atvinnulífs hér á landi, með megin- áherslu á tækni og iðnþróun. Jóhannes Nordal er for- maður Iðnþróunarsjóðs, en með honum í stjórn eru fulltrú- ar norrænna ríkisstjórna. Formaður framkvæmdastjórnar er Valur Valsson, bankastjóri, en Þorvarður Alfonsson er framkvæmdastjóri sjóðsins. EIRÍKUR SMITH í GALLERÍ BORG: Einn af okkar fremstu listamönnum, Eiríkur Smith, opnar á morgun sýningu í Gallerí Borg. Eiríkur er 65 ára og á að baki ara- grúa af sýningum, hér á landi sem erlendis. Verk hans prýða jafnt sali opinberra stofnana, fyrirtækja sem heim- ila. Sýningu Eiríks lýkur 30. apríl næstkomandi. FLOKKAKYNNING í KRINGLUNNI: Nú í kosninga- vikunni verða sérstakar kynningar í Kringlunni á þeim 9 listum sem í framboði eru við Alþingiskosningarnar á Iaug- ardaginn. Komið hefur verið upp aðstöðu til ræðuhalda í verslunarmiðstöðinni. Kynningarnar verða 30 mínútur á hvern flokk. Kynningarnar hófust á mánudaginn og eru tveir flokkar kynntir á dag. Á föstudaginn kl. 18 mun Al- þýðuflokkurinn kynna stefnuskrá sína og frambjóðendur og er það síðasta kynningin að þessu sinni. FLUGLEIÐIR TIL ZÚRICH: Þann 15. júní næstkom- andi munu Flugleiðir taka upp beint flug milli íslands og Sviss. Lent verður á Kloten-flugvelli við Zurich á laugar- dögum og mánudögum til 9. september. Kloten-flugvöllur þykir með þægilegri flugvöllum enda þótt hann sé ekki stór. Þaðan liggja leiðir víða um lönd og almennt auðvelt með framhaldsflug. STÆRSTA BYGGINGAFRAMKVÆMDIN: Fjár- málaráðherra hefur nýtt heimild til að fella niður aðflutn- ingsgjöld vegna flugskýlis Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Flugskýlið er engin smásmíð, það verður 60% stærra en ílugstöð Leifs Eiríkssonar, og er án efa stærsta bygginga- framkvæmd þessa árs. í skýlinu má hýsa allt að 6 Bo- eing-737 þotur samtímis. Með tilkomu slíks skýlis má vænta þess að viðhaldsvinna og viðgerðir á flugvélum Flugleiða flytjist í ríkara mæli til Íslands. Aætlaður kostn- aður við skýlisbygginguna er 800 milljónir til einn milljarð- ur króna. ÍSLENDINGAR LITLIR BJÓRMENN? Samdráttur varð í bjórdrykkju Islendinga fyrstu þrjá mánuði þessa árs, þeir drukku tæplega hundrað þúsund lítrum minna en fyrr. Magnús Ingvason hjá Ölgerðinni Agli Skallagríms- syni tjáir blaðinu að þrátt fyrir þetta hafi fyrstu þrjá mán- uði ársins orðið 25% aukning á sölu Egils-bjórs, mest á Eg- ils Gulli, 55%. Trúlega er það verðlag bjórsins sem er letj- andi þáttur og dregur úr sölu, enda óvíða dýrara öl í boði en hér á landi. Innflytjendur kvarta sáran yfir 72% vernd- artolli, sem kallað er „innri álagning ÁTVR". Telja þeir að hér séu brotin öll lög sem okkur ber að fara eftir gagnvart EFTA-löndunum. NORRÆN FERÐAKAUPSTEFNA: Ferðakaupstefn- an „Nordic Travel Mart‘ verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 22.-25. apríl. Þeir aðilar sem standa að kaupstefn- unni eru ferðamálaráð allra Norðurlandanna, SAS, Finnair og Flugleiðir. Hér er um að ræða stærsta ferðamarkað Norðurlanda sem haldinn er í fyrsta sinn á íslandi. Um 100 sölu- og kynningarbásar verða á kaupstefnunni frá ferða- skrifstofum, hótelum, flugfélögum og fleiri aðilum í ferða- þjónustu. Gert er ráð fyrir að hátt á annað hundrað ferða- heildsalar og aðrir kaupendur ferðaþjónustu á Norður- löndum frá Ameríku, Ástralíu og Asíu komi á Norrænu ferðakaupstefnuna í Reykjavík. 50 ára heiðurs- hjon Jón Sigurðsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, nær þeim góða áfanga í dag að verða fimmtugur. Eiginkona hans, Laufey Þorbjarnardóttir, varð þremur dögum á undan bónda sínum, hún átti fimmtíu ára afmæli á sunnudaginn var. 1 dag milli kl. 5 og 7 munu þau hjón, Jón og Laufey, hafa opið hús í Félagsheim- ili Seltjarnarness fyrir vini, vandamenn og samherja. Alþýðublaðið óskar þeim hjónum til hamingju með afmælin og þakkar góða samvinnu. Vœnlegur útflutningur íslenskt vatn njóta flutningsverndar. Heild- Frakklandi, Þýskalandi og á þeim eru aðeins 800 milljón arsala á vatni i neytendaum- ítaliu er samanlagt um 20 Htrar fluttir inn. búðum í Bandaríkjunum, þúsund milljón lítrar, en af Vel hefur verið staðið að vatnsútflutningi fram að þessu, en Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hyggst leggja fram tillögur um opinbera stefnu varðandi vatnsútflutning. Neyðarhjálp til Kúrda íslenskt hágæðavatn gæti orðið mjög arðvæn- leg útflutningsvara. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hyggst leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur um stefnu stjórnvalda í vatns- útflutningi, en talið er að eftirspurn eftir vatni frá Islandi muni aukast á kom- andi árum. Imynd Islands — hreint loft, úrkoma og ómengaður jarðvegur — skapar vatni frá Islandi sérstöðu. í ítarlegri athugun, sem Kristján Jóhannsson rekstrar- hagfræðingur hefur gert fyrir iðnaðarráðherra, er varað við að vatn verði flutt út með tankskipum, eins og komið hefur til tals. Vatn í tönkum yrði ekki flokkað með há- gæðavatni og stæðist ekki ströngustu kröfur, t.d. innan Evrópubandalagsins. I grein- argerðinni er bent á að tank- flutningur gæti skemmt þá ímynd um há gæði og hrein- leika, sem verðmæti íslenska vatnsins byggist á. Verðmæti vatns sem væri flutt út með tankskipum yrði aðeins brot af verðmæti vatns í drykkjar- vöruumbúðum. Nokkur þekkt merki ráða lögum og lofum á vatnsmark- aðnum í heiminum," en ís- lenska vatnið er talið vera í allra fremstu röð. Nú flytja þrír aðilar út vatn: Mjólkur- samlagið á Akureyri, Sól hf., ogsíðan Vífilfell, Hagkaup og Vatnsveita Reykjavíkur í sam- einingu. I skýrslu iðnaðar- ráðuneytis segir að mjög vel sé staðið að útflutningi. ís- lenska vatnið er hágæðavara en iðnaðarráðuneyti segir að setja verði ströngustu gæða- og heilbrigðiskröfur vegna vatnsátöppunar á íslandi. Grunnfjárfesting átöppun- arverksmiðju er 450—600 milljónir króna, en auk mikils auglýsingakostnaðar gæti virkjun og frágangur borholu kostað 60—70 milljónir króna. Heimsmarkaðurinn er takmarkaður, en heimaaðilar Ákveðið hefur verið að leggja fram 70 milljónir króna sem neyðaraðstoð til kúrdískra flóttamanna. Sérstök framkvæmda- nefnd mun ákveða nánar hjálp til bágstaddra í sam- vinnu viö Rauða kross ís- lands. ,,Ég legg áherslu á að að- stoðin berist sem allra fyrst,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra við Al- þýðublaðið, en hann lagði til á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun að eftirstöövar af peningum sem verja átti vegna Persaflóastríðsins rynnu sem neyðarhjálp til kúrdiskra flóttamanna. Utan- rikisráðherra sagði að „Böð- ullinn frá Bagdad" fremdi þjóðarmorð á Kúrdum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.