Alþýðublaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 2
2 UFRÉTTA SK ÝRING Fimmtudagur 16. maí 1991 Ný stjórn hjá Alþýðusambandi Suðurlands A 11. þingi Alþýðusambands Suðurlands sem haldið var á Sel- fossi 4.-5. maí sl. var kjörin ný stjórn. Formaður var kjörin Han- sína Á. Stefánsdúllir, varafor- maður Eiríkur Runólfsson, gjaldkeri Hafsteinn Stefánsson og meðstjórnendur Dorothy Senior, fíált Jónsson, Gudrún Daníelsdóttir og Gudrún Har- aldsdóttir Margbrotnir tónleikar Skemmtistaðurinn Tveir vinir og annar í fríi hefur á síðustu mán- uðum staðið fyrir margskonar skemmtunum og tónlistaruppá- komum. í kvöld verða haldnir stórtónleikar þar sem fram kem- ur m.a. INFERNO 5 hljómsveitin, sem hefur vakið mikla athygli fyrir líflega sviðsframkomu og margslungna hljómleika. Ýmsir fleiri listamenn heiðra samkom- una með nærveru sinni og hugs- anlega óvæntum uppákomum og má þar m.a. nefna skáldið Sjón. Sænskur kórsöngur Blandaður kór frá Stokkhólmi er væntanlegur í heimsókn hingað til lands um helgina. Kórinn heldur hér þrenna tónleika í Norrœna húsinu laugardaginn 18. maí kl. 18, í Fellaog Hóla- kirkju sunnudaginn 19. maí kl. 17 og síðan í Hveragerdiskirkju mánúdaginn 20. maí kl. 20.30. Þótt höfuðverkefni kórsins sé að syngja við guðsþjónustur hefur hann bæði kirkjutónlist og tón- list við veraldlega texta á efnis- skrá. Stjórnandi kórsins er Inger Nor- debo. Málvísindarit Málvísindastofnun Háskóla ís- lands hefur nýverið gefið út ritið Papers from the Twelfth Scand- inavian Conference of Linguist- ics. Þá hefur stofnunin einnig ný- lega gefið út ritið Beygingartákn íslenskra orda, Nafnord, eftir Helga Haraldsson dósent. í fyrra ritinu eru birtir fyrirlestrar sem fluttir voru á ráðstefnu um mál- vísindi sem stofnunin stóð fyrir fyrr á þessu ári. í seinna ritinu setur höfundur fram kenningar sínar um r.ýjar leiðir til að spara pláss í orðabókum með því að nota ýmis tákn í stað flókinna út- skýringa með orðum. Fræðslunámskeið Ftauða krossins Rauði kross íslands stendur jafn- an fyrir margvislegum fræðslu- námskeiðum fyrir almenning. Fræðslufulltrúi Rauða krossins er Sigrún Arnadóttir. Hún segir að margan lærdóm megi draga af starfi við fólk sem kemur frá öðrum menningarsvæðum. Á síðustu misserum hafa t.d. verið haldin nokkur námskeið fyrir innflytjendur. Þar kom m.a. fram að ýmsir siðir Víetnama hvað reykingar áhrærir eru ólíkir því sem hér gerist. Hjá þeim reykja karlmennirnir en konur alls ekki. Þingið hefur á mörgum sviðum starfað á hefðinni. Nú er hún lögfest í þingsköp, og ýmis ákvæði sem íslendingar tóku í nýlenduarf falla brott. Á myndinni sjást þrír þingmanna okkar á „alþingi götunnar", við Landsbankahornið, þar sem þeir ræða vandamálin. A-mynd: E.ÓI. Alþingi fjallar um breytingar á þingsköpum og stjórnarskrá lögfest Hefðin Meginmál vorþings eru að fjalla nm breytingar á stjórnarskrá og þingsköpum. í kjölfar þess að Alþingi mnn framvegis starfa í einni málstofa breytist vinnutilhögun í þinginu. Búast má við því að fleiri mál verði afgreidd og færri „sofni“ á leið sinni í gegnum tvær mál- stofur hið minnsta — eins og gamla skipanin bauð upp á. Enn heyr- ast þær raddir sem óttast að mál fari á of mikilli hraðferð um þing- sali og illa unnin og ótímabær frnmvörp kunni að verða að lögum. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR I gær mæltu þau Margrét Frí- mannsdóttir og Páll Pétursson fyr- ir frumvörpum sem annars vegar gera ráð fyrir breytingu á stjórn- skipunarlögum og bins vegar á þingsköpum. Forsætisnefnd yfir ■ einni deild. Þingflokkar skilgreindir Framvegis starfar Alþingi í einni málstofu. Efri og neðri deild og sameinað þing heyra því sögunni til, þegar breytingin verður um garð genginn. Stjórn þingsins verður önnur. Aðalforseti fer með æðstu stjórn þingsins. Hann ásamt fjórum varaforsetum mynda for- sætisnefnd þingsins. Hún á að gera starfsáætlun fyrir fram fyrir hvert þing og skipuleggja störf þingsins nánar í samráði við for- menn þingflokka. Aðalforseta er ætlað að bera undir forsætisnefnd- ina málefni stofnana sem heyra undir Alþingi, alþjóðasamstarf sem Alþingi á þátt í og um ráðn- ingar t.d. ríkisendurskoðanda. Þingflokkar eru ekki eftirleiðis hvað sem er. Tveir þingmenn þurfa hið minnsta að vera undir sama merki svo að kallast megi þingflokkur. Framvegis er bundið í þingsköpum að forseti hafi form- legt samband við formenn þing- flokka, en það hefur verið venja að forsetar hafi rætt málin við þingflokksformenn. Umhverfisnefnd ný af nálinni. Nefndum fækkar Fastanefndum þings fækkar úr 23 í 12. Nefndarmenn verða níu í staö sjö áöur. Fjárveitinganefnd fær virðulegra nafn og heitir fjár- Iaganefnd, líklega í samræmi við heilbrigðari starfsemi. Fjárhags- og viðskiptanefnd breytir um for- lið og kallast efnahags- og við- skiptanefnd. Fjárlaganefnd vísar málum til nefnda og aðrar fastanefndir munu t.d. taka að sér viðtöl sem áður hafa verið á hendi fjárveit- inganefndar. Þá geta fastanefndir skilað fjárlaganefnd áliti við fyrstu umræðu. Kveðið er skýrt á um störf í nefndum, hvenær fundur er ályktunarbær og að nefnd geti kallað til sín sérfræðinga. Þá er það þingflokkur en ekki einstakir þingmenn sem ákveður manna- skipti í nefndum. Er það talið nauðsynlegt t.d. þegar þingflokk- ur klofnar eða hættir stuðningi við ríkisstjórn. Ræðumanni svarað strax_________ Nýmæli er, að ræða getur kallað á andsvar strax. Er það gert til að lífga upp á. Nú geta liðið klukku- stundir þar til þingmaður getur komið andsvörum að við ræðum annarra. Orðaskipti í andsvörum mega mest taka 15 mínútur. Ræðutími verður takmarkaður, t.d. verður ótakmarkaður ræðu- tími ráðherra einungis bundinn við þann ráðherra sem flytur mál eða ber ábyrgð á því máli sem er til umfjöllunar. Rafeindabúnaður við atkvæðagreiðslu. Málum vísað oftar í nefndir Skylt verður að vísa máli til nefndar við aðra umræðu hafi málið breyst á annan hátt en nefndin lagði til. Breytingartillög- ur geta nú komið fram á ýmsum tímum, m.a. við 3. umræðu og fresta má umræðu á hvaða stigi sem er. Handauppréttingar verða vænt- anlega úr sögunni. Rafeindakerfi verður tengt við hvern og einn, og greidd verða atkvæði með því að styðja á hnapp. Ekki verður skylt að segja frá hvernig hver einstak- ur ráðstafaði atkvæði sínu. Nánar er kveðið á um ályktunarbæran fund. 33 þingmenn þurfa að vera á fundi, og allir eru taldir taka þátt í atkvæðagreiðslu. Líka þeir sem ekki styðja á atkvæðahnappinn. Áður misstu þingmenn þingfar- arkaup sitt ef þeir greiddu ekki at- kvæði. Um langa hríð hafa þing- menn „setið hjá“ við atkvæða- greiðslu. Nú er það staðfestur skilningur á þátttöku að sitja hjá. Það gera menn framvegis með því að ýta ekki á rafeindahnappinn. Svar við fyrirspurn er ekki skýrsla________________ Skrifleg svör við fyrirspurnum verður að vera hægt að lesa á fimm til tíu mínútum. Annars kall- ast það skýrsla. Ef um skýrslu er að ræða geta þingmenn farið fram á umræðu í þinginu, en ekki við skriflegu svari. Þá er nýmæli að bera má fram munnlega fyrir- spurn til ráðherra án sérstaks fyr- irvara, en sú umræða er takmörk- uð við hálftíma. Alþjóðanefndum verður skylt að gera þinginu grein fyrir störf- um sínum árlega. Þingið getur ályktað um skýrslu með dagskrár- tillögu. Fullt nafn en ekki endilega kjördæmi. Aldnrsforseti hefnr lengstan starfsaldnr Viðvistarskylda verður ekki í fyrirspurnartímum. Ræðumaður þarf ekki að segja úr hvaða kjör- dæmi sá þingmaður er sem nefnd- ur er, en nefna verður hann fullu nafni. Aldursforseti verður sá sem hef- ur lengstan starfsaldur á þingi en ekki endilega sá sem er elstur samkvæmt almanakinu. Ákvæðið um að elsta mann sem aldursfor- seta er úr dönskum lögum, en Danir breyttu þessu ákvæði sjálfir fyrir 38 árum. Framvegis er því útilokað að nýliði geti orðið ,,ald- ursforseti." Annað ákvæði frá Dönum fellur nú brott. Kjörbréfanefnd sem á að fjalla um kjörgengi þingmanna verður kosin á þingsetningar- fundi. Núverandi ákvæði um rann- sókn kjörbréfa á þingsetningar- fundi er frá Dönum komið, en þeir afnámu það 1920. Nú fetum við enn í þeirra fótspor. Skrifarar verða úr sögunni og starfsmenn skrifstoíu Alþingis taka við þeirra störfum. Er það í samræmi við starfshætti þinga í nálægum löndum, eins og fleiri breytingar sem nú eiga sér stað á þingsköpum. Verið er að færa vinnubrögð á elstu löggjafarsam- komu heims til nútímalegri hátta. Stjórnarskrárbreytíngar Á síðasta þingi var frumvarp um stjórnarskrárbreytingar sam- þykkt. Nú kemur það frumvarp aftur fyrir Alþingi, þar sem tvö þing þurfa að samþykkja stjórnar- skrárbreytingar og kosningar að fara fram í milli. í frumvarpinu er helsta breyt- ingin að þingið starfi í einni mál- stofu. Þá er kveðið á um að þing verði kallað saman eigi síðar en tíu vikum eftir almennar kosning- ar og ekki síðar en 45 dögum eftir að þingrof var tilkynnt. Þá halda alþingismenn umboði sínu til kjör- dags, en eins og kunnugt er spratt nokkur umræða um það í vor hvort þingmenn hefðu fullt um- boð, liðu meira en fjögur ár milli kosninga. Þá má nefna að bráða- birgðalög falla sjálfkrafa úr gildi hafi Alþingi ekki loki'ð afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þing kom saman.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.