Alþýðublaðið - 16.05.1991, Side 6

Alþýðublaðið - 16.05.1991, Side 6
6 Fimmtudagur 16. maí 1991 „Þetta mál hef ur ekki komið til umræöu, en mér sýnist full ástæða til að kanna þessar send- ingar Stððvar 2 á efni CNN ef þar er að finna áfengisauglýsingar. Slíkar auglýsingar eru fortaks- Iaust bannaðar í innlendum fjöl- miðlum sem og tóbaksauglýs- ingar,“ sagði Ingimar Sigurðs- son lögfræðingur í heilbrigðis- ráðuneytinu í samtali við AI- þýðublaðið. Norska útvarpsstjórnin ákvað í gær að banna útsendingar CNN sjónvarpsstöðvarinnar um kapal- kerfi í Noregi frá 1. ágúst. Ástæðan er sú að áfengi er auglýst í CNN, en eins og hér á landi eru áfengisaug- lýsingar bannaðar í Noregi. Bannið nær til um 50 þúsund áskrifenda CNN um kapalkerfi í Noregi, en ékki er hægt að amast við þeim sem ná stöðinni um gervihnattadiska. j Út- yarpsyfirvöld höfðu beðið CNN um að sía út vinauglýsingar en því var neitað. Önnur erlend sjónvarpsstöð féllst hins 'vegar á að sía út slfkar auglýsingar að kröfu Norðmanna. I Úngimar Einarsson sagði að ekki væri hægt að banlna móttöku sjón- varpsefnis erlendis frá um gervi- hnattadiska jafnvel þótt þar birtust , áfengisauglýsingar. Öðru máli , gengdi hins vegar þegar innlendur aðili dreifði slíku efni, eins og Stöð 2 í þessu tilviki. Því þyrfti að taka þetta mál upp. Stöð 2 hóf að endurvarpa send- ingum CNN í janúar í þann mund að Persaflóastríðið hófst. Sendingarnar eru enn við lýði og eru á dagskrá þann tíma sem Stöð 2 sendir ekki út sína dagskrá. Auglýsingar birtast í dagskrá CNN til áskrifenda Stöðvar 2 og eru vínauglýsingar þar á með- al.^ Ólafur Haukur Árnason áfengis- varnaráðunautur tjáði blaðinu að kvartanir hefðu borist yfir þessum áfengisauglýsingum. Sigurros Sveinsdóttir Hafnarfirði lótin Sigurrós Sveinsdóttir, fyrr- um formaður Verkakvennafé- lagsins Framtíðarinnar í Hafn- arfirði, lést sl. mánudag á Sól- vangi á 94. aldursári. Sigurrós fluttist barn að aldri til Hafnarfjarðar. Hún átti sæti í fyrstu stjórn Verkakvennafélags- ins Pramtíðarinnar í Hafnarfirði og var formaður félagsins samtals í hátt í fjóra áratugi. Hún var fyrsti formaður Kvenfélags Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði árið 1937. Sigurrós hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Aljíýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna í gegn- um tíðina. Hún sat um árabil í mið- stjórn Alþýðuflokksins og í stjórn Alþýðusambands íslands. Um átta ára skeið var hún varabæjarfull- trúi í Hafnarfirði. Sigurrós verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju nk. miðviku- dag kl. 13.30. Dan Quayle betri en enginn í Hvíta húsinu Djarfur og úrræðagóður — segja nýjustu fréttir Bandarískir repúblikanar standa nú frammi fýrir þeim vanda að hefja leit að nýju for- setaefni fyrir næstu kosningar. Vandamálið er ekki síst maðurinn sem nú situr í stól varaforseta. Vara- forsetinn, Dan Quayle, hefur unnið sér traust og virðingu innan Hvíta hússins. hann er sagður hafa veitt forsetanum mikinn stuðning á með- an stríðið við Irak geisaði. Þá er hann sagður hafa verið úrræðagóð- ur og djarfur á erfiðum augnablik- um. En Quayle nýtur ekki mikils áiits eða trausts hjá almenningi. Honum var mjög úthúðað í forsetakosning- unum vegna þess að hann þjónaði ekki í Víetnam á sínum tíma. Heilsu George Bush hefur hrakað upp á síðkastið og beinist athyglin því meira en áður að varaforsetanum. Sagt er að repúblikanar verði að gæta að því að velja varaforseta sem fólk geti hugsað sér sem forseta, en sú sé ekki raunin með Dan Quayle. Vonast eftir v snjóléttu sumri -segir Magnús Jónsson veöurfrœðingur sem engu vill spá um veður sumarsins, en segir vorrigningar samkvœmt venju. Miklar rigningar á síðustu dögum hafa valdið sumum leið- indum en glatt aðra. Þeir sem sitja sveittir yfir próflestri telja sér jafnan trú um að maí sé sól- ríkasti mánuður ársins og aó varla falli dropi af himni þennan ágæta mánuð. I stuttu spjalli við Aiþýðublaðið sagði Magnús Jónsson veðurfræð- ingur að ekkert væri óvenjulegt við rigningarnar sem verið hefðu síð- ustu mánuðina. Magnús sagði að maímánuðir að undanförnu hefðu að vísu verið nokkuð öðruvísi en maímánuðir á árum áður. Á tímabil- inu frá 1930—1960 hefði maí jafnan verið þurrasti mánuður ársins en mörg undanfarinn ár hefði hann verið nokkuð vætusarnur. Magnús sagðist engu vilja spá um sumarið, sagðist þó vonast til að það yrði a.m.k. snjólétt. Magnús sagði að skilyrðin í hafinu við landið gæfu ekki tilefni til annars en bjartsýni. Hafið væri yfir meðaltali í hita og það mætti túlka á þann veg að líkur á hlýju sumri væru ekki slæmar. Um helgina er gert ráð fyrir svip- uðu veðri og verið hefur síðustu daga. Ríkjandi verða suðvestlægar áttir, sem þýðir úrkomu á Suður- og Vesturlandi, en þurrt norðanlands og austan. Líflegur fundur Reykjavíkur- krata í síðustu viku hélt Alþýðuflokkur- inn í Reykjavík fund í Holiday-Inn þar sem rætt var um stjórnarsam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn. Var fjölmennt á fundinum og umræður mjög líflegar. Skoðanir voru nokkuð skiptar um ágæti þess að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn. Frummælandi á fundinum var Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins og utanrík- isráðherra. A-mynd: GTK.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.