Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 1
MMHBLMD 75.TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR M FOSTUDAGUR 17.MAÍ 1991 BUDWEISER STYRKIR LANDGRÆÐSLU: Banda- ríska fyrirtækið Anheuser-Busch International, sem fram- leiðir m.a. Budweiser-bjór, hefur ákveðið að styrkja ís- lenska landgræðslu næstu fjögur árin. Fyrirtækið hefur þegar afhent Landgræðslu ríkisins tékka að upphæð 30.000 bandaríkjadollarar. Talið er að heildarframlag fyrir- tækisins kunni að nema samtals um 9 milljónum íslenskra króna fram til ársins 1993. Það er algengt víða erlendis að stórfyrirtæki leggi fram verulegar upphæðir til ýmissa mála eins og t.d. náttúruverndar. ASÍ VILL BIÐRÖÐjNA ÁFRAM: ,,ASÍ telur óverjandi að þeir sem eru í hinni svokölluðu biðröð fái ekki af- greiðslu á grundvelli þeirra laga, sem giltu þegar þeir sóttu um lánin, og er þá sérstaklega með forgangshópinn í huga.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ um húsnæðislánakerfið. Þá mótmælir ASÍ hugsanlegum hækkunum á vöxtum á húsnæðislánum. HALLI RIKISSJOÐS 0G HAIR VEXTIR: Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær í utandag- skrárumræðu um vaxta- og kjaramál að vaxtahækkanir væru bein afleiðing af hallarekstri á ríkissjóði en hann væri mörgum milljörðum króna meiri en talið hefði verið. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði að með því að hækka vexti á ríkisvíxlum væri verið að leiðrétta mis- ræmi sem þegar hefði verið orðið þegar ný ríkisstjórn tók við völdum. Hann boðaði einnig hækkun á vöxtum á ríkis- skuldabréfum en vildi ekki segja hversu mikil hún yrði. VÍB KAUPIR HLUT í ÞORMÓÐI RAMMA: verð- bréfasjóður íslandsbanka hefur keypt hlutabréf í Þormóði ramma hf. á Siglufirði að nafnvirði 30 milljónir króna. Sjóðurinn keypti hlutabréfin á 75% hærra verði en bæjar- búum á Siglufirði hafði áður staðið til boða. Heimamönn- um hafði verið boðin forkaupsréttur á hlutabréfum í Þor- móði ramma hf. að upphæð 40 milljónir króna. Þeir nýttu sér hins vegar aðeins forkaupsréttinn sem nam tíu milljón- um króna. Heimamenn fengu bréfin á genginu 1,25 en samkvæmt heimildum Fréttastofu útvarps keypti VÍB bréf- in á genginu 2,15. LEIDARINN i DAG í fyrri hluta leiðara Alþýðublaðsins í dag segir frá ræðu sem formaður VSÍ flutti á aðalfundi sam- bandsins fyrr í vikunni. Þar vísar hann sérstökum kjarabótum til hinna lægst launuðu til úrlausnar hjá ríkisvaldinu og góðgerðarstofnunum. í síðari hluta leiðarans er fjallað um tímabundna minnkun Al- þýðublaðsins í fjórar síður í sumar. ,Bað Akureyri' í fréttaskýringu erfjallað um heilsulindir á Islandi og velt upp þeim möguleika að heilsu- bæir verði skírðir upp á nýtt líkt og í Þýskalandi og bætt verði „Bað" við nafn bæjarins. Erfitt að hífa upp þá lægst launuðu „Fólkið í Sókn talar bara um að fá að lifa," segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar, m.a. í fréttaviðtali við Alþýðublaðið. Skuggasveina- ráðuneytið Guðmundur Einarsson fjall- ar í dag um þann vanda sem Framsóknarflokkurinn er kom- inn í, hann veit varla hvað það er að vera í stjórnarandstöðu. Leysa skuggaráðherrar og - ráðuneyti vandann? Jón Baldvin heldru ræðu sína á Alþingi í gær. — Við eigum ekki að nálgast þetta með glýju í augum. A-mynd: E.ÓI. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra um vœntanlegan EES samning KAUPI HANN EKKI Á HVAÐA VERÐI SEM ER „Það eru eftir einhverjar vikur, þar sem á það verð- ur látið reyna hvort við ná- um landi í þessum samn- ingum,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra um stöðu samn- ingaviðræðna EFTA-ríkja og EB. Utanríkisráðherra vill að fram fari ítarlegt áhættumat á væntanleg- um samningum og að ekki komi til greina að kaupa samning á hvaða verði sem er. „Við eigum ekki að gefa okkur neina niðurstöðu fyrir fram.“ Utanríkisráðherra sagði við umræður á Alþingi í gær að fram undan væri að sann- færa lykilaðila að það væri ekki af þrákelkni eða óbil- girni að Islendingar höfnuðu kröfum Evrópubandalagsins um veiðar í lögsögu íslend- inga. „Heldur styðjist það við rétt og skynsamleg rök um verndun á lífriki sjávar, stöðu nytjastofna og heildarjafn- vægi samningsins sem ís- lendingar vilja halda svona á þessu máli.“ Jón Baldvin ítrekaði að ávinningur fyrir íslenskt efnahagslíf væri ótvíræður. Meginávinningur væri að sjávarútvegur fengi beinan aðgang að 380 miiljóna manna markaði. Auk þess væri eftir miklu að slægjast á öðrum sviðum. Utanríkisráðherra skýrði yfirlýsingu ráðherranna eftir fund í Brussel á mánudag. Hann sagði að það væri al- gjörlega á misskilningi byggt, þegar menn héldu því fram að sameiginlegur dómstóll yrði sem hæstiréttur ofar hæstarétti viðkomandi landa. Ekkert af lögum eða reglum samkvæmt samning- unum hefðu bein réttaráhrif fyrr en þjóðþing hefðu sam- þykkt. Þvi væri ekki um að ræða framsal þjóðþinga við- komandi þjóða. Jón Baldvin sagði nokkur atriði valda enn áhyggjum: Ríkisstjórnin segði skýrt að aðgangur að fiskimiðum kæmi ekki til greina, en það mál væri óútkljáð. Heimild til fjárfestingar til að nýta auð- lindina er óheimil. Um orkulindir væri ekkert sem kæmi i veg fyrir að hafa óbreytt ástand. Eðlilegt væri þó að styrkja ákvæði um þjóðareign, en það hefði ekki verið gert. Um eignarrétt á fasteignum og lendum hefði verið spurt hvort erlendir forstjórar gætu keypt þær hér á landi. Reglur EES segðu að allir hefðu sama rétt. Ef við vildum koma í veg fyrir að erlendir menn gætu keypt hlunninda- jarðir verður að breyta lög- gjöf eða styrkja núverandi löggjöf, sem tæki til allra á svæði EES. Utanrikisráðherra sagði að fyrrverandi land- búnaðarráðherra hefði átt að styrkja forkaupsrétt sveitar- félaga og fleiri ákvæði. Það hefði ekki verið gert, en það væri nauðsynlegt. „Það er ekkert i þessum samningum sem býður heim áróðri um að hér sé allt varnarlaust gagn- vart því að kaupa upp land og lendur," sagði utanríkisráð- herra. Ef menn vildu setja reglur um takmörkun á kaup- um á t.d. ósetnum jörðum, þá væri það á valdi íslendinga að setja slík lög. íslendingar vildu upphaf- lega að norrænar vinnu- markaðsreglur giltu hvað varðar búsetu og atvinnu, en í væntanlegum EES samning- um eru almenn varnagla- ákvæði sem íslenska ríkis- stjórnin getur beitt hvenær sem er. Jón Baldvin sagði að eðli- legt að íslendingar fram- kvæmdu ítarlegt áhættumat. „Við eigum ekki að nálgast þetta með glýju í augunum og við eigum ekki að gefa okkur neina fyrirframniður- stöðu. Vilji okkar til að ná þessum samningum er ekki af því tagi — a.m.k. hvað mig varðar — að ég vilji kaupa hann hvaða verði sem er. Við verðum að skoða það vand- lega hvernig við bindum okk- ar hnúta að því er varðar þau réttindi sem við viljum tryggja í samningnum," sagði utanríkisráðherra við um- ræðurnar á Alþingi í gær. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.