Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. maí 1991 7 íþróttaskrif i aldarfjórðung Ekki er nema hálfur fjórði ára- tugur síðan reglubundnar íþrótta- fréttir fjölmiðla hófust hér á landi og þá með stofnun Samtaka íþróttafréttamanna. Stofnendur voru aðeins fjórir, Atli Steinarsson, Mbl.,Frímann Helgason, Þjóðvilj- anum. Hallur Símonarson, Tíman- um og Sigurður Sigurðsson, Rikis- útvarpinu. Skömmu síðar gengu til liðs við samtökin Örn Eiðsson og Einar Björnsson, Alþýðublað- inu og Jón Birgir Pétursson, Vísi. Á myndinni má sjá alla frum- herjana að Halli Símonarsyni und- anskildum, talið frá vinstri: Jón Birgi Pétursson, Vísi, Einar Björnsson, Alþbl., Frímann heit- inn Helgason, Þjóðviijanum, Sig- urð Sigurðsson, Útvarpinu, Örn Eiðsson, Alþbl. og Atla Steinars- son, Mbl. Myndin var tekin þegar íþrótta- maður ársins var heiðraður, 1962. - ÖE. Afmœliskveðja: ÞÖRÐUR ÞÖRÐARSON verkstjóri Á 90 ára afmæli Þórðar Þórðar- sonar kemur upp í hugann þegar hann tók til máls sem nýkjörinn heiðursfélagi á 60 ára afmæli Al- þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar á liðnum vetri. Það verður lengi í minnum haft. Með snjöllum mál- flutningi og krafti, sem sérhver maður sextíu árum yngri hefði ver- ið fullsæmdur af, lýsti Þórður að- stæðum alþýðufólks í Hafnarfirði þegar Alþýðuflokksfélagið var stofnað tii þess að bæta þess hag. Þórður er þeim málum vel kunn- ur. Hann fluttist til Hafnarfjarðar fyrir rúmum 60 árum frá Stokkseyri og stundaði ýmsa vinnu, auk þess sem hann gegndi miklum fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið, verkalýðshreyfinguna og Alþýðu- flokkinn. íslenskt þjóðfélag okkar tíma er árangurinn af starfi þúsundanna, margra kynslóða. Störf brautryðj- endanna, feðra okkar og mæðra, lögðu grunninn að velferðarsamfé- laginu með baráttunni fyrir almenn- um mannréttindum, almannatrygg- ingum og öðru sem til bóta hefur horft um líf fólksins. Öll þessi mál hafa verið borin upp sem kröfur Al- þýðuflokksins. Þórður er einn þeirra brautryðj- enda sem barðist fyrir framgangi þessara mála. Við þökkum þeim sem komu þessu fram. Við þökkum verkamanninum og verkakonunni sem unnu hörðum höndum, við þökkum sjómanninum sem dró fisk úr sjó við erfiðar aðstæður, við þökkum iðnaðarmanninum sem lagði nótt við dag og bóndanum sem iét tvö strá vaxa þar sem eitt óx áður. Þau lögðu grunninn að Islandi nútímans, að velferðarsamfélagi okkar tíma. Fyrir hönd Aiþýðuflokksmanna í Reykjaneskjördæmi óska ég Þórði Þórðarsyni til hamingju á níræðisaf- mælinu og þakka honum ómetan- leg störf fyrri jafnaðarstefnuna. Jón Sigurðsson, iönaðar- og viöskiptaráðherra. Hafnfirskur heiðursmaður, Þórð- ur Þórðarson, fyrrum verkstjóri og framfærslufuiltrúi, Háukinn 4, Hafn- arfirði, er níræður í dag, föstudag- inn 17. maí. Til hans munu nú margir Hafn- firðingar hugsa á þessum merkis- degi með hlýhug og þakklæti fyrir hin margháttuðu störf, sem hann . hefur leyst af hendi í þágu bæjarbúa og Hafnarfjarðar á liðnum árum. Því svo sannarlega má segja að hann hafi víða komið við í störfum fyrir bæjarfélagið þau 60 ár sem hann hefur búið í bænum. En Þórð- ur er einkar félagslyndur maður, raungóður, drenglyndur og velvilj- aður. Hann er afburða hjálpsamur, ávallt verið reiðubúinn til að styðja þá sem til hans hafa leitað, einkum þá sem minni máttar hafa verið og höllum fæti hafa staðið í lífinu. Á hann hafa þannig hlaðist margvís- leg trúnaðarstörf. Hann sá að frelsið, sem það bjó við birtist í því einu, að það mátti strita, fékk skortinn að launum, en hafði ekkert öryggi og litla hlutdeild í því, hvernig sveitarfélagi eða þjóðfélagi var stýrt. Flestir þeir sem komnir eru á efri ár, kannast við ofangreinda lýsingu og við aðbúnað verkafólks á fyrstu árum verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins. Á þessum merku tímamótum í lífi Þórðar vil ég og margir aðrir þakka honum og öðrum sem stóðu í hetju- baráttu fyrir verkafólk áður fyrr. Árangurs þeirrar baráttu njóta Hafnfirðingar og raunar íslendingar allir í ríkum mæli á svo fjölmörgum sviðum nú í dag. En Þórður kom víðar við í félags- starfi, enda var hann áhugamaður um öll framfaramál bæjarfélags síns og ávallt reiðubúinn til að leggja hönd að verki við að hrinda þeim í framkvæmd. Til hans er því oft leit- að til þess að gegna forystustörfum, þegar um er að ræða málefni sem til heilla mátti horfa fyrir bæjarfélagið. Er hverju máli vel borgið í höndum Þórðar. Fjölmörg trúnaðarstörf, sem hann hefur verið kvaddur til að gegna, bera þess vott að Þórður nýt- ur mikils trausts og vinsælda. Hann var varaformaður Kaupfé- lags Hafnfirðinga, er formaður Dýraverndunarfélags Hafnarfjarð- ar, var í stjórn Byggingarfélags al- þýðu, formaður Verkstjórafélags Hafnarfjarðar, varaforseti Verk- stjórasambands íslands, í stjórn Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar. Hann hefur og tekið virkan þátt í kirkjustörfum í Hafnarfirði og einn- ig þar verið kvaddur til forystu- starfa. Verið í stjórn kirkjugarðanna og meðhjáipari. Þórður er glaöur og hress í bragði, æðrulaus og skemmtilegur, en öfga- laus og kann ekki vel neinu ábyrgð- arleysi í opinberum málum. Þórður kvæntist Arnþrúði Gríms- dóttur, frá Ný-Borg á Stokkseyri, mikilli myndarkonu, sem nú er lát- in. Arnþrúður var stoð og stytta manns síns í öllu hans starfi. Þau eignuöust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. 011 eru börnin nýtir og dugandi borgarar í Hafnarfirði. Samstarfsmenn og vinir allir senda afmælisbarninu bestu heilla- óskir á þessum merkisdegi. Ég þakka Þórði mikið og gott samstarf á liðnum árum og fyrir óeigingjörn störf í þágu bæjarfélags- ins. Ég árna honum og fjölskyldu hans heilla á þessum tímamótum í lífi hans. Þórður Þórðarson tekur á móti gestum á afmælisdeginum í veit- ingahúsinu Skútunni, milli kl. 4 og 7.' Stefán Gunnlaugsson. Hann skipaði sér ungur í raðir AI- þýðuflokksins og gerðist einn af traustustu og ötulustu liðsmönnum flokksins í Hafnarfirði og var þar og í verkalýðshreyfingunni í fylkingar- brjósti. Hann var formaður Alþýðu- flokksfélags Hafnarfjarðar um ára- bil, fulltrúi á fjölmörgum Alþýðu- flokksþingum, gegndi mörgum trúnaðar- og nefndarstörfum fyrir flokkinn, sat um skeið í bæjarstjórn og kjörinn af henni í margs konar trúnaðarstörf, svo sem til að vera formaður húsnæðisnefndar, í fram- færslunefnd og hafnarnefnd. Hann var yfirmaður áhaldahúss Hafnar- fjarðarbæjar um skeið, en áður hafði hann verið yfirverkstjóri bæj- arvinnunnar. Þá var hann í nokkur ár framfærslu- og húsnæðismála- fulltrúi. Þórður var félagi í Verkamannafé- laginu Hlíf og forystumaður þar og formaður árin 1935, 1936 og 1938. Kynni hans af kjörurn verkafólks hér á landi á hans yngri árum munu hafa leitt hann til starfa í verkalýðs- hreyfingunni og til liðs við Alþýðu- flokkinn. Hann sá örbirgð, fátækt og réttleysi það, sem var hlutskipti hins vinnandi manns á þeim árum. Hann sá að sumt af þessu fólki varð að sætta sig við að klæðast tötrum, búa í hreysum og lifa við sult og seyru. Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigurrós Sveinsdóttir fyrrum formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði sem lést á Sólvangi 13. maí, verður jarösungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 13.30. Sveinn Magnússon Kristín Magnúsdóttir Erna Friöa Berg tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.