Alþýðublaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 17. maí 1991
Aldís Brynjólfsdóttir Schram
Framhald af bls. 5
sem fómaði meðfæddum hæfileik-
um og auðsóttum frama fyrir aðra,
svo að þeir fengju að njóta sín? Var
hún ekki konan, sem varð að hverfa
frá menntaskólanámi vegna þess að
efnahagur foreldranna leyfði ekki
slíkan munað?
Satt að segja hefur það aldrei
hvarflað að mér að þessi viljasterka
kona hefði látið svo lítilfjörlcgt mál
sem peningaleysi aftra sér frá því að
stunda nám, sem hugur hennar stóð
til, ef það hefði verið henni brenn-
andi metnaðarmál. Ég held henni
haft sjálfri fundist tími til kominn
að innritast í lífsins skóla. Slík kona
sem hún var skynjaði að fleira gat
verið eftirsóknarvert í lífinu en sá
fróðleikur, sem numinn verður af
skólabókum.
Og það er ekki eins og hún haft
lagt nám á hilluna þegar hún byrjaði
ung í lífsins skóla. Lengi bjó hún að
þeim metnaði bræðra sinna að hafa
sótt besta bama- og unglingaskóla
landsins að Landakoti. Og hún var
að læra allt sitt líf. Hún talaði
dönsku eins og innfædd. Hún var
jafnvíg á ensku og þýsku, las
frönsku með Bryndísi til stúd-
entsprófs og hélt því áfram síðar,
sjálfri sér til ánægju. Ellert sonur
hennar segir réttilega að hún hafi
tekið landspróf fjórtán sinnum, því
að hún Ias undir það próf með helm-
ingnum af bömum sínum og bama-
bömum.
Málanám lá létt fyrir henni. Samt
lá gáfnafar hennar fyrst og fremst á
öðm sviði. Hún var náttúrlegur
stærðfræðingur, hafði yndi af alge-
bm og tók upp á því á sjötugsaldri
að fara í gegnum stíft stærðfræði-
nám í menntaskóla. Hún hafði yndi
af því að leysa þrautir þar sem form-
festa og rökvísi stærðfræðinnar kom
henni að góðu haldi. Hún var af-
bragðs briddsspilari. Og spilaði af
slíkri keppnishörku og metnaði, að
harðjaxlar og atvinnumenn máttu
hafa sig alla við, til þess að halda
sínum hlut fyrir henni.
Stundum spurði ég hana hvort
hún, eftir á að hyggja, hefði notið
sín betur í lífinu, að eigin mati, ef
hún hefði lagt fyrir sig stærðfræði-
kennslu, gerst verkfræðingur eða
farið að stjóma verðbréfafyrirtæki,
svo ég nefni nokkur dæmi um hluti,
þar sem allt hefði leikið í höndunum
á henni. Hún brosti brosi hinnar lífs-
reyndu konu og sagði: Aldrei, ef ég
hefði orðið að velja á milli þess og
móðurhlutverksins; orðið að taka
starfsframa fram yfir kvenleikann,
til þess eins að geta keppt við karl-
manninn í hans eigin veröld. Við
ráðum þessu hvort eð er öllu, bak
við tjöldin, við konur.
Það var ekki til í henni vottur af
biturð eða vanmetakennd, enda
ekkert í hennar lífi, sem gaf tilefni
til þess. Oft virti ég hana fyrir mér í
gestgjafahlutverki, þegar erlenda
gesti bar að garði. Iþróttafrömuði,
kaupsýslumenn, stjómmálamenn
og listamenn. Hún átti orðastað við
hvem og einn á hans eigin móð-
urmáli og heillaði alla með fegurð
sinni, fasmikilli framgöngu og
persónutöfrum. Hvers ætti hún svo
sem að sakna af ónýttum tækifær-
um, sem lífið býður upp á? „Je ne
regrette rien...“ syngur Edit Piaff.
Ég sá tengdamóður mína í anda taka
undir með Edit með kankvísu brosi.
Aldís Brynjólfsdóttir fór að dæmi
formóður sinnar, Auðar djúpúðgu,
og reisti skála sinn við þjóðbraut
kvenna. Hennar hús stóð okkur öll-
um opið að nóttu sem degi, hvort
heldur var í sorg eða gleði. Þar kom
stórfjölskyldan saman til mann-
fagnaðar og naut gestrisni hinnar
örlátu húsfreyju. Þar sviguðu borð
undir krásum. Þar var oft glatt á
hjalla þegar lífsgleðinni var gefinn
laus taumurinn. Þrjár kynslóðir
stórfjölskyldunnar stigu þar sín
fyrstu spor og lærðu við hennar
veisluborð að meta og njóta h'fsins
lystisemda.
Þar komu saman hraustir menn
og fagrar konur, enda þvflíkur
kvenblómi ekki samankominn í
einni fjölskyldu annars staðar á
byggðu bóli.
Nú er þessari veislu lokið. Þá er
ekki annað eftir en að þakka fyrir
sig um leið og við fylgjum okkar
örláta gestgjafa til hinstu hvfldar.
Og þó. Við eigum öll eftir að koma
saman til seinustu kvöldmáltíðar-
innar, þar sem gestgjafinn verður í
heiðurssæti, þó fjarverandi sé, með-
an við flytjum henni þakkaróðinn,
fyrir allt sem hún gaf okkur af rausn
sinni og ríkidæmi.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Útboð
Hálfdan 1991
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 3,3,
km kafla á Bíldudalsvegi um Bíldudal.
Helstu magntölur:
Bergskering 12.000 m3, fyllingar 39.000 m3 og burð-
arlag 14.000 m3.
Verki skal lokið 1. nóvember 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 21.
þ.m.
Skila skal tilboum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 3. júní 1991.
Vegamálastjóri.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Siðumúla 39 — 108 Reykjavík — Sími 678500
Forstöðumaður
Staða forstöðumanns við lítið heimili fyrir unglinga
er laust til umsóknar. Starf forstöðumanns felst
m.a. í umsjón með daglegum rekstri heimilisins
ásamt ábyrgð á faglegum störfum þess.
Forstöðumaður gegnir vaktavinnu. Reynsla og
menntun sem félagsráðgjafi eða hliðstæð menntun
á sviði sálar- eða uppeldisfræði áskilin. Starfið er
laust 1. júlí nk.
Umsóknarfrestur er til 28. maí nk.
Skrifstofa Alþýðuflokksins
er lokuð e.h. í dag vegna jarðarfarar Aldísar Brynj-
ólfsdóttur.
Skrifstofa Alþýðuflokksins.
Setbergsskóli
húsvörður
Laus er til umsóknar staða húsvarðar við Setbergs-
skóla í Hafnarfirði. Nauðsynlegt er að viðkomandi
hafi nokkra þekkingu á viðhaldi húsa og geti annast
minni háttar viðhald sjálfur.
Ráðningartími er frá og með 1. ágúst 1991.
Um kaup og kjör fer eftir kjarasamningi milli Hafnar-
fjarðarkaupstaðar og starfsmannafélags Hafnar-
fjarðar.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri Setbergsskóla
í síma 651011 og skólaskrifstofa Hafnarfjarðar í
síma 53444.
Umsóiknum skal skilað á skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðar, Strandgötu 4, eigi síðar en 28. maí nk.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
VÉLSKÓLI
^v> ÍSLANDS
Innritun á haustönn 1991
Upplýsingar gefur forstöðumaður Anna Jóhanns-
dóttir í síma 681836 og forstöðumaður unglinga-
deildar Snjólaug Stefánsdóttir í síma 625500.
Þroskaþjálfi — meðferðarfulltrúi
Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, ósk-
ar eftir að ráða þroskaþjálfa eða meðferðarfulltrúa.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi
með fötluðum börnum.
Vegna kynsamsetningar barnanna óskum við eftir
karlmanni í þetta starf. Um er að ræða 70% kvöld-
og helgarvinnu.
Einnig óskum við eftir að ráða þroskaþjálfa eða
meðferðarfulltrúa í 50% starf.
Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
681311 og 21682. Umsóknarfresturertil 28. maí nk.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
Innritun nýrra nemenda á haustönn 1991 er hafin.
Umsóknir, ásamt gögnum um fyrra nám, verða að
hafa borist skrifstofu skólans fyrir 5. júní nk., póst-
hólf 5134, 125 Reykjavík. Kennsla fer fram eftir
áfangakerfi.
Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra skóla,
fá nám sitt metið að svo miklu leyti, sem það fellur
að námi í Vélskóla íslands.
Inntökuskilyrði:
Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi eða sé 18
ára.
Vélavörður
Sérstök athygli er vakin á námi vélavarða er tekur
eina námsönn og veitir vélavarðaréttindi sam-
kvæmt íslenskum lögum.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á
skrifstofu skólans í Sjómannaskólahúsinu kl.
8.00—16.00 alla virka daga. Sími 19755.
Skólameistari.
Dýralæknar
Staða héraðsdýralæknis í Hofsósumdæmi er laus
til umsóknar, tímabundið í eitt ár, frá 1. september
1991 til 31. ágúst 1992. Laun samkvæmt launakerfi
starfsmanna ríkisins.
Umsóknir sendist fyrir 10. júní nk. til landúnaðar-
ráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík.
Landbúnaðarráðuneytið, 14. maí 1991..
RAUTT
UÓS
RAUTT
UÓSf
yUMFERÐAR
RÁÐ