Alþýðublaðið - 09.07.1991, Page 2
2
Þriðjudaqur 9. júlf 1991
HmilBÍÍBÍ!)
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi)
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn: 625538
Dreifing: 625539
Tæknideild: 620055
Fax: 627019
N eytendaf rædsla
brýnt viöfangsefni
Neytendamál og neytendaréttur hvers konar verður sífellt meira
áberandi í umræðum manna á milli. Neytendamál eru víða orðin að sér-
stöku námsefni í skólum og fólk er að verða meðvitaðra um að neyt-
endafræðsla gerir einstaklinginn færari um að takast á við hið marg-
slungna neyslusamfélag.
Ekki síst vegna hinnar hröðu þróunar sem átt hefur sér stað í þjóðfé-
laginu á síðustu árum, m.a. með breyttum lifnaðarháttum, aukinni fjöl-
miðlun og markvissum auglýsingaáróðri, er nauðsynlegt að efla neyt-
endafræðslu.
Efling neytendafræðslu getur orðið þýðingarmikið skref í þá átt að
tengja skólana betur við þjóðfélagið og daglegt líf nemenda. Varlega
áætlað er talið að bein neysla íslenskra unglinga sé á biiinu 5—10 millj-
arðar króna á ári.
í niðurstöðum nefndar, sem kannað hefur stöðu þessara mála hér á
landi, er m.a. bent á að kennarar og skólastjórnendur eru almennt já-
kvæðir gagnvart því að auka vægi neytendafræðslunnar. Þá er það mat
nef ndarinnar að ekki þurfi að koma til formleg breyting á aðalnámsskrá
grunnskólans til að koma slíkri fræðslu inn í skólastarfið.
Það mun vera álit flestra sem til þessara mála þekkja að gera beri
neytendafræðslu að hluta hverrar námsgreinar í stað sjálfstæðrar
kennslugreinar.
Neytendamál og umhverfisvernd eru í eðli sínu náskyldir hlutir. Þess-
ir málaflokkar krefjast sífelldrar endurskoðunar og nýrra rannsókna.
Þetta eru málaflokkar sem hafa víðtæk áhrif á allt daglegt líf fólks og
þetta eru mál framtíðarinnar. Afskiptaleysi og áhugaleysi hafa einkennt
nokkuð umfjöllun um þessi mál. Á því er vonandi að verða bót. í þess-
um málaflokkum verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau horfi
fram á veginn, en ekki sé einungis gripið til skyndiráðstafana til að
bjarga sér út úr bráðavanda.
Neytendamál og EES
Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir í viðtali við Neyt-
endablaðið að náist samningar um evrópskt efnahagssvæði geti það
orðið íslenskum neytendum til verulegra hagsbóta. Þá fullyrðir ráð-
herrann jafnframt að aðlögun okkar að Evrópu muni leiða til lægra
vöruverðs hér á landi án þess að nokkuð verði slakað á kröfum um holl-
ustu og öryggi. Og síðast og ekki síst er það álit ráðherrans að samning-
urinn, verði hann að veruleika, muni þrýsta mjög á yfirvöld um að gefa
neytendamálum meiri gaum en áður.
Neytendamál hafa ekki verið fyrirferðarmikil í umræðum á Alþingi
á liðnum árum. Viðskiptaráðherra segist hafa nokkur slík mál í undir-
búningi um þessar mundir og búast megi við að neytendamál margs-
konar verði áberandi á næstu misserum.
Hversu vel sem stjórnvöld kunna að standa að þessum málum er
ábyrgð hvers og eins mikilvæg. Því ber að fagna öflugu starfi Neytenda-
samtakanna og annarra sem láta sig þessi mál varða. En aðeins með
vakandi áhuga og árvekni almennings getum við vænst þess að ná ár-
angri í neytendavernd og neytendarétti almennt. Og til að gera almenn-
ingi fært að fylgjast með þróun þessara mála þarf að sinna stöðugu upp-
lýsingastarfi.
— BEH
Lokað vegna jarðarfarar
Afgreiösla, skrifstofur og ritstjórnir Alþýðublaðsins
og Pressunnar verða lokaðar kl. 10—13 í dag vegna
útfarar Þóru Sveinsdóttur.
Blað hf.
Skrifstofa Alþýðuflokksins
verðurlokuðfrá kl. 10—13 í dag, þriðjudaginn 9. júlí,
vegna jarðarfarar Þóru Sveinsdóttur.
Skrifstofa Alþýðuflokksins.
MINNING
Þóra SveinsdóÉtir
I ædd 20. apríl 1052 - Látin 2. jálí 1001
Þóra Sveinsdóttir, samstarfsmað-
ur okkar á Blaði hf. til margra ára, er
látin, aðeins 39 ára að aldri. Hún
hafði barist hetjulegri baráttu við ill-
vígan sjúkdóm um margra ára skeið.
Til þeirrar baráttu gekk hún með
bjartsýni sína og von að vopni.
Margar og erfiðar læknisaðgerðir á
síðustu árum fengu ekki bugað eðl-
islæga létta lund Þóru og einstakt
jafnaðargeð, né heldur þann mikla
dugnað og kraft sem hún alla tíð bjó
yfir. Hún barðist eins og hetja þar til
yfir lauk aðfaranótt 2. júlí síðastlið-
ins.
Þóra var fædd á Akureyri 20. apríl
1952, dóttir hjónanna Guðrúnar
Árnadóttur og Sveins Ólafssonar.
Hún ólst upp hjá móðurömmu sinni
og afa að Þverá í Eyjafirði, þeim
Þóru Jónsdóttur og Árna Jóhannes-
syni, sem þar bjuggu.
Ung að árum kynntust þau Þóra
og Hákon Hákonarson, nú fram-
kvæmdastjóri Blaðs hf. Hófu þau
búskap í Kópavogi 1979 og giftust
1982. Þóra átti fyrir dóttur, Guðrúnu
Erlu Brynjólfsdóttur, sem nú er 21
árs að aldri, en hún á dótturina
Þóru, 3 ára eftirlæti ömmu sinnar.
Saman áttu þau Hákon einn son, Ól-
af Hauk, sem nú er 11 ára gamall.
Stjúpbörn Þóru, börn Hákonar, eru
þau Gunnar 18 ára, sem verið hefur
á heimili þeirra Þóru og Hákonar frá
8 ára aldri, Helga 19 ára, Hákon 13
ára og Hulda 11 ára og voru þau að
sjálfsögðu hinir mestu aufúsugestir
á myndarlegu heimili þeirra Þóru
og Hákonar, sem þau höfðu reist sér
af miklum dugnaði að Funafold 59 í
Grafarvogi.
Barnahópurinn sem oft á tíðum
fyllti heimili þeirra var því stór og
getur nærri að þar var oft og einatt
glatt á hjalla. Reyndist Þóra þeim
öllum hin besta móðir og sameinaði
hópinn í skemmtilegum leik og
starfi.
Þóra starfaði í hlutastarfi við inn-
heimtustörf og dreifingu á Helgar-
póstinum 1984, og síðar á Press-
unni. Þessi störf vann hún af mikilli
alúð og dugnaði. Hafði hún umsjón
með þremur borgarhverfum, Mið-
bænum, Vesturbænum og Breið-
holti. Myndaðist hið ágætasta sam-
band milli hennar og viðskiptavin-
anna, enda var auðvelt að efna til
vináttu við Þóru, svo ljúf kona sem
hún var.
Þóra starfaði allt fram á þetta ár
hjá Blaði hf. af sama áhuga og dugn-
aði. Samstarfsfólkið saknar Þóru.
Hún var einstök í allri viðkynningu,
hæglát en hafði þægilega nærveru.
Um árabil var okkur kunnugt um
sjúkdóm hennar, en við höfðum
von, alveg eins og hún og hennar
nánustu. Nú er sú von úti.
Við kveðjum Þóru og þökkum
henni margar ánægjustundir í starfi
og leik. Hákoni, börnunum öllum,
litlu dótturdótturinni, og aðstand-
endum öllum, sendum við hugheil-
ar samúðarkveðjur. Söknuður
þeirra er djúpur og sár. Eftir lifir
minningin um heilsteypta og eftir-
minnilega konu.
Samstarfsfólk hjá Blaði hf.
Meðan við lifum verðum við
stundum fyrir því láni að kynnast
fólki sem við getum lært af; mann-
eskjum sem gera lífið þolanlegra og
betra.
Þóra Sveinsdóttir var slík mann-
eskja.
Hún kaus ávallt að horfa á þær
lausnir sem gáfust hverju sinni,
mætti þrengingum með yfirvegun
og var einatt áhugasöm um velferð
annarra. Hún var í senn jákvæð og
fórnfús. Það er einmitt fólk með
þessa eiginleika sem skilur eftir sig
staerstu skörðin, sárustu eftirsjána.
Ég var svo lánsamur að kynnast
þeim hjónum Hákoni Hákonarsyni
og Þóru Sveinsdóttur fyrir hartnær
áratug. Bæði urðu þau vinir og sam-
starfsmenn. Þóra innti störf sín af
hendi með samviskusemi og prúð-
mennsku í stormasömum erli blaða-
útgáfunnar, fyrst við Helgarpóstinn
og síðar við Álþýðublaðið og Press-
una. Hún sá um innheimtu og tengsl
við söluaðila og með fágaðri og
íhugulli framkomu var hún mikil-
væg lífæð milli blaðanna og lesenda
þeirra.
Það er ekki tekið út með sældinni
að vera framkvæmdastjóri peninga-
snauðra og stundum umdeildra
blaða; þá reynir oft og iðulega á þol
og útsjónarsemi stjórnandans. Ég
dáðist ósjaldan að því, hve vel og
dyggilega Þóra stóð við hlið eigin-
mannsins þegar öll sund virtust lok-
uð. Því hraðari og miskunnarlausari
sem atburðarásin varð, þeim mun
rólegri og yfirvegaðri varð Þóra.
Hún tók öllum erfiðleikum með
jafnaðargeði og vissu; lausnin var
handan við hornið.
Hún tók veikindum sínum með
sama æðruleysinu og þolgæðinu.
Árum saman barðist hún óhrædd
og óbuguð við vágestinn sem hægt
og sígandi náði undirtökunum í
hinni ójöfnu lífsglímu.
Þóra missti aldrei móðinn, hana
brast aldrei kjark og hún glataði
ekki eitt andartak áttum; brosti og
heilsaði hlýlega og viðhélt sínu já-
kvæða yfirbragði. Hún tók því sem
að höndum bar með fullri ró og still-
ingu.
Slíkar manneskjur sigra í raun
dauðann og gera hann ásættanlegri
fyrir okkur hin sem eftir lifum.
Við Jóhanna vottum Hákoni,
börnunum og öðrum aðstandend-
um Þóru Sveinsdóttur okkar dýpstu
hluttekningu.
Ingólfur Margeirsson
Fallegt bros, hlýjar kveðjur, já-
kvætt viðhorf er það fyrsta sem
okkur dettur í hug þegar við hugs-
um um Þóru. Ef einhver þurfti á
hjálp að halda var hún alltaf á und-
an að bjóða fram aðstoð, alltaf var
svarið; „ekkert mál, alveg sjálfsagt".
Lífsviðhorf hennar og hluttekning í
gleði og sorg annarra var okkur sem
henni kynntumst mikils virði.
Við kynntumst Þóru mjög náið er
við bjuggum saman fjölskyldurnar
„undir sama þaki“ í 16 mánuði,
byggðum svo saman og vorum ná-
grannar í 5 ár. Allan þennan tíma og
2 árum betur háði hún hetjulega
baráttu við krabbamein, meinið
sem hafði betur að lokum. Æðru-
leysið sem þessi hæga og rólega
kona hafði til að bera var einstakt
og til hinstu stundar var það velferð
fjölskyldunnar sem hún bar fyrir
brjósti. Það var lærdómsríkt að
fylgjast með hvað þau Þóra og Há-
kon lögðu mikla rækt við fjölskyldu-
lífið og bjuggu börnum sínum gott
heimili.
Það er erfitt að kveðja góðan vin
en við erum þakklát fyrir að hafa
kynnst Þóru og eiga um hana fal-
lega minningu.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blaö skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fœr aldregi
eitífd aö skiliö.
(Jónas Hallgrímsson: Ferdalok)
Þetta erindi úr fallegasta ástar-
ljóði sem ort hefur verið á íslenska
tungu finnst okkur eiga við þegar
við hugsum um fjölskylduna Funa-
fold 59.
Elsku Hákon og börn megi góður
guð styrkja ykkur og blessa á þess-
ari erfiðu stundu.
Fjölskyldan Funafold 67.
Hví fölnar jurtin fríöa
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barniö blíöa
svo brátt hin dimma nótt?
Hví veröur von og yndi
svo varpaö niöu 'r í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin bezta lífsins gjöf?
(Björn Halldórsson frá Laufási)
Vœna konu, hver hlýtur hana?
hún er miklu meira viröi en perlur.
Hjarta manns hennar treystir henni,
og ekki vantar aö honum fénist.
Hún gjörir honum gott og ekkert illt
alla œfidaga sina.
Hún sér um ull og hör
og vinnur fúslega meö höndum
sínum.
Hún er eins og kaupförin,
sœkir björgina langt aö.
Hún fer á fœtur fyrir dag,
skammtar heimilisfólki stnu
og segir þernum sínum fyrir verkum.
Hún hefir augastaö á akri og kaupir
hann,
af ávexti handa sinna plantar hún
víngarö.
Hún gyröir lendar sínar krafti
og tekur sterklega til armleggjunum.
Hún finnur, aö atvinna hennar er
arösöm;
á lampa hennar slokknar eigi um
nœtur.
Hún réttir út hendurnar eftir rokknum,
og fingur hennar grípa snœlduna.
Hún breiöir út lófann móti hinum
bágstadda
og réttir út hendurnar móti hinum
snauöa.
Hún er ekki hrœdd um heimilisfólk
sitt, þótt snjói
þvi aö allt heimilisfólk hennar er
klœtt skarlati.
Hún býr sér til ábreiöur;
klœönaöur hennar er úr baömull og
purpura.
Maöur hennar er mikils metinn
í borgarhliöunum
þá er hann situr meö öldungum
landsins.
Hún býr til skyrtur og selur þœr,
og kaupmanninum fœr hún belti.
Kraftur og tign er klœönaöur hennar,
og hún hlær aö komandi degi.
Hún opnar munninn meö speki,
og ástúöleg frœösla er á tungu
hennar
Hún vakir yfir því, sem fram fer á
heimili hennar,
og elur ekki letinnar brauö.
Synir hennar ganga fram og segja
hana sœla,
maöur hennar gengur fram og
hrósar ‘wnni:
„Margar konur hafa sýnt dugnaö,
sen þú tekur þeim öllum fram!"
Yndisþokkinn er svikull og fríöleikinn
hverfull,
en sú kona, sem óttast Drottin, á
hrós skiliö
Gefiö henni af ávexti handa hennar,
og verk hennar skulu lofa hana í
borgarhliöunum.
Oröski'. 31/10-31.
Hvíli elsku Þóra í friði og hafi hún
þökk fyrir allt og allt. Eiginmanni,
börnum og öðrum aðstandendum
sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur.
Haraldur og Anna Gígja