Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 2
2 Þriðjudaqur 24. desember 1991 MíYÐUBUÐIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Siguröur Jónsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturvai sf. Prentun: Oddi hf. Símar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 - Dreifing: 625539 - Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Timi jólanna Aðfangadagur jóla er í dag. Boðskapur jólanna um frið á jörðu og hátíð í bæ hljómar enn eitt árið um heimsbyggð- ina. Tími jólanna er tífni ljóssins, tími samveru, fyrir- gefningar og umburðarlyndis. En jólin eru einnig margt annað; þau eru einnig tími Qölskyldunnar, stund hlýju og umhyggju og tíð vetrarsólstöðu þegar daginn fer aftur að lengja og myrkrinu léttir. Þess vegna eru jólin tíð gleði og tími tilhlökkunnar. Jólin eru þar af leiðandi þungbær fyrir þá, sem af einhverj- um ástæðum eiga þess EKKI kost að njóta samverunnar, hlýjunnar eða umhyggjunnar. Andstæðumar verða enn skarpari við jól. Þess vegna leitar hugurinn til allra hinna þjáðu og sjúku sem ekki eiga tök að njóta gleði jólanna eins og við hin. Eins allir þeir sem ekki geta verið heima hjá fjölskyldum sínum um jólin af ýmsum ástæðum; einnig þeir em sviptir hinu hefðbundnu jólahaldi. Jólin hafa oft verið gagnrýnd hin síðari ár og talin markaðstími verslunarinnar. Jólin em stundum sögð hagnýtt í þágu peningahyggju; friðurinn sé úti en þess í stað sé jólatíminn stund streitunnar, tími fjáreyðslu og sóunar, firringar og yfirborðsmennsku. Eflaust er eitthvað til í þessari umvöndun. Hitt ber þó að hafa í huga, að samfélagið hefur breyst. Meirihluti íslendinga býr í þéttbýli þar sem hraðinn er mikill, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Tími gjafanna kallar beinlínis á aukin umsvif í verslun. Tími hins hraða þjóðfélags kallar á enn meiri hraða við álag undirbún- ingsins sem öllum jólum fylgir. Utivinnandi makar hafa enn minni tíma til jólaundir- búnings. Sökin er ekki jólanna, ástæðumar liggja miklu fremur í þjóðfélaginu sjálfu. Nútímajól eru aðeins spegil- mynd af nútímasamfélagi. Nleginmálið er í rauninni ekki, hvort maðurinn sem slíkur heldur jól í afskekktum dalakofa eða í raflýstum nútímahí- býium. Hin sönnu jól eru alltaf í hjörtum mannanna, ekki í ytri aðstæðum. Nútímamaðurinn hefur síður en svo verið firrtur hæfí- leikanum að gleðjast yfir hátíð ljóssins, að finna frið í sál- unni, að nema innileikann í samveru fjölskyldu, vina og ættingja. Nútímamaðurinn getur, þrátt fyrir hraða samfélagsins gefið sér þann tfma sem jólin þurfa. Tíminn er, þegar allt kemur til alls, aðeins spurning um forgangsröð verkefna. Fæðingadagur frelsarans er í dag. Kristnir menn fagna minningu Jesú. Heiðnir menn héldu sömu daga í heiðri til dýrðar ljósinu. Þótt skilin séu mikil milli eingyðistrúar kristninnar og fjölgyðistrúar ásatrúarinnar, heldur hugsunin þó furðulega lík: Óður til samheldninnar og gleði birtunnar í sálum mannanna jafnt sem í degi hverjum sem lengist. Þessari hugsun og þessari hefð hefur Islendingur nútímans varðveitt, þrátt fyrir allri ytri breytingar. Fjárlögin samþykkt aðfararnótt sunnudags Miklu flóknara og viðameira - segir Össur Skarphéðinsson, þingsflokksformaður Alþýðuflokksins, um þingmannastarfið að haustþingi loknu Þinghaldi fyrir jólin iauk að- faranótt sunnudags eftir að sam- staða um afgreiðslu mála náðist undir kvöidmatarleytið á laugar- dag eftir mikið þref. Fjárlög voru afgreidd, frumvarp um tekju- og eignarsk'att og jöfnun- argjald. Bandorminum svokall- aða var hins vegar frestað fram yfir jól. Alþýðublaðið ræddi við Ossur Skarphéðinsson, for- mann þingflokks Alþýðuflokks- ins, um gang mála á þinginu síð- ustu daga. Hann var fyrst spurð- ur hvort ekki væri bagalegt að þurfa að fresta ráðstöfunum í ríkisfjármálum framyfir áramót. ,,Ég held að ríkisstjórnin geti ver- ið mjög sátt við sinn hlut því henni tókst að ná fram fjárlögum og mjög mikilvægu frumvarpi um breytingar á tekju- og eignarsköttum. Það eina sem ríkisstjórnin raunverulega frestaði fram yfir áramót er svokail- aður bandormur sem felur í sér ýmsar aðrar ráðstafanir í ríkisfjár- málum. Það er alveg Ijóst að einstakir leið- togar stjórnarandstöðunnar lögðu allt kapp á hrekja stjórnina á undan- hald og höfðu bersýnilega byggt hernaðarplan sitt á því að knýja stjórnina til að fresta fjárlagafrum- varpinu framyfir áramót. Þeim tókst það ekki. Það náðist góð lending í þessu máli og það er fyrir öllu. En ef við lít- um á Alþingi þá er það nokkuð merkileg stofnun. Hún stjórnar sér sjálf en stýrist ekki af einhverjum aðilum úti i bæ eða einstökum ráð- herrum, ekki einu sinni forsætisráð- herra. Réttur stjórnarandstöðunnar er mjög mikill og á úrslitastundum eins og þessum hefur hún griðar- lega mikil völd. Ég tel að hún hafi nýtt sér þau völd út í hörgul og gert það nokkuð smekklega. Stjórnar- andstaðan lék vel og skynsamir menn tóku í rauninni völdin af of- beldisberserkjum sem voru fyrst og fremst, þótt örfáir væru, að eyði- leggja fyrir stjórnarflokkunum. Mér finnst Framsóknarflokkurinn stunda nokkuð snotra stjórnarand- stöðu þrátt fyrir að hann hafi verið næstum stöðugt í ríkisstjórn í sam- fellt 20 ár. Mér finnst hann hafa sýnt af sér málefnalegri og ábyrgari stjórnarandstöðu en t.d. Alþýðu- bandalagið. Um leið og Framsókn- arflokkurinn tók við forystuhlut- verkinu af Alþýðubandalaginu í þessu andófi og samningum sein- ustu dagana fyrir jólahlé fór þetta allt í hagfelldan farveg fyrir alla að- ila." — Jöfnunargjaldið var sam- þykkt þrátt fyrir að í stjórnar- andstöðu hafi Sjálfstæðisflokk- urinn verið því mjög andsnúinn? „Það er rétt að sjálfstæðismenn töídu jöfnunargjaldið ólöglegan skatt en það varð nú að samkomu- lagi að halda því inni fyrstu níu mán- uði ársins vegna þess hversu alvar- legt ástandið í ríkisfjármálunum er. Þannig mun það leggjast af í sept- ember og verður ekki framlengt. Þetta hefur kostað mikla erfiðleika og t.d. hefur Vilhjálmur Egilsson, formaður Verslunarráðs, skrifað Vil- hjálmi Egilssyni, þingmanni Sjálf- stæðisflokksins, og kvartað undan því að sá síðarnefndi og flokkur hans hafi í hyggju að styðja þetta frumvarp, sem varð svo til þess að Vilhjálmur Egilsson þingmaður ákvað að hætta við að styðja þetta frumvarp hér á Alþingi. Stjórnar- andstaðan hefur að sjálfsögðu not- að jöfnunargjaldið til að núa Sjálf- stæðisflokknum grimmilega upp úr fortíð sinni." — Þú lagðist mjög eindregið gegn skólagjöldum. Ertu sáttur við niðurstöðuna sem fékkst í því máli? „Það var mikil andstaða innan þingflokks Alþýðuflokksins gegn skólagjöldunum. Það var reyndar ljóst frá upphafi að helmingur þing- flokksins var alfarið á móti því að lögð yrðu skólagjöld á framhalds- skólanemendur. Þá voru einnig sum okkar á móti því að lögð yrðu skóla- gjöld á háskólastiginu. Ég varð fyrir sárum vonbrigðum með hvernig haldið var á þvi máli strax frá upp- hafi bæði innan Alþýðuflokksins og að hálfu Sjálfstæðisflokksins. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að ef helmingur þingflokks Sjálf- stæðisflokksins væri á móti ein- hverju máli yrði ekki reynt að valta yfir þá eins og því miður var reynt við okkur í þessu máli. Það náðist hins vegar sú málamiðlun að menntamálaráðherra féllst á að draga tillögur um skólagjöld á fram- haldsskólastiginu til baka og ég tel það í sjálfu sér mikinn áfanga. Með þessu tókst Alþýðuflokknum að verja þá hugsjón jafnaðarmanna að menntun eigi að vera ókeypis og fyrir alla. Þá náðu þingmenn Alþýðuflokks- ins því fram að lánað verður fyrir skólagjöldum við Háskóla Islands úr Lánasjóði íslenskra námsmanna og fyrir þá sök létu nokkrir þingmenn okkar af andstöðu sinni við skóla- gjöld á háskólastiginu. Fyrir mér er ókeypis menntun hins vegar grund- vallaratriði og ég greiddi atkvæði gegn því atriði fjárlaganna." — Talsvert hefur borið á ágreiningi innan stjórnarinnar. Hvernig finnst þér að starfa með Sjálfstæðisflokknum? „Það er alltaf að koma betur og betur í Ijós að það er erfitt fyrir Al- þýðuflokkinn að vera í stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Við þurfum að halda mjög vel á okkar hlut til þess að við hverfum ekki al- veg í skugga þessa stóra flokks. Við verðum að ná miklu meiri árangri í að marka sérstöðu okkar en okkur í forystu flokksins hefur tekist til þessa. Okkur hefur þó engu að síður tek- ist að koma í veg fyrir ýmsar fyrir- ætlanir sem ekki samrýmast stefnu flokksins, eins og að það verði tekn- ar verulega upphæðir af því fólki sem þarf að leggjast á sjúkrahús. Hugmyndum þess efnis var varpað fyrir róða fyrst og fremst vegna and- stöðu innan Alþýðuflokksins. Mér hefur komið á óvart hversu þingið er þungt í vöfum, er þung- lamaleg stofnun og vinnur hægt. það er líka ljóst að lög um þingsköp eru þannig að stjórnarandstaðan hefur alla möguleika sem hún vill til að tefja framgöngu mála. Þannig getur verið mjög erfitt að koma hér fram málum nema í einhvers konar sátt við stjórnarandstöðuna. Það hefur hins vegar tekist bærilega og menn virða lýðræðið og virða það að hér er kjörinn meirihluti þó að auðvitað séu þeir að snúast í ákveðnum málum. En þingið sem stofnun er furðu óskilvirkt fyrir- bæri." — Þetta er í fyrsta skipti sem þú tekur þátt í afgreiðslu fjár- laga á Alþingi. Hefur starf þitt sem þingflokksformanns verið í þá veru sem þú áttir von á? „Ég hef þurft að standa í talsverðu þrefi um framgang þinghaldsins, bæði við samstarfsflokkinn og stjórnarandstöðuna. Þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins er hinn mesti sómamaður og hefur sam- starfið við hann verið mjög gott. Það hefur hins vegar háð þinginu ósættið sem upp kom við upphaf þings um forsetakjör. Það leiddi til þess að stjórnarandstaðan kaus að taka ekki þátt stjórn þingstarfa í for- sætisnefndinni. Þess vegna hefur það lent mjög mikið á okkur þing- flokksformönnum stjórnarflokk- anna að semja við stjórnarandstöð- una um gang þinghaldsins. Þannig hefur stjórn þingsins færst talsvert yfir á fundi forseta með þingflokks- formönnunum og því hefur starf mitt hér á þinginu orðið miklu meira en ég átti von á. Ég minnist þess að hér áður var ég í hópi þess fjölda manna sem hélt að þingmannsstarfið væri létt starf en eftir þær vökur og vinnunætur sem við höfum átt hér undanfarnar vik- ur hef ég algjörlega skipt um skoð- un. Starf þingmannsins er miklu flóknara og viðameira en ég átti von á,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Alþýðuflokks- ins, að lokum. Hvít iól! Um helgina kom jólasnjórinn. Hvít jól virðast verða um land allt í ár. Krakkarnir í Kópavogi kunnu vel við sig á sunnudags- morguninn og voru þefar komin í byggingahugleiðingar svo sem sjá má. A-mynd E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.