Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 6
6 Þriðjudaqur 24. desember1991 Ljúffeng íslensk landkynning á borð vina og viðskiptavina erlendis Vart er hægt að hugsa sér meira spennandi gjöf en fulla körfu af forvitnilegu góðgæti frá framandi landi. Slík gjöf segir meira en mörg orð um matarmenningu einnar þjóðar. Hægt er að velja um ostakörfu með mismunandi tegundum af íslenskum ostum sœlgœtiskörfu með gómsætu íslensku sælgæti s.s. Opali, súkkulaði, brjóstsykri og lakkrís. Og íslenska matarkörfu með sérlega ljúffengum smáskömmtum af ýmsu tagi. ICEMART íslenskur markaður - á leið út í heitn. Leifsstöð Keflavíkurflugvelli - Sími: 92-5 04 53 * => < A(í/ja/i bœJzuSi GEGMOFUSl i¥ALDI BARATTUSAGA BORÍS VJEUSINS Gegn ofurvaldi Þessi bók geymir sjálfsævisögu Boris Jeltsíns fram tii síðustu at- burða. Bókin kom fyrst út í fyrra og kom þá við kaunin á valdaklíku kommúnista í Sovétríkjunum. Saga Jeltsíns er merkileg og fróðlegt að lesa hana nú, þegar hann er í mið- punkti mikilla átaka, sem gætu skipt sköpum fyrir heiminn um langa framtíð. Veturliði Guðnason þýddi bókina, en Örn og Örlygur gefa út. Bankar og peningar á 19. og 20. öld Höfundurinn, Karl Erich Born, er prófessor í hag- og samfélagssögu við Háskólann í Tubingen og félagi í Vísindaakademíunni í Mainz. í þessari bók hans er rakin framvinda peninga- og lánamála síðustu tvær aldirnar, greint frá uppruna banka af ýmsum toga, starfsháttum þeirra, innlendum sem alþjóðlegum. Þá er í bókinni ágrip af sögu margra kunnra banka. 27 herbergi Ljóðabók Rögnu Sigurðardóttur, sem Mál og menning gefur út, er talsvert óvenjuleg. Hún hefur að geyma tugi litljósmynda sem tengj- ast eiga ljóðunum á ýmsan hátt og mynda eina heild. Bókin er því eins- konar ljóðmyndabók, höfundurinn enda hvort tveggja, myndlistarmað- ur og skáid. Þetta er önnur bók Rögnu. Hún er búsett í Hollandi og starfar þar við myndlist. AUfin, Ií^ÓmcÍíaJzgSi íslensk þjóðlög koma á geisla- diski í flutningi Eddukórsins. Menningarsjóður gaf út hljómpiötu með þessu efni þjóðhátíðarárið 1974 og seldist hún upp á örstuttum tíma. Þetta eru lög sem allir sannir íslendingar kannast við, og söngur kórsins er frábærlega vandaður. Óðmenn áttu marga dygga aðdá- endur í eina tíð, ogeiga áreiðanlega enn. Hér eru þeir aftur á ferðinni með ýmislegt gamalt og gott á þeirra fyrsta geisladiski, sem Skífan hefur gefið út.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.