Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 13
13 Þriðiudaqur 24. desember 1991 biblíuslóðum nokkrtnn dögtmt fyrir jólahátíðina - myndir og texti eftir Jón BÍrgi Pétursson Litlu strákamir í Betlehem komu hlaupandi að rútubílnum okkar. þegar hann stansaði í næsta nágrenni við Fæðingarkirkju Frelsarans. Litlu arabastrákamir vildu selja okkur ferðamönnum glingrið sem þeir hömpuðu. Mér varð hugsað til hins mikla Kon- ungs, sem fæddur var þama á næstu grösum fyrir nærri tvö þús- und ámm. Hvemig leit hann út? Var hann kannski eitthvað svipað- ur þessum snaggaralegu strákum, þegar hann var á þeirra aldri. Þetta var í landinu helga. Gyð- ingalandi, sem nú heitir ísraels- ríki, land gyðinganna, þar sem ar- abar búa í dag við megnasta órétt- læti, og hafa lengi gert. Þetta var árið 1967 og ekki margir mánuðir síðan að hinir herskáu gyðingar höfðu unnið frækilegan . sigur í Sex-daga-stríði. Ferðafólk á þess- um lendum var í allra fæsta lagi. Menn töldu ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins ekki tryggt eins og sakir stóðu. Sviksamur fararstióri færður á lftgreelustöð Þetta ferðalag hófst í býtið á mánudagsmorgni og stóð fram í rökkur. Fararstjórinn var eldhress maður, sem ég varð þó að beita hörðu í ferðarlok. Þegar snætt var í hádeginu hafði ég ekki nein ísra- elsk pund, aðeins ensk pund. og samdi við fararstjórann að hann borgaði matinn minn. en ég léti hann hafa 50 ensk pund sem hann lofaði að skipta fyrir mig. Þegar til Tel Aviv kom kannað- ist kauði ekki við að hafa tekið við seðli þessum. Þama á hominu hjá ferðaskrifstofunni birtist mér von. tveir ísraelskir lögreglumenn. Kallaði ég í þá og sagði þeim frá viðskiptum okkar. Var ekki að orðiengja að við vorum drifnir inn á lögreglustöð í nágrenninu til varðstjóra þar. Sá var ekkert yfir sig kurteis. ekki við fararstjórann í það minnsta. Eftir talsvert þref. viðurkenndi karlgreyið að hafa tekið við seðl- inum. Var honum gerð grein fyrir því að hann mundi missa leyfi sitt sem fararstjóri. ef hann skilaði ekki aurunum á hótel mitt fyrir hálfníu það kvöld. Kallinn kom svo á tilsettum tíma. með seðilinn. og var heldur lúpulegur og færði fram alls konar afsakanir. sem ég nennti ekki að hlusta á. Raunar fann ég fljótt að það orð sem fer af gyðingum í viðskiptum á við einhver rök að styðjast. Oft var reynt að hlunnfara mig í við- skiptum í verslunum. gefa rangt til baka. Alltaf var slíkt þó leiðrétt með bros á vör og allt afsakað með bukti og beygingum. Hér verður bvlting! Það var í desember að ég hélt af stað frá Kaupmannahöfn með SAS-flugvél suður til Tel Aviv. MiIIilent var á ýmsum stöðum. og síðast í Aþenu. Þar varð talsverð töf og við blaðamenn og ferða- skrifstofumenn. gestir flugfélags- ins. vorum leiddir til veitingasalar þar sem viðurgjömingur þetta laugardagseftirmiðdegi var með besta móti. Skrafhreifinn barþjónn tók mig tali og hafði tíðindi að segja mér. Nefnilega að hans hátign Konstan- tín og ..frænku" okkar. hinni dönsku drottningu hans. yrði bylt á næstu dögum. Þetta fannst mér nú hálfgert óráðshjal. „Hér verður bylting", tautaði þjónninn á brotinni ensku. En viti menn, þetta átti eftir að gerast vikuna á eftir, þá tóku her- foringjamir öll völd í landinu. Sá á bamum vissi hvað hann söng, og sagði kannski of mikið við blaða- mann af því sem hann greinilega vissi. Vigtól á biblíuslóðum Lent var í Tel Aviv þegar komið var fram á nótt eftir lengra og erf- iðara ferðalag en reiknað hafði verið með. A flugvellinum vom skilaboð til mín um að ræðismaður íslands, Fritz Nachitz hefði beðið lengi kvölds, en sendi kveðju sína. Hann mundi hafa samband morguninn eftir. Sem hann og gerði. Var greinilegt á öllu að sá góði maður. og Pétur sonur hans, vararæðismaður. vom tilbúnir að greiða götu íslendings eins og þeir mögulega gátu. Þó hafði ég ekkert samband haft, en þeir frétt af komu minni eftiröðrum Ieiðum. Við tóku nokkrir dagar, við- burðaríkir dagar. ferðalög og kynnisferðir vítt og breitt um þetta litla land, sem heimurinn hefur fylgst með, oft með ndina í hálsin- um. Landið sem er sögusvið Biblí- unnar. Landið þar sem Kristur hafði fæðst. lifað og dáið fyrir mannkyn allt. Landsmenn höfðu ámm saman átt í stríði við nágranna sína. Sú sýn sem blasti við á ferðalögunum var sérkennileg. Víða við vegar- brúnir vom enn bmnnir stríðs- drekar og vígtól ýmiskonar. Slíkt fannst mér ærið mikið út í hött á biblíuslóðum. sérkennileg blanda af fornri frægð og nútíma vopna- skaki. Vfða mátti líka sjá hermenn ísraelshers á ferli. Þeir stöðvuðu gjaman bíla sem arabar óku. stilltu farþegum upp við bílana eins og glæpamönnum og hófu að leita á þeim og í farartækjunum. Þessi sjón var nokkur nýlunda fyrir mann norðan úr höfum. sem ekki hefur vanist stríðsástandinu. í Tel Aviv var lífið með tiltölu- lega rólegum blæ. Borgin er afar nútímaleg. sögð byggð upp fyrir amerískt fé. sem gyðingar vestra hafa sent til heimalandsins. Ræð- ismaður íslands tók mér sem hin- um týnda syni forðum. boðaði til síðdegisdrykkju með ísraelskum starfsbræðrum og fleirum. Þessir „kollegar" voru áhugasamir um Iandið okkar. Þeir þekktu nokkrar persónur frá íslandi, og þá ekki síst Birgi Finnsson, sem boðinn var hátíðlega til ísrael, þegar hið nýja þinghús. Knesset. var opnað. Það þótti tilhlýðilegt að forseti sameinaðst þings á Islandi opnaði bygginguna í viðurkenningarskyni fyrir það að ísland varð fyrst ríkja heimsins til að viðurkenna ísraels- ríki á sínum tíma. Þá þekktu allir Halldór Laxness, sem komið hafði í heimsókn til landsins og hafði verið tekið með kostum og kynj- um. Israelsmenn mundu líka vel eft- ir fiskinum okkar. Það var fiskur í flest mál í gamla daga. sögðu mér menn. Þá höfðu Islendingar gert vöruskipti við Israelsmenn. Sendu fisk héðan en fengu mikið af ap- pelsínum og bandarískum Willys- jeppum í staðinn. Var ekki annað að heyra en að fiskur hefði orðið óvinsæl fæðutegund í landinu vegna mikillar ofneyslu um árabil. Land iólanna án jólastemmningar Israel nokkrum dögum fyrir jól. Það er heitt á daginn fyrir íslend- ing. mun hlýrra en á bestu dögum hér heima. Fyrir neðan hótelið er baðströnd þar sem ungir lands- menn hlaupa uni og leika sér. laus- ir við herbúningana. Krakkamir eru til í að ræða við íslenskan blaðamann og finnst það reyndar stórmerkilegt. Þau kvarta yfir því hvað hann sé kaldur í dag. -hitinn um 24 gráður. Það er alveg ljóst að þetta unga fólk er hrætt í hinu daglega lífi. Land þeirra er skotspónn allra þjóða sem umlykja það. Hemaður er fyrirferðarmikil! í lífi unga fólksins, líf sem það vill gjaman vera laust við. Áberandi er líka að margt ungt fólk vill yfirgefa land- ið. Það er aftur á móti annmörkum háð. Greiða þarf há gjöld til að yf- irgefa Israel, og fólk á ekki fé til að inna slíkt fé af hendi. Viðskiptaáhugi ísraelsmanna Eg kynntist hinum mikla við- skiptaáhuga Israelsmanna af eigin raun og fyrir tilviljun. Ég fékk óvænt ferðalag með kunningja mínum, hann fór með mig út í sveit til ættingja konu sinnar. en þar var einn úr ættinni að bolla- leggja mikla þjónustustöð við þjóðveginn til Jerúsalem. Hann vantaði peninga. - og þá átti ríka frænka þarna í sveitinni að koma til skjalanna með sinn hluta af fjár- magninu. Ég fylgdist með áköfum umræðum, sem ég skildi að vísu ekki, en gat vel ímyndað mér af látbragðinu hvað snérust um. Ráðagerðir unga mannsins voru stórbrotnar. og ekki kæmi mér á óvart að þeim hafi verið hrint í framkvæmd. Grátið við múrinn Jerúsalem var merkileg heim að sækja. í gamla borgarhlutanum var nánast allt árhundruðum eftir hinu vestræna hverfi. Þar var mik- il kaupmennska. menn sitjandi í pínulitlum sölubúðum með vam- ing sinn. harðskeyttir bissness- menn með vöra sem maður hrein- lega þekkti ekki. Á næstu grösum var Grátmúrinn mikli, helgasti staður gyðinga. Þar var þröng á þingi, þegar komið var að. Ég var svo heppinn að einn samferðamaður minn. gyðingur frá Bandaríkjunum, hafði með sér aukalega pottlok gyðinganna, sem ég tyllti ofan á kollinn. Öðru vísi var mér með öllu meinað að koma nærri helgidómum landsmanna. Með pottlokið var ég öraggur. en einn af hinum innfæddu kom til mín og spurði hvort ég væri virki- lega gyðingur! Við múrinn þuldu menn og kon- ur bænir sínar á einhvem kerfis- bundinn hátt, beygðu efri hluta Iíkama síns fram og aftur. reigðu sig og teygðu, konumar oft með tárvota hvarmana. Myndatökur vora illa séðar þama. og gamlir prestar sem þama vora, urðu ævareiðir. þegar myndavélinni var beint að þeim. Ég náði af þeim skoti. og dauð- skammaðist mín fyrir að svívirða þá á þennan hátt. Lítið fvrir ölið Á hótelinu hitti ég fyrir ungan Þjóðverja, sem var þar staddur í söluhugleiðingum fyrir Afga- filmufyrirtækið. Hann bar sig aumlega, sagði að ísraelsmenn vildu sem minnst við Þjóðverja tala, hvað þá að kaupa af þeim vaminginn. Við fórum saman á skemmtistað. Þar var fátt manna, örfáir erlendir ferðamenn. sem gutluðu í viskíi og öðram vestræn- um vessum. ísraelsmenn sem þama voru gældu lítt við slfkt. þeir telja tíma sínum betur borgið við aðra iðju, var mér sagt. Þjónn á hótelinu sagði mér frá starfsbræðram mfnum, sem flykktust til landsins meðan á stríðinu fyrr um árið stóð. Hann hafði ekki mikið álit á blaða- mannastéttinni og sagði mér að þeir hefðu hangið á bamum mest- allan tímann yfir drykkjum sínum. en ekki vogað sér út fyrir hússins dyr. Þar biðu þeir eftir fréttatil- kynningum herstjómarinnar og matreiddu þær. sagði hann þessi þjónn. Nokkrir dagar til jóla í landinu þar sem frelsarinn var fæddur. Ekki örlaði þó enn á neins konar jólastemmningu. Gyðingar halda ekki upp á fæðingu Jesú Krists sem frelsara síns. I landinu era samt kristnir menn. Þeir halda upp á jólin. Þeir hafa jafnvel sín jólatré. Ekki grenitré eins og á norðlægum slóð- um. Slík tré vaxa ekki í hinum þurra jarðvegi eyðimerkurinnar. í staðinn nota þeir hin háu og grönnu kíprasviðartré. það tré lík- ist e.t.v. einna mest jólatijánum okkar. .Tólin á norðurslóðum Heimferðin frá þessu merkilega landi sóttist vel með glænýrri þotu SAS. Kaupmannahöfn tók á móti okkur, hrollköld. en jólaleg. Á Strikinu vora hrikalegar skreyt- ingar, búðimar fullar af jólavam- ingi og kjötbúðirnar sneisafullar af flesksteikum. hamborgarhryggj- um og öðram jólasteikum, enda aðeins tveir dagar til hátíðarinnar, þegar menn hylla konung konung- anna, hinn ísraelsk fædda Jesúm Krist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.