Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudaqur 24. desember 1991 3 Sko hvernig Ijósin Ijóma á litlu kertunum pínum. - Þau bera hátíð í bæinn með björtu geislunum sínum. Þannig i/rkir Jóhannes úr Kötlum. Er okkur ékki flestum pannig farið að ósjálfrátt, alltafog ævinlega, tengjum við kertið og blaktandi kertaljósið við jólin og komu peirra? Litla Ijósið á litla kertinu, svo veikburða, svo lifandi, samt lýsandi upp myrkrið, - Ijósgjafi í svartasta skammdeginu. Loginn á kveiknum á kertisskarinu minnir okkur á litla drenginn, sem forðum fæddist í fjárhúsjötunni, fátækur og urnkomulaus - en pó svo ríkur afandlegri auðlegð - í faðmi umhyggjusamrar tnóður. Hann kom með boðskapinn um kærleikann til okkar mannanna barna, kenndi okkur að hugsa tneð hjartanu, gaf okkur jólin. Og við höfum reynst honum góðir lærisveinar - tileinkað okkur kenninguna - látið hógværð og hófsemi móta orð og athafnir - haft boðskapinn um kærleika og frið að leiðarljósi ? Er ekki svo eða hvað spyr ég sjálfan mig og horfi í kring urn mig. Þú skalt gera pað líka. Það er orðið langt síðan farið var að kveikja á kertunum og minna á komu jólanna. Aðdragandi peirra lengist með hverju árinu sern líður. A hverju nýju ári byrja menn fyrr að hugsa til jólanna en áður. Strax íoktóber og nóvember er farið að rninna á jólin, minna á pað að allir purfi að eignast gleðileg jól. Gleðileg jól, segja ferðaskrifstofurnar. Höndlið jólafriðinn og farið íkristilega innkaupaferð til útlanda. Gleðjið börnin, látið ekki vini og vandamenn fara íjóla-köttinn. Sparið peningana, sparið sporin, fljúgið og njótið helgi himinblátnans. Fallegt, ekki satt ? Gleðileg jól, segja kauprnennirnir. Gleðjið börnin, gleðjið eiginkonuna eða eiginmanninn, örntnuna og afann. Jólafögnuðinn ogfriðinn fáið pið með pvíað versla við rnig. Það verða engin jól hjá peim, sem ekki hafa eitthvað frá mér í jólapökkunutn og á jólaborðinu. Gleðileg jól fylgja hangikjötinu frá okkur, rjúpunum sem myrtar voru uppi í fjalli, rjótnanum, ávöxtunum og hvað pað nú er sem kitlar bragðlauka kærleikans í hálsinum og er til pess fallið að gera okkur að betri og kristilegri mönnum á sjálfri jólahátíðinni. Gleðileg jól. Deilum jólagleðinni með bjórnum okkar og jólaglögginu. Skál, drekkum jólasnafsinn í botn og ökum síðan út í umferðina með jólastemminguna íkollinum! Já, kapphlaupið fyrir jólin er löngu hafið. Hlaupasveitin er stór ogfjöltnenn, pvíað öll erutn við pátttakendur. Og öll sktilutti við ná tnarki, pví að par stendur ritað á stórum skrautlegum borða: Gleðileg jól. Hertu pig, hlauptu hraðar og handsamaðu hamingju jólanna. „Bráðutn koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til." ]á blessuð börnin eru teygð og toguð af auglýsingum jólaspekúlantanna. Þeir eru alliraf vilja gerðir til pess að gera okkur jólin gleðileg. Við purfum ekki annað cn að láta pá hafa dálítið af peningum, silfri ogseðluttt. Hún tnamma er í Glasgow og ætlar að kaupa svo tnikið og fínt fyrir jólin. Jólagjafirnar sem hún kemur tneð heitn - pær verða alveg æði! Hvenær fcr tttatnma pt'n? Hvað ætlar hún að kaupa? Og litlu hjörtun eru að springa af spenningi, taugatitringi og tilhlökkun. Gleðilegu jólin peirra verða til íbúðinni í útlöndum, við auglýsingaglápið fratnatt við sjónvarpið, ískrautinu og skartinu. Og allt er petta gert fyrir jóla-boðskapinn! Eða er pað ekki? A Alpingi leggja tnargir pingmanna sig alla fram við að sverta hvern annan, reyna að sannfæra sjálfan sig og pjóðina um að andstæðingarnir séu samviskulausir pjóðntðingar, sem selji sál st'na fyrir bitlinga og völd. Og aldrei hafa peir hærra en pegar jólin fara að nálgast. Boðskapuritm er kærleikur og friður - gleðileg jól - eða hvað? En tnyndin af undirbúningi jólanna er ekki mmmiásm Hörður Zóphaníasson: Hugsað upphátt á leið til jóla einlit á pennan veg sem betur fer. Skólarnir Ijúka starfi með jólaföndri, jólasögum og jólaskemmtunum. Sálmar ogjólalög hljóma á leikskólum og dagheimilum og talað er um jesúbarnið og jóla-boðskapinn. Það er minnt á pað að allir eigi að vera góðir á jólum. Margt foreldrið á góðar stundir með börnum st'num par sem rætt er um kærleika og frið og um hjálpsetni við pá setn eiga bágt. Ytnsir láta fatnað og fjármuni í söfttun til hjálpar purfandi fólki, bæði hérlendis og erlendis. Tónleikar eru haldnir með pað íhuga að jólitt eru að nálgast. Áhrifljóða og laga hríslast eins og vorblær utn sálirnar. Kirkjuntar minnast aðventunnar með fjölbreyttum hætti, par sem helgi, tign og ró er rtkjandi. Kertaljós eru tendruð og lýsa troðfullar kirkjur. Angurblíður sáltttasöngur ómar og allir skyttja nærveru hins góða. Já. prátt fyrir allt, logar og lýsir litla jólaljósið einhvers staðar innst inni t'huga og hjarta og gefur okkur von utn betri ti'ma - von um kærleika og frið - von um hljóðláta hátíð, par sem helgi stundarinnar setur mark og tnið á orð og athafnir. Maðurinn er lengi aðlæra og hann á margt ólært. En ttteðan veikur loginn blaktirá jólakertinu og lýsir upp myrkrið, pá er ettnpá von um að tnannfólkið læri að tileinka sér kærleiksboðskapinn um fögnttð og frið utn veröld alla. Ég enda pessa hugleiðingu mína með orðuttt Stefáns frá Hvt'tadal, pegar hann segir íkvæði st'nu Jólin nálgast: Jólin eru tttér enn ylur. Ég hlakka til, kveikt verða kertaljós, kólgan er burt um jól. í heiðloftin björt og blá barnshugir glaðir ná. Herskarar hæðum frá himnana opna pá. Höfum pað hugfast, að öll erum við systur og bræður t' sama báti sitjattdi t'skini jólanna. Gleðileg jól.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.