Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 11
Þriðiudaqur 24. desember 1991 11 SJónvarpsstöðvar um hátíðina Að venju hafa sjónvarpsstöðv- amar vandað vel til dagskrárinnar á jólunum. Sérstaklega á þetta reynd- ar við um Ríkisútvarpið. Stöð 2 er með of mikið af erlendu efni, of lítið af innlendri dagskrárgerð. Til dagskrár RÚV hefur greinilega ver- ið varið meira fé en gengur og ger- ist aðra daga ársins. Stiklum aðeins á stóru: Ríkissjónvarpið, Rás 1, sendir frá sér Jólavöku: María drottning mild og fín. Það er Óperusmiðjan með marga góða söngkrafta sem sér um þennan þátt. Biskupinn, herra Ólafur Skúla- son mun messa í Laugameskirkju, Jessay Norman syngur jólasöngva, og loks mun Helgi Skúlason lesa kvæðið Nóttin var sú ægæt ein, en Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur. Þessi þáttur er fluttur árlega og kemur nú fyrir sjónir manna í fimmta skipti. Allt þetta efni er á aðfangadags- kvöld jóla. Á jóladag er flutt leikrit Shake- spears, Kaupmaðurinn í Feneyjum, síðan óperan Amal og næturgest- imir, flytjendur kór og félagar í Sinfóníuhljómsveitinni. Um kvöld- ið ber hæst sjónvarpsleikrit eftir Ingmar Bergman, en Bille August leikstýrði. Islenska sjónvarpið tók þátt í gerð þáttaraðarinnar. Síðast á dagskrá þessa kvölds er jólasöngur Vínardrengjakórsins. Á annan í jólum er dagskrá byggð á tónlist Gunnars Þórðarson- ar. Dagskráin er látin gerast í framtíðinni, þegar vinnustofa Gunnars finnst í iðmm jarðar! Ótal góðir kraftar koma fram. Spenn- andi! Stöð 2 tekur daginn mun fyrr að venju á aðfangadag með margvís- legu bamaefni. En kl. 16.30 segja þeir Stöðvarmenn „gleðileg jól“, skrúfa fyrir dagskrána og leggjast í jólaskap. Á jóladag er Stöðin aðallega með erlent efni. Aðeins fréttimar em íslensk framleiðsla. Hinsvegar má búast við góðum kvikmyndum, t.d. Oklahoma!, Roxanne, og Leitin að Rauða október, sem margir kannast við úr bíói nýlega. Þá er ekki síður ástæða til að minna á íjórfalda Óskarsverðlaunamynd, Ekið með Daisy. Á annan í jólum flytur Stöðin ópem Mozarts, Töfraflautuna. , Aðalatriði þess kvölds er án efa Óskastund með Eddu Andrés- dóttur. Þar sannast að íslenskir þættir trekkja best, enda mun þjóð- in öll fylgjast með. Utvarpsstöðvamar reyna eftir megni að vera í jólaskapi, í það minnsta er það svo á Aðalstöðinni, Rás 2, Stjömunni og Bylgjunni. Meðal annars mun Auður Laxness líta inn hjá Degi Jónssyni á Bylgjunni á jóladag. Það getur orð- ið hið bærilegasta rabb. Að öðm leyti sýnist okkur dagskrár útvarps- stöðvanna mestmegnis plötusnún- ingar, en nánast ekkert af unnu dagskrárefni. Hafa stöðvar þessar reyndar í meginatriðum bmgðist almenningi hrapallega. Fólk átti von á stórkost- legum breytingum til bóta í út- varpsrekstri, þegar frelsi til slíks reksturs fékkst. Úr mynd Stöðvar 2, Roxanne, sem er rómantísk gamanmynd um fjarskalega myndarlegan - en nefstóran - slökkviliðsstjóra. _Xil viðskiptamanna________ banka og sparisjóða Lokun 2. janúar ogeindagar víxla. Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar fimmtudaginn 2. janúar 1992. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 17. desember 1991 - Samvinnunefnd banka og sparisjóða —* BEYGJA A Á MALARVEGI! Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í spjald- og kúluloka. Um er að ræða kúluloka í stærðum DN 200 til DN 600 mm, alls 23 stk. og spjaldloka í stærðum DN 300 til DN 800 mm, alls 37 stk. Lokana skal afhenda í apríl og maí 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. febrúar 1992, kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 ÞJÓNUSTUSAMBAND ÍSLANDS J Þjónustusamband Islands Sendum öllum félögum okkar, verkafólki til lands og sjávar, bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári. VERKAMANNAFÉLAGIÐ FRAM, VERKALÝÐSFÉLAG SEYÐISFIRÐI STYKKISHÓLMS BAKARASVEINAFÉLAG ÍSLANDS FÉLAG FÉLAG STARFSPÓLKS FÉLAG ÍSLENSKRA FRAMREIÐSLUMANNA í VEITINGAHÚSUM KJÖTIÐNAÐARMANNA FÉLAG MATREIÐSLUMANNA FÉLAG HÁRGREIÐSLU- OG HÁRSKER ASVEINA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.