Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 2
2 Föstudaqur 10. janúar 1992 MfflUBlMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvaemdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Sfmar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 — Dreifing: 625539 — Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Meinsemdir alræðisvaldsins Borgarendurskoðun skilaði fyrir nokkru skýrslu um svonefnt Perluhneyksli, en framkvæmdir við byggingu Perlunnar fóru tæp- lega 400 milljónum fram úr fjárhagsáætlun á síðasta ári. í skýrslu borgarendurskoðunar kemur fram, að yfirstjórn Perluframkvæmd- anna hafi gjörsamlega farið úrskeiðis og ekki liggi fyrir á hvers hendi hún eigi að vera. Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefur brugðist hart við skýrslu borgarendurskoðunar og gagnrýnt vinnu- brögð hennar. Fyrrum borgarstjóri hefur hins vegar lýst því yfir að hann, sem borgarstjóri á sínum tíma, beri endanlega ábyrgð á fram- kvæmdum Perlunnar. Urð fyrrum borgarstjóra breyta þó ekki þeirri niðurstöðu borgar- endurskoðunar, að yfirstjórn Perluframkvæmdanna hafi verið gjör- samlega í molum. Tölurnar einar sanna það. Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, hefur iagt fram bókun í borgarráði þar sem segir að enginn sé fundinn ábyrgur fyrir Perluhneykslinu í skýrslu borgarendurskoðunar. í svarbókun Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra eru þessi orð staðfest. „... hækkun fjárveitinga til Perlunnar voru hvorki teknar í stjórn veitustofnana né í borgar- stjórn eða borgarráði." Hverjir tóku þá ákvarðanirnar um hækkun fjárveitinganna? Fað er nauðsynlegt að fá svar við þessari spurningu, þótt ekki væri. nema vegna þess, að umframfjármagn til Perlunnar brýtur í bága við 79. og 80. grein sveitarstjórnarlaga, sem kveða á um, að ekki megi gera breytingar á samþykktri fjárhagsáætlun sveitarstjórna nema af kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn. Meðan ekki fæst hreint svar við spurningunni hver eða hverjir tóku ákvörðun um hækkun fjárveitinga til Perlunnar sveima getspárnar í loftinu. Var um að ræða misskilning stjórnarmanna og starfsmanna Hitaveitu Reykja- víkur á hlutverki stjórnar veitustofnana? Var leitað beint til fyrrum borgarstjóra um afgreiðslu á aukafjárveitingunum? Af skýrslu borg- arendurskoðunar má ráða, að mörg mál Hitaveitunnar hafi hlotið beina afgreiðslu hjá borgarstjóra eða borgarverkfræðingi, þar sem sá skilningur virðist hafa verið meðal yfirstjórnenda Hitaveitunnar og starfsmanna hennar, að borgarráð sé næsta skipulagsþrep fyrir ofan stjórn veitustofnana og borgarstjóri jafnfætis stjórn veitustofn- ana sem yfirmaður hitaveitustjóra. /Vðferð meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn virðist vera sú, að draga þær ályktanir af skýrslu borgarendurskoðunar, að hún sé vart marktæk og sýni aðeins að enginn hafi í raun tekið ákvarðanir um fjárausturinn í Perluna og þar af leiðandi sé enginn ábyrgur. Þetta er auðvitað ábyrgðarlaus afstaða og ábyrgðarlaus afgreiðsla. Skýrsla borgarendurskoðunar sýnir fyrst og fremst að skipulagsmál Reykjavíkurborgar eru í molum. Boðleiðirnar eru allar stíflaðar. Al- þýðublaðið hefur margsinnis bent á það í leiðurum blaðsins, að Reykjavíkurborg hefur liðið af áratugalangri valdasetu eins flokks. Slík einræðisvöld, sérstaklega í höndunum á sterkum, pólitískum borgarstjóra, bjóða hættunni heim. Perluhneykslið sannar þessi orð. Það eru einmitt einkenni einræðiskerfis að enginn er ábyrgur nema einna helst einræðisherrann. Undirmennirnir verða hræddar leik- brúður, boðleiðirnar verða að skipunum úr einni átt, ákvarðanir teknar af fáum eða jafnvel einum og stjórnskipulagið missir fram- kvæmdagetu sína og gildi. Stjórnarandstaðan, sem lifir í endalaus- um minnihluta, verður smám saman máttvana og marklaus og ger- ræðislegar ákvarðanir einræðisherranna verða með tímanum að eðlilegu lögmáli. Þess vegna snýst Perluhneykslið ekki aðeins um ábyrgðarlausa sóun á fé borgarbúa, það endurspeglar mein einræð- isvaldsins og sannar að alræðisstjórnun getur vel þrifist í lýðræðis- þjóðfélagi, ef réttar aðstæður eru fyrir hendi. Þetta er kjarni Perlu- hneykslisins, sem borgarbúar verða að horfa á. — IM FÖSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR Ólafur Ragnar í fleirtölu Framfarirnar í líffræðinni hafa verið svo miklar að manni skilst að hægt sé að framleiða mörg ein- tök af sömu lífverunni. Þetta er hægt að gera við bakteríur en eng- ar staðfestar fréttir hafa verið um að hægt sé að gera þetta við fólk. Það er kannski eins gott því mjög fáir eru svo fullkomnir að maður þoli þá í meira en einu eintaki. En nú er svo komið að eina leið- in til að útskýra ákveðnar breyt- ingar í íslenskri pólitík er sú að gera ráð fyrir að Ólafur Ragnar hafi farið í einhvers konar líffræði- lega fjölritun. Þessi fjölföldun hefur trúlega gerst í ársbyrjun 1991. Öðruvísi er ekki hægt að skýra alla samningana um skóiabygg- ingar, sem undirritaðir voru á fundum Alþýðubandalagsins um allt land. Nýlegar rannsóknir sýna að sama rithönd, sömu fingraför og sama viðhorf til skattpeninga birt- ist á öllum samningunum. Fjölmargar ljósmyndir og sjón- varpsviðtöl sýna menn sem eru svo nauðalíkir Ólafir Ragnari að þeir eru greinilega af sama erfða- stofni. Það er hins vegar Ijóst af því að líta á íslandskortið og klukkuna og fjölda undirskriftanna að sami maðurinn getur ekki hafa verið á öllum stöðunum. En hvers vegna er hann til á lag- er og hvenær hefur þetta gerst? Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi einfaldlega ákveðið þetta sjálfur enda ekki kunnugt um aðra sem gætu hafa viljað meira en einn af honum. Trúlega hefur þetta gert honum auðvelt fyrir við að halda stöðu sinni innanflokks að geta talað samtímis tveimur tungum. Með samanburði á afstöðu Ólafs Ragnars fyrir og eftir kosningar kemur einnig í ljós að ósamræmis gætir í afstöðu hans til stórmála. Fyrir kosningar studdi hann ál- málið, EEiS og GATT. Nú er hann á móti þessu öllu. En hver er hinn sanni Ólafur? Vill einhver eiga orginalinn? Vit- um við hver hann er? Nei. Við Ólafi blasir nú það verkefni að finna sjálfan sig. Eins og kameljóniö er Ólafur Ragnar síbreytilegur. Það er engu líkara en hann hafi farið í einhverskonar líf- fræðilega fjölritun. Reykvíkingar Senn verða þeir hundrað þúsund! Þann 1. desember vantaði 347 íbúa til að Reykvíkingar næðu að verða hundrað þúsund tals- ins. Einhverntíma í vor eða sum- ar má búast við að þeirri tölu verði náð. Það fer að sjálfsögðu eftir því hversu duglegir höfuð- borgarbúar verða að uppfylla borgina, — svo og hver þróun verður í aðflutningi til borgar- innar frá öðrum byggðum land- ins. Langflestir íbúar eru í Breiðholts- hverfum Reykjavíkur, rétt rúmlega 10 þúsund í Hóla- og Fellahverfi, 4.200 í Bakkahverfinu og 9 þúsund í Seljahverfi. Konur í Reykjavík eru 2.700 fleiri en karlar. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru íslendingar þann 1. desember síðastliðinn 259.581 talsins, karlar 751 fleiri en konur. EjimniiksiiM 1|É!I ' |* fl 1 i ICI 1 ál|l Íli «sl~ 1 |‘.j ír *SBI . f - fl Sjflpjl ip REYKJAVÍK - íbúar senn á annað hundrað þúsund

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.