Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 8
 Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TMHUSGOGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 MMÐIIBLftDID Kísiliðjan við Mývatn Þetta er tilfinningamál - segir Róbert B. Agnarsson í Kísiliðjunni „Þessi mál eru mikil tilfinn- ingamál fáeinna háværra rnanna. Hér komast engin rök að. Flutningurinn á seti er óskil- greint mál, óljóst og mjög flók- ið,“ sagði Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunn- ar við Mývatn, í gær. Fyrirtækið og starfsemi þess fer fyrir brjóstið á sumum, og hafa afar dýrar rannsóknir verið gerðar til að kanna ávirðingar í garð kísiltökunnar úr vatninu. Ró- bert sagði að óheppilegt væri að ákvörðunum væri frestað, starfsmenn, sem eru um 60, vildu frið um fyrirtækið. Framundan eru rannsóknir á set- flutningum í Mývatni. Miklar deilur hafa staðið um alllangt skeið um kís- ilgúrvinnsluna við vatnið og sitt sýnst hverjum um þá vinnslu. Iðn- aðarráðherra ákvað að höfðu sam- ráði við umhverfisráðherra á dög- unum að framlengja námaleyfi Kis- iliðjunnar hf. til 31. mars næstkom- andi, en ákvað jafnframt að hafnar yrðu frekari rannsóknir. Mældir verða straumar og magn uppleystra efna í vatninu og gert reiknilíkan til að lýsa straumum og setflutningum. Samhliða þarf að rannsaka áhrif setflutninganna á fæðuvef vatnsins og mikilvægi sets- ins sem fæðu fyrir dýr. Skipaður verður ráðgjafarhópur til að gera tillögur um rannsóknar- áætlun og skipulag rannsóknanna og er gert ráð fyrir að hópurinn skili áliti sínu fyrir 15. mars næstkom- andi. Hópnum verður einnig falið að gera tillögur um takmarkanir á námaleyfinu meðan á rannsóknum stendur. I þessum mánuði mun verða hald- inn fundur með sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir og Náttúru- verndarráði til að fjalla nánar um rannsóknir sem fram fóru á vegum sérfræðinganefndarinnar, og nauð- synlegar framhaldsrannsóknir sam- fara áframhaldandi námavinnslu. Samráðsfundir ráðuneytanna verða haldnir þegar tillögur ráðgjaf- arhópsins liggja fyrir. Ákvörðun um breytingar á takmörkunum á náma- leyfi og um rannsóknaráætlun verð- ur tekin fyrir 31. mars 1992. Vinniogstölur laugardaginn (jYtt) (32){3 4. jan. 1992 (2 7j 7)1^^ V,NN,NG*H | vlw[,£gUA UPPHÆD A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 | 0 6.935.244 2.4 TÆ 1 733.966 3. 4af5 I 185 6.843 4. 3af5 | 5.839 505 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.883.860 Stóri kosturinn við að greiða a.m.k. helming ferðakostnaðar með VISA eða VISA-raðgreiðslum fyrir brottför er sá að þú og fjölskylda þín nýtur FERÐATRYGGINGAR VISA á öllum ferðalögum - jafnt innanlands sem utan: A FERÐASLYSATRYGGING alltaðUSD 100.000 A SJÚKRATRYGGING allt að USD 25.000 A ENDURGREIÐSLA ORLOFSFERÐAR ef stytta þarf ferð áður en hún er hálfnuð, vegna slyss eða veikinda A HEIMSÓKN AÐ HEIMAN eða HEIMFLUTNINGUR ef alvarleg veikindi steðja að A VIÐLAGAÞJÓNUSTA OG NEYÐARHJÁLP allan sólarhringinn - árið um kring EUROP ASSISTANCE Með einu símtali átt þú kost á aðstoð og ráðgjöf 200 umboðsmanna í 160 löndum. Ef eitthvað bjátar á eru þeir sannir vinir í raun. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF VISA-VIÐAUKATRYGGING fæst með einu símtall: A Farangurstrygging A Ferðarofstryggfng A Ábyrgðartiygging A „Heilt-heim"-tiygglng A Slysadagpeningar Einstakt tilboðsverð. Nánari upplýsingar og skilmálar fást hjá TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI HF. (sími 91-26466) og Vaktþjónustu VISA (sími 671769). Einnig á hinum 175 afgreiðslustöðum VISA-banka/sparisjóða og á ferðaskrifstofunum. VERND MEÐ VISA GREIÐSLUMIÐLUNHF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK * 3 <

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.