Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 1
- segir Össur Skarphéðinsson um kúvendingu Halldórs Ásgrímssonar í afstöðu hans til afgjalds á veiðiheimildum Hagrœðingasjóðs „Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, er búinn að skipta algjörlega um skoð- un í málinu. Það sýnir að í þessu máli láta þingmenn stjórnarandstöðunnar hentistefnu ráða. Ég er hálfsorgmæddur yfir þessari afstöðu þing- manns sem ég hef alltaf virt fyrir málefnalegar skoðanir og rökfestu og mér finnst þetta ótrúlegur hringlandaháttur hjá hon- um,“ sagði Össur í samtali við Alþýðublaðið í gær vegna þeirra ummæla Halldórs að gjaldtaka Hag- ræðingarsjóðs fyrir veiði- heimildir væri auðlinda- skattur. Össur Skarphéðinsson og Halldór Ásgrímsson deildu hart á þing í gær og í fyrradag þegar Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins var til um- ræðu. Deildu þeir um hvort það væri auðlindaskattur að taka afgjald fyrir veiðiheim- ildir sjóðsins sem færi til að kosta rannsóknir sjávarút- vegsins. „Framsóknarflokkurinn hefur löngum haft tvær skoð- anir í hverju máli,“ segir Öss- ur, „verið bæði með og á móti og stundum er sagt að hann sé opinn í báða enda. Halldór Ásgrímsson hefur hins vegar borið af öðrum framsóknar- mönnum í því að hann hefur verið sjálfum sér samkvæm- ari en þeir upp til hópa. Nú ber hins vegar svo við að hann er farinn að stunda pól- itíska loftfimleika sem felast í því að hann er, að því er mér virðist af hentistefnuástæð- ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, - Halldór er farinn að stunda pólitiska loftfinileika um, kominn á allt aðra skoð- un en áður um það hvort sala á veiðiheimildum sé auð- lindaskattur eða ekki." Össur segir að í maí 1990 hafi Halldór skilgreint auð- lindaskatt í þingræðu á Al- þingi með eftirfarandi hætti: „Auðlindaskattur gengur út á það að skattleggja greinina og taka til annarra þarfa sam- félagsins." „Nú er verið að ræða um það að taka afgjald fyrir veiðiheimildir sem fara til þess eins að kosta rann- sóknir sjávarútvegsins. Það er alls ekki það sem þing- maðurinn kallar „aðrar þarfir samfélagsins". Því er ekki hægt að kalla þetta auðlinda- skatt samkvæmt skilgrein- ingu Halldórs," sagði Ossur ennfremur. Þá benti Össur á að Halldór hefði sagt orðrétt á þingi þann 28. nóvember sl.: „Eg ætla mér ekki að kalla þessa breytingu sem nú er verið að fara í auðlindaskatt." Nokkr- um dögum síðar segir Hall- dór í nefndaráliti að hér sé verið að stíga „fyrsta skrefið til að afla tekna í ríkissjóð af sölu veiðiheimilda og að koma á auðlindaskatti". í þingræðu í fyrradag sagði Halldór svo orðrétt: „Ég tel þetta auðlindaskatt, að því leyti sem hér er um skatt að ræða sem fer til sameigin- legra viðfangsefna ríkisins." Össur segir að með þessu sé fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra búinn að fara heilan hring og „lýsir hentistefnu Framsóknarflokksins í hnotskurn, sem skiptir um skoðun eftir því hvernig vind- ar blása hverju sinni". Veröld sem var • • ONNUR STÆRSTA FERÐA- SKRIFSTOFAN FALUN Svavar Egilsson, stærsti eigandi Ferðamiðstöðvar- innar Veraldar, gekk í gærdag á fund Grétu Bald- ursdóttur borgarfógeta til að lýsa fyrirtæki sitt gjald- þrota. Ekki tókst þó betur til en svo að gera þurfti forstjórann afturreka með beiðnina, ýmsum formsat- riðum hafði ekki verið full- nægt. Þar sem Veröld er hlutafé- iag þarf að fylgja slíkri beiðni yfirlýsing meirihluta fram- kvæmdastjórnarinnar um gjaldþrotsbeiðnina. Gréta Baldursdóttir tjáði Alþýðu- blaðinu síðdegis að búast mætti við fullnægjandi gjald- Þrír nýir menn hófu störf við forsætisráðuneytið á hinu nýja ári. Ólafur Davíðsson, hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda, var skip- aður ráðuneytisstjóri, — en Albert Jónsson, stjórnmála- fræðingur og áður fyrr frétta- maður við Sjónvarpið, og Guðmundur Jónsson stjórn- málafræðingur voru skipaðir deildarstjórar í ráðuneyti Davíðs. Ráðningarnar voru stað- festar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á gamlársdag. Á þeim fundi staðfesti forseti íslands ennfremur ýmis lög, m.a. fjárlög ársins 1992. hjá Davíð Ólafur Davfðsson hagfræð- ingur þrotsbeiðni Veraldar síðar þann dag. Fulltrúar Verslunarmanna- félags Reykjavíkur mættu á vinnustað félaga sinna í Ver- öld í gærmorgun til að ræða þau alvarlegu tíðindi sem hér áttu sér stað. „Því miður er okkar fólk orðið allt of vant kringumstæðum eins og þessum, gjaldþrotin eru óhugnanlega tíð,“ sagði Pétur Maack hjá VR í gær. Hann sagði að félagið mundi gera allt sem hægt væri til að starfsfólk skaðaðist ekki af gjaldþrotinu. Pétur sagðist halda að Veröld hefði ekki verið í vanskilum með laun til starfsfólks, e.t.v. væri um að ræða siðustu mánaðarlaunin. Flugleiðir hf. fengu skammagusu í DV í gær frá Svavari Egilssyni sem sakaði fyrirtækið um að hafa komið Veröld á kaldan klaka. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi fé- lagsins, kvaðst í gær undr- andi á þessum ummælum. Þau væru gjörsamlega út í hött. Þvert á móti hefðu Flug- leiðir ákveðið að hlaupa und- ir bagga með Kanaríeyjafar- þegum Veraldar. í gærmorg- un fóru þannig utan 78 Ver- Ein af ágætum starfskröftum Veraldar yfirgefur vinnustað sinn í gærdag, atvinnulaus. A-mynd E.ÓI. aldarfarþegar á nýjum far- miðum sem Flugleiðir gáfu út þeim til handa. Veröld var stórtæk í sölu Kanaríeyjaferða í vetur og var með um 40% af sæta- framboði i Flugleiðavélum þangað. Margir hafa greitt inn á þessar ferðir, sumir að öllu leyti. Svavar Egilsson sagði í bréfi til Alþýðublaðs- ins í fyrrakvöld að Ferðamið- stöðin Veröld „væri þakklát Flugleiðum" fyrir aðstoðina. En við annan tón kvað í Dag- blaðinu Vísi í gær. Svavar Egilsson, sem fyrir nokkrum árum var umtalað- ur snillingur í fjármálum, virðist hafa farið of geyst í sakirnar í viðskiptum, trú- lega með lítið annað í hönd- unum en pappírsgögnin ein. Hann er nú gjaldþrota, en ekki er vitað um hversu mik- ið hann skuldar. Svavar ásak- ar Flugleiðir, jafnvel Press- una, sem skrifað hefur um umsvif hans. ALÞÝÐÝDUBLADID - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjovik - Simi 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.