Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 6
6 Föstudaqur 10. jartúar 1992 Stœrsti síldarsamningurinn við Rússa um árabil er annmörkum háöur Þurfum að lána Rússum 800 milliánir krána Stærsti síldarsamningur Síld- arútvegsnefndar við Rússa um langt árabil er í hðfn — ef Lands- bankinn tekur þá ákvörðun að gangast í ábyrgð gagnvart rúss- neska bankanum Vneshtorg- bank. Um er að ræða sðlu á 30 þúsund tonnum eða 300 þúsund tunnum af léttverkaðri, haus- skorinni og slógdreginni síld fyrir um 1.600 milljónir króna. Þetta svarar til um 40 þúsund tonnum upp úr sjó. Landsbankinn hefur gefið bolt- ann yfir til Seðlabankans, sem síðan gaf viðskiptaráðherra, Jóni Sigurðs- syni álit sitt á þeim hugmyndum að Landsbankinn lánaði Rússum 800 milljónir króna til að kaupa síldina. Ekki náðist í Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra í gærdag, en hann mun senn svara Landsbankanum hvað gera skal í stöðunni. Einar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar sagði í Morgunblaðinu í gær að okk- ur bæri skylda til að rétta Rússum hjálparhönd. Benti hann á hagstæð viðskipti okkar við Rússa um ára- tuga skeið og góð viðskipti Lands- bankans við rússneska ríkisbank- ann. Síldarútvegsnefnd hefur staðið að undanförnu í samningum við Rosv- neshtorgh, sem er fyrirtæki í eigu rússneska lýðveldisins. Síldaútvegs- nefnd segir að frá upphafi hafi það verið ljóst að áður en til slíkra við- skipta kæmi, yrði að nást samkomu- lag um viðskiptasamning milli ríkis- stjórna íslands og Rússlands. Snemma á síðasta ári hófst undir- búningur að gerð viðskiptasamn- ings milli ríkisstjórna íslands og Rússlands, sem lauk síðan í síðasta mánuði með gerð viðskiptasamn- ings og bókunar í Reykjavík. í samningi þessum er gert ráð fyr- irviðskiptum að andvirði 80 milljón- um Bandaríkjadala á samningstím- anum, tveim árum. Gert er ráð fyrir að Rússar kaupi aðallega saltaða síld, frystan fisk, lagmeti og ullar- vörur, þar af saltsíld fyrir 30 milljón- ir dollara. Samhliða viðræðum þessum um viðskiptasamning var unnið að fyr- irframsölu á vegum Síldarútvegs- nefndar á saltaðri síld. Árangurinn varð sá að fullfrágengin samnings- drög voru undirrituð af báðum aðil- um í byrjun desember síðastliðnum. Fyrirvari var á af hálfu Rússa að samkomulag gæti tekist milli banka rússneska lýðveldisins og Lands- banka fslands um greiðslufyrir- komulag. Þar stendur hnífurinn í kúnni eins og málið stóð í gær- kvöldi. Gömlu meist- ararnir á Kjarvals- stöðum Á morgun, laugardag, verða opnaðar tvær veigamiklar sýn- ingar á Kjarvalsstöðum. I vestur- sal og í forsal eru verk eldri meistaranna úr Listasafni Reykjavíkur og í austursal er úr- val verka eftir Jóhannes Kjarval. Samadag opnar sýning á Ijóðum eftir ísak Harðarson. í hópi gömlu meistaranna eru Ás- grímur Jónsson, Eyjólfur Eyfells, Finnur Jónsson, Gunnlaugur Briem, Gunnlaugur Scheving og Jóhann Briem svo örfáir séu nefndir, en alls eru þeir 16 og verk þeirra sem sýnd eru eru 58 talsins. IM 0/1UG LYSIXG/X K BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR nORGARTÚN 3 105 RF.YKJAVlK SlMI'26102 MYNDSENDIK 62.121!> Atvinnuauglýsing Borgarskipulag Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann sem fyrst. Starfssvið: Umsjón með teikninga- og skjalasafni stofnunar- innar og aðstoð við undirbúning funda skipulags- nefndar. Leitað er eftir manni með þekkingu á skjalavörslu og tölvuvinnslu og áhuga á skipulagsfræðum og arkitektúr. Umsóknum skal skila til Borgarskipulags Reykjavík- ur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 25. janúar nk. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur fyrir árið 1992. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi, mánudaginn 13. janúar 1992. Kjörstjórnin Auglýsing um viðtalstíma iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Hafnarfirði, 15. janúar 1992 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður með viðtalstíma miðvikudaginn 15. þ.m. á bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði frá kl. 10.00—12.00. Þeir sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma við ráð- herrann geta látið skrá sig á bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði í síma 53444. Iðnaðarráðuneytið, Viðskiptaráðuneytið, 8. janúar 1992. Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík árið 1992 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjald- anna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðla í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, veitir upp- lýsingar um álagningu gjaldanna, sími 18000. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári hafa fengið hlut- fallslega lækkun fyrirárið 1992. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, væntanlega í mars- eða aprílmánuði, og úrskurða endanlega um breytingar á fasteignaskattinum, m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegarfengið lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. 1. nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um niðurstöðu, ef um breytingu verður að ræða. Borgarstjórinn í Reykjavík, 8. janúar 1992. Reykjavík Svæðisstjórn málefnafatlaðra í Reykjavík leítar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli fatlaðra. Um er að ræða tvær íbúðir í einbýlishúsi, samtals um 300 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteigna- mat, afhendingartíma og söluverð, sendist eigna- deild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 18. janúar 1992. Fjármálaráðuneytið, 8. janúar 1992. Verðkönnun — Ljósritunarvélar Verkefnisstjórn Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir verðtilboðum í Ijósritunarvélarfyrir Ráðhús Reykja- víkur. Gögn fást afhent á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík. ~\ÍST* Til sölu fjölbýlishús að Grænási 1—3 í Njarðvík Kauptilboð óskast í fjölbýlishús að Grænási 1—3, Njarðvík. Um er að ræða 3 hús með 8 íbúðum hvert. Brúttó flatarmál hvers húss er 905,6 m2 og brúttó rúmmál 2807 m3. Brunabótamat allra bygginganna er kr. 117.838.000,- Ibúðirnar verða til sýnis í samráði við Arnbjörn Ósk- arsson hjá Flugmálastjórn, Keflavíkurflugvelli (sími 92-50625 v. og 92-12757 h.) Tilboð í einstakar íbúðir eða öll húsin, er greini heildarverð og greiðsluskilmála, sendist Innkaupa- stofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þann 24. janúar 1992. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RIKISINS DORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK Laus staða gjaldheimtustjóra Staða forstöðumanns Gjaldheimtunnar í Reykjavík er laus til umsóknar. Borgarstjórn Reykjavíkur skipar í stöðuna. For- stöðumaður skal vera embættisgengur lögfræð- ingur. Staðan veitist frá 1. mars 1992 og ber að skila umsóknum til borgarstjórans í Reykjavík eigi síðar en 30. janúar nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, 9. janúar 1992. Útboð Þingvallavegur, Alftavatn — Búrfellsvegur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 3,64 km kafla á Þingvallavegi. Helstu magntölur. Fyllingar og neðra burðarlag 30.000 m3 og fláafleygar 6.000 m3. Verki skal lokið 15. júní 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík, (aðalgjaldkera) frá og með 13. janúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. janúar 1992. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.