Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 24. júlí 1992 fmiiiiiímiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Jómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Amundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 FÖSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR CODFATHER Kópavogur á kúpunni Kópavogsbær riðar á barmi gjaldþrots. Peningaleg staða bæjarins er neikvæð um hálfan annan milljarð króna. Heildarskuldir bæjar- ins voru komnar yfir 2,7 milljarða króna um síðustu áramót og nettóskuld bæjarins yfír l,5 milljarð króna eða sem svarar 106% af skatttekjum bæjarins. Og áframhaldandi stórfelldri skuldaaukningu er spáð hjá bænum. Halldór Jónsson, annar endurskoðandi bæjar- reikninga, segir í athugasemdum sínum við reikninga bæjarins að núverandi meirihluti Kópavogs muni stefna áfram að framkvæmd- um við gatnagerð og holræsi og vart verði slegið af framkvæmdum á kosningaárinu 1994. „Spá mín er því sú, að skuldir Kópavogs muni nema 3,6 milljörðum í árslok 1993 en tekjur verði 3,1 millj- arður eða svipað hlutfall og nú er. Ég áætla að peningaleg staða verði neikvæð um 2,2 milljarða.“ Sé skuldastaða Kópavogs borin saman við sveitarfélög af svipaðri stærðargráðu kemur hin bágboma fjárhagsstaða Kópavogsbæjar skýrlega í ljós. Kópavogur skuldar um 200% meira á hvem íbúa en hin sveitarfélögin. Skuldir í árslok námu 163 þúsund krónum á hvem íbúa í Kópavogi. Og áfram er stefnt út í skuldafenið. Sigurð- ur Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs og fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjóm, sagði í viðtali við báðar sjónvarpsstöðvamar sl. mið- vikudag að hann hefði engar áhyggjur af skuldastöðunni, því bær- inn væri að fjárfesta í miklum íbúðabyggingum og framkvæmdum þeim tengdum sem skila muni margföldum tekjum til baka. Það kann vissulega að vera rétt hjá bæjarstjóranum að fleiri bæjarbúar skili meiri tekjum til bæjarins. Hitt er annað mál að einhver skyn- semi þarf að vera í hraða framkvæmda, fjárútlátum þeirra vegna og áætluðum tekjum á móti. Spumingin er auðvitað, hvort eitthvað vit hafi verið í þessari gríðarlegu byggingarþenslu á skömmum tíma sem komið hefur bæjarfélaginu á barm gjaldþrots. Ábyrgur bæjarstjóri hefði að sjálfsögðu haft áhyggjur af slíkri stöðu, svo ekki sé meira sagt. Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, segir réttilega í viðtali við Alþýðublaðið í gær að það sé engu líkara en að núverandi meirihluti bæjarstjómar stjómi eftir mottói Lúðvíks 15. Frakklandskonungs: Það lafir meðan ég lifi. okuldir Kópavogsbæjar hafa meira en tvöfaldast á tveimur síðustu ámm og skoðanamaður meirihlutans spáir áframhaldandi skuldum. Þessi mikla skuldabyrði sem nú er að sliga Kópavogsbúa er auð- vitað til komin vegna pólitískra ákvarðana. Þær pólitísku ákvarð- anir hafa verið teknar af núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Minnihlutinn hefur ítrekað varað við hinum miklu og hröðu byggingaframkvæmdum í Kópavogi. Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi segir í viðtalinu við Alþýðu- blaðið að framkvæmdir þessa árs og næstu verði fjármagnaðar með lántökum sem þýði að skuldir bæjarins hafi eftir valdatíma Sjálf- stæðisflokksins með aðstoð Framsóknar aukist um 2-2,5 milljarða á kjörtímabilinu. Samkvæmt skilgreiningu félagsmálaráðuneyt- isins er skuldastaða Kópavogs komin á hættustig. Á síðasta ári fór allt fjármagn Kópavogsbæjar, sem eftir var til ráðstöfunar eftir hefðbundinn rekstur, til afborgana á lánum og dugði ekki til. 1 ryggvi Harðarson blaðamaður bendir réttilega á í fréttaskýringu í Alþýðublaðinu sl. miðvikudag að goðsögnin um ábyrga stjómum Sjálfstæðisflokksins á opinbemm fjármunum, sé endanlega rokin út í veður og vind. Fjármálabmðlið í Reykjavík kringum ráðhús og Perlu er þegar þekkt staðreynd. Nú bætist skuldahítin í Kópavogi við. Vanstjómun í fjármálum bæjarfélaga lendir auðvitað alltaf að lokum á bæjarbúum; Þeir borga brúsann. En sömu bæjarbúar verða að vera þess minnugir að þeir hafa líka valdið þegar að kosningum kemur. Þeir einir geta kosið um hvort þeir vilji að óábyrgir stjóm- endur hlaði á þá skuldum eða hvort þeir kjósa fulltrúa sem kunna betur með fé þeirra að fara. IM r^egar það var Ijóst að hvalir voru famir að höggva skarð í þorskstofninn ákvað Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra að hvalimir yrðu að víkja. Og þegar það varð ljóst að Islendingar væm sjálfir famir að ganga nærri þorskstofninum ákvað Þorsteinn Pálsson að íslendingamir yrðu að víkja. Fyrir þorskinum verða allir að víkja. Meira að segja atkvæðin. l'etta er auðvitað alveg laukrétt niðurstaða hjá honum. Þorskamir hafa algeran forgang, þeir eru á aðalbraut. Þorsteinn gætir þorskanna. r að er sérkennilegt fyrir þjóð að upplifa það að vera svona háð einni dýrategund. Við lifðum það af að sfldin hvarf á sínum tíma. Og við höfum lifað af eitt eða tvö hrun loðnustofnsins. Og við myndum lifa af hmn Framsóknarflokksins. En við gætum ekki lifað af hmn þrosksins. Islendingur og þorskur em eitt. "orskurinn er mikilvægari okkur en flest líffæri mannslíkamans. Hægt er að lifa án nýma því maður fer þá í nýmavél og ef hjartað bilar er hægt að smíða gervihjarta. En það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir þorskinn, engin þorskvél eða gerviþorskur. r'orskurinn og maðurinn hafa líka svo sannarlega tekist á í gegnum tíðina með vitsmunum sínum. Við höfum sífellt haft yfirhöndina með nýjum nótum og netum, dýptarmælum og djúpsjám. En nú er mnnin upp stund hefndarinnar. Þorskurinn hefur náð undirtökunum. Hann hefur líf okkar allra á valdi sínu. Velgjum honum ekki undir uggum. Sá vægir sem vitið hefur meira. Fylgjum Þorsteini. Þorsteinn skilur þorskinn eins og faðir son. Faðir þorsksins. ^Anerísku indjánamir dóu út því sem næst með vísundahjörðunum. Nú minnast þeir gömlu dagana og hafa tekið nautin í guðatölu. Við gætum lent í því sama með þorskinn. I mannslíkamanum er heilinn eina líffærið sem ekki er hægt að bæta eða breyta. Þorskur og mannsheili em þá eins, ómissandi. HEYRT, SÉÐ & HLERAD HVAR ER FLOSI? I nýjasta tölu- blaði Pressunnar er hvorki að finna tangur né tetur af Flosa Ólafssyni sem verið hefur fastur dálkahöfund- ur síðan blaðið hóf göngu sfna. FIosi skrifaði ámm sam- an í sunnudagsblað Þjóðviljans og naut mikilla vinsælda. Árið 1987 yfirgaf Flosi Þjóðviljafley- ið og hreiðraði um sig á Alþýðublaðinu. Þaðan fór hann sem sagt yfir á Pressuna. í síðustu viku brá svo við að FIosi var færður úr heiðurssessi á blaðsíðu tvö og drekkt langt inni í blaðinu. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Pressunnar mun hafa tilkynnt á ritstjómarfundi um daginn að Flosi yrði látinn hætta. Og nú er sem sagt engin grein eftir Flosa. Löngum ferli lokið. í bili að minnsta kosti... HÆSTIRÉTTUR VANHÆFUR? Geir Waage formaður Prestafélagsins hefur nú höfð- að mál á hendur ríkinu í kjölfar þess að lögum um Kjaradóm var breytt og þannig urðu prestar af lang- þráðri launahækkun. Nú spyrja sumir hvort hæstaréttar- dómarargeti tekið málið til umfjöllunar af hlutleysi - þeir urðu líka fyrir barðinu á lögunum. Kannski er Evr- ópudómstóllinn eini hlutlausi dómstóllinn sem til greina kemur! ÞORSTEINI BÆTIST LIÐSAUKI Einn af helstu stuðningsmönnum Davíðs Oddssonar til langs tíma hefur verið Brynjólfur Bjamason í Granda. Brynjólfur var á sínum tíma framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins og gat sér gott orð þar, og hefur síðan þá verið orðaður við það merka ættarveldi sem tengist Kolkrabbanum. En það er athygli vert að meðan spenna vex milli Þorsteins Pálsson- ar og Davíðs þá hefur Brynjólfur þekkst boð sjávar- útvegsráðherra um að verða formaður nýrrar stjómar hinnar umdeildu Hafrannsókna- stofnunar. Margir em þeirrar skoðun- ar að með þessu hafi Brynjólfur skipt um fylk- ingu... SUMARFERÐ Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur efnir til sumarferðar til Vestmannaeyja helgina 15. til 16. ágúst n.k. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá að hætti Eyjamanna í félaginu. Upplýsingar í síma 29244 - Fjölmennum. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.