Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 24. júlí 1992
Góð gisting og
veitingar í
hjarta bœjarins.
Kynningartilboð!
SÍMI 96-11400 - MYNDSENDIR 96-27795
Auglýsing
Stööur framkvæmdastjóra svæöisskrifstofa í málefnum
fatlaðra í Reykjavík, Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörö-
um, Norðurlandi vestra, Noröurlandi eystra, Austurlandi
og Suöurlandi er lausar til umsóknar.
Æskilegt er aö umsækjendur hafi menntun og starfs-
reynslu á sviöi rekstrar og stjórnunar og þekkingu á
málefnum fatlaöra. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins. Stööurnar eru veittar frá 1. október n.k.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf, sendist félagsmálaráöuneytinu fyrir 20. ágúst
n.k.
Félagsmálaráöuneytiö,
22. júlí 1992.
Ferðist um
ísland
með Ferðafélaginu, eða hafið að minnsta
kosti Árbækur Ferðafélagsins með í för.
Árbækurnar eru ein besta íslandslýsing sem
völ er á.
Árbókin 1992 um óbyggðasvæðið milli
Eyjafjarðar og Skjálfanda hefur fengið
frábæra umsögn. Þið eignist hana um leið og
þið gerist félagar í Ferðafélaginu.
Árgjaldið er 3.000 kr.
Nánari upplýsingar eru veittar á nýju skrif-
stofunni:
Mörkinni 6,108 Reykjavík.
Sími 91-682533
Gangið í
Ferðafélag íslands
Hvað er hœgt að gera um
VERSLUNAR-
MANNAHELGINA?
Verslunarmannahelgin er á næsta
leyti. Að vanda hugsa sjálfsagt
mjög margir sér til hreyfings
þótt öðrum kunni að þykja þægilegra
að sitja heima í rólegheitum og hálf-
auðum bæjunum. Eins og áður verða
útihátíðir á helgi verslunarmanna víðs
vegar um land. Ekki vilja þó allir í
skarkala útihátíðanna en kjósa sér þess
í stað rólegri staði til að njóta útivistar.
Það þarf ekki að taka það fram að
fólk fari varlega um vegi landsins á
þessari mestu umferðarhelgi ársins.
Við munu hér á síðunni greina frá úti-
hátíðum landsins og ýmsum öðrum
þeim ferðamöguleikum sem fólki
stendur til boða um verslunarmanna-
helgina. Það er ekki vonum seinna að
fara að ákveða sig hvert skala halda
ætli menn á annað borð úr bænum um
næstu helgi.
Þjóðhátíð í Eyjum
Vestmannaeyingar munu halda sína
árvissu þjóðhátíð í Herjólfsdal um
verslunarmannahelgina. Hátíðin er
haldin á vegum Iþróttafélagsins Þórs.
Þar mun hljómsveitimar Sálin hans
Jóns míns, Tobmobil ásamt Geira Sæm
og Pétri Kristjánssyni og Eyjahljóm-
sveitin Presto leika fyrir dansi.
Auk þess verða ýmis skemmtiatriði í
boði. Dixí bandið, Vinir Ola, Jóhannes
Kristjánsson og Lúðrasveit Vest-
mannaeyja, harmonikkuleikarinn Örv-
ar Kristjánsson, trúbadoramir Richard
Scoble og Siggi Kristins, söngavara-
keppni, bama dansleikir, hollenskt - ís-
lenskt trúðaatriði fyrir böm á öllum
aldri, Húkkaraball í Samkomuhúsinu á
fimmtudagskvöld, knattspyma, bjarg-
sig og glæsileg flugeldasýning verður
fólki þar til skemmtunar. Þá mun verða
þar varðeldur og brennusöngur undir
stjóm Áma Johnsen.
BSI mun verða með ferða frá
fimmtudegi fram á þriðjudag á milli
Reykjavíkur og Þorlákshafnar og síðan
með Herjólfi til Eyja. Slíkur pakki með
aðgangseyri að þjóðhátíðinni kostar
9.000 krónur. Böm yngri en 13 ára fá
frítt inn á svæðið séu þau í fylgd með
fullorðnum.
Galtalækur
Bindindismótið verður á sínum stað
í Galtalækjarskógi. Það er haldið á veg-
um íslenskra ungtemplara og Stórstúku
Islands. Verðið á hátíðina er hið sama
og í fyrra, 5.000 krónur, 4.500 kr. fyrir
unglinga en frítt fyrir böm 12 ára og
yngri.
Það verða Sléttuúflamir sem munu
halda uppi ljörinu ásamt 6 unglinga-
hljómsveitum, Busunum frá Stykkis-
hólmi, Mozart var ýktur, Spaði, Gott,
Tess, Blimt og Mind in Motion.
Til skemmtunar verður Háðflokkur-
inn, Raddbandið, 5 unglingahljóm-
sveitir, Ingiríður Á, trúðar, míni golf,
flugeldasýning, kvöldvökur, ævintýra-
land, ratleikir, gönguferðir og margt
fleira.
Eldborg '92
Kaldármelum
Eldborg '92 verður haldin á Kaldár-
melum á Snæfellsnesi, sem er 30 km
fyrir vestan Borgames, skammt frá
Heydalsvegamótum er haldin á vegum
HSH. Þar munu hljómsveitimar Síðan
Skein Sól, Ný Dönsk, Júpiters og KK
bandið leika auk þess sem 7 unglinga-
hljómsveitir munu koma ífam.
Ómar Ragnarsson, hæfileikakeppni
Hemma Gunn, aflraunasýning,
stjömulið Ómars Ragnarssonar gegn
Rokklandsliðinu í fótbolta, vítaspymu-
keppni allra tíma, leikir, glens og gam-
an og óvæntar uppákomur mun verða
mótsgestum til afþreyingar. Diskó í
Rave risatjaldi með Ajax, Fusane,
Mind in Motion, T-World ásamt skíf-
uknöpunum Grétari G., Margeiri, Frí-
manni, Áma Einari, Himma og Jökli
munu einnig skemmta fólki.
Verð á Eldborgina er 5.900 kr.,
4.900 fyrir unglinga en frítt fyrir böm.
Pakkaferð með rútu frá Reykjavík
kostar 7.900 krónur og eru þær á veg-
um Sérleyfisbíla Helga Péturssonar.
Síldaraevintýri á Siglufirði
Siglfirðingar em famir að halda
reglulega hátíð til að minnsta síldaræv-
intýrisins hér á ámm áður. Þar mun
fara fram sfldasöltun á Drafnarplani,
útiskemmtanir verða á sviði í miðbæ
staðarins. Þá verður síldardansleikur,
landlegudansleikur og dansað bæði úti
og inni. Uppákoma verður í Hvanneyr-
arskála og Skarðsvegur opinn. Á Hótel
Læk er fyrirhuguð stórkostleg skemmt-
un fimmtudags og föstudagskvöld.
Myndlistarsýning Halla Haralds
verður uppi, knattspymuleikur „Old
boys“ milli Siglufjarðar og Sauðár-
króks, hestaleiga og Sirkus Arena
verða á staðnum.
Davfðsdóttir nuddari, Michael H.
Willcocks, Heilunarskólinn og séra
Rögnvaldur Finnbogason heldur úti-
guðsþjónustu. Þá verða kvöldvökur,
fjöldasöngur og varðeldur.
ÚÍA-útihátíð að
Eiðum
Eiðahátíð er á sínum stað og að
vanda er hún á vegum ÚÍA. Aðgangs-
eyrir að hátíðinni er 6.ÍKI0 krónur.
Fjölmargar hljómsveitir mun halda
uppi fjörinu að Eiðum en þær em:
GCD, Stjómin, Jet Black Joe, Undir
Tunglinu, Af lífi og sál Ózon, Víkinga-
sveitin, Maggi og Graðnaglamir.
Eins verður boðið upp á ýmis
skemmtiatriði svo sem Eiðajötunn -
kraftakeppni, Magnús Ver kraftajöt-
unn, blautbolskeppni, Útvarp Eiðar og
söngvakeppni þar sem þátttakendur
syngja
Rútuferð frá Reykja-
vík fram og til baka kostar 7.200 krón-
ur en vilji menn fara yfir Kjöl kostar
ferðin 7.500 krónur og er þá nesti yfir
Kjöl innifalið.
Vík í Mýrdal
Haldin verður fjölskylduhátíð í Vík í
Mýrdal um verslunarmannahelgina.
Hún er haldin á vegum Björgunarsveit-
arinnar Víkverja og Ungmennafélags-
ins Drangs.
Skemmtiatriði til afþreyingar verða
varðeldur, fjöldasöngur og sameigin-
legt grill, íþróttakeppni og leikir fyrir
bömin, jeppakeppni, knattspyma fé-
laga í Vík, söngva- og danskeppni fyr-
ir bömin í Leikskálum, sigsýning í
klettum, hestaferðir, bátsferðir, útsýn-
isflug, vélsleðaferðir og skíðalyfta
verður í gangi á Mýrdalsjökli.
Ekkert kostar inn á svæðið en leiga
fyrir tjald, tjaldvagn eða hjólhýsi er
1.000 krónur fyrir nóttina. Klukku-
stundar bátsferð kostar 1.200 krónur,
útsýnisflug 4.000 krónur og vélsleða-
ferð á Mýrdalsjökul 3.900 krónur. Á
ball í Leikskálum mun miðinn kosta
1.440 krónur.
Snæfellsás ' 92
Fyrir þá hina andlega sinnuðu er
kjörið að halda á Snæfellsnesi og taka
þátt í útihátíð þar. Hún er haldin undir
yfirskriftinni „Mannrækt undir jökli" á
Brekkubæ, Hellnum og er á vegum
Nýaldarfólks. Aðgangseyrir á mótið er
4.000 krónur en rútuferð frá Reykjavík
og til baka aftur kostar 3.200 krónur.
Þeir sem em yngri en 14 ára fá frítt inn
á mótssvæðið.
Dagskrá Snæfellsáss '92 er með
nokkuð öðru sniði en á öðrum útihátíð-
um og hljóðar svo: Innlendir og erlend-
ir fyrirlesarar s.s. Dr. Molly Scott heil-
unartónlistarmeistari, Harold Hamm-
ond stjómar svitahofi að hætti Chu-
changi indíána. Garðar Björgvinsson
og Guðbjörg Sveinsdóttir kynna and-
legar leiðbeiningar Michael og Mi-
röndu, Úlfar Ragnarsson læknir, Guð-
rún Bergmann framkv.stj. Betra lífs,
Guðrún Óladóttir reiknimeistari, Öm
Jónsson náttúmráðgjafi, Þorsteinn
Barðason jarðfræðingur, Rafn Geirdal
nuddari, Finnbjöm Gíslason keríJs-
fræðingur, Guðlaugur bergmann, Ólöf
lag með GCD
og Stjóminni.
Ferð með rútu frá Reykjavík tekur
tvo daga. Sé farið austur um er náttað á
Höfn í Homafirði og kosta slík rútuferð
5.770 krónur. Sé farinn norðurleiðin er
stoppað á Akureyri og kostar sú ferð
5.900 krónur. Þá verða rútuferðir á úti-
hátfðina frá ýmsum stöðum á Aust-
fjörðum.
ffivintýraferðir
Fyrir þá sem kjósa að halda sig utan
skarkala útihátíðina um verslunar-
mannahelgina em ýmsar ferðir í boð á
vegum BSÍ.
1. Ferð frá Reykjavík um Sprengis-
and til akureyrar með fullu fæði og
leiðsögn.
2. Ferð frá Reykjavík um Fjallabak
nyrðra og í Skaftafell þar sem margt er
að sjá í tiltölulega stuttri ferð.
3. Ferð frá Reykjavík um Sprengis-
and til Mývatns og er þar bæði boðið
upp á leiðsögn og fæði.
4. Ferð frá Reykjavík í eina falleg-
ustu náttúmperlu Islands, Landmanna-
laugar.
5. Ferð frá Reykjavík um Fjallabaks-
leið syðri og að Mælifelli en það er leið
sem ekki margir Islendingar hafa farið
um.
6. Ferð frá Reykjavík í Veiðivötn þar
sem fiskur er nógur og margt að sjá.
7. Ferð frá Reykjavík í Þórsmörk
sem er nú einn vinsælasti ferða manna-
staður íslendinga en ekki er víst að þar
verði mjög fámennt og rólegt.
8. Ferð frá Reykjavík á Snæfellsnes
og Snæfellsnesjökul í einn til þrjá daga.
Boðið er m.a. upp á siglingu um
Breiðafjörð ef verkast vill.
9. Fimm daga tjaldferð frá Reykja-
vík fyrir þá sem vilja upplifa hálendi
Island og fegurstu stað Norðurland.
Gist er í tjöldum en matur er innifalinn.
Allir þeir sem hugsa sér til hreyf-
ings um verslunarmannahelgina
ættu því að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. Þá getur fólk farið í styttri
ferðir um sína heimabyggð eða í ná-
grannabyggðir á eigin vegum því oft
leita menn langt yfir skammt.