Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. júlí 1992 5 víking í leit ab veislugestum Við gamla fjöruborðið í miðbæ Hafmarfjarðar er að finna Fjörukránna og Fjörugarðinn. Það er víkingurinn, Jóhannes Viðar Bjamason, sem rekur staðin og „kemur bara úr Reykjavík" eins og hann segir sjálfur. Mikið orð hefur farið af herleg- um víkingaveislum í Fjörugarðinum. Alþýðublaðið innti Jóhannes frekar eftir þessum víkingaveislum. „Ég tók við þessum stað fyrir rúm- unt tveimur ámnt. Ég var staðráðinn í að gera eitthvað til þess að lyfta staðn- um. Ég byggði því Fjörugarðinn hér við hliðina á Fjörukránni og fór að bjóða upp á sérstakar víkingaveislur fyrir jafn innlenda gesti og erlenda ferðamenn. Þessar veislur hafa verið gífurlega vinsælar. Ferðaskrifstofur koma mikið hingað með gesti sína en auk þess panta ein- stakir hópar hér víkingaveislur. Við höfum lagt geysilega mikið upp úr því, að hér sé allt sem iíkast því sem gerðist til foma þegar víkingar héldu sín blót eða veislur.“ Fjömgarðurinn er skreyttur með m.a. uppstoppuðum dýmm, skinnum og myndunt Hauks Halldórssonar af Bayeux reflinum sem er 70 m að lengd. Hann mun vera um 900 ára gamall og hangir enn uppi í bænum Bayeux í Frakklandi. Þykir refillinn eða vegg- myndin einstök lýsing á lífi víkinga og lifnaðarháttum. Myndimar lýsa því þegar Vilhjálmur hinn sigursæli heldur yfir Ermasund og leggur undir sig Eng- land árið 1066. - En það er ekki alltaf fyrirhanar- laust fyrir fjörugoðann að sœkja sína veislugesti, er ekki svo Jóhannes? „Það er rétt. Við leggjumst stundum í víking til að verða okkur úti um gesti. Hópar hafa verið teknir fanga í Heið- mörkinni og fluttir ánauðugir til hafnar í Kópavogi, síðan siglt með þá Hafnar- fjarðar og lent við bryggju sem byggð var af þeim Fjömmönnum fyrir vík- ingaferðir og siglingar. Enn hefur eng- in kvartað undan þessum strandhögg- um okkar enda gefum við okkar band- ingjum ávallt frelsi aftur. Villst á rútum Stundum fömm við í styttri víking eða hér rétt út á Standgötuna og leggj- umst á rútur fullar af ferðamönnum. Það hefur alltaf tekst vel utan einu sinni. Þá áttum við von á rútu og rúta kom og blikkaði á okkur þar sem við stóðum úti á götu. Við lögðum því til atlögu við rútuna í fullum herklæðum með okkar venjubundnu herópum. Það kom mikill skelfingarsvipur á bflstjór- ann og farþega rútunnar, sem vom eldri konur frá Þýskalandi. Kom þá í ljós að við höfðum lent á rangri rútu og því ekki furða að við skytum blessuðum konunum skelk í bringu sem áttu sér einskis ills von og voru á leið í Bláa Iónið.“ Jóhannes skýrði okkur frá því að Fjaran væri tvískipt hjá þeim. Annars vegar væri það Fjömkráin sem byði upp á rólega stemmingu við píanóleik og franskt eldhús. Hins vegar væri Fjörugarðurinn sent væri fyrir fjöl- mennari og fjörmeiri veislur, m.a. vík- ingaveislumar frægu. Gengilbeinur færa gestum mat og drykk og syngja fyrir gesti gömul þjóðlög og kviðlinga. Éins væri staðurinn ntjög vinsæll fyrir þorrablót enda væri hann 1.000 árum á eftir tímanum. Þar er borðað úr trogum og drukkið úr hornurn. Þá væri staður- inn orðinn vinsæll fyrir gæsapartí og hafði Jóhannes grun um að það kæmi til af því, að verðandi brúðir vildu blóta e %J\/einbjörn Beinteinsson alherjargoði fyrir framan Fjörugarðinn ásamt víkingum staðarins í kvöldsólinni í Hafnarfirði. Líkneski Þórs gnæfir fyrir ofan, haglega útskorið. fc#óhannes l/idar Björnsson, sjálfur Fjörugodinn, Viðar víkingur hin ógurlegi, mættur í öllum herklædum í Hellisgerði að leita fanga. frjósemisguðinn Frey á laun áður en gengið væri til hjónabands. - Ett er ekki guðlast að tigna hina fornu norrænu guð rétt við kirkjudyr Hafnarfjarðarkirkju ? Forn menning og trúarbrögð í leikbúningi „Hér er allt starfsfólk kristið þó við höldum minningu fomar íslenskrar menningar og trúarbragða uppi með leikrænum tilburðum og á lifandi hátt. Það flýr enginn sína fortíð enda á þjóð- in margt gott að sækja lil heiðinnar lffspeki. Má þar nefna dygðir eins og drengskap, orðheldni og vinfestu. Þá hefur Fjörugoðinn hér á staðnum, Viðar víkingur, gert fjölda vaikunnra manna og kvenna að heiðursvíkingum með tilheyrandi athöfn. Við sækjumst eftir berserkjum í okkar þjónustu, mönnum sem þekktir eru af því að bíta í skjaldarrendumar og öskra á óvinin ef svo ber undir. Þannig var t.d. Jón Bald- vin Hannibalsson gerður að heiðurs- víkingi á síðasta flokksþingi Alþýðu- ílokksins við afar hátíðlega athöfn.“ En hvemig hefur reksturinn geng- ið? „Hann hefur gengið vonum framar. Við em endalaust að reyna að brydda upp á einhverju nýju. Maður lætur sig dreyma um að geta reist hér veglegt hof eða víkingaskála að fomri fyrir- mynd, með langeldi og öllu tilheyr- andi. En umfram allt reynum við að sinna okkar gestum eins vel og okkur er mögulega unnt. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sýnt okkur ákaflega mikinn skilning og velvilja við af þróa okkar hugmyndir. Við höfum m.a. í samvinnu við bæinn tekið að okkur gamalt víkingaskip í fóstur frá Arbæjarsafni sem verið hafði í reiðuleysi og vanhirðu. Við notum það við víkingaferðir okkar og sjáunt um viðhald þess. Auk þess bjóðum hér upp á siglingar um höfnin og sjó- stangaveiði út á flóanum. Ég er því bjartsýnn á framtíðina og veit að hing- að á eftir að koma fjöldi manns í vík- ingaveislur, til að borða eða fá sér öl- krús á síðkvöldum", sagði Viðar vík- ingur hinn ógurlegi að lokum. Jión Baldvin Hannibalsson gerður að heiðursvíkingi á flokksþingi Alþýðuflokksins. Hér birtum uid lista yfir þá sem gerdir hafa uerið ao heiðurs- uíkingum í Fjörugarðinum Ingvar Viktorsson Guðjón Ingólfsson Björg Sigmundsdóttir Kristján Pétur Guðnason Benedikt Magnús Ólafsson Goði Sveinsson Ingimundur Sigurpálsson Guðmundur Árni Stefánsson Sigurður Pálmason Francois Sheter Hafdís Hákonardóttir Einar Rangstad Lars Ensell Jenný Magnúsdóttir Björgólfur Guðmundsson Albert Sveinsson Jostein Almervik Erlendur Hjálmarsson Seppá Silander Lena Hotinen Tma Hynynen Gunnar Sigurðsson Andres Pétursson Gylfi Ingvarsson Gunnar Jóhannsson Jón Jakob Jóhannsson Þorsteinn Jónsson Sverre Jóstein Bö Jón Baldvin Hannibalsson Haukur L. Hauksson Helgi Bjarnason Þorsteinn Erlingsson Grétar Guðmundsson Þórður Kr. Guðmundsson Össur Skarphéðinsson Þorvaldur Nóason Mr. Watanabe Halla Hulda Björgvinsdóttir Rauvola Kaija Harald Stenzer Seppo Kettunen Kristín Þórðardóttir Jacqueline Mer Rene Depierraz Mr. Pfunder Þorvaldur Jónsson Derrek Reed Egill Kolbeínsson Guðmundur Haraldsson Atli Hjartarson Niels Peter Nielson Helgi Kjartansson Hildigunnur Sæmundsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.