Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. júlí 1992 3 FRÉTTASÝRING: HRAFN JÖKULSSON Höfuðlausn Þorsteins Davíð Oddsson vildi klukkan hálf- átta í gærkvöldi engu svara þegar Al- þýðublaðið bað hann að staðfesta að til greina kæmi að hann bæðist lausnar fyrir Þorstein Pálsson ef hann hvikaði ekki frá hugmyndum sínum um að ein- ungis yrðu veidd 190 þúsund tonn af þorski á næsta veiðiári. Hins vegar staðfestu fimm af sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem Alþýðublað- ið talaði við í gær að þeir hefðu heyrt af þessum möguleika. En sem kunnugt er hefur Davíð lýst vantrú á tillögum og reiknilist Hafrannsóknastofnunar. Hann telur ekki rétt hefja uppbygg- ingu þorskstofnsins við þær erfiðu að- stæður sem þjóðarbúið glímir nú við og vill fremur að veiðamar séu miðaðar við að þorskstofninn minnki ekki. A grundvelli gagna Hafrannsóknastofn- unar jafngildir það veiðum upp á 220 þúsund tonn. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er það hins vegar óbifan- leg sannfæring Þorsteins að stofh- inn þoli ekki veið- ar umfram 190 þúsund tonn og hann hyggst stan- da og falla með þeirri tillögu. Sá möguleiki er jafnvel fyrir hendi að Þorsteinn gefi út reglugerð sem fer í bága við vilja meirihluta rikis- stjómarinnar en samkvæmt lögum er ákvörðun um kvótann í rauninni á valdi hans eins. um tegundum. Herbragð Þorsteins var einfalt en snjallt: Hann lagði til sömu þorskveiði og Haffannsóknastofnun, 190 þúsund tonn, en mun meiri veiði í öðmm tegundum. Þannig yrði kleift að vinna að mestu upp skerðinguna vegna þorskbrestsins, og í heild yrði aflamiss- ir milli ára ekki nema 3,33%. Að auki kom hann með tillögu um að nota 12 þúsund tonna þorskkvóta Hagræðingarsjóðs (sem lögum sam- kvæmt á að selja) til að bæta verst settu byggðalögunum þorskmissinn, þannig að ekkert þeirra sætti meiri skerðingu en 3,5% Matthíasi snúið í Trostansfirði Eftirgrennslan Alþýðublaðsins leid- di í ljós að á örfáum dögum kynnti Þor- steinn þessar hugmyndir nær öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á Davíð í mjög viðkvæmri stöðu. Hefur lítillækkað sjávarút- vegsráðherra opinberlega og rætt í innsta hring þann mögu- leika að Þorstein hverfi úr rikisstjórninni. Hins vegar hefur hann tæpast stöðu til þess innan þingflokksins. Herbragð Davíðs? Allir þingmenn flokksins sem Al- þýðublaðið ræddi við voru hins vegar á einu máli um að gerði Davíð alvöm úr hótun sinni yrðu afleiðingamar hrika- legar: „Ríkisstjómin í heild þyrfti þá ekki að kemba hærumar," sagði einn reyndasti þingmaður flokksins. „Form- lega getur Davíð gert þetta, en sam- kvæmt hefð verður þingflokkurinn að samþykkja slikt. Það gerir hann aldr- ei.“ Einn þingmaður taldi að ágreining- urinn væri ekki jafn djúpstæður og virt- ist við fyrstu sýn, heldur væri hér á ferðinni herbragð af hálfu forsætisráð- herra til að sýna sjávarútvegsráðherra hversu þunga áherslu hann legði á al- gert samráð við ríkisstjómina, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um kvóta næsta veiðiárs. Á þingflokksfundi Sjálfstæðis- manna í fyrri viku lenti Þorsteinn í miklum minnihluta með hugmyndir sínar. Aðeins Egill Jónsson studdi hann. Flestir aðrir þingmenn vom svip- aðrar skoðunar og forsætisráðherra um að heimila ætti að minnsta kosti 220 þúsund tonna þorskveiði, og sumir vildu meira. Þorsteinn einangrast Að þeim fundi loknum var Þorsteinn Pálsson mjög einangraður. Davíð Oddsson virðist hafa metið stöðuna svo, að hann ætti auðvelt með að knýja ráðherrann til að breyta afstöðu sinni, eða hverfa ella úr stjóminni. Ríkissjón- varpið hafði í kvöldfréttum í gær eftir Þorsteini að það hefði aldrei svo mikið sem hvarflað að sér að segja af sér ráð- herradómi. Mat náinna samstarfsmanna Þor- steins var að Davíð væri það lítt á móti skapi, ef honum gæfist færi á að losa sig við sinn gamla keppinaut úr stjóm- inni. Þegar Þorsteinn gerði sér hins vegar grein fyrir hversu tæpa stöðu hann var kominn í innan þingflokksins tók hann til óspilltra málanna. Svo virðist sem hann hafi ákveðið að verja af alefli tillögur Hafrannsóknastofnun- ar um þorskkvóta, en verið reiðubúinn til að semja um mun meiri veiði á öðr- landsbyggðinni, og virðast flestir hafa tekið þeim vel. Mestan sigur vann hann þó á fundi sínum með Matthíasi Bjamasyni og Einari Oddi vestur í Trostansfirði, en þangað flaug hann í vikunni. Þannig virðist sjávarútvegs- ráðherra hafa tryggt stöðu sína í þing- flokknum, og nánast komið málum svo fyrir að forsætisráðherra á mjög erfitt með að fá stuðning við lausnarbeiðni íyrir hönd Þorsteins Pálssonar. Sjávarútvegsráðherra kynnti jafn- framt ritstjómm Morgunblaðsins hug- myndir sínar, sem tóku þeim tveim höndum, og forsvarsmönnum í sjávar- útvegi sem sömuleiðis vom jákvæðir. Enn vantar samþykki krata Það er ljóst að Þorsteinn hefur mjög unnið á innan þingflokksins síðustu daga. Fimm af sex þingmönnunum flokksins af landsbyggðinni sem blaðið talaði við í gær gátu fallist á tillögur Þorsteins, með þeim fyrirvara þó að „stokkað yrði upp á nýtt“. I því felst að þeim byggðarlögum sem verst lentu í niðurskurðinum yrði bætt það upp með kvóta Hagræðingarsjóðs. Lokahnykkurinn hjá Þorsteini til að tryggja höfuðlausn sína er þó eftir: Hann þarf að fá samþykki Alþýðu- flokksins við hugmyndir sínar um Hagræðingarsjóð til að ná fram nauð- synlegum lagabreytingum án þess að til stjómarslita komi. Á síðustu dögum hefur hann því rætt við þingmenn flokksins um málamiðlun. Alþýðu- flokksmenn lögðu á sínum tíma mikla áherslu á lögfestingu sjóðsins, enda líta margir svo á að í honum felist fýrsta skrefið til veiðigjalds. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Alþýðublaðinu í gær að flokkurinn lokaði engum dyr- um. Ljóst virðist, að gæti málamiðlun um Hagræðingarsjóð orðið hluti af samkomulagi um breytta fiskveiði- stefnu, þar sem tekið er tillit til sjónar- miða flokksins um veiðigjald þá er Al- þýðuflokkurinn „til viðtals" eins og Jón Baldvin komst að orði. Munchausen dregur dilk Nær öllum þingmannanna varð tíð- rætt um ummæli Davíðs í DV í fyrr- dag, þegar hann likti Þorsteini við bók- menntaloddarann Munchausen barón. „Mér er mjög brugðið að sjá á hvaða stig samband Þorsteins og Davíðs er að komast. Það var ljóst í allan vetur að þeir töluðust mjög lítið við en þeir virt- ust geta unnið saman. Síðustu daga hafa hins vegar orðið alger umskipti og það hrikalegt að hlusta á Davíð líkja íyrrverandi formanni okkar við Mun- chausen loddarabarón," sagði þing- Útspil Þorsteins. Á nokkrum dögum virðist Þor- steini hafa tekist að tryggja sér stuðning meiri- hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þvertekur fyrir að hann muni segja af sér. maður úr yngri kantinum sem fyrst var kjörinn í fyrra. Munchausen-samlíkingin hafði farið fyrir brjóstið á fleirum. Gamalreyndur þingmaður, sem í upphafi taldi að Þor- Ólík heimavinna Einn af landsbyggðarþing- mönnum flokksins taldi að Davfð hefði látið það berast að hann myndi hugsanlega víkja Þorsteini úr stjóminni, „til þess að sýna fram á alvöru málsins. Davíð er harðskeytt- ur og taldi áreiðanlega eftir þingflokksfundinn í síðustu viku að hann hefði mikinn meirihluta þingmanna á sínu bandi. Á þeim fundi kom líka fram mikil andstaða við fyrstu tillögur Þorsteins. Þeir unnu heimavinnuna með ólíkum hætti næstu daga á eftir: Þor- steinn vann nýjar tillögur og er langt kominn með að vinna þeim brautargengi í okkar röð- um. Davíð hins vegar lét sér ekki nægja að h'tilsvirða Þor- stein opinberlega heldur lét það berast að dagar hans í stjóminni væru taldir ef hann beygði sig ekki. Það var slæm- ur afleikur svo nú er staðan að snúast við.“ Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem Alþýðublaðið talaði við í gær vom flestir mjög áhyggjufullir vegna sambands Davíðs og Þor- steins. Þegar rætt var um þann möguleika að Davíð biðjist lausnar fyrir Þorstein, eða með öðmm orðum reki hann úr stjóminni, var við- kvæðið: „Það má ekki gerast“, „það yrði hrikalegt“, „ég trúi því ekki“ og „ég get ekki hugsað það til enda“. steinn færi villur vegar í þorskmálinu, sagði: „Það er eitthvað meira en lítið að þeg- ar Davíð leyfir sér að líkja Þorsteini við trúð sem varð frægastur fyrir að draga sjálf- an sig á hárinu upp úr dýi'. Ef það er tilfellið, þá verð ég nú að segja að aðrir þurfa að draga sig upp úr dýi sem þeir hafa komið sér í - og þá er ég að tala um hárprúðari mann en Þorstein." VELKOMINA SUÐURNES Margt að sjá - margt við að vera! ELDSTÖÐVAR ♦ HRAUN ♦ FUGLABJÖRG ♦ FJÖRUR VITAR ♦ FORVITNILEGAR MINJAR ♦ BLÁA LÓNIÐ ♦ VEIÐI HESTALEIGA ♦ GOLF ♦ GÖNGUFERÐIR ♦ TJALDSTÆÐI S VEFNPOKAPLÁS S ♦ HÓTEL ♦ VEITINGASTAÐIR BÍLALEIGUR ♦ LEIGUBÍLAR ♦ HÓPFERÐABÍLAR Góður valkostur Skemmtiferð um Suðumes Fjölbreytt ferðaþjónusta Bókin Suður með sjó er hinn kjömi leiðsögumaður. Góða ferð! FERÐAMÁLASAMTÖK suðurnesja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.