Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 8
 — ð. 67 I Allar stærðir sendibíla SIMAVAKT ALLA DAGA TIL KL. 23.30 Sjávarútvegur Grandi rifar seglin Niðurskurður á þorskkvóta hefur í för með sér að minnsta kosti 150 milljón króna tekjumissi fvrir Granda hf., samkvæmt nýju frétta- bréfi fyrirtækisins. Þar segir Brynj- ólfur Bjarnason forstjóri að sam- drátturinn í fyrra hafi þýtt 250 millj- ón króna tekjumissi; aíls eru þetta því 400 milljónir á tveimur árum. Brynjólfur segir að þetta hljóti að segja til sín í rekstri, arðsemi og um- svifum Granda. En það er líka verið að stokka spilin upp á nýtt. Brynjólfur segir að meira verði sent af óunnum karfa á erlenda markaði, enda sé tap á vinnslunni í landi. Annar liður í up]> stokkuninni eru kaupin á frystiskipinu Örfirisey. Þá hefur verið ákveðið að sameina frystihúsin Grandagarð og Norðurgarð. I fréttabréfinu er haft eftir Sigurbimi Svavarssyni útgerðarstjóra, að hætta sé á að Grandi missi 1.700 lestir af þorski vegna niðurskurðarins. Isafjörður Ung- verskt kami- val Á niorgun, laugardaginn 25. júlí, verður opnuð í Slunkaríki ísafirði sýning á verkum ungverska lista- mannsins Miklos Tibor Vac/.i. Hann fæddist árið 1956 í Búdapest; árið sem föðurland hans var í heimsfrétt- unum vegna innrásar Sovéthersins og þýja hans. Miklos Vaczi lagði fyrst stund á myndlistamám við ungversku listaaka- demíuna. Eftir sex ára nám hlaut hann tveggja ára styrk til náms við ríkislista- skólann f Amsterdam árið 1981 og hann býr nú og starfar í Hollandi. Á sýningunni í Slunkaríki, sem er tólfta einkasýning Miklosar, sýnir hann þrettán Ijósmyndaverk og hefur gefið sýningunni heitið „Camival". efiti* IfoLtc Lamut Lctnl MinUHI Verslunin Ólympíuleikarnir Brassar bakaðir á sunnudaginn Eftir japl og jaml og fuður bak við tjöld heimspólitíkurinnar er loksins á hreinu að Islendingar fá að keppa í handbolta í Barcelona. Nú er 22 manna hópur á leiðinni til Granoll- ers á Spáni þar sem undankeppnin fer fram fram. Islendingar em í sterkum riðli en mæta „flóðhestunum" frá Brasilíu í fyrstu umferð á mánudaginn. Á mið- vikudaginn er það svo öflugt lið Tékka og Slóvaka; á föstudaginn Ungverjar og annan sunnudag Suður-Kóreu- menn. Hinn fjórða ágúst mætum við svo sjálfum heimsmeisturum Svía. Það er sem sagt erfitt prógramnt framundan hjá okkar strákum og líklega varhuga- vert að binda of miklar vonir við gullið 1ANPSBANKI í S L A N D S N * A • M • A • N Nýjungar í Námunni vegna breytinga á úthlutunarreglum LIN Orðsending frá Landsbanka íslands banka allra námsmanna. Náman markaöi, fyrir fjórum árum, upphaf að sérstakri þjónustu fyrir námsmenn. Tæplega tíu þúsund Námufélagar hafa verið virkir í því að aðstoða við þróun þjónustunnar. Nú boðar Landsbanki íslands tvær nýjungar í Námunni: Námureikningslán. Námureikningslán felst í stighækkandi yfirdráttar- heimild á Einkareikningi. Einnig gefst Námufélögum kostur á skuldabréfa- eða víxilláni henti það betur. Vextir á þessum lánum eru 1% lægri en námufélögum hefur staðið til boða hingað til. Vextir af Námu- reikningslánum greiðast aðeins af þeirri upphæð sem er í skuld hverju sinni. Námufélagar á 1. ári eiga kost á láni frá bankanum sem nemur allt að 90% af áætluðu námsláni LÍN - og þeir sem lengra eru komnir eiga rétt á allt að 100% láni. Sparivelta. Leggi Námufélagi inn á Spariveltu mánaðarlega í allt að 3 mánuði eða lengur á hann kost á láni sem nemur tvöföldum höfuðstól sparnaðarins. Þeir Námufélagar sem nýta sér þennan möguleika eiga kost á hagstæðari lánskjörum. Þjónustufulltrúar bankans veita allar nánari upplýsingar og ráðgjöf í tengslum við lánveitingar til Námufélaga. Einnig aðstoða þeir við gerð fjárhagsáætlunar. Kynntu þér kosti Námunnar betur í Fróðleiksnámunni, blaði Námufélaga, sem liggur frammi í öllum afgreiðslum bankans. Landsbanki íslands Banki alira landsmanna L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.