Alþýðublaðið - 04.09.1992, Side 8

Alþýðublaðið - 04.09.1992, Side 8
/3x67 Aílar stærðir sendibíla SÍMAVAKT ALLA DAGA TIL KL. 23.30 ÍLM Ð U BIJIDIII Einkadraugur forsetans - fjallað um draugagang á forsetasetrinu í dönsku blaði Danska blaðið Jyliandsposten, eitt víðlesnasta blað Danmerkur skrifar ítarlega um draugagang á forseta- setrinu að Bessastöðum. Blaðið segir að hinn vinsæli forseti Islands, Vig- dís Finnbogadóttir, sé ekki ein heima, meðan 21 árs dóttir hennar, Astríður Vigdísardóttir, sé við nám „einhvers staðar í Evrópu“ eins og það er orðað. Forsetinn vill ekki til- greina við hvaða háskóla dóttirin nemur, fremur en aðrir þjóðhöfð- ingjar. Forsetinn greinir blaðamanninum frá sögu Appollóníu Schwartzkopf, sem var trúlofuð dönskum amtmanni, Niels Furmann, í upphafi 18. aldar. Amtmaðurinn, sem Islendingum líkaði vel við, sigldi upp hingað án þess að giftast Appollóníu. Hún sigldi hinsveg- ar með næsta skipi og kom til Bessastaða. Þá kom í Ijós að Furmann ætlaði ekki að giftast stúlkunni. Hún klag- aði til konungs, sendi bréf, bæði með vorskipi og haustskipi, en fékk ekki svar. Talið var að stúlkunni hafí verið fyrirkomið með eitri. Vigdís segir blaða- manninum að hún telji að Appollónía hafi látist úr sorg. Bæði liggja þau í kirkjugarðinum á Bessa- stöðum, Appollónía og Furmann. Amtmaðurinn liggur á milli unnustunnar sem hann vildi ekki giftast, og dóttur ráðskonu sem kom með honum frá Dan- Vigdís og dóttir heima á Bessastöðum. mörku. Sagt er að það hafi einmitt verið dóttirin sem eitraði fyr- ir Appollóníu Schwartzkopf. Móðirin hafi aftur á móti gefið Bessastaðakirkju nokkra stóra ljósastjaka til að hreinsa sig af áburðinum. „I mörg ár töldu sumir sig verða vara við Appollóníu á Bessastöðum. Því miður hef ég aldrei orðið hennar vör, en ég lít á hana sem vinkonu mína“, er haft eftir forsetan- um. „Eg veit að hún er héma. Virðuleg, hvíthærð kona með mikla staðfestu og skap. Hún teflir skák, svo hún er greind heimsmanneskja. Furmann var góður maður, en hann vildi ekki giftast henni. Það er leitt þegar ástin leiðir til dauða. Það er erfitt að hafa stjóm á ástinni", segir Vigdís í viðtalinu við Jyllandsposten. Blaðið segir að ísland sé nánast par- adís yfimáttúrlegra fyrirbæra. Menn leggi vegi og götur með tilliti til álfa- byggða. Nokkur mannvirki hafi búið við vandamál vegna þess að arkitektar og verkfræðingar tóku ekki tillit til bú- staða huldufólksins. Ennfremur segir að Reykjavíkur- borg hafi látið útbúa kort þar sem bent er á 68 staði í borginni hvar álfar og huldufólk búa. Samkvæmt því korti er álfabyggð við sjálft stjómarráðshúsið, - og em þá nágrannar okkar hér á Alþýðublaðinu, sem okkur þykja að sjálfsögðu mikil tíðindi og merk. 1 4% ISLENSKT BERGVATN H F ■Æk ijð& W 9 W I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.