Alþýðublaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudaqur 27. október 1992 3 Glæpamaðurinn sem biargaði Hrafn Jökulsson skrifar SARAJEVO - stríðshrjáö land, þar sem glæpamaður og bófar hans hafa reynst vel í landvörninni - en það kostar líka sitt. Þetta er sagan af því hvemig óprútt- inn glæpamaður varð mesta stríðshetja Sarajevo; goðsögn sem alþýðan dýrkar en valdamennimir óttast. Hann er kallaður Júka og er liðlega þrítugur. Foreldrar hans vom múslímar en fáum sögum fer af samskiptum Júka og almættisins: hann lagði ungur út á refilstigu og þegar blóðbaðið hófst f Sarajevo hafði hann á sínum snæmm harðsvírað gengi bófa og ofbeldis- manna. Júka sérhæfði sig í innheimtu- þjónustu sem menn leituðu til þegar annað brást. Rukkaramir hans Júka vom ekki vatnsgreiddir lögfræðingar í gráum jakkafötum heldur vopnuð vöðvabúnt sem höfðu litla þolinmæði. Allir borguðu. Og hlutur Júka var auð- vitað talsvert hærri en gengur og gerist á venjulegum lögfræðiskrifstofum. Júka náði alltaf að smjúga úr greipum réttvísinnar og getur þannig með full- um rétti sagt núna að hann hafi aldrei verið dæmdur fyrir nokkum skapaðan hlut; hann viðurkennir fúslega að hafa starfað sem sjálfstæður atvinnurekandi á gráa svæðinu en þvertekur fyrir að hafa annað á samviskunni en að hafa hjálpað mönnum að endurheimta aur- ana sína. Ekki þar fyrir: íbúar Sarajevo láta sér fortíð Júka í léttu rúmi liggja. Hann er maðurinn sem bjargaði borg- inni. Blóðbaðið byrjar Hinn 6. apríl í vor var Sarajevo hneppt í helfjötra stríðsins. Serbar höfðu undirbúið sig af djöfullegri kost- gæfni; í hlíðunum umhverfis borgina höfðu þeir búið sér ótal hreiður fyrir geysilega öflugt stórskotalið, mikil- vægustu skotmörkin höfðu verið valin fyrir löngu og í einu vetfangi gátu þeir lokað öllum leiðum úr borginni. Serbar höfðu þannig strax í upphafi fullkomið kyrkingartak á Sarajevo. Eftirleikurinn átti aðeins að vera formsatriði. Þeir ætl- uðu að lama liinar litlu vamir Sarajevo með rækilegu sprengjubaði áður en skriðdrekasveitir yrðu sendar til þess að eyða síðustu mótspymunni. Örlög Sarajevo virtust ráðin. Fátt var um vamir, fámennar og vanbúnar sveitir stjómarhers Bosníu vom í hæsta máta raunalegar í samanburði við hina stórkostlegu og vel smurðu hemaðar- vél Serba. En eitthvað fór úrskeiðis hjá serb- nesku hemaðarsérfræðingunum. I þeirra áætlunum var ekki gert ráð fyrir þeim örvæntingarfulla eldmóði sem getur gripið menn, standi þeir and- spænis dauðanum. A þessari ögur- stundu, þegar öll sund virtust lokuð, urðu menn að velja. Margir flúðu eða fylltust lamandi skelfingu og vanmætti og neituðu að trúa skilaboðum dauða og tortímingar sem stórskotaliðið sendi. En svo voru þeir sem hvorki flúðu né gáfust upp: það em hetjumar f Sarajevo sem ég heyrði svo margar sögur af þann mánuð sem ég dvaldi í borginni í haust. Liðsmenn frægasta knattspymu- félags borgarinnar, tólf menn með sex hríðskotabyssur, vörðu heilt borgar- hverfi gegn yfirþyrmandi ofurefli skriðdreka og serþneskra hermanna. Tveimur mönnum tókst að hindra Serba í að komast inn í borgina á öðr- um stað; með því að halda uppi svo lát- lausri skothríð að ætla mátti að heilt herfylki væri til vamar. En það var Júka sem gerði útslagið. Einkaherinn Júka var alltaf sannfærður um að Serbar létu til skarar skríða í Bosníu- Herzegóvinu; en flestir landar hans neituðu að trúa því að þeirra biðu sömu örlög og Króata. Mörgum mánuðum áður en umsátrið hófst byrjaði Júka að safna að sér vopnum og liðsmönnum. Stjómarher Bosníu-Herzegóvinu var ekki til nema á pappímum en Júka var reiðubúinn. Og strákamir hans Júka voru hörkutól og reiðubúnir að fylgja foringja sínum íblindni. Þeir vorujafn- an þar sem bardagar vom blóðugastir og unnu jafnframt þrotlaust að því að uppræta hina öflugu fimmlu herdeild sem Serbar höfðu í borginni. Fimmta herdeildin er hugtak sem á rætur að rekja til borgarastyrjaldarinnar á Spáni og er notað um það fólk sem vinnur með óvininum. 150.000 Serbar bjuggu í Sarajevo; um það bil helming- ur þeirra yfirgaf borgina í vor, - margir þeirra taka nú þátt í því að sprengja Sarajevo út af landakortinu. En tugþús- undir Serba urðu eftir: sumir af holl- ustu við Bosníu- Herzegóvinu, aðrir vildu doka við og sjá hver hefði betur í hildarleiknum. „Dauðaflugið“ En þúsundir Serba vom samverka- menn árásarliðsins. Þeir höfðu fengið í hendur vopn áður en stríðið hófst (allt var þetta, sem fyrr sagði, vandlega skipulagt); og þeir skutu á vegfarendur út um glugga íbúða sinna. Engum var eirt, þannig voru mörg böm drepin með köldu blóði. I Sarajevo em ótelj- andi skilti sem vara við leyniskyttun- um. Júka vann frá upphafi að því, af tak- markalausri elju, að uppræta leyni- skyttumar. Menn hans hafa á keríis- bundinn hátt leitað að vopnum í íbúð- um almennings og þegar þeir klófestu byssumenn vom þeir yfirleitt drepnir á hroðalegan hátt; einatt fleygt út um glugga íbúða sinna. Þetta kalla íbúar Sarajevo „dauðaflugið". Umsátrið um Sarajevo hefur staðið í hálfan sjöunda mánuð og sveitir Júka em enn að eflast. Hann hefur nú sex til níu þúsund manns undir vopnum. í orði kveðnu em hersveitir Júka hluti af stjómarher Bosníu-Herzegóvinu en í raun em þær einkaherinn hans. Enda er Júka ekkert feiminn við að segja í blaðaviðtölum að hann sé valdameiri í Sarajevo en Alía Izetbegóvic forseti Bosníu. í tengslum við króatíska fasista Og hann er svo sannarlega vinsælli. Það kom einatt annar tónn í röddina þegar fólk sagði mér frá Júka, lotning- arfullur tónn og sigri hrósandi. Hann er líka mikið á ferðinni, hvortheldur hjá mönnum sínum í fremstu víglínu eða á götum borgarinnar (ég hiíti marga her- menn sem sögðu mér að þeir væru ör- uggari í fremstu víglínu en inni í borg- inni sjálfri þar sem sprengjunum rignir látlaust). Júka kann líka að nota fjölmiðla og sér til þess að fréttir berist af hetjudáð- unum. En það em lfka óteljandi sögu- sagnir á kreiki sem aulca við goðsögn- ina um Júka. Þannig veit enginn hvaða stöðu í hemum Júka gegnir; hann klæðist svörtum einkennisbúningi en ber hvorki stjömur né borða sem gefa tign hans til kynna. Sumir telja að Júka vinni með króatíska öfgamanninum Paraga, leiðtoga Réttlætisflokksins sem á hugmyndafræðilegar rætur í Ust- asha- hreyfingunni. í seinni heimsstyrj- öldinni, þegar Króatía var leppríki nas- ista, rak Ustasha hroðalegar útrýming- arbúðir. Réttlætisflokkurinn nýtur að- eins stuðnings 5-7% Króata en rekur eigi að síður öflugan her sem tók þátt í vömum Króatíu af grimmd og harð- fylgi. í öllu falli má telja víst að Paraga hafi á einhvem hátt stutt við bakið á Júka. Þeir em vinir frá gamalli tíð; þeg- ar Paraga, sem er lögfræðingur, hjálp- aði Júka að snúa á verði laganna. Stríðsgróðinn Júka er hetja alþýðunnar en til eru þeir sem bæði óttast hann og fyrirlíta. Þannig virðist Júka ekki með öllu frá- hverfur fyrra lífemi: menn hans hafa látið greipar sópa í verslunum og vöm- geymslum og svarti markaðurinn virð- ist að mestu leyti í höndum þeirra. í Sarajevo er sár skortur á öllum nauð- synjavömm. flestir lifa einvörðungu á hrísgrjónum, brauði og makkarónum. Kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir eru munaðarvömr sem aðeins er hægt að kaupa á svarta markaðinum fyrir svim- andi háar upphæðir. Pakki af sígarett- um kostar heil mánaðarlaun, kíló af kjöti kostar andvirði sex mánaðar- launa. Og öll kaup á svarta markaðin- um em gerð í þýskum mörkum; enginn lítur við hinum innistæðulausa gjald- miðli Bosníu- Herzegóvinu. Flestir fúlsa jafnvel við hinum almáttuga am- eríska dollar. Svarti markaðurinn veltir miklu hærri upphæðum en hið lamaða hag- kerfi Bosníu; Sarajevo er gósenland braskara og bófa. Og Júka er ekki bara bófi, heldur valdamesti maðurinn í Sarajevo, með ntörg þúsund hermenn á sínum snæmm. Þeir sem gagnrýna Júka (sem enginn þorir opinberlega) halda því fram að hann vilji alls ekki að stríðinu ljúki, hann sé orðinn fangi eig- in goðsagnar og þoli ekki tilhugsunina um að glata þeim völdum og gullnám- um sem stríðið hefur fært honum. „Það er ekki hæst að drepa mig!“ Hvað á svo að gera við Júka þegar stríðinu lýkur? Stjómmálamennimir óttast hann, og ekki að ástæðulausu, enda ólíklegt að hersveitir hans verði leystar upp. Sjálfur segir Júka (auðvit- að) að hann hafi ekki nokkum áhuga á að skipta sér af pólitík; hann ætli að setjast í helgan stein og langi ekki í völd eða vegtyllur. En Júka er nú bara rúmlega þrítugur og honum finnst al- veg áreiðanlega talsvert ánægjulegt að vera valdamesti maðurinn í Sarajevo og í guðatölu hjá alþýðunni. Þess vegna er Júka feigur. I hálfum hljóðum segja allir að Júka verði drep- inn, - ekki af Serbum, heldur flugu- mönnum stjómvalda í Bosníu. Hann sé orðinn of valdamikill og hættulegur. „Um leið og stríðinu lýkur fær Júka kúlu í bakið,“ sagði ungur hermaður við mig í Sarajevo; og bergmálaði al- mannaróminn. En Júka virðist ekki hafa lesið skrift- ina á veggnum. Kunningi minn frá austurríska sjónvarpinu var að taka viðtal við hann þegar sprengjum byrj- aði að rigna allt í kringum húsið. Júka vatt sér út og fylgdist með banvænum skeytunum lenda. Blaðamaðurinn kall- aði til hans að koma sér í skjól. Júka brosti og hrópaði á móti: „Það er ekki hægt að drepa mig!“ -\ UTBOÐ Suðurlandsvegur um Kúða- fljót. Vatnaveitingar 1992. Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í gerö 700 m langs varnargarös viö Kúöafljót. Helstu magntölur: Fyllingar 11.200 m3 og rofvörn 8.800 m3. Verkinu skal aö fullu lokið 1. janúar 1993. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aöalgjaldkera), frá og meö 26. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 9. nóvember 1992. Vegamálastjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.