Alþýðublaðið - 27.10.1992, Síða 4

Alþýðublaðið - 27.10.1992, Síða 4
4 Þriðjudagur 27. október 1992 Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fiskiþingi 75% útflutnings til EFTA- og EB-rik|cmna Á fískiþingi í sl. viku flutti Jón Sig- urðsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra ræðu þar sem hann undir- strikaði mikilvægi alþjóðaviðskipta fyrir íslendinga. Hann gerði EES- samningnum sérstaklega skil enda skiptir hann sjávarútveginn miklu. Hér verður vikið að þeim kafla ræðu hans sem snéri að þeim samningum. í upphafi vék Jón Sigurðsson að um- fangi viðskipta íslendinga við EB og EFTA-ríkin og sagði: ,,Nú er svo kom- ið að 72% af útfluttum sjávarafurðum fara til Evrópubandalagsríkja. Hlutur EFTA-ríkjanna er smár en sé honum bætt við hækkar hlutfallið í 75% eða þrjá fjórðu hluta útflutningsins. Svipað hlutfall gildir reyndar um vöruútflutn- ing okkar í heild.“ Þá gat viðskiptaráðherra þess að fyr- ir tuttugu árum hefði útflutningur til þeirra ríkja, sem væntanlega munu standa að EES, verið um helmingur út- flutningsins en væri nú kominn í 3/4 og færi enn vaxandi. Eins gat hann um stuðning Jan Ol- sen, norska sjávarútvegsráðherrans, við EES þrátt fyrir að hann væri and- vígur EB-aðild Norðmanna. Skýrði hann frá að Olsen hefði sagt að EES- samningurinn hefði úrslitaþýðingu fyr- ir norskan sjávarútveg. Bókun 6 Því næst vék Jón Sigurðsson að bók- un 6 við EB fríverslunarsamninginn og sagði m.a: „I bókuninni er kveðið á um tolla- ívilnanir fyrir íslenskar sjávarafurðir sem fluttar eru út til Evrópubandalags- ins. Sem dæmi um áhrif hennar má nefna að; tollar á frystum fiskflökum fóru úr 15% f 0, á nýjum, ísuðum eða frystum karfa úr 8% í 2%, á nýjum, ísuðum og frystum þorski, ufsa og ýsu úr 15% í 3,7%, á ferskri og frystri rækju úr 12% í 0, á niðursoðinni rækju úr 20% í 0, og á sfld og öðru tilreiddu eða niður- soðnu fiskmeti, að undanskildum niðurlögðum reyktum ufsa, úr 20% í 10%. Undanþegnar bókuninni eru ýmsar mikilvægar sjávarafurðir, eins og nýr og frystur flatfiskur, humar og söltuð ufsaflök. Auk þeirra féllu saltfiskur, skreið og ný, ísuð sfld utan bókunar- innar. Evrópubandalagið hafði fellt einhliða niður tolla af síðasttöldu vör- unum áður en fríverslunarsamningur- inn var gerður og af hálfu þess var í samningaviðræðunum fullyrt að þeir yrðu ekki teknir upp aftur. Þó var bandalagið ekki tilbúið af gefa út skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis.“ Þá gat viðskiptaráðherra þess að gildi bókunar 6 hefði minnkað þegar Evrópubandalagið ákvað í tengslum við inngöngu Spánar og Portúgals að taka upp á ný toll á saltfiski og saltfiskflökum. ís- lendingar fengu þó áfram að flytja þangað tiltekið magn af salt- fiski tollfrjálst. Nú er talið að fiíverslunar- samningurinn við EB nái til um 60% af út- fluttum sjávarafurðum en hlutfallið var talið um 70% við gerð samningsins. Aðgangur að markaði - afnám hindrana „Með EES-samn- ingnum verður Islend- ingum tryggður hindr- unarlaus aðgangur að mikilvægasta útflutn- ingsmarkaði okkar“, sagði viðskiptaráð- herra. „Auk tollalækk- ana eru í samningnum ákvæði um afnám ýmissa annarra hindrana, svokallaðra tæknilegra við- skiptahindrana. íslenskir fiskframleið- endur hafa t.d. fundið fyrir því að ríki eins og Grikkland og ftalia, beiti heil- brigðisreglum í sjávarútvegi beinlínis til að hindra innflutning. Með EES- samningnum mun það gerast að íslend- ingar þurfa að samræma heilbrigðis- reglur á þessu sviði að sameiginlegum reglum Evrópubandalagsins. Um verð- ur að ræða reglur sem ná til búnaðar skipa, löndunar, vinnslustöðva, með- höndlun ferskra og frystra sjávarafurða og almennt vinnslu og meðferð sjávar- afurða. Þetta þýðir að allt eftirlit með reglum á þessu sviði og útgáfa vottorða verður í höndum Islendinga en ekki Evrópu- bandalagsins. Stæði ísland hins vegar utan EES yrðu íslenskar vinnslustöðv- ar háðar leyfi Evrópubandalagsins til að fá að selja sjávarafurðir innan bandalagsins. Embættismennimir í Brussel kæmu hingað til að taka út stöðvar og þeim væri í sjálfsvald sett að dæma þær óhæfar. Ég er sannfærður um að öllum íslenskum framleiðend- um þætti afar slæmur kostur að vera of- urseldir slíku fyrirkomulagi. Það má ekki gleymast að ýmis konar viðskipta- hindranir hafa oft og tíðum víðtækari afleiðingar og eru mun erfiðari að yfir- stíga en tollar." Lækkun og afnám tolla Jón Sigurðsson ítrekaði að þegar samningurinn væri að fullu kominn til ífamkvæmda mundi hann tryggja ís- lendingum niðurfellingu 95-96% af sjávarafurðatollum á markaði EB- ríkja. „Til upprifjunar vil ég þó nefna að mesti ávinningurinn er varðandi; fersk flök, þar sem tollur lækkar úr 18% Í0, söltuð þorskflök, þar sem tollur lækkar úr 20% í 0, söltuð sfldarflök, þar sem tollur lækkar úr 16% í 0, þurrkaður saltfiskur, þar sem tollur lækkar úr 13% í 11,1% í byrjun næsta árs og í 3,9% 1. janúar 1997. Saltaður þorskur lækkar úr 13% í 0 frá næstu áramótum og sömuleiðis þurrkaður þorskur. Vegna tollalækkunar opnast nýir markaðsmöguleikar fyrir reyktan fisk, þar sem tollur lækkar úr 14% í 4,2%, tilbúnir fiskréttir, þar sem tollurinn lækkar úr 10% í 3%, ýmis konar skeldýr og fleiri afurðir sem ég ætla ekki að telja upp að þessu sinni. Þessi mikla lækkun á tollum færir okkur stórkostlega möguleika til ný- sköpunar í íslenskum fiskiðnaði, sem - ef rétt er á haldið - ætti að þróast frá frumvinnslu til háþróaðrar máltfða- framleiðslu. Samþykkt EES-samnings- ins er því stærsta atvinnumálið fyrir fólkið sem vinnur við fiskvinnslu á ís- landi.“ Óskoruð íslensk yfirráð Um fjárfestingar í sjávarútvegi sagði ráðherrann: „Meginreglan í EES-samningnum er sú að aðilum innan svæðisins verður heimilt án takmarkana að fjárfesta í sérhverju aðildarríkjanna. Hvað varðar Island mun þó áfram gilda algert bann við fjárfestingum erlendra aðila í veið- um og frumvinnslu sjávarafurða. Gild- ir það jafnt um fjárfestingu með bein- um hætti eða óbeinum gegnum önnur innlend fyrirtæki. I samningnum em meðal annars ákvæði þess efnis að unnt sé að skuldbinda fyrirtæki sem hafa að hluta eða öllu leyti verið keypt af er- lendum aðilum eða íslenskum ríkis- borgurum sem ekki eiga lögheimili hér á landi til að losa sig við fjárfestingu í fiskiskipum og fiskvinnslu. Fram hafa komið þær skoðanir að ekki sé hyggilegt að banna algerlega beint og óbeint eignarhald erlendra að- ila í sjávarútvegi. Það setji þessa at- vinnugrein skör lægra en aðrar at- vinnugreinar í landinu og geri sjávarút- vegsfyrirtækjum erfitt um vik að afla eigin fjár. Það er rétt að fyrirvarar og undanþágur hafa sína annmarka og geta heft fullan aðgang íslenskra sjáv- arútvegsfyrirtækja að tækifæmm þeim sem fylgja einum markaði. En úr þvf getum við bætt í góðu tómi síðar og stigið þau skref í fijálsræðisátt sem við teljum sjálfir nauðsynleg vegna ís- lenskra hagsmuna. Skýrt og skorinort er tekið fram í samningum að þær takmarkanir sem nú em við lýði á fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi megi standa óbreyttar og að heimilt sé að gera þeim fyrirtækjum sem eiga óbeinan eignar- hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum og em keypt af erlendum aðilum að losa sig við eignarhlut sinn. Það svigrúm sem við höfum til þess að ganga í frjáls- ræðisátt verður óneitanlega rýmra ef í framkvæmd verður viðurkenndur lög- festur eignarréttur íslensku þjóðarinnar á fiskimiðunum umhverfis landið." Skipti á veiðiheimildum Þá kom viðskiptaráðherra inn á samning milli Islands og EB um gagn- kvæm skipti á veiðiheimildum. Þar er kveðið á um að Island skuli veita heim- ildir til veiða á allt að 300 tonnum af karfa á tilteknum svæðum en EB láti í staðinn heimildir til að veiða 30.000 tonn af loðnu sem það hefur keypt af Grænlendingum. Um það samkomulag sagði Jón Sigurðsson: ,J4ú er verið að ganga frá ramma- samningi um framkvæmd þessa sam- komulags. Þar verður m.a. kveðið á um það hvemig eftirlitsmenn koma um borð, hvemig fylgst verður með lönd- unum, hvemig tilkynningaskyldu verð- ur háttað og fleiri framkvæmdaatriði. Þeim samningaviðræðum miðar vel áfram en ekki hefur enn verið gengið ffá því hvemig skuli bregðast við ef annar hvor stofftinn bregst. fslendingar hafa lagt á það áherslu að fá úr þessu skorið þar sem loðnan er hvikulli og óáreiðanlegri stofn en kar- finn. EB hefur hins vegar haldið því fram að þessi samningur, eins og allir aðrir fiskveiðisamningar þeirra, snúist um skipti á fiskveiðiheimildum, ekki um skipti á fisk upp úr sjó. Áhættan verður að vera hjá þeim aðila sem veið- ir. Ég er þess fullviss að samningar munu nást um þessi framkvæmdaat- riði.“ ERTU VIÐBUINN VETRI? Líttu inn á næstu ESSO-stöö. Viö bjóöum sérstaka vetrarþjónustu fyrir bílinn þinn. Starfsfólk okkar veit hvaö gera þarf. Olíufélagið hf -hvernig sem viörar

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.